Þjóðviljinn - 29.12.1964, Page 4

Þjóðviljinn - 29.12.1964, Page 4
I © 4 SIÐA ÞT6ÐVILTINN Þriðjudagur 29. desember 1964 Ctgefandi: Sameiningarflolclíur alþýðu — SósíaListaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V BYiðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsia. auglýsingar. prentsmiðja, Skólavörðust 19. SímJ 17-500 (5 linur) Áskriftarverð ki 90.00 á mánuði Svikin viðreisnarloforð jþegar ríkisstjórnir taka við völdum birta þær ein- att stefnuskrá sína, auglýsa þau afrek sem bráð- um eigi að vinna. Engin hérlend ríkisstjórn hefur verið jafn stórtæk við þá iðju og sú sem nú situr, upphaflega sendi hún loforð sín í prentaðri bók' inn á hvert heimili með ærnum tilkostnaði sem al- menningi var gert að greiða. Efndirnar hafa þó orðið þær að ekki stendur steinn yfir steini í þessari framtíðarhöll viðreisnarinnar. Kjarninn í loforðunum’ var sá að fellt skyldi niður hið flókna bókhaldskerfi þjóðarbúsins, verðuppbætur og nið- urgreiðslur og annar þvílíkur. peningaflutningur, og í því skyni var gengi krónunnar lækkað. En þótt gengislækkanirnar hafi orðið tvær er upp- bótakerfið með meiri blóma en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Niðurgreiðslur á_vöruverði ein- ar saman eru nú 543 miljónir króna á ári, sam- kvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar, og nema allt að því helmingi á verðlagi sumra vörutegunda. Út- flutningsuppbætur hafa farið sívaxandi og eru stundum margfalt meiri en það verð sem fyrir vörurnar fæst erlendis. Styrkir til togaraflo’tans, bátaútvegsins og frystihúsanna birtast í hinum margvíslegustu myndum, og ráðamenn stjórnar- flokkanna hafa gefið í skyn að enn verði bætt við það kerfi í vor. Er þetta kerfi allt orðið svo marg- þætt og flókið, að ekki mun veita af hinum nýja rafeindaheila sem Háskóla íslands hefur áskotnazt ’til þess að greiða úr flækjunum, ef hann hrekkur þá til. |Jpphaflega sagðist stjórnin ætla að standa eða falla með stefnu sinni. Viðreisnarhöllin er hrun- in, en ráðherrarnir sitja sem fastast í rústunum. * Fjársvik jpjármálaráðherra skýrði frá því í útvarpsumræð- unum um. daginn að niðurgreiðslumar — 543 miljónir króna á ári — lækkuðu vísitöluna um 19,4 stig. Eins og kunnugt er stendur söluskattur- inn undir niðurgreiðslunum, vöruverð er hækkað til þess að hægt sé að lækka það. Ef vísitalan gæfi rétta mynd af verðlaginu myndi söluskatturinn hafa nákvæmlega sömu áhrif til hækkunar og niðurgreiðslurnar til lækkunar, þannig að stefna ríkisstjórnarinnar í verðlagsmálum jafngilti þeirri iðju að moka sandi í botnlausa tunnu. En vísitalan gefur ekki sanna mynd, heldur hagnast ríkisstjórn- in, á því að greiða niður „réttar“ vörutegundir, Þannig er undirstaða niðurgreiðslukerfisins raun- veruleg fjársvik, launþegar eru sjálfir látnir greiða niður verð á nauðsynjum sínum til þess að halda vísitölunni og kaupgjaldinu í skefjum. — m. EIN ÖRSTUTT AFMÆUSKVEÐJA \ I miðjum jólaönnunum rifj- ast það upp, að á mánudag- inn kemur 28. þ.m. verður Magnús Á. Árnason listamað- ur sjötugur að árum — trúi því, hver sem vill. 1 mínum augum hefur hann ekkert elzt, síðan ég sá hann fyrst inni á Kirkjusandi fyrir tveimur, þremur áratugum. Engan mann íslenzkan kann ég að nefna, sem hef- ur lagt lag sitt við eins marg- ar listagyðjur með jafngóðum árangri og Magnús. Hann er málari og myndhöggvari ágæt- ur svo sem alþjóð veit — si- ungur og leitandi í listsköpun sinni. Fasrri vita ef til vill, að Magnús er skáld gott og afburðasnjall þýðandi eins og Tagore-þýðingar hans bera vitni um, auk þess er hann lagasmiður. En málara- og höggmyndalistin hafa. átt huga hans fyrst og fremst. Maður með atorku Magnús- ar og eðlislæga listhneigð hefði allt eins orðið framúrskarandi á sviði skáldskapar og tón- smíða hefði hann gefið sér tíma til að sinna þeim. Auk hinna nánu kynna af þessum listagyðjum, hefur Magnús verið mikill félagsmað- ur og er ennþá. . Ég veit, að hann hefur ver- ið myndlistarmönnum betri en enginn í samtökum þeirra og má sem dæmi nefna, að ágóðanum af málverkasýningu, sem opnuð verður á annan dag jóla á verkum Magnúsar og annarra listamanna í Kópa- vogi í bókasafni Kópavogs í Félagshemilinu — verður var- ið til nýs sýningarskála lista- manna. En hans er orðin hin brýnasta þörf eins og kunnugt er. Alltaf er Magnús reiðubú- inn að verða góðu málefni að liði og stendur þá jafnan f broddi ’lylkingar. Hánn hefur starfað í mörgum fleiri félags- samtökum. Um skeið var hann formaður Vináttutengsla Is- lands og Rúmeníu og vann þar gott og mikið starf af sínum alkunna dugnaði. Hann hefur einn Islendinga það ég veit haft málverka- sýningu í Rúmeníu austur, ennfremur hefur hann haldið sýningar í Mexíkó og víðar. Á yngri árum dvaldist hann við nám í Bandaríkjunum. Það er ekki aðeins, að Magnús flytji list sína til annarra landa. Þegar heim kemur flytur hann marga skemmtilega og fræð- andi fyrirlestra í útvarp um þjóðir þær, sem haiin kynn- ist á ferðum sínum. Er skemmst að minnast erinda- flokks hans um Mexíkó og menningu þess lands. Engan mann veit ég Magn- úsi þjóðhollari, en jafnframt er hann heimsborgari, ljúfur og elskulegur í framgöngu allri og gleymist þeim seint, sem eiga því láni að fagna að kynnast honum. Eitt er það, sem honum verður seint fullþakkhð. Hann bar með sér hingað heim brúði af Englandi þá indælustu konu, sem ég veit — hina fáguðu og aðláðandi listakonu Barböru ...........I JÓLATRÉ Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið ALDAN, og Stýrimanna- félag íslands — halda jólatrésfagnað sinn í Lídó, miðvikudaginn 6. janúar kl. 3 eh. Dansleikur fyrir fullorðna hefst kl. 9. Aðgöngumiðar fást hjá eftirtöldum mönnum: Guðjón Pétursson, Höfðavík, sími 15334. Jón B. Einarsson, Laugateig 6, simi 32707. Kolbeinn Finnsson, Vesturgötu 41, sími 13940 Þorvaldur Árnason, Kaplaskjólsvegi 45, sími 18217. Hörður Þórhallsson, Fjölnisvegi 18, sími 12823- Andrés Finnbogason, Hrísateigi 19, sími 36107. Herrafrakkar með spœ/ Stakirþkkar KLÆÐAVERZLUNIN Klapparstíg 40 — Sími 14415. Sauma vél a ví ðeærðir riósmvndavéla- ■^Acrerðir FLJÖT 4FGREIÐSLA SYLGJA Laufasvegi |9 (bakhús) siml 12656. Ódýrqr bœkur Odýrustu bækurnar fáið þið i Bókinni h.f. Skólavörðustíg 6. William Morríá. Þau hjón eru mér tákn þess þokkafyllsta, sem ég þekki á þessu landi. Þau eiga einn son barna Vífil, sem stundar nám í húsagerð- arlist í Mexíkó. Um leið og ég óska þér Magnús, konu og syni, að þú megir halda fullri heilsu enn um langa lífdaga til starfa að hugðarefnum þínum, sem öll auka á yndi og fegurð lífsins, — þakka ég þér og allt ,mitt skyldulið fyrir ótaldar á- nægjustundir á heimili ykkar hjóna. Þótt þú segist ekki verða heima á degi ykkar Bjarna Thorarensen — fæ ég bara ( nefið hjá þér seinna. Vertu alltaf blessaður og for- láttu þessar flýtislínur hripað- ar á Þorláksmessu. Þinn einlægur Hjálmar Ólafsson. Tilkynning Vegna áramótauppgjörs verða bankarnir í Reykjavík, ásamt útibúum, lokaðir laugar- daginn 2. janúar 1965. Athygli skal vakin á því, að víxlar, sem falla í gjalddaga miðvikudaginn 30. desem- ber, verða afsagðir fimmtudaginn 31. des- ember, séu þeir eigi greiddir fyrir lokunar- tíma bankanna þann dag, kl. 12 á hádegi. SEÐLABANKI ÍSLANDS. LANDSBANKI ISLANDS. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS. OTVEGSBANKI ÍSLANDS. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. VERZLUNARBANKI ÍSLANDS H.F. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS H.F. Tiikynning frá Sínsa- happdrættinu 1964 Dregið var hjá Borgarfógeta á Þorláksmessukvöld og hringt í vinningsnúmer, sem voru þessi: 38458 Volvo-Amazon 51231 Volkswagen 18661 1. aukavinningur (15 þús. kr.) 41749 2. aukavinningur N 6048 3. aukavinningur (Njarðvíkur) 60192 4. aukavinningur K 1636 5. aukavinningur (Keflavík) 23942 6. aukavinningur 18202 7. aukavinningur 50828 8. aukavinningur V 1846 9. aukavinningur (Vestmannaey'jar) K 1885 10- áukavinningur (Keflavík.). Styrktarfélag Iamaðra og fatlaðra. Glaumbær Salir Glaumbæjar verða opnir á gamlárs- kvöld. — ☆ ☆ ☆ Tvær hljómsveitir leika til kl. 4 e.m.n. ☆ ☆ ☆ Matarkort afhent á skrifstofu Glaumbæjar daglega frá kl. 1—5. ☆ ☆ ☆ ATH.: öm síðustu. áramót seldust ALLIR miðar upp á svipstundu l 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.