Þjóðviljinn - 29.12.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.12.1964, Blaðsíða 10
LÍTILL SKÍÐAKAPPI Á ARNARHÓL Frumsýningunni ágætlega tekið Frumsýningargestir toku sýn- ingu Þjóðleikhússins á söng- leiknum „Stöðvið heiminn” á 2. í jólum ágætavel. Höfundar leiksins eru þeir Anthony New- ley og Leslie Brieusse, en leik- stjóri Ivo Cramér og hljómsveit- arstjóri Eckert Lundin, báðir sænskir. Með aðalhlutverkin fóru þau Bessi Bjarnason og Vala Kristjánsson. Þýðandi er Þor- steinn Valdimarsson. — Leik- dómur Ásgeirs Hjartarsonar birtist í Þjóðviljanum einhvem næstu daga. Meistaraverk flutt í Landa- kotskirkju Tveir fyrstu hlutar Jólaórator- íós Johans Seb. Bachs voru fluttir í Krístskirkju í Landa- koti sl. sunnudag. Það var Póly- fónkórinn sem stóð fyrir flutn- ingi þessa meistaraverks, auk hljómsveitar og einsöngvara. Stjómandi var Ingólfur Guð- brandsson, en einsöngvarar Sig- urður Björnsson, Guðrún Tóm- asdóttir og Halldór Vilhelmsson. Tónleika þessa sóttu eins margir og kirkjan frekast rúm- aði, en meðal áheyrenda var for- seti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson. Tónleikarnir voru end- urteknir í gærkvöld. Falleg jól á Isafirði ísafirði, 28/12 — Hvít jól voru í ísafjarðarkaupstað og var nokkuð um skreytingar í bæn- um. Þannig skartaði jólatré á Austurvelli frá vinarbænum Hróarskeldu og einnig voru Ijós- um prýdd jólatré á sjúkrahús- túninu og upp við vatnsþró og niður við höfnina að áralöngum sið. Þá voru víða fallegar jóla- skreytingar í görðum og á hús- um og viðfelldinn jólaíblær á kaupstaðnum. Blíðalogn ríkti um jólin með nokkru frosti og alhvítri jörð. H. Ó. Eyjabátur í landhelgi f gærmorgun tók varðskipið Ægir Eyjabát að ólöglegum tog- veiðum tvær sjómílur innan fjögurra mílna markanna undan Ingólfshöfða og fór varðskipið með bátinn til Vestmannaeyja. Landhelgisbrjóturinn heitir Leó VE 400 og verður kveðinn upp dómur í máli hans hjá bæj- arfógetaembættinu einhvern næstu daga. Kviknaði í Skjaldbreið og Jóni Bjarnasyni Kukkan fimm á aðfangadag varð allmikil sprenging i eldhús- inu um borð í m.s. Skjaldbreið, sem lá við Ægisgarð. Tveir vakt- menn voru um borð á vakta- skiptum og gerðu slökkviliðinu þegar aðvart. Sprengingin varð í eldavélinni og gaus þegar upp eldur og reyk lagði um eldhúsið og ganga skipsins. Brunatjón varð ekki alvarlegt og tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Þá kom upp eldur í m.b. Jóni Bjarnasyni við Grandagarð og hafði gleymzt að slökkva á olíu- eldavél í káetu, þegar skipið var yfirgefið eftirmiðdaginn annan jóladag. Varð vart við eldinn klukkan sjö um kvöldið og varð brunatjón ekki alvar- legt. Þriðjudagur 29. desember 1964 — 29. árgangur — 283. tölublað. Tekst aS bjarga Siísönnu Reith? ■ RAUFARHÖFN 28/12 — Á Þorláksmessu kom hing- að tíu manna björgunarsveit á vegum Bjargar h.f. undir leiðsögn Kristins Guðbrandssonar til þess að ná þýzka vöruflutningaskipinu, Súsönnu Reith, á flot, og hafa þeir unnið óslitið alla jólahelgina að björgun skipsins. Ljósmyndarinn okkar hitti þennan unga skíðakappa á Arnarhóli á sunnudaginn. Það skal tekið fram til að koma í veg fyrir misskilning, að hann er alls ekki að detta þó svo kunni að virðast á myndinni, því að hann dettur aldrei á skíðum, að því er hann sagði Ijósmyndaranum. Hins vegar mun þetta vera einhver frægur Alpa-stíll er hann notar, sem við kunnum ekki nánari skilgrein- ingu á. Hver veit nema hér sé á ferðinni efni í frægan skíðakappa. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Mikið veiðarfæratjón í eldsvoða í Neskaupstaó ■ NESKAUPSTAÐ 28/12 — Klukkan fimmtán á jóla- dag kom upp eldur í Fiskverkunarhúsi Ölvers Guðmunds- sonar hér í kaupstaðnum og var suðurhlið hússins alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang tíu mínútum eftir að eldsins varð vart. Hér er um áð ræða þriggja hæða timbur- og steinhús og Síldveið- in á Rauða torginu NESKAUPSTAÐ 28/12 —Þrjá- tíu þúsund mál af síld liggja hér á túnum, en bræðsla hefur Iegið niðri í síldarverksmiðjunni yfir jólin og er ekki ætlunin að hefja bræðslu fyrr en eftir áramót. Tveir síldarbátar fóru út héð- an frá Norðfirði í gærmorgun til síldveiða á Rauða torginu. Það eru Sæfaxi II. og Björg NK og fé.kk síðamefndi báturinn svo stórt kast síðastliðna nótt, að nótin sprakk og náðust þó inn hundrað mál og er Björg NK væntanleg inn í kvöld með þá veiði. íslenzku bátarnir eru að þyrp- ast á Rauða torgið og má bú- ast við einhverri veiði í nótt. Vitað er um Sigurð Bjarnason og Súluna að norðan og í dag um Keflvíking og Höfrung III. á miðunum. Sæhrímnir lá við bryggju á Seyðisfirði um jólin og flaug skipshöfnin suður og dvöldu skipsmenn hjá fjölskylaum sin- um um jólin og flugu svo aftur í dag austur og fer báturinn út á miðin i nótt til veiða. Mikið síldarmagn er ennþá á Rauða torginu Qg sovézki flot- inn heldur sig' þar ennþá og verður þar fram í næsta mán- uð og flytur sig þá á veiðisvæði milli Hjaltlaridseyja og Færeyja. Að gömlum sið flytur hann sig svo i ofanverðum febrúarmán- uði að Noregsströndum og veið- if þar á útmánuðum og þaðan tekur hann svo stefnuna norður á bóginn aftur og heldur sig við Jan Mayen í mai og júní og er svo kominn út af Aust- fjörðum í september, október, nóvember og desember. R. S. geisaði eldurinn á annarri og þriðju hæð hússins sunnan meg- in. Þama brann allmikið magn af veiðarfærum og féll þakið sunnan megin á húsinu og urðu miklar skemmdir á húsinu. Að- allega brunnu fiskilínur og net af veiðarfærunum, en tvær sild- arnætur sluppu óskemmdar enda lágu þær norðan megin á ann- arri hæð hússins. Þá tókst að verja þrjú hundruð tunnur af saltsíld á neðstu hæðinni og vörubíl. Blíðalogn var um daginn og hefði getað farið ver með inn- anstormi, þar sem þrjátíu tonn af benzíni á vegum B.P. var þarna?* utan megin í fimmtíu metra fjarlægð og tveir þrjú hundruð tonna olíugeymar eign B.P. og Essó og voru báðir fullir af olíu. Það tók slökkviliðið tvo klukkutíma að ráða niðurlögum eldlsins. Eignir voru lágt vá- tryggðar og er þetta mikið tjón. ölver Guðmundsson, útgerðar- maður gerir meðal annars út vélbátinn Þráin á síldveiðar. Fyrri björgunartilraunir höfðu verið reyndar með því að toga í skipið í hánorður af sjó og hafði skipið flutzt eitthvað til á Kotflúðinni og allar þessar til- raunir reynzt árangurslausar. Þessi björgunarsveit hefur haft annan hátt á björgun skipsins og toga þeir í skipið af landi yfir Kotvíkina og nota til þess þrjá trukkbíla og átta rása blakkir og hafa flutt skipið um fimmtán metra á flúðinni og ætla að ná skipinu á flot klukkan sjö í kvöld á háflóði og horfir fremur vel um björgun. Mikill leki hefur verið á skip- inu og hafa þeir jafnframt unnið við að þétta skipið og nota tvær tíu tommu dælur og eina sex tommu dælu til þess að halda í horfinu og er ætlunin að flytja skipið að hafnarbryggjunni á Raufarhöfn, ef það losnar og þétta það enn frekar og gera það sjófært til Reykjavíkur og þar fer skipið í slipp. Björgunarmenn telja að fyrri björgunartilraunir hafi fremur spillt fyrir björgun skipsins og t^lja , það,, einu , færu leiðina að toga 1 skipið af landi og ná því á flot út á Kotvíkina. Vélbáturinn Kristinn hefur annazt flutninga að skipinu frá sjó og hafnsögumaðurinn á Raufarhöfn hefur verið með í ráðum um björgun skipsins, en hann heitir Baldvin Björgvins- son. Annars hefur þessi flokkur sunnanmanna fengið inni í ein- um síldarbragganum hér á Rauf- arhöfn og höfðu með sér kokk til þess að matreiða jólamatinn í öUu annríkinu. — H.R. Jólatónleikar Sinfóníunnar eru í kvöld Jólatónleikar Sinfóníusveitar Islands verða haldnir í kvöld Háskólabíói og hefjast þeir kl. 21. Stjórnandi tónleikanna er Proinnsías O’Duinn. Þetta eru sjöttu tónleikar Sin- fóníunnar á þessu starfsári og jafnframt hinir síðustu er Pro- innsías O’Duinn stjómar að þessu sinni. Á efnisskránni eru þrjú verk: Forleikur að Próme- þeusi, opus 43, eftir Beethoven, Sinfónía nr. 6 í C-dúr eftir Schubert og er þetta í fyrsta sinn sem hún er flutt hér á landi, og loks er Scheherazade, opus 35, eftir Rimsky-Korsa- kof. Næstu tónleikar Sinfóníunnar verða haldnir 7. janúar n.k. og stjómar Igor Buketoff þeim. Dagana 9.—10. desember sl. hélt Sinfóníuhljómsveitin 'fema skólatónleika í Háskólabíói og sóttu þá nær 3000 unglingar. Tónleikar Sinfóníunnar hafa ver- ið mjög vel sóttir í vetur, oft- ast nær fullt hús, og áberandi hve margt af ungu fólki sækir tónleikana. Fyrirspurn frá nokkrum útvegsmönnum og sjómönnum: Hvers vegna er ferskfiskverð hér 50% lægra en í nágranalöndunum? Þjóðviljanum barst í gær eft- irfarandi fyrirspum frá nokkr- um sjómönnum og útgerðar- mönnum: „Þar sem verðlagsnefnd sjáv- arútvegsins situr nú þessa dag- ana á rökstólum til að ákveða verð á ferskfiski fyrir komandi vertíð, og þar sem segja má að gert sé út um örlög útvegsmanna og fiskimanna hinna minni fiski- skipa, sem ekki hafa síldina upp á að hlaupa, þá langar okkur að koma þessari fyrirspum á fram- færi: Hverjar eru orsakir þess að ferskfisksverð hér á Islandi er u.þ.b. 50% lægra heldur en í nágrannalöndunum, þar sem fiskur er unninn á sama hátt og fyrir sömu markaði? Við teljum okkur eiga kröfu til að fá upplýsingar, hvað verði um þriðjung hins raunverulega fiskverðs. Rr vinnuhagræðing svona miklu skemmra á veg komin hér. heldur en t.d. í Færeyjum? Eða hví fer verðlagsnefnd ekki inn á nýjar leiðir, með fleiri verðflokkum t.d. kassafisk? Og væri ekki úr vegi, að ferskfisk- matið styddi þá tilraun að „kassa fisk“ þegar lítið veiðist, og á þeim bátum sem aðstöðu hafa til þess. Eða seilist ríkisvaldið svona miklu dýpra í vasa íslenzkra fiskverkenda heldur en gert er hjá Dönum og Norðmönnum? f fullri vinsemd viljum við benda á, að fiskverð er svo lágt, að það gefur hlutasjómönnum ekki meira í aðra hönd, með ELDUR íb. v. MARl Að kvöldi annars jóladags kom upp eldur í botnvörpungnum Marz við togarabryggjuna í Reykjavíkurhöfn. Eldurinn kom upp í lúkar skipsins og urðu all- miklar skemmdir þar. Vaktmaður veitti fyrst athygli miklum reyk er lagði út um lúkarinn og kom slökkviliðið á vettvang klukkan hálf níu og réðist það til niðurgöngu með grímur en varg frá að hverfa vegna hitans. Framhald á 6. síðu. eðlilegum aflabrögðum, en þeir geta haft við algenga landvinnu. Leiðir beinlínis til þess að menn fást ekki á bátana, fyrir utan það að bátamir verða ekki gerðir út styrkjalaust, nema veiðamar svari kostnaði. Valdimar Einarsson Jón Sigurðsson Pétlir Stefánsson Halldór Bjamason Gísli Gunnarsson Tómas Sæmundsson Guðjón Sigurðsson Jón Guðjónsson Guðni Sigurðsson Jón Þórarinsson Jóhannes Guðjónsson Kristján Jóhannsson. Fyrirspurn þessi hefur ver- ið send öllum dagblöðum borg- arinnar“. Verkfall yfirvofandl á Háfunum suBvestanlands ■ Enn hefur enginn árangur orðið að samningaunaleit- unum í deilu sjómannasamtakanna á Suðvesturlandi og útgerðarmanna um kjarasamninga sjómanna. Nýr sátta- fundur hefur verið boðaður í dag, þriðjudag, kl. 2. Sam- eiginleg samninganefnd sjómannasamtakanna sem hlut eiga að máli stendur í samningaviðræðunum. ■ Eins og kunnugt er hafa sjómannasamtökin í Reykja- vík, Hafnaifirði, Keflavík. Akranesi og Grindavík boðað veikfall á bátaflotanum frá os með 1. janúar hafi samning- ar ekki tekizt fyrir þann tíma. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.