Þjóðviljinn - 09.01.1965, Page 2
2 SÍÐA
ÞIÖÐVILIINN
%
Laugardagur 9. janúar 1965
Verkalýðs- og sjómannafélag
Hnífsdælinga fjörutíu ára
Frekari ofbeldisaðgerðir.
Atvmnurekendum þótti þó
vissara að fylgja máli sínu
enn betur eftir. Einn þeirra
sagði sex fjölskyldum upp
leiguhúsnæði, sem þær árum
saman höfðu haft á leigu hjá
fyrirtæki hans.
Allar þessar ráðstafanir at-
vinnurekenda dugðu samt
ekki til að sundra félaginu,
sem undir forustu Ingimars
Bjarnasonar hélt stöðugt vörð
um samtök sín og gætti þe.ss
vandlega, að engum verkfalls-
brotum yröi við komið.
1 blaðinu Pkutli birtist grein
um kaupdeiluna í Hnífsdal,
sem jafnaðarmannafélagi nr. 3
skrifar, og segir þar m.a.:
„Hnífsdælipgar! Það er ekki
ofsögum sagt, að nú reyni á
þolrifin í ykkur. Enn hefur
ekki hér á landi í kaupdeilu
verið beitt slíku valdi sem
gegn yður. Af Islandsbanka
gat maður búist við öllu, en
af Landsbankanum, þar sem
sáttasemjari ríkisins á sæti,
hefði mátt eiga á öðru von.
Ykkur átti að svelta; það
mæltist illa fyrir og var hætt
við það, sennilega þó vegna
sviðans í buddunni, þegar þið
bjuggust til að verzla við ann-
að hérað. Eignum ykkar átti
að halda fyrir ykkur. Það á
að reka ykkur út á gaddinn,
svona til hátíðabrigðis, skír-
dagur er 14. apríl. Ykkur hef-
ur verið hótað Óðni og ríkis-
her, byssum og bareflum. í-
hald og auðvald er allsstaðar
samt við sig.”
Lokun sölubúða og íshúss
stóð frá því um miðjan dag
þann 1. apríl til morguns þess
5. apríl.
Sáttatilraunir
Nýr maður kemur nú við
sögu í þessari deilu, en það er
séra Sigurgeir Sigurðsson,
sóknarprestur, síðar biskup.
Séra Sigurgeir gerir ítrekað-
ar tilraunir til að miþla mál-
um, og tekur að sér sáttasemj-
arastarf. En honum verður lít-
ið ágengt, því að á tímabilinu
4.—7. apríl neita atvinnurek-
endur öllum viðræðum um
samningagerðir við Verkalýðs-
félagið. Þeir ætla sér — hvað
sem það kostar — að sundra
Ver'kalýðsfélaginu, og þeir erj
ekki enn orðnir úrkula vonar
um að það takist.
En stofnendur verkalýðsfé-
lagsins sýna nú atvinnurek-
endum vald sitt, samtakamátt-
inn. Gegn því sterka afli geta
atvinnurekendur ekki veitt
viðnám, eins og þeir héldu.
Samtaka sem einn maður
stöðvar verkafólk útskipun á
fiski í Goðafoss. Uppskipun á
vörum sömuleiðis.
Samningar takast —
verkfalli aflýst.
Atvinnurekendur sáu brátt
sitt óvænna og tjáðu sig reiðu-
búna til viðtals við félagið um
kaupgjaldssamninga. — Samn-
ingar takast 12. s.m. Verkfall-
inu aflýst.
Fyrsti kaupgjaldssamningurinn.
...w ».-• k'J* rtn , «.». -ój tffi. *»••» Mv j
Kaup karla:
Dagvinna frá kl. 7 árd.
til kl. 7 síðd........ .
Eftirvinng, frá kl.-7 -síðd.
til kl. 10 síðd........
Næturvinna frá kl. 10
síðd. til kl. 7 árd....
Sunnudagavinna allan
sólarhringinn ...........
Kr.
0.85 ,
1.00
1.25
1.25
Hömlur
gegn lánleysi
Mikið er talað um frelsi í
viðskiptum um þessar mund-
ir. Engu að síður eru við-
' skiptahömlur enn í fullu gildi,
aðeins með nýju fyrirkomu-
lagi. Þannig skýrði Einar Sig-
urðsson útgerðarmaður frá
því í útvarpinu á mánudaginn
var að ríkisstjómin hefði í
rauninni bannað innflutning
á fiskibátum með fyrirmælum
sínum um það, að sá sem vill
kaupa bát verði að leggja inn
í banka sem tryggingu nærri
þriðjungs andvirðisins ári áð-
ur en báturinn kemur til
landsins, en sú upphaéð nem-
um 4—5 miljónum króna
miðað við þá báta sem nú
eru í mestum metum.
Ástæðan er auðvitað sú að
eftir því sem afli lands-
manna vex og hærra verð
fæst fyrir hann erlendis
magnast hið „óskaplega lán-
leysi” viðreisnarinnar eins og
Morgunblaðið orðaði það.
Við-
reisnarfrelsi
Viðskiptahömlur þær sem
ríkisstjómin setur hafa þann
tilgang að fjötra þá sem afla
gjaldeyris; hins vegar eru
þeir, sem eyða honum, ekki
látnir una þvílíkum hömlum.
Heildsalarnir geta fagnáð
miklu frelsi, þótt þeir séu
naumast nógu hugkvæmir við
að nota frelsi'sitt. Hvers vegna
flytja þeir til dæmis ekki inn
íslenzkt smjör frá útlöndum
þar sem það er selt á rúmar
30 krónur kilóið, samkvæmt
hinni vísdómslegu viðreisnar-
stefnu ríkisstjómarinnar? Og
hvers vegna flytja þeir ekki
inn íslenzkt saltkjöt frá Nor-
egi þar sem það er selt á
miklu lægra verði en íslenzk-
ir neytendur verða að greiða?
Ef heildsalamir bæta ekki
ráð sitt á þessu sviði mega
þeir vara sig á framtaki ann-
arra einstaklinga. Sagt er að
íslenzkt smjör sé að verða
ein af þeim vörutegundum
sem smyglað er til landsins.
Hver veit nema eitthvað af
þeim innflutningi sé svo
selt til útlanda á nýjan
leik með margföldum upp-
bótum úr ríkissjóði, líkt og
þegar bændur keyptu kartöfl-
ur í verzlunum og seldu þær
grænmetiseinkasölunni marg-
sinnis en stungu ríkisframlag-
inu í eigin vasa. — Austri.
........................... ..................... ................ ,
Jens Hjörleiísson, núverandi
formaður, siöan 1959. Gjaia-
keri 1955—1958.
-<?>
Útskipun á fiski, upp-
skipun á salti og kolum 1.25
Kaup kvenna:
'Bagvinná 'frá ’kL 7 árd.
til kl. 7 síðd.......... 0,55
Eftirvinna frá kl. 7 síðd.
tií‘:kl. 10 síðd.... 0,75
Næturvthna frá kl. 10
sfðd. til kl. 7 árd.... 0.85
Sunnudagavinna allan
sólarhringinn .......... 0.85
Akvæðisvinna:
Fiskþvottur á 1 skpd.
stórfisks .............. 1.30
Fiskþvottur á 1 skpt. labra 0.95
Ofanritaður samningur var
þannig samþykktur í verka-
lýðsfélaginu 12. apríl 1927. Á
fundi voru mættir 75 meðlim-
ir félagsins. Mikill fjöldi þeirra
lét álit sitt í ljós um samning-
inn. Einróma álit allra var að
samþykkja bæri samninginn;
ekki vegna þess að kaupgjalds-
ákveðin væru svo hagstæð
heldur vegna þess að með und-
irskrift atvinnurekenda viður-
kenndu þeir félagið sem samn-
ingsaðila. í raun og veru var
um það barizt, og allar ráð-
stafanir atvinnurekenda mið-®.
uðu að því að sundra félaginu.
En félagið hélt velli, og má
tefja það þrekvirki við slíkar
aðstæður.
Lægra kaupgjald en á Isafirði.
Kaupgjaldið í Hnífsdal var á
þessum tíma mun lægra en á
Isafirði. — Verkalýðsfélagið
Baldur gerði nýjan samning,
sem tók gildi 28. apríl 1927,
eða 16 dögum eftir að samið
var í Hnífsdal. Samkvæmt
þeim samningi er dagvinnu-
kaup karla f skipavinnu kr.
1.10 og í annarri vinnu kr. 1.00
á klst. Dagvinnukaup kvenna
f skipavinnu er kr. 0.70 á klst.
og í annarri vinnu kr. 0.62 á
klst. Fyrir fiskþvott er greitt á
Isafirði kr. 1.35 á hver 160 kg
af afturúrflöttum fiski, en kr.
1.10 á hver 160 kg. af labra.
Við samanburð á kauptöxtum
þessara félaga sést, að Verka-
lýðsfélag Hnífsdælinga hefur
orðið að falla frá frumkröfu
sinni, sem var jafnt kaup og á
ísafirði. Einnig að nokkru frá
auglýstum og samþykktum
taxta. Það hefur þvf bæði kost-
að fómir og átök aö fá verka-
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Framboðsfrestur
lýðsfélagið viðurkennt sem
samningsaðila. En það er eftir-
tektarvert, hvað almennur
skilningur verkafól'ks er mikill
fyrir því, að fyrsta skrefið i
kaupgjaldsbaráttunni sé að fá
atvinnurekendur til að viður-
kenna félagið sem samnings-
aðila.
Óg nú hrósaði verkafólkið
sigri yfir rammasta afturhaldi,
sem þorað hefur að sýna sig
gegn nokkru verkalýðsfélagi.
Verkalýðsfélag Hnífsdælinga
hafði fengið sína eldsfkírn. Það
var orðinn veruleiki.
t fundargerð 15. janúar 1929
er svofelld bókun:
„Þá talaði formaður félags-
ins (Ingimar Biarnason) um að
'’élagið væri nú að komast á
betri rekspöl, vegna þess m.a.,
að kaupmenn teldu sér hag í
að semja um kaup og fleira.
Mundi það nú fara að eiga
hægara um vik með það, sem
það vildi fá framgengt, einung-
is ef fólk héldi vel saman og
vanrækti eigi félagsskyldu
sina.“
Ekki er að efa, að mestan
þátt í að skapa þessi sterku
s,amtök átti sá mikli ágætis-
maður Ingimar Bjarnason. Með
framkomu sinni vakti hann
traust félagsmanna sinna á
málstað þeirra, einkum með
dæmafárri rósemi sinni og rök-
festu. Fyrir kostum þessa
manns og krafti samtakanna
biðu atvinnurekendur algeran
ósigur.
Sitthvað fleira um félagið
Ég hef hér að framan rakið
í stórum dráttum sögu fyrstu
kaupgjaldsbaráttu félagsins
eins og hún er skráð í fundar-
gerðabók.
Það, sem...hér .hfifur.. vcrið
sagt, er þó ekki nákvæm lýsing
á einstökum atburðum, en
vissulega er nauðsynlegt, að
frásagnir af þeim verði skráð-
ar, á meðan hægt er að fá
þátttakendur þeirra til að lýsa
þeim. Vonandi verða þær frá-
sagnir skráðar í heildarsögu
félagsins, sem nú er unnið að.
Verkalýðsfélagið hefir starf-
að óslitið síðan þetta gerðist
að margþættri félagsmálastarf-
semi. Félagið tók þátt í stofnun
Verkalýðssambands Vestfjarða
árið 1927 og hefur starfað inn-
an Alþýðusambands Vestfjarða
síðan það var stofnað.
Þann 20. febrúar 1931 er
samþykkt að óska inngöngu í
Alþýðusamband íslands, og
hefur félagið jafnan tekið þátt
í störfum heildarsamtakanna.
Sjúkrasjóður tók til starfa 3.
janúar 1930 og starfar enn.
Framhald á 9 síðu.
—— ---------------------f------
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherj aratkvæða-
greiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og
endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykja-
víkur.
Listum eða tillögum skal skila í skrifstofu V.R.
eigi síðar en kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 12.
janúar n.k.
Verzlunarmannafélag; Reykjavíkur |
B
■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i
1 á ^ ' Fortíð mætir fram-
m ■ í;. ■ tíð. Hvað. ?etur ár-
ið 1965 fært okkur?
■ O. J. Olse.n talar um of-
angreint efni í
Aðventkirkjunni sunnu-
daginn 10. jali kl. 8,30
mmm eftir hádegi.
Allir velkomnir.
Ath; Að samkoman er
HHHHHI kl. 8,30.
BÚTASALA
hefst í dag.
GARDÍNUBÚÐIN
Ingólfsstræti.
i ■ . - " V ' tT 'r v
Auglýsið í Þjóðviljanum
CONSUL CORTINA
bllaleiga
magnúsap
skipholfl 21
símap.* 21190-21185
IHlaukur (Fjuðmunctóóon
HEIMASÍMI 21037
Dansskófí Heiðars Ástvaldssonar
Innritun nýrra nemenda.
Reykjavík
Innritun í dag og á morgun frá kl. 2 — 7 í síma
2-0-3-4-5 og 10-11-8. Athugið að ekki er hægt að
ábyrgjast að allir komist að sem vilja.
Kópavogur
Innritun barna fer fram í síma 10-11-8 frá 10 —12
f.h- og 7 — 9 e.h- laugardag og sunnudag.
Hafnarfjörður
Ekki hægt að bæta við byrjendum.
Keflavík
Innritun laugardag
síma 2097.
og sunnudag frá 3 — 7 í
M
i
á