Þjóðviljinn - 09.01.1965, Blaðsíða 5
Eaugardagvr 9. janúar 1985
ÞIÖÐVILIINN
SlÐ'A
ÍR og Lyon leika á morgun;
Fimm landsliðsmenn eru I
hópi frönsku meistaranna
r
■ 'Frönsku körfuknattleiksmeistararnir voru
vaentanlegir hingað til lands í gærkvöld, en á
morgun keppa þeir við ÍR-inga á Keflavíkurflug-
velli í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar.
Það hefur komið í ljós, að
hvorugt félaganna getur teflt
fram sínu sterkasta liði á
morgun. Þrír af beztu leik-
mönnum franska liðsins munu
sitja heima, 2 vegna meiðsla
og einn vegna þess að hann
átti ekki heimangengt. Þrátt
-<»
8000dagb/öð
nú í heiminum
Gagnstætt öllum öðrum fjöl-
miðlunartækjum hafa dagblöð-
in ekki vaxið að magni til
jafns við hina öru fólksfjölg-
un, segir í skýrslu frá UNESCO
(menningar og vísindastofnun
SÞ). Jarðarbúum hefur á síð-
ustu tíu árum fjölgað um 26 af
hundraði, en upplag dagblaða
í heiminum hefur einungis auk-
izt um 20 af hundraði á sama
skeiði., I ákveðnum löndum
Evrópu og* Norður-Ameríku
hefur upplag stórra dagblaða
minnkað og sum þeirra verið
lögð niður, en á móti því vega
hin mörgu nýju dagblöð í van- |
þróuðu löndunum.
I nokkrum fjölmennum ríkj-1
um hefur upplag dagblaða íj
heild vaxið talsvert. f Banda- j
ríkjunum er upplag samtals 59
miljónir og sovézkra um 9
en 1954. Upplag jananskra dag-
blaða jókst á san- v°iði um 5
miljónir og sr z t um 9
miljónir. og hefu ivort ríkið
um sig 39 miljóna upplag. I
heiminum eru nú um 8000 dag-
blöð, og samanlagt upplag
þeirra kringum 300 miljón ein-
tök. — (Frá SÞ).
fyrir þessi forföll eru um 5
franskir landsliðsmenn með í
íslandsförinni' og hefur einn
þeirra leikið 110 landsleiki
fyrir Frakka.
Mjög sterkt lið
Franska liðið heitir Associ-
ation Sportive Villurbanne Ev-
eil Lyonaise. Það sigraði í 1.
deildarkeþpninni í Frakklandi
á sl. ári og hefur forystu ■ i
keppninni nú. í fyrra tapaþi
liðið aðeins tveim leikjum og
gerði eitt jafntefli — vann alla
hina leikina.
Félagið tekur nú öðru sinni
þátt í Evrópukeppninni. Fyrir
tveim árum var liðið einnig
með og taþaði þá í fyrstu um-
ferð fyrir belgísku meisturun-
um og var úr leik. Nú sigraði
það ensku meistarana með 8
stiga mun (74—66) í London
og á heimavelli með 92—48.
Fimm landsliðsmenn
Aðallið félagsins verður þann-
ig er það hefur Ieikinn við
ÍR: Henri Grane fyrirliði er
192 sm að hæð, George Burdy
180 sm., Jacques Caballe 182
sm., Jean Pierre Castalier J90
sm., Ferrucio Biasucci 204 sm.
og Jean Paul Durant 202 sm.
Aðrir sem til íslands koma
eru George Lamothe 171 sm.,
Roger Reveilloux 179 sm„ Jacq-
ues Morera 1.90 sm., George
Perreard 187 sm.
Grane fyrirliði á 110 lands-
leiki að baki, Burdy 15 lands-
leiki, Caballe 20 Iandsleiki,
Buasucci 10 og Castallier 15
landslciki. Durand er sagður
rnjög efnilegur leikmaður og
hefur verið valinn í úrvalslið
ungra körfuknattleiksmanna.
Tveir af beztu leikmönnum
liðsins efu meiddir: Gerard
Moroze, sem sl. sunnudag kom
heim frá leik við Spartak Prag
með brákaðan handlegg og
verður frá í mánuð. Lucien
■ Sedats er meiddur á hné ctg
verður frá i mánuð.og Antonie
Muget skólakennari fékk ekki
frí til íslandsfararinnar.
Þetta er lið ÍR sem sigraði norður-írsku meistarana í síðasta mánuði tvívegis. Vegna Bandaríkja-
farar íslenzka kiaidsliðsiná verður það ckki eins skipað. í leiknum við frönsku meistarana á rhófgun.
sitt af hverju
Ekkert Afríkuríki mun
senda lið í úrtökumót heims-'
meistarakeppninnar í knatt-
spyrnu, sem háð verður í
Englandi á næsta ári. Upp-
haflega höfðu borizt tilkynn-
ingar um þátttöku landsliða
frá 15 Afríkulöndum, en Afr-
íkumenn urðu allir sammála
um að draga þátttökutilkynn-
ingar sínar til baka og mót-
mæla *mcð því ákvörðun
stjórnar FIFA, Alþjóðaknatt-
spyrnusamb. um skipulag
undirbúningskcpuninnar. FI-
FA hafði ákveðið að sigur*
vegarinn í innbyrðiskeppni
Afríkuríkjanna keppti við
sigurvegarann í Asíu um rétt
til þátttöku I úrslitakeppninni
í Englandi.
FORM ANN ASKIPTI hafa
orðið í finnska frjálsíþrótta-
sambandinu. Kosinn var á
dögunum sem formaður
Jukka Uunila, 41 árs gamall,
í stað Tulikoura sem sagði
af sér.
★ Tvítugur hollefizkur pilt-
ur, Ard áchenk, bar sigur úr
býtum9 á meistaramóti Hol-
lands í skautahlaupi, er franí
fór í Amsterdam um síðustu
helgi. Bætti Ard hollenzka
metið í 500 metra hlaupi í
42,1 sek. og stigametið um
tvö stig, í 185,635 stig.
Ard Schenk er^onur Klaas
Schenk, sem þjálfað hefur
alla beztu skautahlaupara
Hollands á undanförnum ár-
um.
-fci Stanley Matthews, hinn
heimsfrægi .enski knatt-
spyrnusnillingur, var aðlaður
af Elísabetu Englandsdrottn-
ingu í ársbyrjun. Stanley,
sem leikið hefur margsinnis
Sir Stanley Matthews
með enska landsliðinu og er
enn í fullu fjöri þrátt fyrir
háan knattspyrnumannsald-
ur (hann er nú 49 ára gam-
all), mun sem sagt framvegis
bera SIR-titilinn framan við
nafn sitt.
★
Admund Bruggmann, Sviss-
lendingur, sigraði í stórsvigi
í Adelboden á dögunum.
Annar í röðinni var Frakkinn
Lacroix og þriðji Allmen frá
Sviss.
utan úr heimi
Múhameðskir
ae«w
Mogasihu. Sjöunda heimsþing
múhameðstrúarmanna, sem ný-
afstaðið er, gerði allharða hríð
að kristnum dómi Þingið skor-
aði á ríkisstjómir i múhameðsk-
um löndum að taka eignarnámi
allar stofnanir sem stýrt er af
kristnum trúboðum.
Þingið samþykkti og ályktun-
um að bamaheimili skuli ekki
falin umsjá „utanaðkomandi” og
þá allra sízt trúboðum.
I ályktuninni stóð. að kristnir
trúboðar noti siúkrahús og aðr- 1
ar góðgerðastofnanir f sambandi :
við skóla sína sem „tjald”, sem ;
bak við bað beir dreifa eitri sínu
og reyna að gera > múhameðstrú-
armenn kristna
HERÐUBREIÐ
fer austur um land í hringferð
14. þ.m. Vömmóttaka í dag og
mánudag til Hornafj'arðar.
Djúpavogs. Breiðdalsvíkur,
Stöðvarfj arðar, Borgarfj arða r
Vopnafjarðar. Bakkafjarðar
Þórshafnar ög Kópaskers
Farseðlar seldir á miðvikudag.
SKJALDBREIÐ
fer til Ólafsvíkur, Grundarfjarð-
ar og Stykkishólms 13. þ.m.
Vörumóttaka á laugardag og
mánudag.
Farseðlar seldir á þriðjudag.
rúmar 60 xnilljóiiir
Rúmar 60 milljónir króna verða grciddar í vinninga á árinu 1965. Hæsti vinn-
ingsmöguleiki á sama númerið er í 12. flokki — 2 miljónir króna.
Ilappdrætti Háskólans hefur einkarétt á peningahappdrætti og því eina happ
irættið sem greiðir alla vinninga í peningum. Allir vinningar eru skattfrjálsir
Forkaupsréttur að númerum rennur út nú um helgina. Allir viðskiptamenn
Happdrættisins og sérstaklega þeir, sem hafa átt númeraraðir eru beðnir að
hafa samband við umboðsmenn sína strax, ef þeir ætla að halda númerum
sínum áfram. — Vegna óvenjumikillar eftirspurnar munu umboðsmenn-
irnir neyðast til að selja alla óselda miða strax eftir 11. janúar.
V i n n ingar ársins ( 12 f 1 o k k a r ) :
2 vinningar á 1.000.000 kr 2.000.000 kr
2 — - 500.000 — 1.000.000
22 — - 200.000 — ■ 4.400.000
24 — - 100.000 — 2.400.000
802 — - 10.000 — 8.020.000
3-212 — - 5.000 — 16.060-000
25-880 — - 1.000 — 25.880-000 —
A 4 ukavinningar: vinningar á 50.000 kr. 200.000 kr
52 — . - 10.000 — 520.000 —
10.000 60.480.000 kr
i
i
t
i