Þjóðviljinn - 26.01.1965, Side 4
4 SlÐA
pJÓDVILJINN
Þriðjudagur 26. janúar 1963
Otgeíaadi: Samelníngarflokkur alþýðu — Sósiallstaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: tvar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason
Préttaritstjóri: SigurðuT V Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja, Skólavörðust. 19
SimJ 1?-Snn (5 linur). Askriftarverð kl 90.0n á mánuði
Fordæmið
Jjegar stöðvun bátaflotans hafði staðið í þrjár
vikur skýrði Vísir svo frá að tapið í gjaldeyri
fyrir þjóðarbúið væri komið upp í 300-500 milj-
ónir króna, og nú hefur sú upphæð senn aukizt
um þriðjung. Þetta þjóðfélagslega tap er margfalt
hærri upphæð en sú sem um er deilt; til þess að
standa gegn sanngimiskröfum bátasjómanna
leggja atvinnurekendur og ríkisstjórn þeirra þung-
an stríðsskatt á þjóðina. Ekki verður þó að þessu
sinni hampað þeirri alkunnu röksemd valdhaf-
anna, að verkfallið sé pólitískt skemmdarverk-
fall og tilræði við máttarstoðir þjóðfélagsins; þeir
sem mæla fyrir kröfum sjómanna eru ekki sízt
kunnir forustumenn úr stjórnarflokkunum sjálf-
um, menn sem sagðir hafa verið öðrum betur til
þess fallnir að tryggja „raunhæfar kjarabætur“
og „kjarabætur án verkfalla“. Sannast þar enn
sem fyrr að ekki verður til frambúðar sveig't
fram hjá raunverulegum stéttaandstæðum með
neins konar brellum; því aðeins eru slíkir menn
öðrum betur fallnir til þess að „leysa“ deilur að
þeir hafi aðstöðu til þess að bregðast umbjóð-
endum sínum.
oit»*fiqcÍP. JJL. . fi ; ii
^nnars hafa þeir átburðir gerzt í upphafi þessa
árs sem hljóta að verða verklýðsfélögunum
nokkurt fordæmi í samningum við atvinnurek-
endur. Um leið og bátasjómenn hófu verkfall sitt
lögðu hljóðfæraleikarar í . veitingahúsum einnig
niður vinnu. Verkfall þeirra stóð um nokkurt skeið
með ýmsum háværum yfirlýsingum í blöðum, en
þegar brennivínsfjármagnið fór að finna fyrir af-
leiðingunum var gengið til samninga. Að því er
skýrt var frá í blöðum var það meginefni samn-
inganna að hljóðfæraleikarar fengu 18,5% kaup-
hækkun að ótöldum fríðindum. Þótt spilarar á
danshúsum séu að sjálfsögðu alls góðs maklegir
og verðir launa sinna, verður því naumast haldið
fram að stétt þeirra sé svo þjóðhagslega mikilvæg
að tryggja þurfi henni sérstök forréttindi í sam-
anburði við aðra. Því hljóta þessir samningar að
verða öðrum býsna minnisstætí fordæmi og hent-
ugur mælikvarði. til að mynda fyrir bátasjómenn
sem færa á land meginhlutann af útflutnings-
verðmætum þjóðarinnar.
rr^
sl. ári var gert einskonar rammasamkomulag
milli verklýðshreyfingarinnar og stjómarvald-
anna. í því voru fólgnar nokkrar félagslegar lag-
færingar, en meginefni samninganna var þó sam-
eiginlegar aðgerðir til þess að binda endi á óða-
verðbólguna. Ríkisstjórnin sagði samningum þess-
um upp í verki með söluskattshækkun sinni fyr-
ir áramót, og í samningunum við hljóðfæraleikara,
sem í fyrra voru eins og aðrir aðilar að ramma-
samkomulaginu, hafa stjórnarsinnar síaðfest það
að nú beri að leysa málefni launþega með veru-
legum kauphækkunum. Ber að fagna þeirri nið-
urstöðu, þótt tregðan í samskiptum við bátasjó-
menn sé þá að vísu lítt skilj. íleg. — m.
Fimmtugur í dag:
Sigurður Stefánsson
formaður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum
Embættisbækur þær austan
frá Fáskrúðsfirði, sem greina
frá nýliðum mannfélagsins í
þeirri sókn á hverjum tíma,
segja frá því, að Sigurður
Stefánsson hafi gerzt félagi
hinn 26. janúar 1915.
1 tilefni af því mun marg-
ur senda honum £ dag afmæl-
iskveðju og óskir um gæfu á
komandi árum, sumir á skeyt-
um Landsímans, en þó vafa-
laust miklu fleiri í hugskoti
sínu. Um Sigurð er þyi svo
háttað, að þeir eru býsna
margir, sem eiga honum gott
upp að inna, og fleiri raunar
en reiðubúnir eru til að gjalda
honum þakkir sínar hvers-
dagslega.
Lítið kann ég að greina frá
uppvaxtarárum Sigurðar, en
hann ólst upp í fæðingarþorpi
sínu við þröng kjör, eins og
algengast var á þeim árum um
alla alþýðu manna, ekki sízt
þar sem systkinahópurinn var
stór svo sem var í hans fjöl-
skyldu.
Þegar á barnsaldri var þátt-
taka í öflun lífsbjargarinnar
sjálfsögð, og Sigurður var því
næsta ungur, þegar hann hóf
störf við fiskveiðarnar, sjó-
mennsku, veiðarfærabúnað,
beitningu og aðgerð.
Árið 1932 kemur Sigurður
fyrst á vertíð ,til Vestmanna-
eyja, þá aðeins 16 ára gamall,
og upp frá því er hann £
Eyjum allar vetrarverti'ðir, en
£ þá daga leituðu flestir sjó-
menn annars staðar fanga á
sumrin.
Leiðbeiningar við
framtal til skatts
Ríkisskattanefnd hefur sam-
þykkt að skattmat framtals-
árið 1965 (skattaárið 1964)
skuli vera sem hér segir:
I. Búfé til eignar í árslok 1965
A. Sauðfé í Austurlandsum-
dæmi, Suðurlandsumdæmi,
Vestmánnaeyjum, Reykjavík.
’ Reykjanesumdæmi og Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu;
Ær .............. Kr. 800
Hrútar .............. — 1200
Sauðir .............. — 800
Gemlingar ........... — 600
B. Sauðfé annars staðar á land-
inu:
Ær .............. Kr. 850
Hrútar ............ — 1200
Sauðir .............. — 850
Gemiingar ........... — 650
C. Annað búfé alls staðar á ‘
landinu:
Kýr ............... Kr. 6500
Kvígur lVz og eldri — 4500
Geldneyti og naut — 2500
Kálfar yngri en V2 árs— 700
Hestar 4 vetra og eldri 4000
Hryssur 4 v. og eldri 2000
Tryp^i 2-3 vetra .... — 1500
— 1 vetra ______ — 1000
Hænur ............... — 75
Endur .............. — 100
Gæsir .............. — 125
Geitur ..,___________ — 400
Kiðlingar ........... — 200
Gyltur ............ — 4500
Geltir .............. — 4500
Grísir yngri en 1 m. — 0
— eldri en 1 m. — 1000
n. Teknamat
A. Skattmat tekna af landbún-
aði skal ákveðið þannig:
1 — Allt sem selt er frá búi,
skal talið með því verði, sem
fyrir það fæst. Ef það er greitt
í vörum. vinnu eða þjónustu,
ber að færa greiðslumar til
peningaverðs og telja til tekna
með sama verði og fæst fyrir
tilsvarandi vörur, vinnu eða
þjónustu. sem seldar eru á
hverjum stað og tíma.
Verðuppbætur á búsafurðir
-éeljast til tekna, þegar þær
eru greiddar eða færðar fram-
leiðanda til tekna í reikning
hans.
2. — Heimanotaðar búsaf-
urðir (búfjárafurðir, garðá-
vextir, gróðurhúsaafurðir,
hlunnindaafrakstur), svo og
heimilisiðnað skal telja til
tekna með sama verði og fæst
fyrir tilsvarandi afurðir, sem
seldar eru á hverjum stað og
tíma. Verði ekki við markaðs-
verð miðað, t.d. i þeim hrepp-
um, þar sem mjólkursala er
lítil eða engin, skal skatt-
stjóri meta verðmæti þeirra
til tekna með hliðsjón af notá-
gildi.
Ef svo er ástatt, að söluverð
frá framleiðanda er hærra en
útsöluverð til neytenda, vegna
niðurgreiðslu á afurðaverði, þá
skulu þó þær heimanotaðar af-
urðir, sem svo er ástatt um,
taldar til tekna miðað við út-
söluverð til neytenda.
Miólk, sem notuð er til bú-
fjárfóðurs skal þó telja til
tekna með hliðsjón af verði
á fóðurbæti miðað við fóður-
einingar.
Þar sem mjólkurskýrslur eru
ekki haldnar, skal áætla
heimanotað mjólkurmagn.
Með hliðsjón af ofangreind-
um reglum og að fengnum til-
lögum skattstióra, hefur mats-
verð verið ákveðið á eftir-
töidum búsafurðum til heima-
notkunar, þar sem ekki er
hæi?t að styðjast við markaðs-
verð:
a. Afurðir og uppskera:
Miólk, þar sem mjólkursala fer
fram sama og verð til
neytenda Kr. 6,02 pr. lítra
Mjólk, þar sem engin mjólkur-
sala fer fram, miðað við
500 1. neyzlu á mann
kr. 6,02 pr. lítra.
Mjólk til búfjárfóðurs. sama
verð og reiknað er til
gjalda af Framleiðsluráði
landbúnaðarins
Kr. 2,70 pr. lítra
Ull ....... kr. 30,0/) pr. kg.
Slátur .... kr. 50,00 pr. kg.
Hænuegg (önnur egg hlut-
fallslega) kr. 53.00 pr. kg.
Kartöflur til manneldig
kr. 591.00 pr. 100 kg.
Rófur til manneldis
kr. 520,00 pr. 100 kg.
Kartöflur og rófur til skepnu-
fóðurs kr. 150,00 pr. 100 kg.
Gulrætur
kr. 960,00 pr. 100 kg.
Rauðrófur
kr. 1600,00 pr, 100 kg
b. — Veiði og hlunnindi:
Lax ...... Kr. 75,00 pr. kg
Sjóbirtingur — 37,00 pr. kg.
Vatnasilungur — 21,00 pr. kg.
Æðardúnn — 1300,00 pr. kg
c. Búfé til frálags:
Skal metið af skattstjórum,
Framhald á 9. síðu.
Á fyrstu árum hans £ Eyj-
um réru allir bátar með linu,
en hinir stærri tóku þó þorska-
net £ notkun sfðari hluta ver-
tiðarinnar. Allar áhafnir bát-
anna sóttu þvi á sjóinn á
netavertiðinni, en meðan línu-
vertíðin stóð yfir var hluti á-
hafnarinnar, þrír eða fjórir
hásetar, í landí og beittu lín-
una.
Fljótlega varð Sigurður svo
röskur beitningamaður, að eng-
inh stóð honum framar við
það starf, og var til þessa tek-
ið í Eyjum.
Ekki átti Sigurður kost ann-
arrar framhaldsskólamenntunar
en siglingafræðinámskeiðs er
hann sótti i Eyjum og lauk
þar hinu minna fiskimanna-
prófi við hinn bezta orðstý og
hefur verið s,týrimaður á ýms-
um bátum síðan. En hin síð-
ari ár hefur hann mest unn-
ið sem netamaður á nótaverk-
stæði.
Þótt skólagöngur Sigurðar
hafi verið næsta skammar, þá
hefur hann engu að síður afl-
að sér mikillar og haldgóðrar
þekkingar á ýmsum sviðum, og
á málefni stéttarfélaganna og
önnur þau verkefni, þar sem
hann hefur haslað sér völl, er
skarpskyggni hans og þekking
alveg óvenjuleg. Það munu
allir þeir þekkja, sem setið
hafa með honum að gerð
kjarasamninga, hvort heldur
þeir hafa þar átt sæti sömu
megin borðs og hann eða
gegnt honum.
Ekki verður sagt aðskemmti-
legt ástand hafi ríkt í málefn-
um sjómanna eða samtökum
beirra um þær mundir, sem
Sigurður kemur til Eyja. Þar
var raunar allt i upplausn.
Stéttarsamtökin höfðu klofnað,
og félagsbrotin, Sjómannafélag
Vestmannaeyja hið eldra fé-
lagið og Jötunn nýlega stofn-
aður, bárust á banaspjótum
innbyrðis og voru bæði næsta
émegnug að vinna stéttinni
bað gagn sem brýna nauðsyn
bar þó til.
Enginn þarf að efnast um,
að Sigurður hefði heldur kos-
ið að efla hið gamla stéttar-
félag til vegs og viröingar. En
bað hefur alla daga verið
fjærri honum að láta forms-
atriði eða féTagsnafn standa
lífrænu starfi fyrir þrifum. Sú
baráttu- eða þróunarsaga, sem
þama gerðist verður að sjálf-
sögðu ekki rakin í lítilli af-
mælisgrein. En árið 1943 var
Sigurður Stefánsson kosinn
formaður Jötuns, sem þá var
fyrir nokkru orðið eina sjó-
mannafélagið í Eyjum. Því
starfi hefur hann gegnt óslit-
ið síðan.
Þau 22 ár, sem síðan eru
liðin, verður naumast um
það deilt, að Jötunn hefur
verið í fararbroddi fyrir kjara-
baráttu fiskimanna landsins.
Oft hefur á þessu tímabili
staðið mikill gustur um Jöt-
un, og margt erfitt verkeín-
ið hefur hann tekizt á við.
Það hafa heldur ekki alltaf
verið tóm blessunarorð, sem
beir aðilar hafa lesið yfir Sig-
urði eða sagt á bak honum,
sem töldu þjóðarhag bezt borg-
ið með því að skammta sjó-
mönnum naumt. Og því miður
hafa heldur ekki ævinlega all-
ir þeir kunnað að meta bar-
áttu Sigurðar, sem þó hafa
ríkulega notið hennar. En þó
efa ég ekki, að þeir munu
næsta fáir, ef þá nokkrir eru,
sem ekki viðurkenna hið ó-
venjulega heilladrjúga starf
hans, þegar þeir gefa sér tóm
til að líta yfir það úr svo-
litlum fjarska frá hita dægur-
brasins, og ég ætla að þetta
muni líka eiga við um þá,
sem fannst hann á stundum
þröngva kosti sínum sem við-
Sigurður Stefánsson
sjómannastéttarinn-
semjenda
ar.
Lítum til dæmis á mál líð-
andi daga.
Fiskiflotinn við Faxaflóa
og víðar hefur nú Iegið um
það bil heilan mánuð í verk-
falli. Hvemig má það ske að
Eyjaflotinn tekur ekki þátt
í þessu verkfalli heldur sækir
nú sjó og aflar ótruflaður af
öllum vinnudeilum? Hefur
baráttuþrek Sigurðar og félaga
hans brostið? Ætlar Jötunn nú
að dragast aftur úr?
Nei, nú eru þeir við Faxa-
flóann að reyna að ná eitt-
hvað sambærilegum kjara-
samningi við það sem Sig-
urður náði fyrir Jötun fyrir
nokkrum árum. Festa hans og
framsýni við þá samningsgerð
færði Vestmannaeyjasjómönn-
um miklu betri kjör en þeim,
sem nú hafa neyðst til að
hefja verkfallsbaráttu til að
rétta það sem fyrir þeim hall-
aðist í þeim samningum, sem
þó hófust á sinni tið með
samstöðu við sjómannasamtök-
in í Eyjum.
Einbeitni Sigurðar hefur
vafalaust verið illa séð af við-
semjendum hans þá- Nú munu
að minnsta kosti einhverjir
þeirra sjá, að fyrir hana eiga
þeir honum raunar þakkir að
gjalda.
En þótt Sigurður hafi þeg-
ar komið bæði stórum og góð-
um hlutum til leiðar í verk-
lýðsbaráttunni og eigi vafa-
laust eftir að halda þar áfram
starf! sínu um ókomin ár, þá
er einnig margra annarra hluta
að minnast þegar staldrað er
við og litið uf öxl á fimm-
tugs,afmæli hans.
Sigurður hefur verið mikill
baráttumaður á stjórnmála-
sviðinu ög einnig þar hefur
hann reynzt hinn traustasti
málsvari alþýðunnar.
Hann hefur verið fulltrúi
Sósíalistaflokksins og síðar Al-
s þýðubandalagsins í bæjarstjóm
Vestmannaeyja allt frá 1946
að einu kjörtímabili undan-
skildu (begar hann var tog-
arasjómaður og sjaldnast í
landi), og sæti hefur hann átt
í bæjarráði í Eyjum frá því
þar var fyrst kosið. Störf
hans á þessum vettvangi eru
ærin orðin og öll unnin við
hinar verstu aðstæður.
Ef gefa ætti nokkra viðhlít-
andi heildarmynd af starfi
Sigurðar, þá yrði sú ritgerð
að vera margfalt lengri en
afmælisgrein er hollt að vera,
og því skal hér staðar numið
i upptalningu einstakra þátta.
Enda eiga vonandi svo marg-
ir þættir enn eftir að • bætast-
við, að þá væri aðeins hálx-
sögð sagan, þótt nú væri allt
talið.
Þess má þó ekki ógetið, að
Sigurður er hinn skemmtileg-
asti félagi, glaðvær, fullur
kímni og hrókur alls fagnaðar
í samkvæmislífi. Það er hvergi
dauft yfir mannlífinu, þar sem
hann er, því hann hefur jafn-
an lag á að láta álit sitt á
hlutunum í ljósi á beinskeytt-
an og gamansaman hátt og
hirðir þá aldrei um. hvort þeir
er hann mælir við eru hon-
um sammála eða ekki.
Kona Sigurðar er Ragna
Vilhjálmsdóttir frá Gerði í
Vestmannaeyjum, hin ágætasta
húsfreyia, og eiga hau mynd-
arlegt heimili að Heiðavegi 58
í Vestmannaeyium.
I lok þessarar liflu upprifi-
unar langar mig svo að senda
beim hiónum kveðiu og beztu
' +i1p>fni afmaeli<:ins.
Karl Guðjónsson,