Þjóðviljinn - 26.01.1965, Blaðsíða 6
g SlÐA
H6ÐVILHNN
Þriðiudagur 26. janúar 1965
Kennedy-ættbálkurinn
og valda-
barátta hans
Hér sjáum við sveitarsetur Kcnnedy-ættbálksins í Hyannis-Port
við strönd Atlanzhafsins. Joseph P. Kennedy, ættfaðirinn sjálfur,
hefur Iátið bygrgja þar „lítinn” sumarbústað handa hverjum sona
sinna.
í þessari grein, sem tekin er úr SF-blaðinu
danska, lýsir Finn Slumstrup því merkilega fyr-
irbrigði í Bandaríkjunum sem nefnt hefur verið
„Kennedy-klan“ eða öðrum orðum Kennedy-
ættbálkurinn. Og það kemur í ljós, að það fólk
sem að ættbálknum stendur reynir að notfæra
sér skipulega forsetamorðið í Dallas og þann
helgiblæ, sem nafn Kennedy forseta hefur verið
sveipað eftir sviplegt fráfall hans.
Nafnið John Fitzgerald
Kennedy hefur fengið allt að
því hélgihljóm. Allir keppast
við að hylla þetta nafn — og
það er eins og við vitum nærri
þvi alltaf grunsamlegt;
Ýmislegt hefur stuðlað að
því að spinna þennan vef af
aðdáun, sem oft á tíðum birt-
ist í allt að því kynóðri per-
eónudýrkun.
Það er því ástæða tih að
reyna að skyggnast bak við
grátklökk eftirmæli vikublað-
anna — meðan slíkt er enn
unnt — og grafast fyrir um
sannleikann um Kennedy-ætt-
bálkinn og Kennedy-þjóðsög-
unum er efnahagsleg aðstaða
þá fyrst verulega áhrifarík
þegar hún hefur öðlazt stjóm-
málalegan bakhjarl. Joseph
Kennedy hafði sjálfur séð fyr-
ir fjárhagshlið málsins ..— nú
áttu synimir að afla honum
og fjölskyldunni stjómmála-
legra áhrifa.
Synimir ólust upp í Boston
í Massachusetts, sem er há-
borg uppskafningsháttarins i
Bandaríkjunum. Þeir hlutu
góða og rándýra mennfcun,
stunduðu m.a. nám við Har-
ward-háskóla. 1 strfðinu féll
elsti sonurinn, Joseph Kenne-
dy jr., og framavonir fjölskyld-
unnar vom þá yfirfærðar á
John Fitzgerald.
Fjárhagshliðin Valdaaðstaðan
Allt frá fæðingu sonanna var
það ósk og áætlun föðurins,
hins írsk-ameríska og róm-
versk-kaþólska miljónamær-
ings Josephs Kennedy að þeir
hlytu stjómmálaframa. Syn-
imir hlutu þannig framgjarna
áætlun í arf, því í Bandaríkj-
Og hann brást heldur ekki
vonum fjölskyldu sinnar, frem-
ur en hinir synirnir tveir, Ro-
bert F. og Edward M. Allir
sýndu þeir góða hæfileika, sem
að vísu stóðu í talsverðu sam-
bandi við það, að þeir þurftu
-$>
— Og svo, með leyfi, hvert er nafnið?
aldrei að hafa áhyggjur af
fjárhagshlið kosningabarátt-
unnar.
En 22. nóvember 1963 hrundi
hin öfluga valdaaðstaða fjöl-
skyldunnar. Þá sat John Fitz-
gerald á forsetastóli, Robert
hafði verið gerður að dóms-
málaráðherra og Edward hafði
yfirtekið öldungadeildarsæti
eldra bróður síns. Hér hafði
með öðrum orðum verið um
gííurlega valdaaðstöðu að
ræða, bæði fjármálalega og
stjómmálalega.
Einn hinn fyrsti sem gerði
sér þetta ljóst var Frank Sin-
atra, en hann er talinn hvað
fjármálagleggstur af framá-
mönnum í hinum alþekkta
„shcrw-business” Bandaríkj-
anna.
Hann hafði þegar stofnað
sinn eiginn „klan” en í hon-
um sátu meðal annarra Dean
Martin og blökkumaðurinn cg
leikarinn heimsfrægi Sammy
Davis jr. Með því að veita
Peter Lawford upptöku, en
hann er kvæntur einni Kenn-
edy-systurinni, komst Sinatra
í samband við forsetafjölskyld-
una og var tekið með kostum
og kynjum.
Ailt að því ósvífin valda-
fýkn leiddi hér af sér álíka
ósvífinn valdasamdrátt, sem
náði yfir „show-business”,
stjómmál og fjármál. Og svo
er vikublöðunum fyrir að
þakka, ásamt öðrum fjölmiðl-
unartækjum, að þessi valda-
samsteypa náði gífurlegum á-
hrifum á alla skoðanamyndun
í hinum vestræna heimi.
ráð fyrir hugtakinu Kennedy-
sinnar í bandarískum stjóm-
málum — með öðrum orðum
fólk, sem hættir frama og á-
hrifum til þess að afla Kenn-
edy-ættbálknum valda og á-
hrifa.
Bræðurnir tveir sitja nú i
öldungadeildinni, fulltrúar
fyrir Massachusetts og New
York. Tveir öldungadeildar-
þingmenn aðrir veita þeim
brautargengi, þeir Birch Bayii
og Joe Tydings, frá Indiana
og Maryland.
Af þessu sést að hér er enn
um að ræða austurríkjablökk.
Þar af skýrist betur, þvílíkt á-
fall það var, að Pierre Sal-
inger, fyrrum blaðafulltrúi
hins myrta forseta, skyldi tapa
kosningunni í Kaliforníu —
mikilvægasta ríki í vestri. 1
fulltrúadeildinrii hefur Robert
Kennedy tryggt sér fjóra ör-
ugga fylgismenn, sem komafrá
Iowa, Tennesee, Wyoming og
Kaliforníu. Þessir menn koma
víðar að en njóta líka minni
áhrifa.
En Robert Kennedy fer sér
að engu óðslega.
Kennedyfjöldskyldan á hátindi frægöar og valda, John Fitzgerald
er orðinn forscti og á myndinni hér að ofan flytur hann ræðu
sína við cmbættistökuna. Sitjandi bak við hann er forsetafrúin
og Eisenhower, fyrrvcrandi Bandaríkjaforseti.
Samkvæmt stjórnarskránni
hefur Johnson forseti rétt tii
að leita eftir endurkosningu
1968, sem hann örugglega ger-
ir, og enginn demókrati getur
keppt við hann þótt hann vildi.
Hins vegar hefur Robert
Kennedy kynnzt því af cigin
raun, að for&etastóllinn getur
skyndilega staðið auður, og því
hefur hann þegar lagt drög-
in að væntanlegri kosninga-
baráttu.
Finn Slumstrup.
Eftirmáli, sem ætti kannski
að lesast fyrst.
Þessi grein kann að hneyksla
— en vekur kannski einhvem
Framhald á 9. síðu.
Áfallið
Og að sjálfsögðu þarf meira
en eitt forsetamorð til þess að
stöðva slíka framsókn og hér
var um að ræða. Skotin í Dall-
as þýjidu því lítið annað en
vopnahlé og síðan var liðið
endurskipulagt allt.
Og þetta morð — sé það
skoðað með nokkurri kaldýðgi
— kom sér hreint ekki svo
illa!
Kennedy forseti var kominn
í algera blindgötu í samskipt-
um sínum við bandaríska þing-
ið, og hvert lagafrumvarp hans
eftir annað var svæft eða fellt.
Svo er fyrir að þakka eða
um að kenna baráttu forset-
ans gegn stálhringunum, mann-
réttindalöggöf hans og öðrum
umbótum, að hann var hvergi
nærri öruggur um endur-
kosningu 1964.
Þegar Kennedy-ættbálkur-
inn hafði náð sér eftir áfallið
komst hann að því, að morð-
inginn eða morðingjarnir höfðu
að vísu lokað einni leiðinni,
en hinsvegar opnað aðrar. 1
trúuðu og rómantísku þjóðfé-
lagi Bandaríkjanna stenzt ekk-
ert geislabaug dýrlingsins, sé
hann rétt notaður.
Sú valdaaðstaða, sem þegar
var fengin, hlaut ásamt skyn-
samlegri notkun geislabaugs-
ins að gera ættbálkinn aftur
innan ekki svo langs tíma að
fremstu fjölskyldu Bandaríkj-
Áfram er haldið
Og það er þessi valdabarátta
sem nú fer fram á stjórnmála-
leiksviði Bandaríkjanna.
Sú var ætlun Roberts Kernne-
edy að hremma forsetatignina
1968 eða 1972. Það er því full
ástæða til að gera nú þegar
Hér sjáum við hinn myrta forseta milli bræðra sinna tveggja, en elsti bróðirinn féll í stríðinu. Það
er Edward sem er til vinstri, Robert til hægri. Bræðurnir eru báðir öldungadeildarþingmenn, en
einkum er þaö Uobcrt, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem athygli vekur fyrir skjótan stjórnmála-
frama og framgirni.
A ð eyBileggja klúhh
Quorum Club hét kaffihús
eitt í New Orleans. Þettavar
eini veitingastaðurinn í borg-
inni þar sem ekki þekktist
kynþáttamisrétti. Hingað
komu blökkumenn og hvítir
og hittust á eðlilegan hátt,
spjölluðu saman yfir kaffi-
bolla, tesopa eða þjóðar-
drykknum Coca Cola, tefldu
skák eða hlýddu á skáldskap.
Klúbburinn hafði lengi
verið borgarstjóminni þyrn-
ir í augumj en hún er einn
helztur talsmaður kynþátta-
misréttisins. Og það var svo
ákveðið, að nú yrði að finna
þær sakargiftir á Klúbbinn.
sem dygðu.
Árangurinn varð lögreglu-
árás og 73 menn vom hand-
teknir. Meðal hinna hand-
teknu voru þátttakendur (
samkvæmi, sem haldið var í
íbúðinni yfir veitingasaln-
um* bæði hvítir menn og
þeldökkir. Samkvæmið átti
ekkert skylt við kaffistofuna.
þar sem ekki var veitt á-
fengi. Þegar gestgjafinn mót-
mælti handtökunum var hon-
isins hefðu á dónalegasta hátt
verið sakaðar um að eiga
vingott við blökkumenn.
Næsta dag vom forsíður
dagblaðanna í New Orleans
fullar af litríkum frásögnum
um allt það óvenjulega, sem
átti að fara fram í Quorum
Club. Lögregluþjónn nokkur
lét hafa það eftir sér, að
klúbburinn væri skálkaskjól
fyrir kommúnistaáróður, kyn-
villusvall og kynþáttablönd-
un — enda þótt hinir 73
væm aðeins ákærðir fyrir að
„raska ró og friði”. Þetta
hafði það í för með sér, að
nokkrir þeirra misstu at-
vinnu sína. Nokkrir urðu fyr-
ir símaofsóknum.
Verjandi í málinu gegn
hinum 73 var lögfræðingur
einn frá samtökum NAACP,
en þau berjast fyrir borgara-
réttindum blökkumanna.
Samtökin studdu sem bezt
þau máttu hina ákærðu, þar
eð ljóst var frá upphafi, að
frá yfirvaldanna hálfu var
aðalatriðið að vinna gegn
mannréttindalöggjöfinni.
Niðurstaðan varð sú, að yf-
irvöldin gátu ekkert sannað
saknæmt á hina ákærðu. Þeir
vom því allir sýknaðir, En
Qoumm Club var eyðilagður.
l■■■»■■■■■■■■»■■••■■■■■■•»l■»■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■
um hent á dyr.
Á lögréglustöðinni vom
hinir handteknu geymdir yf-
ir nóttina í fimm litlum klef-
um og skildir að eftir kyni og
kynþáttum. Blaðið „Nation”
skýrir svo frá, að þegar ung
kona hafi ætlað að kveðja
fylgdarmann sinn hafi fanga-
vörðurinn urrað að henm:
„Hættu að tala við þennan
niggara”. — Þessi „niggari”
er maðurinn minn, svaraði
konan, hún sjálf var múlatti.
Meðal hinna handteknu
vom einn lögfræðingur, tveir
háskólakennarar, allmörg
hjón sem höfðu fengið fóstm
til að gæta bama sinna
heima, dóttir þekkts lögfræð-
ings í Dallas, sem var kom-
in sjö mánuði á leið, maður
hennar og þekktur rithöfund-
ur. Þar við bættust þrjár
aldraðar konur, sem höfðu
slæðst inn í veitingahúsið til
þess að fá sér kaffibolla. Ein
þeirra var ekkja lögreglu-
stjóra.
Hún skýrði síðar svo frá,
að hvítar konur samkvæm-