Þjóðviljinn - 26.01.1965, Síða 10

Þjóðviljinn - 26.01.1965, Síða 10
10 SÍÐA ..-... UNDIR MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAY E skemmtilegu staðreyndir. Nú laet ég yður eftir að ákveða hvort hún á að fara eða ekki. Yðar þjónn, Huntley lávarður. Alex hneigði sig og dró sig í hlé. Randall kapteinn snæddi mið- degisverðinn aleinn; en rétt áður en hann hafði lokið máltíð- inni kom einkaritarinn, herra Harrowby með skilaboð. Lafði Júlía óskaði að kynna Randall kaptein fyrir Vetru .. hm .. condesunni, ef kapteinninn vildi vera svo vinsamlegur að koma í stofu lafði Júlíu við fyrstu hentugleika. Alex stundi þungan. Hann reis á fætur og sótti litla pakkann sem sendiherrann hafði falið honum að afhenda condes- unni persónuelga og fylgdist síð- an með herra Harrowby til her- bergja lafði Júlíu. — Randall kapteinn, yðar náð, tautaði einkaritarinn um leið og hann vísaði honum inn fyrir og lokaði hljóðlega á eftir honum. Lafði Júlía gekk til móts við hann. Það var vinsamlegt af yð- ur að koma, Randall kapteinn. Ég vona að það sé vel um yður hugsað. Þér fyrirgefið að við skyldum borða en famille. Þér eruð búinn að hitta manninn minn, er ekki svo? Þetta er Sy- bella dóttir mín, og þetta er til- vonandi eiginkona okkar kæra Conways — Vetra de Ballesteros. Vetra, þetta er Randall kap- teinn .. Alex hneigði sig stuttaralega. Ware lávarður forðaðist að líta í augu hans en lafði Ware mætti augnaráði hans með kuldalegu, dúfublíðu brosi sem talaði sínu máli. Nú, jæja, mað- urinn hennar hefur sagt henni allt af létta. Hún ætlar ekki að segja telpunni neitt og hefur ekki í hyggju að koma i veg fyr- HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÖ Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SlHI 2 46 16. P E R M A Garðsenda 21 — SlMI: 33-9-68. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. D Ö M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN — Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SÍMI: 14 6 62. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUST- URBÆJAR — María Guðmunds- dóttir Laugavegi 13 — SÍMI 14 6 56 — NUDDSTOFAN ER Á SAMA STAÐ. ir hjónabandið. Þessi Wyc- ombekvenmaður hafði rétt fyrir sér. Hann uppgötvaði að Sy- bella stóð og brosti framan í hann og mundi allt í einu eftir samkvæmisskyldum sínum. Hann tautaði einhver kurteisisorð og leit framhjá henni inn í stór og athugul augu Vetru. Hann horfði lengi og rannsakandi á þetta unga andlit sem var svo stilli- legt. 16 Daufur roði litaði fölar kinn- arnar og Alex dró litla pakkann uppúr vasa sínum. Hann sagði stuttur í spuna og formálalaust: Herra Barton fól mér að af- henda yður þetta sjálfri. Unga stúlkan greip pakkann og hélt fast um hann og andlit- ið varð lifandi og fallegt. Hún hreyfði sig snögglega og hún ætlaði að fela pakkann í fyrir- ferðarmiklu krínólíninu, en lafði Ware sagði rólega og myndug- lega: — Þú mátt vel opna hann hér, telpa mín. Þetta er sjálfsagt trú- lofunargjöfin þín. Vetra leit á litla pakkann sem hún hélt á. Hún vissi hvað í honum var. Hún hafði engu gleymt af því sem Conway hafði sagt við hana, og hann hafði ein- mitt sagt ’ að einhvem tíma myndi hann gefa henni demant — hinn' fegurstá'sem hann gæti fundið í öllu Indlandi — i stað- inn fyrir litla hringinn sem hún hafði í mörg ár borið í silki- bandi um hálsinn. Hann hafði sent boð eftir henni og hann hafði sent demantinn. Nú myndu allir draumar hennar loks ræt- ast. Hún vildi helzt ekki opna hann hér í návist Júlíu frænku og meðan bessi ókunnugi maður, sem horfði svo kuldalega og rannsakandi á hana, horfði á. Þetta kom henni einni við. — Við bíðum, sagði Júlía frænka. Vetra fölnaði og hún opnaði pakkann með skjálfandi hönd- um. Logamir frá aminum endur- spegluðust í geysistórum, slípuð- um smaragði, greyptum f sér- kennilegan, snúinn hring úr indversku gulli. Það var eins og Alex fengi löðrung þegar hann þekkti gripinn. Hann fyllt- ist reiði og viðbjóði. Fyrir þrem- ur árum hafð þessi hringur prýtt hönd Kishans Prasadas fursta. Alex vissi sitt af hverju um Kishan Prasad. Margt mis- jafnt var hvíslað um hann og síðari tilkoma hringsins hjá sendiherranum í Lunjore hafði strax vakið gruninn um mútur hjá Alex. Hann hafði oftar enn einu sinni velt fyrir sér hvers konar þjónusta hefði verið greidd með þessum dularfulla steini. Síðar hafði Alex séð hann skarta á hendi indverskrar dansmeyjar, sem skemmti gestum sendiherr- ans í embættisbústaðnum í hin- um vafasömu veizlum, sem Alex tók aðeins þátt í tilneyddur. Fyr- ir stuttu hafði Alex séð Kishan Prasad við óvæntar aðstæður og nú horfði hann á stóran, áber- andi steininn með undrun og viðbjóði. Sybella gaf frá sér hrifningar- stunu, og kuldaleg augu lafði Júlíu urðu stór af undrun, en Vetra fann eins og sting í hjartastað. Hann hafði þá gleymt þessu! En í næstu andránni á- vítaði hún sjálfa sig. Hví skyldi hann taka hátíðlega loforð til telpukrakka? Hann hafði aðeins átt við að hann myndi einhvem tíma senda henni fagran og j dýran eðalstein í stað litlu I HÖÐVILIINN Þriðjudagur 26. janúar 1965 minningargjafarinnar. Það hafði hann munað. Hún setti hringinn á þriðja fingur vinstri handar, þar sem hann var jafnlaus og hinn hafði verið fyrir fimm árum. Og hún hlakkaði til þess er Conway setti giftingarhring á þann hinn sama fingur, — þá yrði hún að eilífu örugg um ást og vernd. Með dálítið bros á vörum leit hún upp og mætti augnaráði Randalls kapteins, sem logaði af reiði og viðbjóði. Það vakti ótta hennar. Þessi maður var henni óvinveittur af einhverjum ástæðum. Nei. Ekki henni — en Conway? En það var óhugsandi, fyrst Oonway hafði valið hann fyrir sendimann og fylgismann brúðar sinnar. Fyrst Conway hafði sýnt hon- um þetta traust, gat hann ekki verið óvinur. Hún hlaut að hafa misskilið svip hans, enda var hann nú horfinn. Grá augu hans voru kuldaleg og sviplaus. Lafði Ware rauf hina stuttu þögn og þakkaði kapteininum fyrir ómak hans og fullvissaði hann um, að unga condesan og fylgdarkona hennar myndu með gleði þiggja leiðsögn hans í ferðalaginu. Ég vona, að þér fyrirgefið þótt ég kveðji yður nú. Ég er ekki sérlega árrisull og ég skil vel að þér séuð óþolinmóður eftir að komast héðan. Þér farið með Sirius, er ekki svo? Ég skal til- kynna yður skriflega hvemig ég hef í hyggju að búa í haginn fyrir frænku mína að öðru leyti. Hann átti þá ekki að fá neitt tækifæri til að tala í einrúmi vð ungu stúlkuna. Allt þetta mál hafði valdið honum ama og gremju, og nú var hann gagn- tekinn andstyggð. En hann var búinn að reka erindi sitt og gera það sem hann taldi skyldu sína. Hann gat ekki ásakað sjálfan sig fyrir neitt. Samt sem áður var hann í uppnámi. Það var ekki nóg með það að þessi unga stúlka, þetta fáfróða bam, ætti að bindast hinni drykkfelldu sendiherratusku, heldur höfðu hinir tignu ættingjar hennar — af ástæðum sem hann hafði fengið að heyra í samtalinu við hina málugu lafði Wycombe — þar að auki í hyggju að senda hana burt án nokkurrar aðvör- unar. Hann vissi að það myndi brjóta í bága við almennt vel- sæmi að tala hreinskilnislega við condessuna. Ungar stúlkur voru hafðar í hálfgerðu búri og áttu ekkert að vita um svokallaðar karlmannlegar lystisemdir. En tólf ár í Indlandi höfðu rænt hann virðingunni fyrir hefð- bundnum kurteisisvenjum og hann tók allt í einu þá ákvörð- un að unnusta sendiherrans skyldi aldrei flana með lokuð augun út í ólán sitt, ef hann gæti komið í veg fyrir það. Strax og hann kom aftur til her- bergis síns, tók hann blekbytt.u, fjaðurpenna og pappír og skrif- aði fáein orð á miða, braut blað- ið saman og innsiglaði það og kippti síðan í klukkustrenginn. Stofustúlka birtist. Alex var fenginn því að það var ekki gam- all og íhaldssamur þjónn. Gull- peningur og litli miðinn skiptu um hendur. Augu stúlkunnar ljómuðu af glettni og hún full- vissaði hann um það hvíslandi, að hún væri sannfærð um að condessan myndi taka við bréfi hans. Alex geispaði hátt, gaut augunum á spegilmynd sína yfir arinhillunni og fór í rúmið. Morgunninn var kaldur. Þokan var þétt fyrir utan- votar rúð- urnar í stóra anddyrinu, þar sem þjónustuliðið undir eftirliti gamla brytans, var í óða önn að SKOTTA BIFREIÐA TRYGGING BIFRESÐAEIGEHDUR: Bjóðum yður dbyrgðar og Iiaskó- tryggingu d bifreið yðar. HEIMISTRYGGING HENTAR YÐUR Skrítið að hann skyldi scgja að það liti út fyrir aú eg neroi sKrifað stílinn, meðan ég horfði á sjónvarpið . . . ég gerði það, nefnilega. ýTRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRE UNDARGATA 9 SIMI 21260 FERÐIZT MEÐ LANDSÝN Seljum farseðla með flugvélum og skiþum Greiðsluskilmálar Loftleiða: FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAN □ SVN TÝSGÖTU 3. SÍMX 22890. — P.O. BOX 465 — EEYKJAVÍK. KMBOÐ LOFHÆIÐA. * BILLBNN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.