Þjóðviljinn - 13.02.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.02.1965, Blaðsíða 4
I 4 SlÐA ÞJÖÐVILIINN Laugardagur 13. febrúar 1965 Ctgefandí: Sameiniugarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurdur Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði. Norðurlandaráð j dag hefst hér í Reykjavík fundur Norðurlanda- ráðs, og er hingað kominn álitlegur hópur af ýmsum kunnus'tu forustumönnum í stjórnmálum á Norðurlöndum til skrafs og ráðagerða. Þegar stofnun Norðurlandaráðs bar fyrst á góma hér- lendis var veruleg andstaða gegn aðild íslands innan hernámsflokkanna; snerust ýmsir þeir sem áfjáðastir voru í sem nánust tengsl við Banda- ríkin gegn málinu á Alþingi, þannig að það voru atkvæði Sósíalistaflokksins sem réðu úrslitum um það að Íslendingar gerðust þátttakendur í þessari norrænu samvinnu. J^tarfsemi Norðurlandaráðs hefur verið gagnleg á ýmsan hátt, þótt ekki hafi hún verið stór í sniðum. Hefur verið greitt fyrir eðlilegum sam- skiptum milli Norðurlandabúa, ýms þarfleg tengsl tekizt á sviði menningarmála til dæmis með verð- launaveitingum til norrænna listamanna, og sitt- hvað fleira mætti tína til. En ekki hefur enn tek- izt að tryggja þá samstöðu á sviði alþjóðamála og fjármála sem gætu gert Norðurlönd sameiginlega að næsta áhrifamiklum aðila í' heiminum. Þar er ein helzta torfæran' sú að þegar kalda stríðið stóð sem hæst’ tókst Bandaríkjunum að flækjá Ísland, Danmörku og Noreg í Atlanzhafsbandalagið, en Svíþjóð og Finnland völdu hlutleysi. Einnig kom í ljós hversu veik samstaða Norðurlanda var, þegar Efnahagsbandalag Evrópu var mest á dagskrá; þá var mikil hætta á því að Norðurlönd sundruðust svo mjög á efnahagssviðinu að sámvinna þeirra hefði ekkert geíað orðið nema innantómt form. Sem betur fór fjarlægðist sú hætta á nýjan leik, og nú bendir margt til þess að A'tlanzhafsbanda- lagið muni sundrast þegar samningurinn fellur úr gildi eftir fjögur ár. Ættu þá að geta orðið tök á því að raunveruleg samvinna Norðurlanda gæti orðið nánari og mikilvægari en er nú. ^stæðulaust er að gera sér neinar óraunhæfar gyllivonir um samvinnu Norðurlanda. Hins vegar er hinum norrænu smáríkjum það öllum augljóst hagsmunamál að friður haldist í heimin- um og friðsamleg sambúð eflist milli ríkja með 'Mík hagkerfi, og sameiginlega geta þau haft veru- leg áhrif á þá þróun, sérstaklega eftir að þau hafa verið losuð úr netj Atlanzhafsbandalagsins. Fram- leiðsla Norðurlanda er einnig slík að sameiginlega geta þau komið fram út á við sem efnahagslegt stórveldi, auk þess sem það ætti að vera eðlilegt verkefni norrænnar samvinnu að leysa efnahags- leg vandamál innan aðildarríkjanna. Það er til marks um veikleika norrænnar samvinnu að ís- lenzk stjórnarvöld skuli nú standa í samningum við alþjóðlegan auðhring til að leysa virkjunar- vandamál á íslandi, þegar sá vandi ætti að vera auðleystur á hagkvæman og áhættulausan hátt með eðlilegri efnahagssamvinnu við önnur Norð- urlönd. Væntanlega verður sá fundur sem nú hefst í Reykjavík til þess að styrkja eðlilegt og gagn- legt samstarf, auk alls gleðskaparins. — m. Dæmdur fyrir leigubílaakstur án leyfís og stöðvarpláss ■ Fyrir nokkrum vikum var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli ákæruvaldsins gegn Bjarna Pálmarssyni, en hann var ákærður fyrir að hafa ekið leigubifreið, fyr- ir færri en 8 farþega, til mannflutninga í Reykjavík án þess að hafa afgreiðslu hjá bifreiðastöð í borginni og án þess að hafa öðlazt atvinnuleyfi sem leigubifreiðastjóri. I héraðsdómi var málsatvik- um lýst þannig: Með bréfi dagsettu 28. febrú- ar 1962 kærðu úthlutunarmenn atvinnuleyfa leigubifreiðastjóra í Reykjavík, ákærðan til refs- ingar fyrir að hafa stundað leigubifreiðaakstur, án þess að hafa atvinnuleyfi eða af- greiðslu á bifreiðastöð. Ákærður hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa á ár- unum 1960 og 1961 ekið leigu- bifreiðum, yfirleitt eigin bif- reðum, fyrir færri en 8 far- þega, til mannflutninga hér í Reykjavík, án þess að hafa af- greiðsluleyfi hjá bifreiðastöð og án þess að hafa öðlazt at- vinnuleyfi sem leigubifreiða- stjóri í Reykjavík. Kvaðst á- kærður að jafnaði hafa fengið farþega við samkomuhús. skipafélög, flugfélög og þess háttar, auk þess sem hánn hafði tekið farþega „á göt- unni“. Sagðist ákærður á nefndum tíma bæði hafa ek- ið með og án gjaldmælis, þannig að væri gjaldmælir ó- virkur, seldi hann aksturinn samkvæmt mínútnagjaldskrá bifreiðastjórafélagsins Frama. Samhliða leiguakstri starfaði ákærður við hljóðfæraviðgerð- ir, og taldi hann tekjur sínar hafa verið nokkuð jafnar af hvorri starfsgrein. Af hálfu ákærðs hefur þvi verið haldið fram honum ti) sýknu, að refsiákvæði þau, sem hann er ákærður fyrir að hafa brotið brytu í bága við 69. gr. stjórnarskrár lýðveld'sins ís- lands nr. 33/1944, enda „al- menningsþörf“ ekki krafizt takmörkunar á fjölda leigubif- reiða, þá er slík takmörkun var fyrst f lög leidd með I. nr. 25/1955. I frumvarpi til þeirra laga segir í greinargerð, að flutningsmenn, samgöngu- málanefnd neðri deildar Al- þingis, flytji frumvarpið sam- kvæmt ósk stjórnar Bifreiða- stjórafélagsins Hreyfils, enda nefndin í aðaiatriðum fallizt á röksemdir málsins, er fram komi í bréfi formanns bifreiða- stjórafélagsins, sem prentað er sem fylgiskjal með frumvarp- inu. I bréfi þessu segir m.a.: „Nú hin síðari ár hefur verið mjög mikið aðstreymi manna í stétt vora, þrátt fyrir mjög minnkandi átvinnu í þeirri starfsgrein, þótt fólksekla sé í flestum öðrum atvinnugrein- um til lands og sjávar, og hafa menn sótzt eftir að kom- ast í þessa atvinnugrein af ímynduðum hagnaði, en slíkt hefur orðið mörgum mönnum til fjárhagslegrar þrengingar, þar sem í hverju tilfelli þarf að kaupa atvinnutæki fyrir tugi þúsunda króna. Erí reynsl- an hefur hins vegar sýnt, að atvinnan hefur ekki verið nægileg til þess að geta risið undir þeim geigvænlega kostn- aði, sem samfara er rekstri leigubifre'ða. — Lftum vár svo á af biturri reyns.lu, að ekki verði lengur hjá því kom- izt, að sett verði löggjöf um fyrirkomulag og rekstur leigu- bifreiða til mannflutninga, sem taka allt að 8 farþega, enda er nú svo komið, að í flestum menningarlöndum hefur verið sett löggjöf um rekstur leigu- bifreiða til mannflutninga (sic), af þessari stærð, sem hár um ræðir. — I þessu sambandi má einnig benda á það, að með því að binda við þessi störf fleiri menn en nauðsyn krefur, á sama tíma og fram- leðsluatvinnuvegina skortir fólk, fer geysilega mikið vinnuafl til ónýtis, og verð- ur það þjóðinni í heild til ó- metanlegs tjón. — Með óeðli- legum fjölda manna í þessari starfsstétt er einnig rýrður möguleiki þeirra, sem þar starfa, til þess að hafa mann- sæmandi lífsframfæri af at- vinnu sinni, en af því hefur leitt alls konar spillingu, sem er stórmeiðandi fyrir stéttina í heild og borgara landsins al- mennt. Hjá þessu væri hægt að komast með því að setja löggjöf um rekstur leigubifreiða. í umræðum um frumvarpið á Alþingi komu fram ýmis frek- ari rök til stuðnings því, sem og ýmis rök, sem hnigu f gagnstæða átt. Er ekki unnt í máli þessu að rekja umræð- urnar frekar, en ekki verða taldar nægar ástæður til að líta svo á, að rök takmörk- unar á leigubifreiðum hafi verið slík, að lagaákvæði þess efni verði talin brjóta í bága við 69. gr. stjómarskrárinnar. Verður sýknuástæða þessi því ekki tekin til greina. I annan stað hefur því ver- ið fram haldið af hendi á- kærðs að sýkna bæri hann, „þar sem hann hafi átt ský- Framhald á 7. síðu. Rfkisútvarpið kemur Austfirðingum ekki að gagni eftir 34 ára starf! ÞfNCSIA ÞIÓDVfLIANS 0 Á miðvikudaginn urðu talsverðar umræður um hlustunarskilyrði útvarps á Austur- og Norðurlandi í fyrir- spurnatíma á Alþingi. Meðal þeirra, sem til máls tóku var Lúðvík Jós- epsson og lýsti hann í ræðu sinni ófremdarástandinu í þessum efn- um og hvemig um langan tíma hefði verið sagt að málið væri í at- hugun en minna bæri á efndum. — Fer ræða Lúðvíks hér á eftir. Tillögunni fylgir ýtarleg greinargerð. „Mér þykir rétt, að það komi fram í sambandi v:ð þær upp- lýsingar, sem hér hafa verið gefnar. að við þm. af Aust- urlandi áttum nú fyrir stuttu all ýtarlegan fund með út- varpsráði og sérfræðingum út- varpsins i tæknimálum einmítt út af þessum vandamálum, en þannig mun nú hafa verið um útsendingar útvarpsins, að um langa hríð hafa þær verið lang lélegastar á Austurlandi. Á bessum fundi fengum við nú flestar þessar upplýsingar. sem hæstv. ráðh. gaf hér en ég verð nú að segja. að þó að okkur sé nú sagt frá því, að Ríkisútvarpið og sérfræðingar þess hafi ýmislegt til athug- unar í þessum málum, sem vissulega geti gefið vissar von- ir, þá fer því alls fjarri, að við séum ánægðir með það að heyra, að þespi mál liggi nú enn til athugunar og að enn sé ekki hægt að segja neitt til um það, hvað í raun- inni verði til bragðs tekið, eins og menntamálaráðherra sagði hér. 34 ár Ég vil, að menntamálaráð- herra, sem stjómar þessum málum, átti sig vel á því að nú eftir að Ríkisútvarpið is- lenzka hefur starfað f 34 ár, er ekki hægt að hlusta á ís- lenzka Ríkisútvarpið langtím- unum saman í heilu lands- fjórðungunum. Það er búið að finna að þessu ár eftir ár og það er búið að fá loforð eftir loforð um að reyna að kippa málinu í lag. Okkur er skýrt frá því, að það séu uppi nýjar athug- anir, nýjar tillögur í málinu. Stundum hefur verið kvartað undan því, að fjármagn vant- aði, en Alþingi hefur jafnan brugðizt vel við, þegar leitað hefur verið til þess um að fá fé til nauðsynlegra ráðstafana, en allt hefur komið fyrir ekki. Ástandið t.d. nú í vetur á Austurlandi hefur verið þannig. að segja má, að á nær öllu AUsturlandi hafi menn ekki getað heyrt kvölddagskrá út- varps'ns nema við mjög illan leik mest allan tímann. Ég var staddur á Austurlandi nú um nokkurn tíma rétt upp úr áramótunum og heyrði þá, hvernig ástatt var í þessum efnum. Þann tíma, sem ég var þá staddur f Neskaupstað, var með ölíu útilokað öll þau kvöld, sem ég var þar, að hlusta á kvölddagskrána. Stuttbylgjustöðvamar í lamasessi Það átti að bæta úr þessu á fjörðunum fyrir austan með því að koma þar upp litlum stuttbyljustöðvum og það urðu nokkrar úrbætur þar á tíma- bili, á meðan sendingar Lands- símans virtust vera í lagi aust- ur, en það bar þó allmikið á því, að sendingar Landssíman? austur á dagskránni féllu nið- ur vegna bilana á Landssím- anum. En reksturinn á þess- um litlu stöðvum hefur verið í mesta lamasessi. Stöðvamar hafa bilað hvað eftir annað og það hefur dregizt um lang- an tíma oft og tíðum að gera við stöðvamar. Önnur 34 ár? T.d. í mínu byggðarlagi I Neskaupstað, hefur þetta ver- ið þannig, að þar er um svo litla stöð að ræða til send- ingar á útvarpsefninu yfir Norðfjörð, að hún hefur ekki dregið jafnt yfir kaupstaðinn sem yfir sveitabyggðina inppr í firðinum. Þetta ástand er vitanlega alveg óviðunandi. Ég hef þá trú, að útvarpsráð vilji vel í þessu máli og hafi gert ýmsar tillögur til þess að fá úr þessu bætt, en svo virðist sem málið hafi strand- að á þeim, sem hafa með tækniframkvæmd mélsins að gera og ég vil því undirstrika það hér, að menntamálaráðherra beiti nú öllu sínu afli til þess, að það líði a.m.k. ekki önnur 34 ár, þangað til við förum að heyra dagskrýna allan tím- ann“. NÝ ÞINGMÁL I fyrradag komu fram á Al- þingi nokkur ný þingskjöl. Þegar hefur verið getið þings- ályktunartillögu Hannibals Valdimarssonar um útfærslu fiskveiðilandhelginnar fyrir Vestfjörðum en hér verður hinna getið. Nýjungar í vinnslu og veiði Eggert G. Þorsteinsson flyt- ur tillögu til þingsályktunar um tækniaðstoð við nýjungar í vinnslu og veiði sjávarafla Segir í tillögunni að ríkis- stjórnin skuli láta fara fram rannsókn á því, hvernig bezt verði stuðlað að auknum nýj- ungum í veiði og vinnslu sjáv- arafurða. Stofnun garðyrkjuskóla á Akureyri Bjöm Jónsson, Karl Krist- jánsson og aðrir þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra, flytja þingsályktunartillögu um stofnun garðyrkjuskóla á Ak- ureyri eða í grennd. I tillög- unni er lagt til, að ríkisstjórn- in láti semja lagafrumvarp um garðyrkjuskóla ríkisins á Akur- eyri eða í grennd hennar. Endurskoðun skólalöggjafarinnar. Páll Þorsteinsson og sjö aðrir þingmenn Framsóknar- flokksins standa að þingsá- lyktunartillögu um endurskoð- un skólalöggjafarinnar. Þar er lagt til að Alþingi kjósi hlut- fallskosningu 7 manna nefnd til að annast endurskoðunina í samráði við hlutaðeigandi stjórnarvöld og kennarasam- tökin. Skal nefndin skila áliti svo fljótt sem verða má til Alþingis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.