Þjóðviljinn - 13.02.1965, Blaðsíða 10
VARAST BER AÐ FESTA KAUP Á
ÓLEYFISÍBÚÐUM í KJÖLLURUM
Eru lóðarréttindalausar og ekki lánhæfar hjá Húsnæðismálastjórn
Töluverð brögö eru að því að í kjöllurum ný-
byggðra húsa séu án leyfis byggingaryfirvalda
innréttaðar smáíbúðir sem síðan eru til sölu á
almennum markaði. íbúðir þessar eru óleyfisíbúð-
ir og því ekki lánhæfar samkv. reglum Húsnæðis-
málastjómar, enda hafa þær engin lóðarréttindi.
Þetta kom fram í stuttu sam-
tali sem ÞJÖÐVILJINN átti
við Guðmund Vigfússon, full-
trúa Alþýðubandalagsins í Hús-
naeðismálastjóm, í tilefni af aug-
lýsingum sem birzt hafa að
undanförnu frá stjórninni um
þetta efni. Sagði Guðmundur að
fyllsta ástæða væri til að vara
fólk við að festa kaup á kjall-
araíbúðum nema hafa áður
gengið úr skugga um að þær
séu í leyfi bygygingaryfirvalda
og njóti lóðarréttinda.
. — Er mikið um að slíkar ó-
leyfisfbúðir séu innréttaðar í
kjöllurunum?
— Svo virðist vera a.mJi. hér
í Reykjavik. Hér er byggt hlut-
fallslega mest af sambýlishús-
um og yfirleitt er af skipulags-
og byggingaryfirvöldum til þess
ætlazt að kjallararýmið sé tíl
sameiginlegra afnota sem
geymslur, þvottahús o.fl. fyrir f-
Stórhríð og fárviðrí á
Norður- og Austurkndi
ísinn var að lóna frá landi í gær
Sfðdegis ( fyrradag gerði
snöggt norðanáhiaup með
frosti og snjókomu. Hófst það
á Vestfjörðum og gekk síðan
austur yfir Iandið og í gær-
morgun var komið vonzku-
veður um Iand allt. Snjóaði
mikið i gær fyrir norðan og
norðaustan og veðurhæðin
fór upp í 11 vindstig á Mýr-
um í Alftaveri síðdegis í gær.
Síðdegis í gær var veðrið
farið að ganga niður á Vest-
fjörðum en þá var það verst
á austanverðu landinu, víð-
ast 9—10 vindstig. Frost var
víðast 7—10 stig en þó var
aðeins eins stigs frost á Fag-
urhólsmýri síðdegis í gær.
Snjókoma var mikil norðan-
lands í gær en minni þegar
kom sunnan til á Austfirði.
Mest mældist 16 mm á Stað-
arhóli í Þingeyjarsýslu, 11 á
Sauðárkróki og 10 á Raufar-
höfn.
ísinn, sem í fyrradag varð
Iandfastur á stóru svæði frá
Rit að Homi virtist heldur
vera að lóna frá landi i gær.
Nokkuð íshrafl var þó út af
Straumnesi og Kögri fyrir
hádegið en þó var þar fært
skipum í björtu. Islaust var
undan Galtarvita en ofurlít-
ill íshroði inn á fjörðunum.
Þá var íshrafl í mynni Dýra-
fjarðar í gær.
stæiur um 873,7milj. kr.
■ Þjóðviljanum hefur borizt bráðabirgðayfirlit Hagstofu
íslands um verðmæti útflutnings og innflutnings í des-
ember sl- og í heild á árinu 1964.
-------------------------------® í desember nam innflutning-
urinn alls 887,9 miljónum króna
(617 milj. kr. 1963), þar af skip
og flugvélar 368,9 milj. kr.
(245,9 milj. kr.) Otflutningur-
inn nam 481,3 milj. kr. (473,2
milj. kr.). Var vöruskiptajöfn-
uðurinn því óhagstæður í mán-
uðinum um 406 miljónir króna
(143,7 milj. kr.).
Vöruskiptajöfnuðurinn á árinu
1964 var í heild óhagstæður um
873,7 miljónir króna (669,6 milj.
Sigurður Árnason.
Endurkjörinn for-
maður í 15. $inn
Aðalfundur Verkalýðsfélags
Hveragerðis var haldinn s. 1.
sunnudag. Stjórn félagsins var
kjörin einróma en hana skipa:
Sigurður Árnason formaður, Sig-
urður Helgason varaformaður,
Þorsteinn Sigvaldason ritari, Ól-
afur Guðmundsson féhirðir,
Gunnar Magnússon fjármálarit-
ari og meðstjórnendur Stefán
Valdimarsson og Rögnvaldur
Guðjónsson. í varastjórn voru
kjörin Guðmundur Sigurðsson,
Ragna Ólafsdóttir og Jón Guð-
mundsson.
Sigurður Árnason hefur nú
verið formaður félagsins í 15
ár.
Á fundinum var mættur Þór-
ir Daníelsson framkvæmdastjóri
Verkamannasambands íslands.
kr. 1963). Heildarinnflutningur-
inn nam alls 5649,6 milj. kr.
(4715,9 milj. kr.), þar af skip
og flugvélar 949,8 milj. kr.
(379,0 milj. kr.). Hins vegar var
flutt út fyrir samtals 4775,9 milj.
kr. (4046,3 milj. kr.).
Innflutningur skipa og flug-
véla á árinu 1964 skiptist svo:
Fiskiskip 391,4 milj. kr. (276,
1 milj. kr.). Onnur skip 98,2
milj. kr. (92,7 milj. kr.). Flug-
vélar 460,1 milj. kr. (10,2 milj.
kr.).
Af flugvélunum kostuðu hin-
ar tvær stóru Loftleiðavélar
einar saman kr. 435,7 miljónir.
búðirnar á hæðunum. Bygginga-
meistarar og hlutafélög, sem
byggja hér verulegan hluta af
sambýlishúsunum eingöngu í
gróðaskyni, hafa hinsvegar oft
gerzt berir að því að innrétta
hluta af kjöllurunum sem íbúð-
ir eftir á, og þá auðvitað á
kostnað hinna sameiginlegu af-
nota af kjallararýminu.
— Og þessar íbúðir ganga út?
— Þetta eru yfirleitt smáíbúð-
ir, 2ja herb. og eldhús, og fólk
kaupir þær í algeru hugsunar-
leysi vegna íbúðaskortsins og
að þær eru oft aðeins ódýrari
en íbúðir á hæðum. Fólk treyst-
ir því að íbúðirnar séu láns-
hæfar og jafnvel leyfðar af
byggingaryfirvöldum, en á svo
eftir að reka sig á að út á þær
fæst hvergi lán vegna réttinda-
leysis.
— Húsnæðismálastjóm hefur
áður sent frá sér aðvaranir um
þetta efni?
— Stjómin hóf aðvaranir sín-
ar til almennings um þetta efni
í árslokin 1963 og hélt þeim á-
fram á s.l. ári. Eigi að síður
halda áfram að berast umsókn-
ir um lán út á þessar íbúðir og
virðist sala þeirra enn vera í
fullum gangi. Er því óhjá-
kvæmilegt að vara fólk enn al-
varlega við að festa sig í þessu
neti, gæta þess að kaupa alls
ekki kjallaraibúðir í nýjum
húsum án þess að hafa áður
gengið úr skugga um að þær
séu í fullu leyfi. En til þess
þarf kaupandinn að krefjast
teikningar af seljanda og ganga
úr skugga um að hún sé árituð
af byggingarfulltrúa. Sé hún það
ekki er tilgangslaust að festa
kaup á íbúðinni með það í huga
að sækja um lán frá Húsnæð-
ismálastjóm, þar sem stjómin
veitir aðeins lán út á íbúðir,
senf hlotið háfa samþykki við-
komandi byggingaryfirvalda.
— En er ekki hægt að hindra
þennan verzlunarmáta og losa
fólk við óþægindi og tjón með
bættu eftirliti byggingaryfir-
valda?
— Það er vafalaust mögulegt
Framhald á 7. síðu.
Fylkingin
Félagar.
Æskulýðsfylkingin heldur
kvikmyndasýningu fyrir
börn félaga í flokki og
fylkingu á morgun klukkan
2 í Tjaraargötu 20 (saln-
um). Margar skemmtileg-
ar og fallegar barnamynd-
ir.
skrifstofan Tjarnargötu 20
— Sími 17513.
Laugardagur 13. febrúar 1965 — 30. árgangur — 36. tölublað.
SPRAUTAÐ GEGN FLENSU
Verið er að sprauta ýmsa starfshópa með varnarlyfi gegn inflú-
ensunni sem geisar í Austur-Evrópu. Þessi mynd er tekin um borð
í Gullfossi við hafnarbakkann i Reykjavík í fyrradag, fimmtudag,
en þá var öll áhöfnin sprautuð. Það er Jón Egilsson matsveinn,
sem verið er að sprauta og Magnús Ölafsson læknir sem á spraut-
un.ni heldur. Gullfoss lagði af stað í gær í eina vetrarferð sína,
með viðkomu í Hamborg, Rostock, Kaupmannahöfn og Leith.
Stiórnarkosning í Múrarafé-
laginu er í dag og ó morgur
í dag og á morgun fer fram
stjórnarkjör í Múrarafélagi R-
víkur og eru tveir listar í kjöri.
Listi borinn fram af stjórn og
trúnaðarmannaráði félagsins og
listi vinstri manna borinn fram
af Sigurði Ólafssyni og fleirum.
Á lista stjórnarinnar er sú
breyting helzt frá því í fyrra
að Hilmari Guðlaugssyni er stillt
upp sem formanni en Einar
Jónsson núverandi formaður er
settur í sæti varaformanns. Mun
það gert vegna þess hve stjórn-
inni hefur gengið' erfiðlega und-
ir forustu Einars að ná samn-
ingum við ativinnurekendur um
kaup og kjör en samningar fé-
lagsins eru enn lausir þótt flecf
önnur félög iðnaðarmanna séu
búin að semja.
Listi vinstri manna er þann-
ig skipaður: Bergsteinn Jónsson
formaður, Ragnar Hansen vara-
formaður, Matthías Jónsson rit-
ari, Stefán E. Jónsson og Haf-
steinn Sigurjónsson meðstjórn-
endur. Þykir Bergsteinn sérlega
traustur maður og hæfur til for-
mennsku.
Kosningin hefst í dag kl. 13
og stendur yfir til kl. 21. Verð-
ur henni haldið áfram á morg-
un og lýkur annað kvöld kl. 22.
Múrarar. Fylkið ykkur nm
lista vinstri manna við stjórnar-
kjörið.
Herranótt Menntaskólans
Grímudans eftir Holberg
Á Herranótt í ár leika
menntaskólanemendur í R-
vík gamanleikinn Grímudans
eftir Lúðvík Holberg, einka-
vin skólafólks í meir en öld.
Frumsýning er á mánudags-
kvöld.
Fyrirsvarsmenn leiknefnd-
ar, Guðmundur Björnsson og
Þórhallur Sigurðsson, sögðu
fréttamönnum þessi tíðindi í
gær. Sem og oft áður varð
klassískur gamanleikur um
miklar ástir og enn meiri
misskilning fyrir valinu, enda
heppnist slík verk lítt reynd-
um en fjörmiklum leikurum
úr hópi skólafólks betur en
nútímaleikrit.
Nemendur hafa gert lítið
að því að fara í smiðju til
annarra við undirbúning
þessarar sýningar, nema þeir
hafa að sjálfsögðu ráðið leik-
stjóra. Sá er Benedikt Áma-
son, sem sjálfur rataði fyrst
upp á sviðið einmitt á Herra-
nótt, það var árið 1951, og
hefur síðan verið fjórum
sinnum kvaddur til að
stjórna Menntaskólasýning-
um. En þýðinguna hefur
skólapiltur gert, Þorsteinn
Helgason úr fimmta bekk.
Það er því öldungis víst að
leikurinn hefur ekki verið
sýndur áður hérlendis. (Að
vísu hefur það heyrzt að
Hjörtur Halldórsson söng-
kennari hafi þýtt leikinn á
mjög ungum aldri og self
þýðinguna á tíu krónur, en
af hennj hafi ekkert spurzt
síðan). Leiktjöldin teiknaði
og málaði Bjöm Bjömsson.
fimmtubekkingur og er því
lofað að þau séumikið augna-
yndi og leiknefnd smíðaði
þau sjálf. Og kvartett nem-
enda sér um tónlistina.
Það er þröngt í Mennta-
skólanum og þröngt í Iðnó
og erfitt starf og timáfrekt
að koma upp slíkri sýningu.
En þeir leiknefndarmenn
töldu það af og frá, að þess-
ir erfiðleikar drægju nokkuð
úr miklum og skemmtilegum
áhuga nemenda: þeir sem
einu sinni hafa ánetjast
Herranótt í neðri bekkjum
yfirgefa það fyrirtæki ekki
Holbcrg.
síðan fyrr en skólavist er
lokið.
Þrettán leikarar komafram
á sýningunni. Þórhallur Sig-
urðsson leikur Henrik, þjón-
inn, sem flækir öll mál og
leysir öll mál í klassískum
gamanleikjum. Hliðstæðu
hans, Pemillu þjónustustúlku
leikur Halla Hauksdóttir.
Pétur Lúðvíksson, sem á
Herranótt í fyrra lék höfuð-
dárann hlýtur að bera þung-
an kross hins ástfangna unga
manns. Og föður hans leik-
ur Þórður Vigfússon. Lára
Ragnarsdóttir er ástfangna
stúlkan. Átta nemendur
dansa menúett grímubúnir á
milli fyrsta og annars þáttar
— fyrr á tímum voru leik-
gestir gjarna grímuklæddir
líka og stigu þennan dans á
sviðinu, en bví verður að
vísu ekki komið við hér, þvi
miður.
Frum~”"t verður mánudags-
kvöld - - ■ Iðnó verða sýn-
ingar :ns bann dag vik-
unnar- hinsvegar mun sýnt
í Tiarnarbæ á föstudaginn
kemur svq og laugardag. Þá
hafa leikarar fullan hug á
því að heiðra Akureyringa
með heimsókn sinni.
Leikskráin er ágætt rit
undir ritstjórn Þórhalls Sig-
urðssonar.