Þjóðviljinn - 13.02.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.02.1965, Blaðsíða 1
★ Félag róttækra stúdenta gengst fyrir fundi annað kvðld í gylta salnum á Hótel Borg og hefst hann kl. 20.45. Umræðucfni fundarins er „STAÐA SÖSlAUISMANS A NORÐURLÖNDUM.” DIOflVIUINN Laugardagur 13. febrúar 1965 — 30. árgangur — 36. tölublað. 230 manns komu hingað í qœr meS þrem flugvélum 13. fundur Norðurlunduráðs verður settur í Rvík í dug Stuðu sósíulismuns á Norðurlöndum ★ Ræðumenn eru: Aksel Larsen formaður sósíalistíska þjóðarflokksins í Danmörku og Einar Olgeirsson, formað- ur Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalístaflokksins. ★ Ekki er gert ráð fyrir frjálsum umræðum að ræðun- um loknum en fundarmönn- um gefst tækifæri til að bera fram fyrirspumir. ★ öllum heimill aðgangur. Trygve Lie við komuna á flugvöllinn í gær og Cappelen sendi- herra Norðmanna til hægri. EFTA-málin eru mikilvægust 13. þing Norðurlandaráðs hefst í hátíðasal Há- skóla íslands í dag. Hinir erlendu gestir komu hingað í gær en alls munu það vera rösklega 250 fulltrúar, sem sitja fundinn. Aksel Larsen, formaður danska SF-flokksins, Einar Olgeirsson og Lúðvík Jósepsson. Fréttamenn áttu stutt viðtal við Trygve Lie norska efnahags- málaráðherrann, fyrrv. aðalritara SÞ. við komu hans á flugvöllinn í gær._____________ Allsherjsrat- kvæðagreiðsla BSRB er í dag Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæjá minnir ríkisstarfs- menn á allsherjaratkvæða- greiðslu um uppsögn kjarasamn- inga í dag kl. 2—10. Kjörstaður fyrir Reykjavfk, Kópavog og Seltjarnarnes er f gagnfræðaskólanum við Vonar- stræti, (gamla Iðnskólanum). Sjá nánar auglýsingu frá yf- irkjörstjóm BSRB í dagblöðun- um í dag. Ráðherrann sagðist telja vandamál EFTA, friverzlunar- bandalags Evrópu mikilvægustu málin, sem fyrir þennan fund Norðurlandaráðs kæmu. Þrjú Norðurlandanna eiga aðild að EFTA þ. e. Svíþjóð, Noregur og Finnland. Lie sagðist vongóður um að Sameinuðu þjóðunum tækist að yfirstíga fjárhagsörðugleika þá. sem samtökin eiga í. Ekki vildi hann neitt segja, um það, hvaða leiðir væri bezt að fara í þeim bfnum, en leið yrði að finna hið allra bráðasta. Aðspurður sagðist hann hafa verið fylgjandi upptöku Kína í Sameinuðu þjóðanna frá 1955 og væru Norðurlöndin öll þeirrar skoðunar, en ekki sagðist hann vita um afstöðu íslands til þess máls. Ráðherrann sagðist einu sinni áður hafa komið til Islands og var það fyrir síðari heimsstyyrj- öldina. Mikið kalsaveður var í Rvík þegar frændur okkar frá Norðurlöndunum komu hingað síðdegis í gær. Fyrsti hópurinn kom um kl. hálf fjögur. Voru það Norðmenn og Finnar, alls 83. Klukkan um 5 komu svo Danir og Svíar. Það voru flugvélar fráíslenzku flugfélögunum, sem fluttu hina erlendu gesti. Óhapp kom fyrir flugvél dönsku fulltrúanna skömmu eftir að hún var komin á löft svo að snúa varð við og taka aðra flugvél. Alls voru það um 230 manns, sem komu hingað í gær og verða fundarmenn rösklega hálft þriðja hundrað. I gær kl. 18 hófst for- setaráðstefna en þingið verður sett í hátíðasal Háskólans í dag kl. 11. Síðan verður fundinum framhaldið eftir hádegi í dag. Meðal þeirra, sem sitja þetta 13. þing Norðurlandaráðsins eru 29 ráðherrar og 69 þingmenn. 1 hópi ráðherranna eru t.d. Trygve Lie frá Noregi, en for- sætisráðherrann Einar Gerhard- sem kemur ekki hingað eins og til stóð, Per Hækkerup, utan- ríkisráðherra Dana, en forsætis- ráðherrann Jens Otto Krag kem- ur á þriðjudaginn, dómsmálaráð- herra Finnlands J. O. Söder- hjelm og fleiri. Þá sitja þingið allir íslenzku ráðherramir og fimm þingkjömir fulltrúar. Þá má nefna bókmenntaverð- launahafan Olof Lagercrantz, Aksel Larsen formann SF-flokks- ins danska, Poul Möller, for- mann danska íhaldsflokksins og fleiri. Rafmagn skammt- að vegna ístrufl- ana í Soginu Rafmagn var skammtað í R- vík og nágrenni í gærkvöld, tekið af einstökum bæjarhverfum nokkra stund til skiptis. Ástæð- an var, að því er Rafmagnsveit- ur Reykjavíkur og Hafnarfjarðar tilkynntu, ístruflanir í Sogi_ „Men De harjo et! vv Aksel Larsen, formaður SF- flokksins danska, var einn þeirra sem töfðust vegna hreyfilbilun- ar á flugvél Loftleiða. Þrátt fyr- ir nokkuð erfiða ferð var hann býsna hress og urðu hinir mestu fagnaðarfundir með honum og Einari Olgeirssyni, formanni Sósíalistaflokksins á flugvellin- um í gær. Fréttamenn áttu sfcutt viðtal við Larsen. Hann sagðist bjart- sýnn á það að við fengjum handritin hingað heim til Is- lands, líklega yrðu þessi mál þó ekkj rædd opinberlega á fundi Norðurlandaráðs hins vegar yrðu þau án efa mjög ofarlega á baugi manna á milli bak við tjöldin. Larsen sagði, að frá sínu sjónarmiði væru samgöngumál- in yfir Eyrarsund hvað mikil- vægust þ.e. bygging brúar yfir sundið. Hins vegar taldi hann samvinnu Norðurlandanna á hinum ýmsu sviðum í sameigin- legum hagsmunamálum mjög mikilvæg mál, sem ræða þyrfti ýtarlega. Gunnar Scram ritstjóri Vísis spurði Larsen hvort hann áliti rétt að stofna SF-flokk á Is- landi „Men De har jo et” svaa> aði Lansen, að bragði. i- Brezkur togari strandaði í gær í Seyðisfirði Sncmma í gærmorgun strand- aði brezkur togari f Seyðisfirði Annar brezkur togari reyndi að draga hann á flot skömmu síðar en tókst ekki. Ekki var talin á- stæða til að óttast um togarann og hélt skipshöfnin sig um borð í gær. Rýrar bœfur fyrir óSaverSbólgu: DAGSBRÚNARKAUPIÐ Á AÐ HÆKKA UM KR0NU! BÁTUR MEÐ TVEIM MÖNNUM TÝNDUR Arangurslaus leit í gær Á sjöunda tímanum á föstudagsmorguninn fór vél- báturinn Valborg GK 243, sem er frambyggð 7 tonna trilla, frá ísafirði og ætluðu skipverjarnir sem eru tveir að sigla bátnum til Grindavíkur. Hefur ekkert spurzt til bátsins síðan og var hafin leit að honum síð- degis í gær, en hún hafði engan árangur borið í gær- kvöld er blaðið átti tal við Slysavarnafélagið laust fyrir miðnætti. I gærmorgun var farið að grennslast eftir bátnum þa sem ekkert hafði heyrzt hans. Var auglýst eftir bát um í hádegisútvarpinu r skip og bátar beðin að hyggja að honum á þeim slóðum þar sem hans er helzt að vænta eða á svæð nu út af Vesc- fjörðum og suður að Snæ- fellsnesi. Hófu tvö varðskip ■ og Pétur Thorsteinsson leit | að bátnum síðdegis í gær á : þessum slóðum en vegna veð- j urs var ekki hægt að leita ; með flugvélum. Álitið er að heyrzt hafi í bátnum frá Sandi á fimmtu- daginn milli kl. 4 og 5 að hann væri að kalla á Pat- reksfjarðarradíó en ekki er v'tað með vissu hvort það hefur verið þessi bátur. Á Valborgu eru tveir menn, ■ báðir frá Hvammstanga. ■ Frá og með næstu mánaðamótum kemur loks til iramkvæmda vísitöluuppbót sú á kaup sem var einn liður í samkomulagi verklýðsfélaga, ríkisstjómar og atvinnurek- enda í fyrra. Skal þá koma til framkvæmda verðlagsuppbót sem nemur 3,05% af grunn- launum og öðrum hliðstæðum greiðslum. ■ Almennt Dagsbrúnarkaup sem nú er kr. 33,81 á klukkustund á þannig að hækka um kr. 1,03 og kemst upp í 34,84. Þetta kaup á síðan að haldast marz, apríl og maí, en 1- júní á að endurskoða vísitöluuppbótina á nýjan leik í samræmi við vísitölu maímán- aðar. Þegar samkomulegið um verð- lagsuppbót á kaup var gert í fyrra var framfærsluvísitalan 163 stig, og var ákveðið að líta á það sem nýjan grunn. Því skyldi verðlagsuppbótin nema 0.61% fyrir hvert nýtt vísitölustig sem bættist við, og þar sem vísitala framfærslukostnaðar hefur nú hækkað um 5 stig upp í 168 stig verður heildaruppbótin um næstu mánaðamót 3.05%. Skal greiða verðlagsuppbótina á viku- laun og mánaðarlaun þannig að sleppt sé broti úr krónu, sem ekki nær hálfri krónu, en annars hækkað í heila krónu. Framfærsluvísitalan hækkaði annars fyrsta febrúar um eitt stig vegna nýja söluskattsins og hækkunar á fiskverði. Allir liðið neyzluvísitölunnar hækkuðu: ★ Vísitalan fyrir „matvörur” hækkaði um þrjú stig og er nú komin upp í 205 stig. ★ Vísitalan fyrir „hita, rafmagn og fl.” hækkaði um tvö stig og er nú komið upp í 152 stig. ★ Vísitalan fyrir „fatnað og I álnavöru” hækkaði um eitt ] stig og er nú komin upp í 169 stig. ★ Vísitalan fyrir „ýmsa vöru og þjónustu” hækkaði um eitt stig í 194 stig. ★ Meðalvisitalan fyrir „vörur og þjónustu” hækkar um tvö stig og kemst upp í 191 stig. Annað banasiysið í Rvíkurhöfn á viku I gærkvöld upp úr kl. hálf tíu féll maður í sjóinn af togaranum Sigurði, þar sem hann Iá við togarabryggjuna. Mikil ísing var á togaranum og mun manninum hafa skrikað fótur á hálkunni með þeim af- leiðingum að hann féll í sjóinn. Þegar hann náðist upp á bryggj- una var hann meðvitundarlaus og var þegar í stað fluttur á Slysavarðstofúna en þegar þang- að kom var hann látinn. Togarinn var að koma úr sigl- ingu til Þýzkalands í gær. Mað- ur þessi fór í land, strax er skipið lagðist að bryggju en var að koma um borð aftur er slys- ið vildi til. Hinn látni var miðaldra mað- ur, kvæntur og stóð kona hans á bryggjunni er slysið varð. Þetta er annað banaslysið á örfáum dögum, sem gerist með svipuðum hættí^ þ.e. að maður fellur í sjóinn hér niður á höfn- inni í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.