Þjóðviljinn - 13.02.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.02.1965, Blaðsíða 5
£<augardagur 13. febrúar 1963 M(HmUNN SÍÐA Það var á sunnudaginn, hinn naesta fyrir Pálsmessu, að út- varpsstjóri kvaddi sér hljóðs, að vísu ekki utan dagskrár, og talaði langt mál um út- varpið og hlustendurna. Hon- um lá sitt af hverju á hjarta og samanlagt fleira en svo, að komizt gæti fyrir í venjuleg- um fréttaauka. Fyrri hluti ræð- unnar fjallaði um þá erfið- leika útvarpsim að ná eyrum Austfirðinga, þrátt fyrir virð- ingarverða viðleitni um að ráða þar á bætur. Skildist okk- ur að þessi viðleitni færi að bera árangur senn hvað liði. Ekki virðist þó sem snögg um- skipti hafi orðið á til batnað- ar við erindi útvarpsstjóra því að strax næstu daga gerðust kvartanir Austfirðinga hávær- ari en nokkru sinni fyrr, og leit helzt út fyrir að aldrei hefði gengið erfiðlegar að heyra til útvarpsins en eftir að Vilhjálmur flutti ræðu sína. Að hrósa sinni vöru Þegar Vilhjálmur í>. Gíslason er að tala um útvarpið sitt, minnir hann talsvert á góðan kaupmann, sem kann að aug- lýsa vöru sína. Hann forðast allt skrum og allar vafasamar staðhæfingar, en leggur fram beinharðar staðreyndir. Eins og vélasali, sem tilgreinir hvað vélin snýst marga snúninga á mínútu, eða hjólbarðakaup- maður, sem segir hvað hjól- barðamir hafi mörg strigalög, þannig tilgreinir Vilhjálmur hvað við fáum margar mínút- ur á ári í músikk, hvað marg- ar mínútur i töluðu orði og hann hefur jafnvel leikið sér að bví að reikna út, hvað hið talaða orð séu margar blað- síður í bók. eða margir dálkar í dagblöðum Eftir að hafa hlustað á allar hinar stjam- 'fraeðilega háu tölur. verður hlustandinn að gefast upp og ’játa að viðskiptin við útvarp- ið séu hagstæð Það er sumra manna mál. að útvarpsstjórinn okkar sé fremur leiðinlegur útvarpsmað- ur Þetta er hrein fjarstæða. Hann verður aldrei leiðinlegur Þvert á móti oft dálítið skemmtilegur og alloft bregð- ur fyrir góðlátlegri gamansemi í ræðum hans Honnum liggur aldrei neitt á. En slíkur eigin- leiki er dýrmæt guðs gjöf á þessari hraðans öld. þar sem allt á að gera í einu og eng- inn hefur eiginlega tíma til að draga andann. bó menn neyð- ist til bess af illri og óumflýj- anWri nauðsyn TÍtvarpsstjóri gat þess í áður- nefndu erindi. að það vrði æ meira af efni dagskrárinnar, sem búið væri til í stofnun- inni siálfri. en að sama skapi minna af aðsendu efni — Okkur hhjstendum finnst alltaf skemmtileg og hressandi til- brpvt.ni í því að fá eitthvað hrátt heint frá fólkinu. sem llftr og hrærist ntan stofnun- arinnar Þetta. sem framleitt er i nið\irsuðuverksmiðiu stofn- Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána: Um hrátt útvarps- efni og niðursoðiÖ unarirmar sjálfrar, í fallegum umbúðum og vandlega geril- sneytt, verður oft ærið leiði- gjamt. f hinni tæknilegu vel undir- búnu dagskrá kemur sjaldan nokkuð fyrir sem kemur manni á óvart. f gamla daga, þegar menn lásu beint inn í hljóð- nemann, 'gat maður alltaf átt von á að eitthvað kæmi fyrir. Menn mismæltu sig, þeir hóst- uðu, ræsktu sig og gott ef þeir hafa ekki tekið í nefið. Það var því hreinasta hnoss- gæti og á við heilan skemmti- þátt þegar þulurinn mismælti sig í vetur og sagði í Hælu- bjargarviki í staðinn fyrir í Hælavíkurbjargi. Nýr pósthólfs- maður Ungur maður, Lárus Hall- , dórsson, hefur tekið að sér pósthólf útvarpsins eftir að það hefur verið lokað um lengri tíma. Gísli Ástþórsson hvarf frá því fyrirvaralaust snemma í vetur. Þessi ungi maður þyrfti að taka sig á, vilji hann ávinna sér hylli hlustenda. Hann var haldinn einhverskonar unggæðislegu steigurlæti, sem ef til vill hef- ur komið af taugaóstyrk. Hann ræddi við hlustenduma, sem hann var að svara, í þeim tón að þvi var líkast, sem hann væri að svara lilefnislausri ». rellu kenjóttra krakka. Hann sagði minn í öðru hvoru orði, þegar hann ávarpaði bréfrit- arana og í þeim tón, að skilja mátti á þann veg, að hann Lár- us Halldórsson, sem talaði við hlustendur i umboði útvarps- ins, gerði slíkt af einskæru lítillæti. Einnig kom það fyrir, að hann hafði uppi tilburði í þá átt, að snúa út úr fyrir hlust- endum og gera þá hlægilega í augum annarra hlustenda. Svo var t.d., þegar hann svar- aði stúlkunni, sem talaði um að stytta hann Jónas. Það er ekkert einsdæmi, meira að segja allföst málvenja, að kenna verkið við höfundinn. Við tölum t.d. um Blöndal. Við sláum upp i Blöndal og við gætum sem bezt talað um að stytta Blöndal, ef við vild- um fá úrdrátt úr orðabók Blöndals Það þarf því ekkert að vera því til fyrirstöðu að . kalla laugardagsþáttinn hans Jónasar bara Jónas. Hlustendabréf gætu orðið mjög skemmtilegur þáttur í út- varpinu, séu þau í höndum þess manns, er með kann að Gils Guðmundsson mm -4 Söluskattur Dráttarvextir falla a söluskatt fyrir 4. ársfjórðung 1964, svo og nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri tímabila. hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síð- asta lagi 15. þ.m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frek- ari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöldunum. Reykjavik. 11- febr 1965. Tollst.ióraskrifstofan Ulpur—Kuldajakkar Og ’“vali. VERZLUN 01. Traðarko’'- noti Þióðleikhúsinul. Arnór Sigurjónsson fara og hlustendur geta treyst. Þeir geta ekki unað því að vera meðhöndlaðir sem fávitar eða börn. Bréf sem eru þannig vaxin að efni eða orðfæri, að ekki er hægt að birta eða taka alvarlega verða vitanlega að sigla sinn sjó. Endurminninga- þáttur Skulum við svo taka póst- hólf 120 út af dagskrá í- því trausti, að betur takist til næst, þegar það verður opnað. Af þjóðlegu útvarpsefni þessa vetrar vildi ég nefna þrennt sem mér er minnisstæð- ast Svo einkennilega vill til að allt er það ættað af norðaust- urhorni landsins. Það eru þá fyrst endur* minningar Friðriks Guðmunds- sonar, er Gils Guðmundsson las sem kvöldsögu fram að jólum. f annan stað er Heiðar- býlið eftir Jón Trausta er flutt var sem framhaldsleikrit. f þriðja lagi eru svo erindi Arnórs Sigurjónssonar um Ás og Ásverja og er þeim ekki lokið, nú þegar þetta er ritað. Frásögn Friðriks Guðmuntis- sonar er létt og lifandi, ofin góðlátlegri gamansemi. Mann- lýsingar hans eru svo ljósar og skemmtilegar, að þær munu vart, líða okkur úr% minni En þó er það ef til vill athyglis- verðast, hve hann gerir sér jafnan far um að draga fram hinar góðu hliðar þeirra manna, er hann átti i útistöð- um við, eins og t.d. séra Arn- ljót í Sauðanesi. Það er raunar ráðgáta, hvi þessi piinningqbnk hefur leeið óþekkt i nær þriá áratugi Hú- hefur líklega verið of snemm-" á tferð. Minningabækur voru ekfe:i komnar í tízku fyrir þresm áratugum. S«vo sem vænta mátti var flutningur Gils Guðmundsson- ar vog meðferð öll á efninu, svo isem bezt varð á kosið. GiQs skýrði frá því í for- spjalli að Guðmundur hefði skrifað minningar sínar á blindcaritvél eftir að hann var orðinn blindur. Þetta mun vera misskfflningur. Aðalbjörg heitin •Takobsdóttir frá Húsavík, mág- kona Guðmundar. sagði mér að hann ttk’fði skrifað á venjulega ritvél iog hún bætti við: Þú ættir affiveg eins að geta skrif- að á ritvél blindur eins og hann Gitiðmundur. Og það var ekki síz* fyrir áeggjan þeirr- ar góðu’ konu, að ég fór að fikt.a vi0 að skrifa á ritvél eftir að ég hafði misst sjón. Heiðarbýlið flutt Mikill fþngur var að því að fá HeiðarbýliS sem framhaldsleik- rit, jafnvel! eftir að það hafði verið meðhondlað í niðursuðu- verksmiðju útvarpsins. Við, sem ikomin erum á efri ár, eigum eöguhetjur Heiðar- býlisins fastmótaðar í vitund okkar. Við .gerðum , annað og meira en aðl lesa söguna, þeg- ar við vorum börn. Við lifðum hana í veruleikanum. Við höfð- um að vísu ekki kynnzt sauða- þjófum að eigin raun, en fá- tæktin, harðindini sfámfSra þeirri lífstrú. sem aldrei lét bugast, var hrið sama í okkar lífi og fólksins í Heiðar- hvammi.-.............— Þegar þetta fólk kemur svo til okkar gegnum útvarpið sparibúið, þaulæft í sínum hlutverkum og við finnum að það leikur vel, næstum óað- finnanlega, þá bregður okkur eigi að síður í brún. Þetta er ekki sama fólkið sem við kynntumst í Heiðarbýli Jóns Trausta, endur fyrir löngu. Við finnum að það er verið að leika, leika á okkur. Halla í Heiðarhvammi gæti eins vel verið hjúkrunarkona í Land- spitalanum. Ólafur sauðamaður sölumaður hjá Samvinnutrygg- ingum, Egill hreppstjóri banka- stjóri, og Borghildur venjuleg heildsalafrú. Jafnvel veðurhljóðin eru ekki ekta og þegar barið er að dyr- um er það viðs fjarri, að hljóðið likist nokkuð því hljóði er maður þekkti þegar barið er í hálffúna bæjardyrahurð og hið dumba hljóð endurkastast frá freðnum torfveggjum gang- anna, á leið sinni til baðstofu. En þrátt fyrir það sem nú hefur verið sagt, má bæta þvi við, að ekki verður með sann- girni sagt, að hægt haf} verið að gera betur. Flutningur Heiðarbýlisins í útvarpinu er aðeins sönnun þess, að lífið er eitt og leikurinn annað. #*■ As og Asverjar Erindi Amórs um Ás og Ás- verja eru kannski dálitið lang- dregin á köflum, en þó aldrei svo að hlustandanum leiðist. Hann bíður alltaf með eftir- væntingu eftir framhaldinu. Raunar er þetta meir en saga Ásverja. Þetta er drjúgur þátt- ur af þjóðarsögunni, einmitt fr? því tímabili, er við þekkjum einna minnst. Mikil vinna hlýt. ur að liggja að baki þess? verks. Þar sem heimildir þrý' ur kemur hugmyndaflug höf mdarins og fyllir í eyðurna- •>g viða skemmtilega, eins og t:d. um kynni þeirra Þórunnar Jón Trausti' Finnbogadóttur og Jóns Mariu- skálds. Þá má nefna annan flokk erinda, sem einnig eru mjög skemmtileg áheymar. En það eru erindi Hjálmars Bárðar- sonar um gömul skip úr djúpi hafsins. Hjálmari tekst að gera þessu efni slík skil að okkur finnst það næstum eins spennandi og leynilögreglu- saga. Siðbótarprédikun Þá er - hinn þriðji erinda- flokkurinn, sem ekki er eins spennandi og þeir tveir, er nú hafa verið nefndir. En það eru erindi Jóhanns Hannessonar prófessors um siði og samtíð. Höfundur var svo hreinskil- inn að geta þess í öndverðu, að þetta myndi verða leiðin- legt, og er það út af fyrir sig mjög þakkarvert. Og hann hef- ur efnt það. En við hljótum að spyrja: Var ekki einmitt hægt áð gera þessu efni slík skil. að það yrði ekki einung- is fræðandi, fyrir óbrotinn al- múaa, heldur einnig skemmti- legt? Þeir Arnór og Hjálmar virð- ast engan annan tilgang hafa með erindum sínum 'en þann, að miðla hlustendum af þeim fróðleik, er þeir hafa aflað sér og gera það á þann hátt. að hlusteridúnum þyki utn leíð skemmtan að þeirri fræðslu. Prófessorinn virðist hinsvegar hafa annan og háleitari tilgang. Um leið og hann fræðir hlust- endur um þau málefni, er hann fjallar um, vill hann gjarna í leiðinnj bæta þá. Þess vegna verður hann leiðinlegur. Það er því ætlan mín, að hann myndi hafa náð miklu meiri árangri sem siðbótar- prédikari, ef hann bæri það ekki svo mjög utan á sér, að svo væri. Efni það er hann ■§>- fjallar um er í eðli sínu girni- legt til fróðleiks. Hefði honum auðnazt að gera það dálítið skemmtilegt, myndi honum ef til vill hafa tekizt að ná meiri árangri í sjálfu siðbótarstarf- inu. Búnaðarmála- umræður Búnaðarmálin hafa að von- um skotið upp kollinum í út- varpinu annað veifið eftir að Emil Jónsson gaf hina frægu yfirlýsingu um hundrað þúsund króna styrkinn til hvers bónda. Raunar eru það orðnar hundr- að og tuttugu þúsund, sam- kvæmt nýjustu heimildum og á þetta vafalaust enn eftir að vaxa. Vilhjálmur S. Vilhjálms- son talaði um dag og veg nokkru eftir áramótin og sag*ð- ist að ýmsu leyti vel. En hann lét sig þó hafa það, að sporð- renna þessum hundrað þúsund- um og þótti að vonum beizkur biti. Þorvaldur sá, er rak Hótei Sögu fyrir bændurna, var í viðtali að velta vöngum yfir einhverju dularfullu í sam- bandi við búrekstur bænda, og mátti á honum skilja að hann vissi betur en bændurnir, sem hann var i vinnumennsku hjá. Svo mætti landbúnaðarráð- herrann fyrir rannsóknarrétti blaðamanna. Má segja, að hann hafi staðið sig mjög vel og yf- irleitt snúið vörn í sókn. Hins- vegar slapp hann að mestu við að þurfa að ræða þær hliðar viðreisnarinnar er að búnaðin- um veit. Það hefði t.d. mátt spyrja hann að því, hvort verð- lag búvara hefði hækkað meir en annað verðlag siðustu fimm árin. Það hefði mátt spyrja um það, hvort þjóðfélagslggar að- stæður lægju til þess, að ís- lenzkar búvörur stæðust ekki samkeppni á erlendum mörkuð- um og þá að hve miklu leyti. Hvort vaxta- og lánskjör land- búnaðarins væru jafnhagstæð hér og í Vestur-Evrópu, hvort framleiðslutæki og rekstrar- vörur væru dýrari hér en ann- arsstaðar. Og það hefði mátt spyja hann, hvort hátt búvöru- verð væri meginorsök verð- bólgunnar hér, eða verðbólgan væri meginorsök hins háa bú- vöruverðs. Þeir Gunnar og Eiður stöguðust á hinu háa bú- vöruverði, en stóðu eins og glópar frammi fyrir kjarna málsins, hverjar orsakir lægju til þessa og hvað væri hægt að gera til úrbóta. Það leysir engan vanda, þótt tengslin milli kaupgjalds og verðlags yrðu rofin. Bændur myndu þá eftir öðrum leiðum tryggja sér viðunandi verð fyr- ir vinnu sina. Skúli Guðjónsson. Jurtirnar eru sjalfar látnar segja til um þarfír sínar Landbúnaðarvísindastofnun- in í Leningrad efndi til fund- ar nýlega til að ræða nýstár- legar aðferðir við ræktun. Starfsmenn frá stofnuninni höfðu þar til sýnis tæki, sem jurtunum eru fengin til að segja til um það hvort þær vanti vatn, Ijós eða yl. önnur tæki, sem þeir höfðu til sýnis, segja til um raka- stig, í jarðvegi og lofti, þann- ig að sjá má með vissu hve- nær vökva skuli og hve mikið. örlítið tæki, sem ekki vegur nema brot úr grammi, er sett á laufblað. Með nákvæmri at- hugun má sjá, að út frá því ganga örmjóir þræðir. Blaðið svignar ekki undan þessu lauf- létta tæki, en það fylgist með útgufun blaðsins af mikilli ná- kvæmni. Þræðirnir flytja boð- ’n um þetta öðru tæki, sem siálft kveikir eða slekkur ljós- 'n í gróðurhúsinu. Með þessu nóti er séð fyrir birtuþörf urtanna, svo að hvorki er of ða van. Innan skamms munu koma am fjölbreytt tæki, sem eiga •ð segja til um allt það sem Jirif getur haft á uppskeruna til ills eða góðs, og ennfremur það hvernig séð er fyrir þörf- um jurtanna og kvað gera þurfi til þess að sprettan verði góð. Borovoje HeiSnœmur stoður 1 hérað, sem heitir Tselina, nýræktarsvæðinu í Kazakstan, er heilnæmur staður, sem kall- ast Bonovoje, og liggur við heiðblátt vatn og vaxa barr- viðarskógar allt umhverfis, en loftið er hið heilnæmasta, fjörgað ozóni (ozon er afbrigði af súrefni). Þarna er fjöldi heilsuhæla og hressingarheim- ila, sem á hverju ári taka á móti þúsundum hælisgesta frá Kazakstan, rússneska ríkja- sambandinu, alþýðulýðveldum Mið-Asíu og mörgum öðrum sambandslýðveldum. Sífellt bætast fleiri og fleiri hæli við. Nú sem stendur er verið að reisa sex ný, sem samanlagt munu rúm" 2000 gesti í einu. í i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.