Þjóðviljinn - 20.02.1965, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 20.02.1965, Qupperneq 12
Borgarstjómaríhaldið samt við sig: Felldi tillögu um að auglýsa til um- sóknar embættin [“] Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld deildu fulltrúar minnihlutaflokkanna harðlega á þann hátt, sem íhaldið viðhefur alla jafna við stöðuveitingar Reykjavíkurborgar, þ.e. að skipa menn í stöður og emb- ætti án þess að auglýsa þau laus til umsóknar á sama hátt og gert er þegar ráðið er í ríkisembætti. Umræðumar spunnust út af skipun manna í þrjú nýstofnuð; embætti hjá Reykjavíkurborg,! en eins og skýrt var frá hér í í blaðinu sl. miðvikudag s.am-'j þykkti borgarráð með 3 atkvæð- j um gegn 2 að veita stöðurnar án þess þær væru áður aug- lýstar svo að úr því fengizt skor- ið hverjir um þær sæktu og nokkur trygging fengist jafn-j fram fyrir því að hæfustu mennimir sem völ væri á veld- ust til starfanna. j Eins og í borgarráði báru; borgarfulltrúar Alþýðubanda-. lagsins og Framsóknar, Guð- ] Segir fréitina ■m verðmismun- inn ésennóndi FISKSALINN sem rekur fiskverzlunina að Biönduhlíð 2 kom að máli við Þjóðvilj- ann í gær vegna rammafrétt- ar á forsíðu um verðmismun á hrognum og lifur í verzlun bans og Fiskhöllinni. Kvað hann heimildarmenn biaðsins hafa farið með alger ósann- indi, bætt við verðið í öðru tilfellinu og dregið að sama skapi af í hinu. Mótmælti hann slíkum frcttaflutningi og krafðist ieiðréttingar sem hér með er komið á framfæri. mundur Vigfússon og Kristján Benediktsso>n, fram tillögu um að framangreindar stöður yrðu auglýstar lausar til umsóknar. Tillaga þeirra í borgarstjóm var svohljóðandi; „Borgarstiórn ákveður að aug- Iýsa lausar tii umsóknar stöður gatnamálastjóra, yfirverkfræð- ings gatnamála og deildarstjóra gatna- og holræsadeildar með tilgreindum launaflokkum, þ.e. að gatnamálastjóri verði í 27. launaflokki. yfirverkfræðingur gatnamála í 26. launaflokki og deildarstjóri gatna- og holræsa- deildar í 25. launaflokki, sbr. sambykkt borgarráðs frá 16. þ.m.“ Guðmundur mælti fyrir til- lögunni og benti á að ágrein- ingur hefði ekki orðið út af fyr- ir sig um stofnun hinna nýju embætta heldur um meðferð málsins og embættaveitingarnar. Kvað hann vinnubrögð meiri- hlutans í þessu máli eins og oftast áður við embættaveiting- ar hjá Reykjavíkurborg furðu- leg og fráleit, þau bæru alltof mikinn keim pukurs og klíku- skapar og væru borgarstjóminni ósamboðin, endg bæru þau jafn- framt vott um óskynsamlegt til- litsleysi gagnvart verkfræðinga- stéttinni í heild. Reykjavíkurborg getur ekkj hegðað sér eins og einkafyrir- tæki, sagði Guðmundur Vigfús- son ennfremur, þegar ráða skal í stöður og embætti á vegum borgarinnar. — Stöðuveiting- Framhald á 9. síðij. V*-"- i .< • ' - Óveðríð olli miklum usla í sandgræðslu- reit á Steinasandi Hrollaugsstöðum 16. febrúar 1965 — Veðráttan lét hér stutt stórra höggva milli í síðustu viku. Ekki hafði mönnum nema að litlu leyti tekizt að lagfæra þær skemmdir, sem urðu hér £ Suðursveit í vestan-veðrinu mikla aðfaranótt þriðjudagsins, 9. febrúar, þegar annað ofviðri skall hér á föstudaginn 12. febr- úar. Þetta síðasta veður stóð af norðri og var á sumum bæj- um enn ofsafengnara en fyrra veðrið. Veðrið hófst um fóta- ferðartíma á föstudagsmorgni og stóð látlaust þar til um kl. 4 á laugardagsnótt. Skaðar urðu hér miklir í veðri þessu. T.d fauk meirihlutinn af járnnu af þaki heimavistar- skólans á Hrollaugsstöðum, eða; um 80 plötur. Á Jaðr: fauk 3ja tonna vörubíll um og fór eina veltu, en staönæmdist þá við smáhýsi eitt og skemmdi það nokkuð, en bíllinn mun vera ó- nýtur með öllu. Á Reynivöllum fauk Rússa- j jeppi og mun hafa farið einar þrjár veltur áður en hann stað- næmdist, en skemmdist furðu litið. Var jeppinn álitinn standa í allgóðu skjóli, þegar hann vait! af stað.. — Þá brotnuðu á mörg- ! um bæjum me'ra og minna af rúðum í gluggum og nokkrar | jámplötur fuku af húsum. Einn- | ig fuku nokkrir smærri kofar, | svo sem dráttarvélaskýli, og hurfu sumir þeirra með öllu í burtu. Þá mun einig í veðrum þessum hafa eyðilagzt að mestu eðaöllu leyti gróður í 60 hektara sand- græðslu, sem sáð var síðastlið- ið sumar á Steinasandi. Senni- lega hafa eldri sandgræðslur hér skemmzt eitthvað líka. En það er ekki fullrannsakað enn. T. S. Laugardagur 20. febrúar 1965 — 30. árgangur — 42. tölublað. Nýr erindaflokkur: Um stjórnfræði og íslenzk stjórnmál Tónleikar fyrir styrktarfél. Tónlistarfélagsins Peggy og Milton Salkind leika fjórhent á pianó ■ Næstu tónleikar Tónlistarfélagsins fyrir styrkt- arfélaga verða haldnir n.k. mánudags- og þriðju- dagskvöld, 22. og 23. febrúar í Austurbæjarbíói kl. 7. — Mun þá veitast tækifæri til að heyra fjór- hendan píanóleik, sem nú orðið er næsta sjaldgæfur, en það eru hjónin Milton og Peggy Salkind, píanó- leikarar frá Bandaríkjunum, sem þá koma fram á tónleikum Tónlistarfélagsins. I tónbókmenntunum er mikið til af glæsilegum verkum, sem samin voru upp- runalega fyrir f jórhendan pí- anóle'k, og hafa meistarar eins og Mozart og Schubert samið fjöldan allan af slík- um tónsmíðum, en ýmis önn- ur tónskáld hafa lagt þar gjörfa hönd að verki, svo sem Brahms, Reger, Debussy og Hindemith, svo að nokkrir séu nefndir. Mikið af þessum tónsmið- um eru kammermúsikverk, sem leikin voru £ heimahús- um, og er þetta að sjálfsögðu ein aðalástæðan til þess að fjórhendur pfanóleikur lagð- ist að mestu niður um langt skeið en er nú aftur i örum vexti, því að á siðari árum hefur átt sér stað mikil end- urvakning á þessu sviði, bæði austan hafs og vestan, eins og raunar á sviði allrar kammertónlistar. Undanfarin ár hafa hjónin Milton og Peggy Salkind ferðast víða um lönd og vak- ið siaukna athygli fyrir frá- bæran leik sinn og túlk- un á verkum, sem samin eru fyrir fjórhendan pfanóleik. Þau eiga bæði að baki glæsi- legan náms- og listamanna- feril. Bæði luku þau burtfar- arprófi frá hinum kunna Ju- illiard tónlistarháskóla £ New York, en þar vann Peggy Salkind hvem námsstyrkinn eftir annan, aðalpianókenn- ari hennar var James Frisk- in. Milton Salkind var hins vegar nemandi Irwin Freund- lichs prófessors við Juilliard- skólann. Að afloknu prófi frá þessum kunna skóla stund- uðu þau bæði nám hjá Ed- ward Steuermann, sem var kunnur pianókennari i New York-borg. Á efnisskránni eru verk eft- ir: Carl Maria von Weber, Mozart, Bizet, Ravel, Schu- bert og Robert Kurka, am- erískt tónskáld (1922 — 1957) Eftir hann liggur fjöldi merkra tónsmíða, m.a. Dansa- svíta sú, er leikin verður á þessum tónleikum, en hana samdi Kurka fyrir Milton og Peggy Salkind. Á næstunni hefst á vegum Fclagsmálastofnunarinnar er- i indaflokkur um STJÖRNFRÆÐI OG ISLENZK STJÓRNMÁL, en ] frá því Félagsmálastofnunin hóf ; starfsemi sína hefur hún á hverju vori efnt til erindaflutn- ings um ýmsa þætti félagslífs- ins. Fyrsti erindaflokkurinn, vor- ið 1962, var t.d. um verkalýðs- og efnahagsmál, sá næsti um fjölskylduna og hjónabandið, í fyrra var erindaflokkur um heimspekileg viðhorf og krist- indóm á kjarnorkuöld og 7. marz n.k. hefst erindaflokkur um stjómfræði og íslcnzk stjórnmál. Eins og að undanförnu hafa aðeins þjóðkunnir fyrirlesarar verið fengnir til þess að flytja erindin, sem eru 12, en fyrirles- ararnir eru: Einar Olgeirsson, alþingismaður, Emil Jónsson, ráðherra, Eysteinn Jónsson, al- þingismaður, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Gils Guðmundsson, alþingismaður, dr. Gunnar G. Schram ritstjóri, Hannes Jóns- son, félagsfreeðingur og Ólafur Jóhannesson, prófessor. Á fundi með fréttamönnum skýrði Hannes Jónsson, forstjóri Félagsmálastofnunarinnar, m. a. frá því að erindaflokkur þessl hefði lengi verið £ undirbúningi. Fram að þessu hefur enga skipúlega og hlutlausa stjórn- fræðslu verið hægt að fá hér á landi um þetta efni. Nú yrði stigið fyrsta skrefið til þess að bæta úr þessari eyðu í fræðslu- kerfi okkar með þessum erinda- flokki, sem yrði vonandi vísir að meiri og almennari fræðslu á þessu sviði, enda vonaðist hann til að stór hópur áhuga- manna um félags- og stjórnmál sækti erindaflokkinn. Hannes tók fram að efnis- lega skiptist erindaflokkurinn i þrjá meginhluta. Fyrsti hlutinn væri um hina eiginlegu stjórn- fræði og mundu þeir Hannes og dr. Gunnar G. Schram flytja um þau fimm erindi, sem byggðu upp þennan meginhluta, og tala m. a. um ríkið, hlutverk þess og stjórnskipun, valdið, einræði og lýðræði, áróður og almennings- álit, og samskipti ríkja á alþjóða- vettvangi. Næst kæmi íslenzk Framhald á 9. siðu. Góð loðnnveiði MIKIL loðna hefur undanfarna daga vcrið út af Stafnesi og hafa bátar fengið góðan afla, in.a. í gær. Var afli sumra bátanna nokkur hundruð tonn. VESTMANNAEYJABÁTAR hafa einnig verið við loðnuveiðar að undanförnu og veitt á stóru svæði. 1 gær fengu margir Eyjabátanna ágætan Ioðnuafla. Hnuplað úr ven/unum á Akrunesi Á Akranesi hafa verið all- mikil brögð að hnupli úr verzl- unum að undanfömu. Það sem þjófarnir hafa helzt ágirnzt er sælgæti og alls kyns smávam- ingur. Þarna munu 14 til 15ára pörupiltar hafa verið að verki og hafa sjö verzlanir orðið fyrir barðinu á þeim. Tvo síðustu daga hafa ungling- ar þessir orðið að svara til saka hjá Akraneslögreglunni. Starfsfrœðsludagur sjávarút- vegsins annan sunnudag Annan sunnudag, 28. febrúar, verður efnt til starfsfræðslu- dags sjávarútvegsins hér í Rvík. Ólafur Gunnarsson sálfræðing- ur skipuleggur starfsfræðsludag þennan sem verða mun með svipuðum hætti og kynningar- dagur sá á sjávarútvegi er hald- inn var fyrir tveimur árum í Sjómannaskólanum. Síðdegis í dag koma saman til fundar þar í skólanum fjöl- margir fulltrúar þeirra stofnana og fyrirtækja er aðild eiga að starfsfræðsludeginum: fulltrúar atvinnumálaráðuneytisins og R- víkurborgar, forystumenn á sviði útgerðar og fiskvinnslu, skóla- stjórar unglinga- og gagnfræða- skólanna í Reykjavík o.fl. Á fundinum verður rætt um und- irbúning starfsfræðsludagsins. Sonur Sveins Björnssonar svarar forsætisráðherra I grein sem Hendrik Sv. Björnsson ambassador í London ritar í Morgunblaðið sl. þriðju- dag og nefnist „Sveinn Björns- son og lýðveldisstofnunin“ skýr- ir hann m.a. frá þvi að faðir hans, Sveinn Björnsson forseti, hafi látið eftir sig ýmis gögn um mál sem hann var viá _ riðinn sem ríkisstjóri og forseti fslands, þar á meðal minnisblöð varðandi sambandsslitin við Dani og Iýð- veldisstofnunina. Frá gögnum þessum gekk hann sjálfur áður en liann lézt og eru þau varð- veitt í innsigluðum böggli í Þjóðminjasafninu merkt sem trúnaðarmál og er ekki heimilt að opna böggulinn fyrr en 25 árum eftir lát Sveips forseta eða 25. janúar 1977. Er þarna að sjálfsögðu ýmsan fróðleik að finna um þessa merku atburði í sögu fslands. Grein sína ritar ambassador- inn í tilefni af ummælum er Bjarni Benediktsson fo;rsætisráð- herra lét falla í blaðagrein um Svein Bjömsson og þá stjórnar- athöfn hans sem ríkisstjóra að skipa utanþingsstjómina 1942 svo og afskipti hans af lýðveld- isstofnuninni 1944. Segir forsæt- isráðherra í greininni að sú ráð- stöfun Sveins ríkisstjóra að skipa utanþingsstjómina hafi verið „meira en hæpin, og tókst ] þó ekki eins og til var stofnað, að koma í veg fyrir endurreisn lýðveldisins á árinu 1944“. í svargrein sinni segir Hen- rik Sv. Björnsson m.a. svo: „Um- mælin, sem ég hef vísað til fela í sér, að því er ég fæ bezt séð, ásökun um tvennt: Annað það, að ákvörðun Sveins Björnssonar um að utanþingsstjórnin hafi trauðla verið Iögmæt, sbr. orðin Sveinn Björnsson „meira en hæpin“, sem viðhöfð eru um þá ráðstöfun. Hitt, að með skipun þeirrar stjórnar hafi Sveinn Björnsson ætlað sér að hindra að lýðveldi yrði endur- reist á íslandi á árinu 1944, Bjarni Benediktsson eins og þó var gert.“ Færir Henrik síðan rök fyrir því að báðar þessar aðdróttanir séu úr lausu lofti gripnar og vísar að lokum til þess að í fyrrnefndum Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.