Þjóðviljinn - 21.02.1965, Blaðsíða 2
2 SlÐA
B Ekki er ráð nema í tíma
sé tekið og hér birtum við
smá sýnishorn af vortízk-
unni 1965. Tízkuhús um
víða veröld eru nú sem óð-
ast að halda sýningar á
sínu framlagi til vor- og
sumartízkunnar í ár. Ekki
er að efa að þarna geti að
líta margar glæsilegar
spjarir, en hitt er svo ann-
að mál að verðið á þessum
glæsiplöggum tízkuhús-
anna er fáum viðráðanlegt.
■ Ekki höfum við haft
spumir af neinum stórkost-
legum breytingum á tízk-
unni frá því sem verið hef-
ur; sídd kjólanna virðist
mjög svipuð og síðasta ár,
þótt sum tízkuhúsin beri
fram tillögur um að færa
kjólfaldinn annað hvort að_
P’”S iinn eða r'iðn'r V’-v;
4
hafa enn komið fram á
þessu ári neinar róttækar
breytingar á kvenklæðnaði
miðað við topplausu tizk-
una sl. ár, en samkvæmt
því sem við komumst næst
er hún nú alls staðar á
hröðu undanhaldi, enda
hefur þessi tízkustefna
aldrei eignazt marga að-
dáendur.
★
DÞessi skemmtilega vor-
dragt er komin be'na leið
írá Italíu. Hún er úr mjög
grófu ullarefni og eins og mik-
ið er í tízku núna, er jakkinn
í aðeins dekkri lit en pils-
ið. Sérstök athygli er vakin á
hnöppunum sem eru heklaðir.
*
Um alllangt skeið hefur
borið allmikið á pilsum
með alls konar föllum og fell-
ingum. Hér sjáum við eitt
slíkt, með stórum lokufelling-
um. Jakk'nn er síður; nær
vel niður á mjaðm-
irnar, og er tekinn saman með
mjóu belti í mittið. Dragtin er
úr ullarefni.
•k
Og ekki má gleyma bless-
uðum bömunum. Hér
sjáum við skemmtilega drengja-
blússu með stórum brjóstvös-
um og líningum framan á
ermunum. Kjóll telpunnar er
í svipuðum dúr. Pilsið er með
fiórum fellingum; tveim að
framan og tveim að aftan.
★
4 \ Karlmennimir hafa ekki
TC/ verið neinir eftirbátar
kvennanna hvað það snertir
að klæðast támjóum skóm og
era auk þess farnir að þafa
þá með háum hælym........(sbr.
bítfaskóna) og þykir þá sum-
um nóg um. Nú er kvenfólkið
óðum að leggja támjóu skóna
á hilluna og klæð st heppilegri
og hollari skófatnaði með
breiðum tám og hælum. Nú
eiga karlmannaskórnir að vera
eins og myndin hér að of-
an sýn:r; sterklegir og
lagaðir eftir fætinum. Skórnir
á myndinni hér til vinstri eru
stúlkur 12 — 15 ára.
-----------------------------•<*>
sinfónIuhljóMsvErr íslands
RÍKISÚTVARPIÐ
Auka-tónleikar
— Eitthvað fyrir alla —
í Háskólabíói, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 21.
Stjórnandi: Igor Buketoff
Einleikari: Ásgeir Beinteinsson.
Meðal verka á efnisskrá:
Bizet: Carmen svíta
Gershwin: Rhapsody in Blue
Tsjaikovsky: Svanavatnið — ballett músik
Rodgers: The King and I
Ibert: Divertissement.
Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar og bókabúðum Lárusar Blöndal, Skóla-
vörðustíg og Vesturveri.
Ársskírteini gilda ekki að þessum tónleikum.
-----------------?-----------------------
FROST hí. Hafnarfirði
vantar nokkrar stúlkur til frystihúsavinnu.
Upplýsingar í síma 50165.
MÖÐVILIINN
3
Sunnudagur 21. febrúar 1965
Afgreiðslumenn óskast
Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða mann til fram-
tíðarstarfa á söluskrifstofu félagsins í Reykjavik.
Einnig óskast menn til sumarstarfa á söluskrif.
stofu og við farþegaafgreiðslu í Reykjavík.
Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun æski-
leg. Málakunnátta nauðsynleg. Umsækjendur
þurfa að geta hafið starf eigi síðar en 1. maí n.k.,
Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofu félags-
ins, sé skilað til starfsmannahalds fyrir 1. marz
n.k.
MCEi-AJUDAlR
Aðvörun
um stöðvun atvinnurekstrar vegna van-
skila á söluskattL
Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heim-
ild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnu-
rekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem
enn skulda söluskatt 4. ársfjórðungs 1964, svo og
söluskatt eldri ára, stöðvarður, þar til þau hafa
gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt
áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem
vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil
nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 20. febrúar 1965.
Signrjón Signrðsson.
RfóðWrdw'.H'-
VERKAMANNAFÉLAGIÐ
DAGSRRÚN
Reikningar Dagsbrúnar
fyrir árið 1964 liggja frammi í skrifstofu
félagsins.
AÐALFUNDUR DAGSBRÚNAR
verður í Iðnó sunnudaginn 28. febrúar
klukkan 2 e.h.
Stjórnin.
TILKYNNING
frá ríkisendurskoðuninni til vörzlumanna
opinberra sjóða.
Með lögum nr. 20, 20. maí 1964, var ríkisendur-
skoðuninni falið eftirlitið með opinberum sjóðum,
Vörzlumenn þeirra eru því beðnir að senda henni
ársreikninga sjóða þeirra, sem þeir hafa umsjá
með, pr. 31. des 1964, undirritaða af reikningshald-
ara og með áritun endurskoðenda, ásamt greini-’
legu nafni og heimilisfangi sínu.
Ríkisendurskoðunin, 16. febrúar 1965.
Aðalfundur
Náttúrulækningafélags Reykjavíkur verður hald-
inn fimmtudaginn 25. febr. n.k. kl. 8,30. s.d. að
Ingólfsstræti 22. (Guðspekifélagshúsinu).
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjómin.
Auglýsingasími hjóðviljans er 17-500