Þjóðviljinn - 21.02.1965, Page 3
Sunmudagur 21. febrúar 1965
ÞIÖÐVILJINN
SIDA
VOND HAGFRÆDI, RONG STEFNA
HVÍLDAR
DACINN
Orðagjálfur
f skrifum Morgunblaðsins
Vm erlenda stóriðju á íslandi
hefur ekki farið mikið fyrir
röksemdum en þeim mun meiri
áherzla verið lögð á almennt
orðagjálfur. Þannig sagði blað-
ið í forustugrein fyrir nokkr-
um dögum að erlend alúmini-
umbræðsla á íslandi yrði til
þess „að stórefla atvinnulíf
landsins og margfalda fram-
leiðsluna á tiltölulega fáum
árum”, hún bæri vott um það
„hverjir það eru, sem hafa trú
á framtíðina og vilja lyfta
Grettistökum til að bæta efna-
hag þjóðarinnar og treysta að-
stöðu landsins, og hverjir hinir
eru, sem svo afturhaldssamir
eru, að þeir þora ekki að horf-
ast í augu við vandamál nútím-
ans og vilja ekkert gera . .
Fyrirfram er vitað að komm-
únistar verða á móti þessum
stórverkefnum eins og fram-
faramálum almennt," o. s. frv.
Almennur flaumur af þessu
tagi er það eina sem lesendum
hefur verið boðið upp á, hvort
sem þar er að verki vanþekk-
ing ritstjóranna eða sá ásetn-
ingur þeirra að málstaðurinn
sé slíkur að fremur beri að
beita almennri sefjun en rök-
um.
Aðeins viðskipti
Allt tal um að erlend alúm-
iníumbræðsla eigi að stóreíla
atvinnulíf. íslendinga, marg-
'falda*> tramleiðslu þeirra og
bæta efnahag þeirra er mark-
laus fjarstæða. Alúminíum-
bræðslan verður í einu og öllu
erlent fyrirtæki, framleiðsla
hennar verður aldrei okkar
eign, góður efnahagur hennar
verður ekki til neinna hags-
bóta fyrir landsmenn. Hlutur
íslendinga í fyrirtækinu verð-
ur fyrst og fremst sá að selja
því rafmagn og vinnuafl. Þótt
alúminíumbræðslunni verði val-
inn staður á íslandi stendur
hún í svipuðum tengslum við
efnahagskerfi okkar og erlend
fjTirtæki sem kaupa til dæm-
is af okkur fisk og fullvinna
hann. Með þvílíkri framkvæmd
er engan veginn verið að „stór-
efla atvinnulíf landsmanna“.
heldur einvörðungu verið að
tryggja tiltekin viðskipti, söiu
á raforku og vinnuafli. Og bá
skiptir nokkru máli að íhuga
hvort þau viðskipti eru hag-
kvæm.
Undir kostnaðar-
verði
Því aðeins leitar auðhring-
urinn fanga á íslandi, enda
þótt hingað þurfi að flytja er-
lend hráefni og koma síðan
\ framleiðslunni. á markað um
næsta langan veg, að hér ætlar
hann að fá raforku á lægra.
verði en annarstaðar býðst.
Auðhringurinn hefur semsé
hug á því að hagnýta þá orku
sem býr í fallvötnum okkar.
margfalda verðmæti hennar
með vöruframleiðslu og selja
hana síðan á erlendum mörk-
uðum. Verðmætisaukann allan
h'rðir hringurinn sjálfur: við
fáum einvörðungu það lága
rafmagnsverð sem um verður
samið f áætlunum þeim sem
nú er verið a^ ræða er reikn-
að með því að hringurinn fái
raforkuna undír kostnaðar-
verði og raunar eetur enginn
fullyrt hyersu langt undir
kostnaðarverðí hún kann að
reynast. þvi allt er í óvissu
um það hver áhrif ísamyndan-
irnar geta haft á orkufram-
leiðsluna eins og margsinnis
hefur verið rakið hér í þess-
um pistlum að undanfömu og
staðfest er af yfirmönnum ís-
lenzkra raforkumála. Við eig-
um þannig að greiða með raf-
orkunni til hringsins. Hér er
um að ræða nákvæmlega sams-
konar fyrirbæri og þegar ný-
lendur eða hálfnýlendur af-
henda erlendum auðfélögum
hráefni sín óunnin á mjög lágu
verði, en þau hirða síðan allan
ábatann af framleiðslunni. Auk
fiskimiðanna umhverfis landið
er raforkan dýrmætasta eign
0:kkar, en því aðeins kemur
hún að gagni að hún sé hag-
nýtt til framleiðslu í okkar
þágu; það eru ákaflega léleg
viðskipti og óþörf íslendingum
að selja raforkuna á lægra
verði en það kostar að fram-
leiða hana.
að sýna stórhug og trú á fram-
tíðina; þeir eru skilningslaus-
ir og steinrunnir afturhalds-
menn.
Óhagkvæm
viðskipti
Auk raforkunnar er okkur
ætlað að selja alúminíum-
hringnum vinnuafl. Mikill
fjöldi manna á fyrst að stunda
byggingarframkvæmdir hjá
Straumi; þangað á að soga
vinnuafl víðsvegar að, vafa-
laust ekki sízt frá þeim stöð-
um norðanlands og vestan
þar sem atvinnuskortur og erf-
ið afkoma hefur verið að und-
anfömu vegna þess að síldar-
iðnaði er ekki sinnt; þarna á
semsé að endurtaka- sömu sög-
una og þegar Keflavíkurfram-
hingaðkomu sinni að hann
þurfi ekki að sæta sömu kost-
um og íslenzkur atvinnurekst-
ur. Hann krefst þess til að
mynda að ekki verði lagðir
neinir tollar og skattar á efni-
við til verksmiðjunnar og vél-
búnað hennar, en allur ís-
lenzkur atvinnurekstur verður
að una því að greiða
mjög stórfellda tolla af
framleiðslutækjum sínum, og
meira að segja hefur
ríkið sjálft lagt á sig þá kvöð
í sambandi við virkjanir og
aðrar stórframkvæmdir! í ann-
an stað hefur hinn erlendi
auðhringur lýst yfir því að'
hann geti ekki sætt sig við
sömu skattaákvæði og íslenzk
fyrirtæki búa við, heldur verði
að semja um fasta og lága
skattaprósentu sem haldist ó-
breytt um áratugaskeið, þann-
ig að fyrirtækið verði undan-
Við ráðum yfir bezta hráefni til íslenzkrar stóriðju.
Eigum sjálfir að
hagnýta orkuna
Ástæðan til þess að svo frá-
leit tillaga er engu að síður
borin fram með hagfræðilegum
rökum, er sú að ef ráðizt verð-
ur í stórvirkjun verður um að
ræða svo . mikla orkufram-
leiðslu að við þurfum ekki á
henni allri að halda þegar í
stað. Því er hægt að reikna
það út á blaði að heildaraf-
koma virkjunarinnar verði
betri með því að selja umfram-
orkuna á einhverju verði, í
stað þess að fá ekkert f.vrir
hana um sinn. En þessi vandi
er engin röksemd fyrir því að
selja erlendum auðhring ork-
una undir kostnaðarverði, held-
ur sýnir hann nauðsyn þess
að skynsamlegt samhengi sé í
framkvæmdum okkar, að til
sé heildaráætlun um þróun at-
vinnulífsins. Þegar stórvirkjun
færir okkur gnægð raforku
eigum við sjálfir að hagnýta
hana til stóraukinnar iðnaðar-
framleiðslu. Þetta er þeim
mun sjálfsasðari leið sem öll-
um ber saman um að nú sé
engin nauðsyn brýnni en að
margfalda fiskiðnaðinn að fjöl-
breytni. gæðum og afköstum.
Það er staðreynd að ef við
hasnýttum siávarafla okkar
iafn vel og t.d Vestur-Þjóð-
verjar sinn afla, gætum við
t.vöfaldað verðmæti hans. Og
þar yrði um að ræða tekju-
aukningu sem er svo stórfelld.
að viðskiptasamningarnir við
alúminíumhringinn fjalla um
smápeninga eina i samanburði
við það. Menn sem loka aug-
unum fvrir bessum stórfelldu
möguleikum en vilja í stað-
inn selja raforku undir kostn-
aðarverði eru sannarlega ekki
kvæmdirnar hófust á sinum
tíma, sundruðu hundruðum
heimila og höfðu hin alvar-
legustu áhrif á þróun ýmissa
byggðarlaga. Þegar fram-
kvæmdum er lokið verða
vinnuaflsviðskipti hinsvegar
ekki ýkjamikil; reiknað er með
að um 300 manns starfi við
alúminíumbræðsluna beint og
óbeint. En vinnuaflssala af
þessu tagi er jafn óhagkvæm
íslendingum og sala á raímagni
undir kostnaðarverði. Verð-
mæti vinnunnar er miklu meira
en í kaupgjaldssamningum
felst, og sérhver þjóð kapp-
kpstar að selja útlendingum
vinnuafl þegna sinna í mynd
iðnaðarvamings og tryggja sér
þannig stóraukin verðmæti. En
með þvi að selja útlendingum
vinnuafi samkvæmt kauptaxta
slyppum og snauðum, rennur
verðmætisaukinn allur til
þeirra. Jafnvel þótt kaupgjald
yrði hærra í alúminiumbræðsl-
unni en í íslenzkum fiskiðju-
verum, fær þjóðarheildin miklu
meiri tekjur af hverri vinnu-
stund sem unnin er við ís-
lenzka framleiðslu. Það er ein-
kenni á nýlendum og hálfný-
lendum að geta ekki notað
vinnuafl þegna sinna til sjálf-
stæðrar framleiðslu heldur
verða að selja það erlendum
atvinnurekendum og lítil reisn
að bjóða íslendingum þann
kost
Öfugmæli
Raunar er það einnig öfug-
mæli þegar Morgunblaðið er
að lýsa þvi hvað alúminíum-
bræðsla standi langt cfar at-
vinnurekstri okkar, með því
fyrirtæki sé verið að hefja
iðnvæðinguna á nýtt stig. Það er
staðreynd að alúminíumhring-
urinn setur það skilyrði fyrir
þegið almennri íslenzkri lög-
gjöf um þessi efni. Alúminí-
umhringurinn telur sig þannig
ekki geta starfað á íslandi á
iafnréttisgrundvelli, enda þótt
hann fái raforkuna undir
kostnaðarverði; hann verður
einnig að fá fjölmörg fríðindi
á kostnað íslenzkra fyrirtækja.
Eflaust er þetta rétt reiknað
hjá hinu erlenda fyrirtæki, semý
samkvæmt gumi Morgunblaðs-
ins á að hafa margfalt meiri
framleiðni en íslenzkur at-
vinnurekstur. Staðreyndin er
semsé sú að þrátt fyrir lélegt
skipulag er arðsemi sjávarút-
vegsins á fslandi margfalt
meiri fyrir þjóðarbúið en dæmi
eru um í nokkurri stóriðju í
víðri veröld. Og þeim mun
meiri er þá skammsýni þeirra
stjórnmálamanna sem vilja
gefa erlendum auðhringum for-
réttindi til þess að draga til
sín raforku og mannafla und-
ir kostnaðarverði frá íslenzkri
framleiðslu.
Úrslitavald
Ástæða er til þess að gefa
þvi sérstakan gaum að auð-
hringurinn vill þegar í upp-
hafi fá forréttindi og undan-
þágur frá íslenzkri löggjöf.
Þetta vandamál er semsé ekki
tóm hagfræði, þótt hún skeri
raunar ein saman úr; með því
að hleypa erlendu auðfélagi
inn í landið og veita því marg-
vísleg forréttindi værum við
að leiða verulega hættu yfir
efnahagslegt og stjórnarfars-
legt fullveldi okkar. Gert er
ráð fyrir því að auðhringurinn
festi hér í upphafi 1100 miljón-
ir króna í alúminiumbræðslu
sinni, en heildarfjárfesting í
islenzkum sjávarúvegi er nú
talin vera um 3000 miljónir
króna. Hinn erlendi auðhring-
ur réði þannig í upphafi yfir
fjármagni hérlendis sem nem-
ur meira en þriðjungi þess sem
bundið er í þeirri atvinnugrein
sem verið hefur undirstaða
efnahagskerfis okkar. Alúminí-
umbræðslan á í upphafi að
framleiða 30.000 to.nn af alúm-
iníumi á ári, en kunnugt er að
slík stærð er of litil til arð-
bærrar framleiðslu, og því er
ætlunin að stækka verksmiðj-
una svo mjög á skömmum
tíma að hún geti framleitt allt
að 100.000 tonn. Þá mun hin
erlenda fjárfesting vera farin
að slaga hátt upp í það að
vera fjárhagslegur jafnoki alls
sjávarútvegsins. Naumast ætti
að þurfa að skýra það út fyrir
fólki að slíkt fyrirtæki hefði
um leið öðlazt vald til þess að
hafa úrslitaáhrif á gang mála
hérlendis, jafnt efnahagsmála
sem stjómmála, og þær undan-
þágur sem falazt er eftir þegar
í upphafi kunna að verða smá-
ræði hjá því sem síðar kæmi.
Það er mikill barnaskapur þeg-
ar svo er komizt að orði í
Frjálsri þjóð, í grein sem ann-
ars er andvíg hinni erlendu
stóriðju: „Fyrst s.kal bent á
það eina atriði, sem telja má
jákvætt og til fyrirmyndar í
gerðum ríkisstjórnarinnar £ mál-
inu, en það er að leita eftir
samvinnu við, og fjármagni
frá, smáþjóð, sem ekki þarf að
ætla að reyna muni að skerða
sjálfstæði okkar og sjálfræði“.
Hér er ekki verið að semja við
neina „þjóð“, heldur við al-
þjóðlegan auðhring sem á fyr-
irtæki víða um lönd og hefur
aðeins aðalskrifstofu í Sviss
vegna þess að þar er búið vel
í haginn fyrir alþjóðlegt auð-
magn. Vinsamlegar hugmynd-
ir um stjómarfar og áreitnis-
leysi Svisslendinga koma auð-
hringnum ekki minnstu vitund
við. Menn geta borið mi'smik-
inn ugg í brjósti um það
hvemig auðhringurinn kunni
að nota vald sitt þegar hann
hefur hreiðrað um sig á ís-
landi, en aðalatriðið er hitt
að hann fær vald sem engin
sjálfstæð þjóð má veita öðr-
um hversu vel sem hún trúir
þeim.
Engin hliðstæða
Fjárfesting eins og sú sem
um er rætt í samningunum við
alúminíumhringinn á sér ekki
hliðstæðu í nokkru fullvalda
ríki í víðri veröld. Morgun-
blaðið minnist stundum á Nor-
eg í áróðursgreinum sínum, en
þar er heildarfjárfesting er-
lendra manna innan við 10%
af fjárfestingu Norðmanna
sjálfra í iðnaði einum saman.
Erlend fjárfesting annarstaðar
á Norðurlöndum er mun minni.
Einu lönd veraldar þar sem
erlend fjárfesting er hliðstæð
því. sem hér er talað um eru
nýlendur og hálfnýlendur. Inn-
rás erlends fjármagns í þau
lönd var á sínum tíma rök-
studd mjög á sama hátt og nú
má lesa í áróðursgreinum
Morgunblaðsins, iðnvæðing út-
lendra auðhringa átti að lyfta
atvinnulífinu og bæta efnahag
þeirra innbomu. Allir vita að
reynslan hefur orðið öll önnur,
og síðustu áratugi hefur mann-
kynssagan einmitt einkennzt af
því að þser þjóðir sem þannig
hafa verið leiknar hafa risið
gegn erlendri yfirdrottnun og
erlendum auðhringum í löndum
sínum. Það er vægast sagt
furðulegt að íslenzk stjómar-
völd skuli láta sér til hugar
koma að veita. erlendum auð-
hringum þá aðstöðu hérlendis
sem þeir eru að missa í ný-
frjálsum ríkjum víða um heim.
Stjórnmálaleg
ákvörðun
Samningar stjórnarvaldanna
við erlendan auðhrig eru ekki
til marks um neinn stórhug eins
og Morgunblaðið vill vera láta,
heldur eru þeir afleiðing af
þeirri skoðun valdhafanna að
íslendingar séu þess ekki
megnugir að bera uppi sjálf-
stætt þjóðfélag og halda til
jafns við aðra í stórum heimi
á öld tækni og vísinda. Sama
viðhorf birtist þegar stjómar-
herramir voru óðfúsir að inn-
lima fsland í Efnahagsbanda-
lag Evrópu; þá komst Gylfi Þ.
Gíslason svo að orði að íslend-
irigaT"yrðu að stíga úr kænu
sinni upp í hafskip; „bezta
ráðið til að efla sjálfstæði
þjóðar er að fóma sjálfstæði
hennar“, sagði hann. Þess
vegna eru samningamir við
alúminíumhringurinn ekki fyrst
og fremst vond hagfræði, held-
ur stjórnmáialeg ákvörðun;
ætlunin er umfram allt að
tengja okkur þeirri stóru heild
sem valdhafarnir hafa einblínt
á um skeið. — Austri.
BAK VID
BAMBUS-
TJALDIÐ
Bók Magnúsar Kjartanssoriar. um Kína,
sem gekk til þurrðar hjá forlagi fyrir jól,
er nú fáanleg um allt land.
I
Verð ib. kr. 310,00, heft kr. 260,00.
HEIMSKRINGLA