Þjóðviljinn - 21.02.1965, Page 10

Þjóðviljinn - 21.02.1965, Page 10
I JO SfÐA HðÐVILJINN Surrmídagur 21. febrúar 1965 UNDIR MÁNASSGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAYE Ég þarf að sinna ýmsum erind- um fyrir sendiherrann. Vetra settist með haegð og eplagrænar pífurnar sem áttu að hafa áhrif á Conway, flögruðu um hana. Hún virtist svo lítil og einmana að Alex hugsaði með sér — rétt eins og einu sinni áð- ur um borð í Sirius — að köfn- un vaeri næstum of góður dauð- dagi fyrir herra Barton. En var þessi litla, grannvaxna stúlka eins óspillt og hún sýndist? Það gæti verið gaman að vita, hvað bjó undir því sem hann hafði séð rétt í þessu. Ungar stúlkur — allra sízt trúlofaðar stúlk- ur — áttu ekki stefnumót við ó- velkomna aðdáendur, og hefði hún ekki viljað vera ein með honum, hefði hún getað kallað. Húsið var fullt af fólki. Alex hugsaði með sér að frítt andlit Carlyons hlyti að falla kvenfólki í geð á öllum aldri, og það var svo sem ekki að undra þótt honum hefði tekizt að hafa áhrif á unnustu sendiherr- ans. Ef svo var, þá var það ef til vill ágætt; að hans áliti var næstum hver sem var álitlegri eiginmaður en herra Barton. Hann óskaði þess að hann hefði ekki þessa ábyrgðartilfinningu gagnvart stúlkunni. Honum Smurt brauð Snittur brauð bcaer við Óðinstorg. Sími 20-4-90. HÁbGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÖDÖ Laugavegi 18 III hæð (lvftal SIMI 2 46 16 P E R M A Garðsenda 21 — SIMI: 33-9-68 Hárgreiðslu- og snyrtistofa D O M U R I Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN - Tjamar- götu 10 — Vonarstrætismegin — SIMI: 14 6 62 HARGREIÐSLUSTOFA AUST URBÆJAR - María Guðmunds- dóttir Laugavegi 13 — SIMi 14 6 56 — NUDDSTOFAN ER A SAMA STAÐ. gramdist það, því að honum bar engin skylda til þess. Það kom honum ekki við hvað um hana yrði. Alex virti hana fyrir sér und- an hnykluðum brúnum og hann fann sting í hjartastað. Hann hugsaði enn um hina miklu erf- iðleika sem stafa myndu af þessum konum, ef til alvarlegra átaka kæmi. Vetra leit upp og tók eftir ygglibrúninni og við það fékk hún aftur sjálfstraust sitt — og reiddist. Hún reis á fætur, tein- rétt og stillileg: Það var mjög vinsamlegt af yður að grj yður ómak mín vegna. Ég vona að yð- ur finnst ég ekki vanþakklát. Sendi herra Barton ekkert bréf með yður? — Það var enginn tími til þess. Áætlanir hans breyttust á síðustu stundu. Ég lagði af stað 39 með hálftíma fyrirvara, sagði Alex stuttur í spuna. Hann kunni ekki við að skýra frá því, að þegar hann hafði séð sendi- herrann síðast, hafði hann varla getað staðið uppréttur, hvað þá skrifað læsilegt bréf. Sannleik- urinn var sá, að herra Barton var orðinn hræddur um að brúði hans litist ef til vill ekki á hann. Þegar hún væri undir vemdar- væng Abuthnothjónanna, gæti hún jafnvel fundið upp á því að ,slíta trúlofuninnii Það var áreið- anlega tryggara að fá hana til að sjá sig um hönd. Hann hafði haldið þessa á- kvörðun sína hátíðlega með því að drekka sig svo dauðadrukk- inn, að morguninn eftir, þegar hann hefði átt að leggja af stað, hafði hann naumast verið fær um að umla fáein fyrirmæli til Randalls kapteins í sambandi við embættiserindin til Delhi (hann hlyti að geta fundið skjöl- in einhvers staðar á' skrifstof- unni) og biðja hann að afsaka sig við Vetru. Hann gat fjanda- komið ekki staðið í því að þeys- ast til Delhi til að ganga í hjóna- band. Fjallið til Múhameðs! Alex vrði að koma því í kring. Hann gæti skrifað þegar hann væri væri upplagður. Alex bjóst við að lýsing á bessu gæti valdið misskilningi, og ef unnusta sendiherrans bar einhvem ástarhug til hans, bá leystist vandinn af sjálfu sér. Það var að minnsta kosti ósk- andi, því að ef hún giftist ekki einhverjum, kæmi bað ef til vill í hans hlut að finna viðejgandi fylgikonu handa henni heim til Ware aftur. 14 Það átti að gofta Lottu í St. james-kirkjunni hinn tuttugasta og sjötta og allt kvenfólkið _ í húsinu var önnum kafið við brúðkaupsundirbúning; það var rætt um silki, múselin og levnd- ardómsfullan nærklæðnað. Einn- ig var feikn mikið af skemmti- ferðum, veizlum og dansleikjum. Carlyon fékk alls staðar góðar viðtökur. og honum var meira að segja boðið í heimsókn til Bahadur Shah, sem var naumast annað en skar og hafði um sig ömurlegar leifar af hirð. Hann var afkomandi mógólanna af Timur ætt. Vetra var fálátari en nokkru sinni fyrr og Carlyon varð gramari með degi hverjum. Nærvera Randalls kapteins bætti ekki skan hans. Andúðin sem hann hafði fengið á honum við fyrsta fund þeirra, fór vax- andi í hvert skipti sem þeir hitt- ust. Það var einhver svipur í rólegum, kuldalegum augum kapteinsins og eitthvað í lýta- lausri framkomu hans sem gerði lávarðinn hikandi og oft sárreið- an. En hann gat naumast brydd- að upp á illindum við mann með særðan handlegg, auk þess sem ekki var auðvelt að lenda í deil- um við kapteininn. Hann virtist ekki hafa minnsta áhuga á at- höfnum Carlyons og hann virt- ist ekki vera sérlega hrifinn af samkvæmislífinu. Carlyon undr- aðist oft að hann skyldi biggja boð í samkvæmi sem hann hafði bersýnilega enga skemmtun af. Alex skildi það ekki sjálfur heldur. Málið sem hann átti að sjá um í Delhi var í höndum herra Frasers og sir Theophil- usar Metcalfe, og starfsmenn þeirra höfðu fengið öll gögfn í hendur, svo að Alex hafði næg- an tíma, og Abuthnotfólkið jós yfir hann boðum af öllu tagi. En hann var ekki vanur að veigra sér við að afþakka svipuð boð og vissi ekki hvers vegna hann gerði það ekki nú. Hafði það verið þessi fráleita ábyrgðartil- finning? Vegna þess að hann fann að Vetra var hrædd og ó- hamingjusöm? Útávið var ekkert að finna, en hann hafði samt orðið þess var að hún var breytt. Hún hafði misst eftirvæntingar- svipinn og var aftur orðin fá- skiptna, varfæma stúlkan sem hann hafði hitt í Ware í árs- byrjun. En einhvem veginn fannst honum sem návist hans róaði hana — ef til vill vegna þess að hún leit á hann sem tengilið milli sjálfrar sín og Conway Bartons? Það var að nokkru leyti rétt. Vetra hafði skilið og fyrirgefið fjarveru Conways í Calcutta, því að þá hafði Randall kapteinn ekki verið í Lunjore, og senni- lega hafði enginn annar getað tekið að sér störf hans. En nú hefði Alex getað komið í stað Conways meðan hann fór burt. Hún vissi að það var illa gert að hugsa þannig, Conway hafði ævinlega í bréfum sínum lagt áherzlu á að skyldan gengi fyr- ir öllu. En samt fannst henni sem hann hefði í þetta eina sinn getað jrfirgefið skrifborð sitt 1 fáeina daga til þess að koma og með að sætta sig við það. En í bréfinu sem komið hafði nokkrum dögum síðar, hafði hann skrifað að það væru ann- ir. Hann vildi Ijúka af því sem mest lá á, svo að hann gæti tek- ið sér frí yfir hveitibrauðsdag- ana. Bréfið hafði verið innilegra en bréf hans voru yfirleitt, og það hafði dregið ögn úr von- brigðum hennar. En hún var gagntekin sömu einmanakennd og öryggisleysi og á Ware, þang- að til Randall kapteinn hafði fært henni bréfin frá Conway. Vetra hafði grun um að Rand- all kapteinn væri þreyttur á því að bera ábyrgð á henni; en hún var fegin nærveru hans, vegna þess að hún vemdaði hana fyrir ágengni Carlyons lávarðar. Þegar Alex var viðstaddur þurfti hún ekki einlægt að vera á verði. Carlyon varð smám saman ljóst að hún gerði sér í raun og veru far um að forðast hann og það stafaði ekki af neinni feimni og hann skildi að hann hafði hagað sér heimskulega. I stað þess að vekja ástarhug hjá henni, hafði hann fælt hana frá sér og gert hana hrædda, og ef hann gætti ekki að sér, myndi hann missa hana fyrir fullt og allt. En í návist annarra gat hann ekki beðið hana afsökun- ar og það virtist ógemingur að ná tali af henni einni. Á einum dansleiknum tókst það loks. Vetra hafði af kurteisi ekki getað neitað honum um vals og hann hafði notað tæki- færið. Hann sagði að hin ó- fyrirgefanlega hegðun hans dag- inn sem þau komu, hefði stafað af konjaki og ópíumdropum, sem hann hafði tekið inn til að koma í veg fyrir byrjandi hita- sótt. Hann beitti allri mælsku sinni og þokka í afsökunarbeiðni sinni, og þegar hann hafði öðl- azt fyrirgefningu hennar, hélt hann áfram og bar fram bónorð til hennar. Hann sagðist vita að það væri óviðeigandi að biðla til ungrar, trúlofaðrar stúlk, en hún yrði að virða honum það til vokunn- ar, vegna þess að hann elskaði hana svo heitt. Hann vonaði að hún fengist að minnsta kosti til að fresta brúðkaupinu og gefa honum tækifæri til að reyna að fá hana til að skipta um skoðun. Vetra hafði gefið honum afdrátt- arlaust afsvar. Dansinum lauk og hún hafði ekki dansað oftar við hann. Hún hafði orðið snortin af auðmýkt hans og fyrirgefning- arbeiðni og bónorðið kom henni á óvart. En þar sem hann gat ekki lengur verið í neinum vafa um tilfinningar hennar og þar sem hann hafði sagt að hann væri þama aðeins um kyrrt hennar vegna hafði hún búizt við að hann færi þegar í stað á brott. En Carlyon hafði ekki farið. Þess í stað hafði hann sent henni vel orðað bréf, þar sem hann lofaði henni því að minnast ekki framar á þetta við hana og von- aði að hún gæti að minnsta kosti heiðrað hann með vináttu ‘sinfti, fyrst hún synjaði hoftum um nánari bönd, sem hann hafði 'þráð" af öllu hjarta. Hann vildi fyrir hana. Vetru fannst sem hún hefði gert Carlyon rangt til og hún hafði brosað feimnislega til hans þegar þau hittust næst. En hún hefði samt orðið alvarlega hrædd ef hún hefði vitað, að Carlyon hafði aðeins skrifað þetta bréf í von um að það hindraði hana í að krefjast þess, að hann yrði á brott. Hann var staðráðinn í að fara frá Delhi sem fyrst, en hann var ákveðinn í að taka hana með sér. Sér til undrunar hafði hann komizt að raun um, að hann ósk- aði þess í raun og veru að gift- ast þessari ungu stúlku. Hann hafði aldrei fyrr boðið ungri stúlku hjónaband, og í hégóma- skap sínum taldi hann víst að bað væri henni mikill heiður og hún myndi trúlega láta af and- stöðu sinni, þegar hún kæmist að því að honum væri full al- vara. Honum hafði alls ekki dottið í hug að hann gæti feng- FCartöflumús * Kókómalt * Kaffi * Kakó KKOJN ■BtIÐmNAK CONSUL CORTINA bílalelga magnúsap sklpholil 21 sfmar; 21190-21185 ^laukur GjuöfnundóóOH. HEIMASÍMl 21037 unjore; væri hún þangað kom- i, skyldi^ hann sjá til þess að on-ni “ocpfiVt’ ekkert tækifæri tib sæk.ia hana. Ef hann hefði verið. verkur, hefði hún átt hægara -fúslega; leggja' líf sitt í sölumar SKOTTA Mér þykir það leitt Halli . . . ég lofaði Jóa að ég myndi ekki fara út með öðrtun strák . . . hvers vegna kemur þú ekki hingað? FlugferSir um heim ullun Flugferð strax — Fargjald greitt síðar. Viðskiptavinir eru beðnir að hafa sam- band í síma 22890 og 30568 (eftir kl. 7). FERÐASKRIFSTOFAN LAND SVN Tr Úipur — Kuiúujukkur og gallonblússur í úrvali. VERZLUN Ó.L. Traðarkotssundi — (á móti Þjóðleikhúsinu). BLAÐADREIFING Þjóðviljann vantar nú þegar blaðbera í eft- irtalin hverfi: AUSTURBÆR: VESTURBÆR: Laufásvegur Framnesvegur Brúnir ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.