Þjóðviljinn - 23.03.1965, Blaðsíða 4
4 SÍÐA
Otgefandi: Samemmgarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk>
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: E>orvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19.
Simi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
ÞÖCN
0ft er það svo í þjóðmálaumræðum á íslandi að
ekki er síður ástæða til að gefa gaum þeim mál-
um sem forustumenn þegja um en hinum sem þeir
segja um. Einatt hafa opinberar umræður þann
tilgang að dylja veruleikann sjálfan, beina a'thygli
manna frá aðalatriðum að hverskyns hégóma. Það
er til að mynda athyglisvert hversu fátalaðir for-
ustumenn stjórnarflokkanna hafa verið um alúm-
ínmálið að undanfömu, enda þótt almenningur
hafi ekki verið forvitnari um annað mál. Jóhann
Hafstein iðnaðarmálaráðherra hafði heitið því að
gefa alþingi skýrslu um málið þegar eftir jóla-
leyfi, en sú skýrslugjöf hefur verið látin dragast
viku eftir viku, og á meðan er háttvirtum alþing-
ismönnum ætlað að rísla sér við ýmiskonar smá-
muni. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, sem
flytur þjóðinni pólitískan boðskap í Morgunblað-
inu á hverjum sunnudegi, hefur allt til þessa
smokrað sér undan því að ræða í alvöru um er-
lenda stóriðju á íslandi og virkjanir í hennar þágu,
og hefur hann þó auðsjáanlega skort efni í rit-
smíðar sínar að undanförnu og leiðzt út í hvers-
dagslegasta og óskemmtilegasta pex. Ritstjórar
stjórnarblaðanna hafa greinilega fengið fyrirmæli
um að hætta sér ekki út í neinar rökræður um
alúmínmálið; þeir bjóða feséndum sínum upp á
hvers kyns hégóma í staðinn fyrir staðreyndir um
vandamál sem ráðið getur miklum örlögum.
J^nginn skyldi þó ætla að alúmínáformin séu að
renna út í sandinn þegjandi og hljóðalaust.
Stóriðjunefnd og sérfræðingar hennar stunda enn
þrotlaust samningamakk austan hafs og vestan og
hlaða skýrslum á skýrslur ofan. Sífellt er verið
að taka ákvarðanir í kyrrþey um hin veigamestu
atriði og þoka málinu nær endanlegum úrslitum.
Á þessum vettvangi eru stöðugt að gerast stórtíð-
indi, en það er greinilega talið sáluhjálparatriði að
almenningur fái ekki að fylgjast með þeim frétt-
um og að úrlausnarefnin séu ekki rökrædd á eðli-
legan og lýðræðislegan hátt af þjóðinni.
EKKERT 0FVERK
jþað er mikil fjarstæða þegar því er haldið fram
að íslendingar hafi ekki efni á að ráðast sjálf-
ir í þá fjárfestingu sem þarf til stórvirkjana á ís-
landi. Leiði rannsóknir endanlega í ljós að Búr-
fellsvirkjun sé hagkvæmasti kostur sem þjóðinni
býðst til raforkuframleiðslu er hún sannarlega
ekkert ofverk landsmanna sjálfra. Samkvæmt
skýrslu stóriðjunefndar myndi 70.000 kílóvatta
Búrfellsvirkjun fyrir innanlandsmarkað kosta 900
miljónir króna, eða um 300 miljónir króna á ári ef
framkvæmdir tækju þrjú ár. Árið 1963 var heild-
arfjárfesting íslendinga hins vegar nærri 4.000
miljónir króna; fjárfesting í Búrfellsvirkjun yrði
innan við tíundi hluti af venjulegum ársfram-
kvæmdum íslendinga um þessar mundir. Hvaða
rök eru fyrir því að íslendingar þurfi að kikná
undir þvílíku verkefni og ofurselja auðlindir sín-
ar erlendu gróðafélagi? — m.
ÞJÖÐVILJINN
Þríðjada@ur 23. marz 1965
Stjórn Læknafélags Reykjavík-
ur lýsir sjónarmiðum sínum
Stjóm Læknafélags Reykja-
víkur hefur sent frá sér eftir-
farandi:
„Á nýafstöðnum aðalfundi
Læknafélags Reykjavíkur var
stióm félagsins falið að leið-
rétta misskilning og mótmæla
rangfærslum í málflutningi ým-
issa alþingismanna og ráðherra
í umræðum á Alþingi um frum-
varp til læknaskipunarlaga.
Stjóm Læknafélagg Reykja-
víkur vill taka fram eftirfar-
andi: Frumvarp til læknaskip-
unarlaga, sem nú liggur fyrir
Alþingi ber með sér greinileg-
an vilja til þess að bæta lækn-
isþjónustu dreifbýlisins.
í umræðum um frumvarpið
kom einnig fram hjá sumum
alþingismönnum skilningur á
starfi og sérstöðu lækna, og ber
þetta vel að meta.
Aftur á móti vekja ýmsar
staðhæfingar nokkurra alþing-
ismanna og ráðherra furðu, og
vill stjóm Læknafélags Reykja-
víkur því bera fram. eftirfar-
andi leiðréttingar og mótmæli;
1. — Við mótmælum þeirri
staðhæfingu, að fsland hafi sér-
stöðu meðal þjóða, hvað við-
víkur skólagjöldum. í ná-
grannalöndum vomm er há-
skólamenntun ekki aðeins ó-
keypis heldur bera námsstyrk-
ir, námslán og einnig námslaun
vott um að gérhæfing sé ekki
síður í þágu þjóðfélagsins en
einstaklinganna.
2. — Varðandi þá fullyrðingu
að opinberir námsstyrkir séu
hér svo ríflegir, að þeir nægi
til þess að fleyta læknastúd-
entum skuldlausum eða skuld-
litlum í gegn um námið, vísast
til greinargerðar stjómar Fé-
lags læknanema, en þar er sýnt
fram á, að qpinberir styrkir
til læknadeildamáms eru nán-
ast engir, aðeins mjög ófull-
nægjandi námslán.
Þeir opinberir styrkir, sem
læknar eiga kost á til fram-
haldsnáms, em óverulegir og
engin opinber lán eru veitt til
framhaldsnáms lækna, sem oft
á tíðum er eins kostnaðarsamt
og læknadeildamámið sjálft.
í flestum menningarlöndum
-<í>
A thugasemd frá Skrif-
stofu almannavarnu
Frá svonefndri „Skrifstofu al-
mannavarna“ í Reykjavík (á
ensku Office of civil Defence)
hefur Þjóðviljanum borizt eft-
irfarandi með tilmælum um
birtingu:
Herra ritstjóri.
1 blaði yðar fimmtudaginn
18. þ.m. er nokkuð vikið að
starfsemi Almannavamanefnd-
ar Reykjavíkur og ýmsum
þátfcum almannavarna, svo
sem birgðageymslu o.fl. Þá seg-
ir: „Auk þessara eriiðleika
með birgðirnar fjallar nefndin
nú um undirbúning að nám-
skeiði „á vegum skrifstofu al-
mannavarna í skýlakönnun.’’
Hvað hér er um að ræða er
ekki vel ljóst. Hitt er þó aug-
ljóst að skrifstofa hefur verið
stofnuð með tilheyrandi starfs-
liði og kostnaði. — Þá er og
í undirbúningi að senda menn
til útlanda á námskeið til
þjálfunar í almannavömum og
má nærri geta að því fylgir
mikill kostnaður.”
Þar sem virðist gæta mis-
skilnings um starfsemi og
skipulag almannavarna, er rétt
að taka fram eftiriarandi:
1. Lög um almannavarnir
eru sett hinn 29. desember
1962. Sú skrifstofa, sem vikið
er að f greininni er Skrifstofa
Almannavarna (ríkisins), sem
starfar á grundvelli þessara
Iaga.
2. Skýlakönnun þ. e. athugun
á hentugu tiltæku húsrými til
afnota, ef hætta og neyðará-
stand skapaðist, er eitt af þeim
málum, sem skrifstofan telur
mikilvægt að framkvæma.
Verkfræðingur á vegum skrif-
stofunnar, kynnti sér skýla-
könnun erlendis árið 1963.
Námskeið það, sem vikið er
að I greininni og haldið verð-
ur á vegum þessarar skrifstofu,
er ætlað til að æfa nokkra
menn í aðferðum þeim, sem
almennt eru viðhafðar við slíka
könnun öryggisskýla.
3. Samkvæmt lögum um al-
mannavarnir, 3. gr., skal for-
stöðumaður almannavarna hafa
með höndum fræðslustarfsemi,
sjá um kennslu yfirmanna o.
s.frv. Ekkert kennaralið né
heldur aðstaða er enn til hér
á landi til að annast slíka
kennslu. Norðurlöndin hafa,
hvert um sig, fullkomna skóla
og margþætt æfingar- og
fræðslukerfi. Stofnanir al-
mannavarna í Danmörku, Nor-
egi og í Svíþjóð hafa frá byrj-
un stutt starf almannavarna
hér á landi á ýmsan hátt,
meðal annars með því að láta
í té upplýsingar og gefa ís-
Ienzkum aðilum kost á að
kynnast starfsemi sinni. Þess-
ar stofnanir hafa af frábærri
velvild og gestrisni boðið ís-
lenzkum þátttakendum að
taka þátt í námskeiðum sínum
og dveljast á æfingaskólum
án nokkurrar greiðslu fyrir
kennslu og dvöl. Að þessu
sinni er gert ráð fyrir að senda
fjóra menn til Danmerkur á
sérstök námskeið ætluð þeim
mönnum, sem síðar taka að
sér kennslu og þjálfun hjálpar-
sveita.
Almannavarnanefnd Reykja-
víkur, sem sérstaklega er vik-
ið að í téðri grein, fjallar eðli-
lega um öll þessi mál. Sam-
kvæmt lögum um almanna-
vamir ber Skrifstofu Almanna-
vama (ríkisins) að annast und-
irbúning, en almannavarna-
nefndir á hverjum stað eiga
að annast framkvæmdir. Und-
irbúningur að skýlakönnun
felst meðal annars í því að
hafa tiltæka menn til starfs-
ins, og undirbúningur að þjálf-
un hjálparsveita felst á sama
hátt í því að hafa hæfa menn
til að annast námskeið og þjálf-
un sveitanna.
Virðihgarfyllst,
Reykjavík 19. marz 1965
Skrifstofa almannavarna.
er betur séð fyrir þessum mál-
um af hálfu hins opinbera en
gert er hér á landi, t.d. hefur
í mörgum löndum verið tekið
upp fullkomið námsstyrkja- og
námslaunakerfi við háskólana.
Hlutlaus rannsókn myndi því
ótvírætt leiða í ljós, að sú
staðhæfing er röng, að hér sé
betur greitt fyrir námsmönn-
um en í flestum öðmm löndum.
Forsendumar em því brostnar
fyrir þeirri föðurlegu áminn-
ingu til lækna, að þeir ættu
að hafa í huga hin góðu náms-
kjör, áður en þeir krefðust ó-
sambærilegra kjara á við það,
sem unnt er að veita öðmm
þj óðfélagsþegnum.
Okkur er heldur ekki kunn-
ugt um að læknar hafi nokkm
sinni krafizt launa, sem teljast
ósambærileg kjömm annarra
þjóðfélagsþegna, eða hafi í
hyggju að gera það. Launakröf-
ur lækna á undanfömum árum
hafa verið reistar á hagfræði-
legum samanburði við kjör ann-
arra stétta og hefur ekki enn
náðst jöfnuður í þessu efni.
3. — Aðdróttunum vissra
þingm. í garð læknadeildarinn-
ar, um takmarkanir á lækna-
námi, viljum við einnig mót-
mæla. Áðgangur að þeirri deild
hefur aldrei verið takmarkaður
og ekki bundinn öðmm skil-
yrðum en stúdentsprófi. Próf í
deildinni em sízt strangari en
við erlenda háskóla og náms-
tími er leyfður allt að 8 ámm
og er óvíða lengri. Námið er
erfitt, krefst mikillar ástund-
unar. Eftir að öðru námsári
lýkur geta læknastúdentar ekki
stundað neina aukavinnu á
sumrum, eigi þeir að gera nám-
inu sæmileg skil.
Ekki vérður betur séð etl
læknadeildin hafi rækt hlut-
verk sitrt vel miðað við þær
fátæklegu aðstæður sem hið
opinbera hefur búið henni og
raunar Háskólanum í heild.
4. — Aðdróttun í garð lækna
þess efnis að læknigstarfið hér
hafi verið gert að „business"
teljum við fráleita og ómak-
lega. Óvíða munu laun lækna
lægri en hér á landi og í störf-
um sínum hlíta læknar strang-
ari siðareglum en flestar aðr-
ar stéttir. Einnig er vert að
minna á það, að læknum t>er
skylda til þess, lögum sam-
kvæmt, að halda þekkingu
sinni sem bszt við. Sakir hinn-
ar ðm þróunar læknisfræðinn-
ar verður því varla við komið
nema með æmum tíma og til-
kostnaði svo sem tímarita- og
bókakaupum, þátttöku í nám-
skeiðum og læknaþingum og
með því að sækja heim heil-
brigðis- og vísindastofnanir er-
lendis. Skilningur og viður-
kenning valdhafa á þessari að-
stöðu lækna er brýn nauðsyn.
Að öðram kosti er ólíklegt að
ungir læknar verði fúsir að
hverfa heim til starfa, vegna
ríkjandi óvissu um væntanlega
starfsaðstöðu.
Að lokum viljum við ítreka
það álit okkar að fmmvarp það
til læknaskipunarlaga, sem nú
liggur fyrir Alþingi er virðing-
arverð tilraun til úrbóta á að-
kallandi vanda.
Stjóm Læknafélagg Reykja-
víkur fagnar því að læknar
vom tilkallaðir við undirbún-
ing þessa máls og væntir þess
að læknasamtökin verði fram-
vegis ætíð höfð með í ráðum
um skipulagningu og fram-
kvæmd heilbrigðismála. >
Reykjavík, 17. marz 1964.
Stjóm Læknafélags í
Reykjavíkur“. ;
——i
Auglýsinga & Skiltagerðin
er flutt að Grundarstíg 11, sími 234-42.
Skrifstofan 36744.
Matthías Ólafsson — heima 22783.
Auglýsinga &Ski!tagerðin
Grundarstíg 11.
Gialdkeri — Bókhaldari
Opinber stofnun óskar að ráða karlmann til gjald-
kera og bókhaldsstarfa. Umsóknir ásamt upplýs-
ingum um menntun, fyrri störf og meðmælum,
sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 30. marz n.k.,
merkt: „ÁBYGGILEGUR“.
S A L 1
CEREBOS í
HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM
HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA
Messrs. Kristján Ó. Skagfjörð Llmlted
Post Box 411 REYKJAVÍK, Iceland.
■Á
k
4
1
i
I