Þjóðviljinn - 23.03.1965, Blaðsíða 5
Þriðjudagör 23. marz 1S65
HandTcnafHeilair
Valur átti léttan
leik við ÍR
» I
og sigraði 41:17
□ Þótt þetta væri síðasti leikur Vals hafði
hann enga þýðingu fyrir úrslitin í deildinni,
Valur hafði fyrir leikinn tryggt sér ríflega för-
ina upp í fyrstu deild..
ÍR-liðið gekk ekki heilt til
skógar, því að það vantaði Her-
mann, sem hefur verið þess
stoð og styrkur í vetur, eins
og endranær. Við það bættist
að þeir komu til að byrja með
aðeins 6 til leiks. Hetta lagað-
ist þó er langt var liðið á íyrri
hálfleik.
Til að byrja með veittu þeir
Val harða mótstöðu, og börð-
ust af krafti. Eftir 7 mínútur
Auglýsingasími ÞJÓÐVIIJ-
ANS er 17500
Vöruafgreiðslan við
Shellveg.
Sími 2-44-59.
Leggjum áherzlu á fljóta og góða afgreiðslu.
— Gerum við skóna á meðan beðið er, fyrir
þá er þess óska.
SKÓVINNUSTOFA
SIGURBJÖRNS ÞORGEIRSSONAR
Tómasarhaga 46,
(gengið inn frá Hjarðarhaga).
Rúöugler
Nýkomið: tékkneskt og
þýzkt rúðugler. ......
3, 4, 5 og 6 mm.
Mjög hagstætt verð.
Heildsöiubirgðir,
HÖSVIIIINN -----------------------------------------------s®* 5
hafa sér orðstír í þessari erfiðu og vandasömu íþrótt. Þær heita Sjouke Dijkstra og Ann-Margreth
Frei, sú fyrnefnda er frá Hollandi en hin er frá Svíþjóð.
Handknattleiksmótið:
Akureyringar sigruiu
Keflvíkinga mei 28:22
□ Á laugardagskvöldið fóru fram tveir leik-
ir í annarri deild, og voru það næst síðustu leik-
irnir í deildinni á þessu keppnistímabili. Fyrri
leikurinn var á milli Akureyringa og Keflavík-
ur. Akureyringar tóku leikinn þegar í býrjun í
sínar hendur og héldu svo að segja allan tímann
forustunni, nema hvað Keflavík tókst að jafna á
1:1. Eftir að komið var svolítið fram í fyrri hálf-
leik munaði oftast 4—6 mörkum.
stóðn leikar aðeins 4:3 fyrir
Val, og kom fram gamli van-
inn hjá Val að byrja illa. En
úr þessu fóru Valsmenn að
sækja sig, losa um leik sinn
og þá var ekki að sökum að
spyrja og endaði hálfleikurinn
23:7 fyrir Val. Þetta hélt áfram
svolítið útí síðari hálfleik og
stóðu leikar um skeið 27:7.
Hvort það var að Valsmenn
gæfu hekinr eftir eða ÍR-ingar
sæktu sig heldur, er ekki gott
að segja, en síðari hálfleikur
var ekki eins ójafn og sá
fyrri, og lauk leiknum með
41:17.
Þó að mótstaðan væri ekki
mikil fyrir Val sýndi liðið samt
að það hefur náð góðum tök-
um á leiknum og verður ekki
annað sagt, a.m.k. að svo
gtöddu að lið með þessa getu
ætti að geta staðið sig í fyrstu
deild. Þetta eru allt ungir
menn með þarm elzta aðeins
23 ára (Bergur) og flestir und-
ir 20 ára aldri. Ekki er að efa
að það hefur verið happ fyrir
þá að þeir komust ekki upp í
fyrra, því að liðið hafði þá
naumast þann þroska og leik-
reynslu sem þarf í fyrstu deild.
Á þessu ári hefur það tekið
mjög miklum framförum á öll-
um sviðum leiksins.
Samleikur liðsins er oft mjög
skemmtilegur og einkennist af
mikillí leikni með knöttinn og
oft hraða, sem raunar er
sjálfsagður í nútímahandknatt-
leik, og ætti það að koma enn
betur fram í stærra húsi, ef
þrekið þá hrekkur til, en það
byggist eðlilega á þjálfuninni.
Fyrir því eiga handknattleiks-
menn okkar eftir að finna.
Lið Vals er ákaflega jafnt,
og þó enu það helzt þeir Jón
Ágústsson, Hermann, Bergur,
Sigurður Dagsson, sem þó hafði
ekki heppnina með sér í skot-
um þetta kvöld, sem maður
veitir helzt athygli; Gunnsteinn.
Ágúst og Jón í markinu koma
þar ekki langt á eftir, og fleiri
mátti nefna.
Það setti því að vera að
íramtíðin væri Val engin ráð-
gáta, því að auk þessara manna
á félagið í öðrum og þriðja
flokki marga mjög efnilega
unga menn.
ÍR-liðið án Hermanns var
ekki nógu samstillt og ógn-
andi. Þó börðust þessir ungu
menn vasklega, og þó að þeir
eigi alllangt í land að komast
upp í fyrstu deild, gera þeir
ýmislegt laglega og eru á réttri
leið en það tekur sinn tíma.
Þórarinn og Grétar, sem átti
bezta leik sinn á vetrinum,
voru beztu menn liðsins, og
markmaðurinn varði oft vel.
Þeir sem skoruðu fyrir Val
voru Hermann 11, Bergur 9,
Ágúst 7, Sigurður Dagsson,
Gunngteinn og Stefán Sandholt
3 hver, og Sigurður Guðjóns-
son 2.
Fyrir ÍR skoruðu Grétar 6,
Gunnar og Ólafur 3 hvor, Pét-
ur og Þórarinn 2 hvor og
Björgvin 1.
Dómari var Sigurður Bjarna-
son og dæmdi heldur vel.
— Frimann.
Breytingar á
háskólanámi
f sovézkum dagblöðum er um
þessar mundir rædd nauðsyn
þess að endurskipuleggja há-
skólanám í landinu. Meðal
þeirra, sem þetta mál hafa lát-
ið til sín taka, er háskólarekt-
or í Novosibrisk, I. Vekua.
Hann hefur í ítarlegri grein í
„Pravda“ hvatt til þess, að
stúdentar sem nám stunda í
raunvísindum, taki þátt í þeirri
starfsemi, sem fram fer við
rannsóknastöðvar og visinda-
stofnanir almennt. Bendir hann
á, að slík samvinna kennara og
nemenda hafa oftlega gef'ð
mjög góða raun og sé mjög
mikilvæg fyrir allan vísinda-
þroska stúdentanna.
Ýmsir þekktir vísindamenn
hafa lagzt á sveif með Vekua.
.(Novostis).
Keflvíkingarnir voru óheppn-
ir að geta ekki haft Sigurð
Karlsson í marki, og þó að
hinn ungi markmaður þeirra
sem grípa varð til, gerði margt
vel er ástarða til að ætla að
leikurinn hefði orolð tvísýnni
ef Sigurður hefði verið í mark-
inu. Hann mun hafa lent í bif-
reiðarbilun á leiðinni að sunn-
an.
Þótt leikurinn byði ekki
uppá nein sérstök tilþrif, sönn-
uðu Akureyringarnir enn einu
sinni að þeir eru efnilegir
byrjendur í leiknum, og gefa
fyrirheit um það, að þeir komi
gterkari næst og geti ógnað
liðum annarrar deildar. Að vísu
kvíða þeir því að aðstaða þeirra
verði ekki þannig að þeir hafi
möguleika til að notfæra sér
þá reynslu sem þeir fengu í
þessu fyrsta móti sínu hér
syðra. Skáli sá sem þeir hafa
notað undanfarið sem bráða-
birgðahúsnæði mun verða tek-
inn til annarrar notkunar inn-
an skamms. Miklar umræður
munu þó vera um húsnæðis-
byggingar fyrir íþróttirnar á
Akureyri, en ef að venju lætur,
líður langur tími frá því að
byrjað er að ræða slík mál og
þar til hægt er að nota sér af
framkvæmdum. Og ekki gerir
það málið hraðfleygara, ef
margir þurfa að koma sínum
hugmyndum og vilja að.
Vonandi verður þe?s ekki
langt að bíða að handknatt-
leiksmenn á Akureyri fái hús-
næði sem þeir þurfa, og að
þeir geti í framtídinni fyigt
eftir þessari ágætu byrjun.
Þó segja megi að handknatt-
leikgmenn Keflavíkur búi við
svipuð skilyrði og norðanmenn
hvað eigið húsnæði snertir, þá
hafa þeir þó heldur meiri
möguleika til að komast í
stærra hús til æfinga og leikja.
Ekki er að efa að ef æsku-
menn Keflvíkinga hefðu eðli-
leg skilyrði til handknattleiks-
æfinga mundu þeir ekki láta
gitt eftir liggja og ná árangri
sem ógnað gæti hvaða liði sem
er, sigur þeirra í knattspym-
unni sannar þetta nokkuð.
Það má því segja, þótt Kefl-
víkingarnir hafi meiri æfingu í
leikjum en Akureyringar, að þá
eru þeir á vissan hátt í sama
bátnum.
Bæði liðin hafa tileinkað sér
töluverða leikni og skothörku,
þótt öryggi vanti enn, og kem-
ur það sérstaklega fram ef
liðin fara að leika með hraða.
Það er greinilegt að Aknr-
eyringum hefur farið fram í
móti þessu og leikmenn eru að
verða jafnari en í byrjun
mótsins.
Beztir voru Kjartan Guð-
'jónsso;n, Hafsteinn Geirsson,
sem reyndist mjög góð skytta
og skoraði 12 mörk, markmað-
urinn Jón Steinbergsson varði
oft vel. Ólafur Ólafsson og
Stefán Tryggvason sluppn og
nokkuð vel.
Eins og fyrr segir, skoraði
Hafsteinn 12 mörk; aðrir sem
skoruðu voru; Kjartan 5, Stef-
án og Ólafur 3 hvor, Kristján
Jóhannsson, Hörður og mark-
maðurinn Jón Steinbergsson
skoruðu 1 hver.
Fyrir Keflavík skoruðu Grét-
ar 5, Kjartan og Karl 4 hvor,
Árni 3, Helgi og Sævar 2 hvor,
Jón og Guðni i hvor. Beztir
voru Grétar, Jón, Karl og hirrn
ungi markmaður Sigurður Er-
lendsson lofar góðu.
Dómari var Karl Jóhanns-
son og dæmdi vel. — Frímann.