Þjóðviljinn - 23.03.1965, Page 10
10 SÍÐA----
UNDIR
MÁNASIGÐ
Skáldsaga eftir M. M. KAYE
verið búinn að gleyma návist
hennar. Hvað segið þér?
— Þér voruð eitthvað að tala
um tilefni.
— Gerði ég það? Ég hef víst
hugsað upphátt.
— Um hvað? spurði Vetra
hrædd.
— Ég var að hugsa um nokkr-
ar línur eftir Dryden: Þegar
múgurinn gerir uppreisn gegn
innfæddum höfðingjum sínum,
fæ ég honum vopn í hendur og
gef honum tilefni, og um leið
hef ég liðhlaupasveitimar og
stjómina i hendi mér. Mér þótti
þetta óhugnanlega nærtækt.
Þótt enn væri árla morguns,
riðu þau ekki lengra þann dag-
inn, heldur sneru heimleiðis. Al-
ex reið óvenju hratt og ofsalega.
Klukkutíma seinna var honum
vísað inn á skrifstofu Gardener-
Smith ofursta, þar sem hann
varð að bíða lengi.
— Góðan daginn, Randall
kapteinn, sagði ofustinn, þegar
hann loks birtist. Mér þykir leitt
FLJUGUM
ÞRIÐJUDAGA
FIMMTUDAGA
LAUGARDAGA
FRÁ RVÍK KL. 9.30
FRÁ NORDFIRÐI KL. 12
FLUGSÝN
SÍMAR: 18410 18823
Smurt brauð
Snittur
við Óðínstorg.
Sími 20-4-90
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugavegi 18, III hæð (lyfta).
SÍMI 24 6 16.
P E R M A
Garðsenda 21 — SÍMI 33 9 68
— Hárgreiðslu- og snyrtistofa.
D Ö M U R !
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN — Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin
— SÍMI 14 6 62.
Hárgreiðslustofa
Austurbæjar
Maria Guðmundsdóttir Lauga-
vegi 13 — SÍMI 14 6 56. NUDD-
STOFAN er á sama stað
að hafa þurft að láta yður bíða.
Dálítið óhentugur tími ___
Hann velti fyrir sér hvaða er-
indi Randall ætti núna. Vonandi
kæmi hann ekki með neitt böl-
sýnisþvaður um uppreisn. Dug-
legur ungur maður, sérlega dug-
legur. Ofurstinn kunni vel að
meta þekkingu og dugnað Rand-
alls kapteins, en allir þessir á-
gætu menn — ungu mennimir
hans Lawrence — gengu með
einhverjar grillur. Randall var
logandi hræddur við uppreisn.
Ekki aðeins í einni eða tveim-
62
ur herdeildum, heldur 1 öllum
bengalska hemum.
Það var algerlega óhugsandi!
Auðvitað heyrðist ennþá stöku
sinnum minnzt á óánægju hér og
þar. En í öllum hemum, — það
var öldungis fráleitt. Það þurfti
annað og meira en dreifðan orð-
róm — sameiginlegt áhugamál
öllum sepoyum, til að orsaka
ólgu meðal þeirra allra. En mis-
beiting valds og léleg stjóm var
ævinlega staðbundið fyrirbrigði.
Það kom ekki við hemum 1
heild. Hans eigin herdeild var til
dæmis fullkomlega traust og ör-
ugg, og hann hafði einmitt í
Calkútta skrifað blaðagrein gegn
þeim mönnum sem reyndu að
sverta sepoyana í opinberum
blöðum og tímaritum. Honum
hafði aldrei fallið við Moulson
ofursta, en það lá við að hann
væri honum sammála um það, að
þeir menn sem álitu að sepoy-
amir gætu snúizt gegn yfirboð-
urum sínum, hlytu að mega
teljast ragmenni og ættu helzt
að láta af störfum.
Randall virtist nú ekki skorta
hugrekki, hvorki andlegt né lík-
amlegt, en síðasta samtal þeirra,
þar sem bæði Packer ofursti frá
105. herdeild innfæddra og Moul-
son ofursti frá 2. deild, höfðu
verið viðstaddir, hafði verið
býsna óþægilegt. Hann tók að
minnsta kosti djúpt í árinni,
þessi Randall kapteinn. Hann
hafði lagt fram sjónarmið sín
með aðdáanlegri rósemi og verið
mjög stilltur, þótt Moulson hefði
verið býsna ósvífinn, en þrátt
fyrir það ....
Rödd Gardener-Smiths ofursta
var hranalegri en ætlun hans
hafði verið, þegar hann hélt á-
fram: Jæja, hvað er það nú?
Alex hafði staðið við gluggann
og horft niður á æfingavöllinn.
Hann hafði endurgoldið kveðju
ofurstans en á meðan sneri hann
einhverju milli fingranna. Hann
gekk að borðinu og lagði hlutinn
þar. Þetta er patróna í einn af
hinum nýju Enfield rifflum,
herra ofursti. Getið þér sagt mér
hvaða fita er notuð í pappírinn?
Ofurstinn starði dolfallinn,
bæði yfir spumingunni og radd-
hreimnum. Hann tók patrónuna,
leit á hana og lét hana falla.
Hann settist við skrifborð sitt og
óánægja hans fékk útrás í þvi
að hann bauð Alex ekki sæti.
Randal hafði að vísu mjög háa
stöðu í hinni borgaralegu stjóm
í Lunjore, en í návist hemaðar-
yfirvaldsins var hann aðeins
kapteinn að nafngift og hefði
átt að hafa vit á að haga sér
í samræmi við það.
Ég hef ekki hugmynd um það,
svaraði hann kuldalega, og mér
finnst satt að segja að samsetn-
ing patrónunnar liggi utan yðar
verkahrings.
— Ef til vill, en ekki utan yð-
ar. Það á að bíta þennan pat-
rónupappír í sundur. Ef nokkur
vafi leikur á samsetningu fitunn-
ar sem notuð er, þá er það mál
sem varðar hvem einasta sepoya
í öllum hemum. Það getur orðið
- ÞJÓÐVILJINN
Þriðjudagur 23. marz 1985
umkvörtunarefni, sem sameinar
alla menn í hverri einustu her-
deild — það varðar stétt þeirra
og er sameiginlegt þeim öllum.
Reiði ofurstans óx við það að
heyra Alex minnast á það sem
hann hafði einmitt verið að
hugsa um sjálfur, og hann leit
sem snöggvast á þennan sak-
leysislega hlut og síðan á svip-
brigðalaust andlitið á Alex og
hugsaði með sér, að Randall virt-
ist hafa elzt í seinni tíð. Hann
sagði hægt: Eigið þér við að
þetta væri dýrafita .. ?
— Ef hún inniheldur minnstu
ögn af svínafitu eða dýrafitu, er
ekki hægt að krefjast þess að
sepoyi snerti hana, því síður bíti
í hana, sagði Alex reiðilega.
Múhameðstrúarmanni er svínið
óhreint dýr og uxinn er hindúa
heilagt dýr, og í augum þeirra
beggja er fita úr dauðu dýri
hreinn viðbjóður. En þetta veit
enginn betur en þér, herra of-
ursti.
Ofurstinn virtist hálf miður
sín. Þetta er atriði sem varla
hefur farið fram hjá hinum á-
byrgu yfirvöldum, sagði hann án
mikillar sannfæringar.
— Því ekki það? Þessi vopn
eru framleidd í Englandi, ekki
í Indlandi, og mennimir sem
hafa fundið þau upp og fram-
leitt þau hafa naumast mikla
þekkingu á stéttakerfinu í Ind-
landi.
— Ég held ekki .... byrjaði
ofurstinn og aftur fann hann til
reiði og öryggisleysis. Auðvitað
var alltaf hætta á ólgu í sigruðu
landi. Hann hafði sjálfur orðið
var við breytingu upp á síð-
kastið. En það var þessi nýja
reglugerð. Nýjar aðferðir. Eng-
ar styrjaldir eða herferðir til
að halda hesveitunum í þjálfun
og óhjákvæmileg slökun á ag-
anum. Það var öðru vísi í hans
ungdæmi. En það var allt í lagi
með hans menn. Þeir myndu
fylgja honum á hverju sem
gengi. Bara að Randall væri ekki
að sletta sér fram í alla hluti.
Allt í einu barði hann hnef-
anum harkalega í borðið: Til
hvers ætlizt þér eiginlega af
mér? Þetta kemur mér ekki við
— eða yður. Ég er enginn út-
hlutunarstjóri! Áður en langt um
líður verða öll herfylki í Ind-
landi búin að fá þessar patrónur.
— Það veit ég, sagði Alex
þreytulega. En það getur þó
varla sakað að biðja um efna-
greiningu á þessu fituefni, og á
meðan gætum við hér í Lunjore
framleitt okkar eigin pökkunar-
pappír, svo að allir geti séð
hvemig hann er búinn til.
— Það er ómögulegt, svaraði
ofurstinn stuttur 1 spuna.
— Ekkert er ómögulegt núna,
sagði Alex íhugandi. Jafnvel ekki
uppreisn í bengalska hemum.
Gardener-Smith ofursti • reis
snöggt á fætur og ýtti stólnum
harkalega frá borðinu. Það er
atriði sem við tveir getum ekki
orðið sammála um. Ef það var
ekki annað en þetta sem þér
ætluðuð að ræða við mig, þá
verð ég að biðja yður að hafa
mig afsakaðan. Ég er önnum kaf-
inn. Ég skal undir eins skrifa og
grennslast fyrir um samsetning-
una á þessu fituefni, og þér get-
í veriö alveg rólegur — ótti yð-
ar mun reynast ástæðulaus.
— Þökk fyrir, herra ofursti,
sagði Alex hljómlaust og gekk
út í steikjandi sólskinið.
Hann reið sjaldan út með
Vetru eftir þetta og hann fór
ekki oftar með Enfield riffilinn
með sér.
Vetra saknaði hans, og hún
vissi ekki hvers vegna hann kom
sjaldnar.
Alex dvaldist oft á næturnar
á hinum furðulegustu stöðum til
að gera athuganir, hlusta — og
jafnvel spyrjast fyrir, og það var
stundum erfitt að komast heim
í tæka tíð fyrir útreið fyrir sól-
arupprás.
Það var auðveldara að at-
hafna sig í borginni án þess að
þekkjast að næturlagi, og hann
átti ýmsa kunningja í borginni
sem veittu honum upplýsingar.
Hann hefði ekki fengið sama
árangur, enda hefði það getað
verið hættulegt, ef þessir frétta-
menn hans hefðu sézt í ná-
munda við bústað hans.
Það var betra að hitta þá ut-
an herbúðanna og dulbúinn.
Þannig tókst honum að fá ýmsar
furðulegar upplýsingar.
Niaz varði einnig tíma sínum
á svipaðan hátt, en hann dvald-
CONSUL CORTINA
bflalelga
magnúsar
sklpholll 21
aímar: 21190-21188
fHaukur ^uÓmundóóon
HEIMASÍMI 21037
SKOTTA
Hún hefur átt eríiðan dag . . . verið í þrem bíltúrum og þurft
að ýta i hvert skiptL
Nýkomiö
Sænskar gips ÞILPLÖTUR
Stærð 260x120 cm.
ASBEST PLÖTUR
fyrir utan- og innanhússklæðningu.
RÚÐUGLER
4 mm. þykkt. A og B gæðaflokkar, margar stærðir.
Mars Trading Company hf.
Klapparstíg 20. — Sími 17373.
Höfum fengið í úrvali
vinnubuxur, — gallabuxur, cordoroy-buxur.
Einnig mikið af úlpum.
Verzlunin Ó. L.
Traðarkotssundi (á móti Þjóðleikhúsinu).
BLAÐADREIFING
Þjóðviljann vantar nú þegar blaðbera í
B R Ú N I R .
ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500.
Bróðir okkar
ÞÓRÐUR MAGNÚSSON,
Bergstaðastræti 7,
andaðist að Vífilsstöðum 22. þ.m.
Emilía Þorgeirsdóttir,
Magnús Þorgeirsson.
Kona mín og móðir okkar
ÓLAFÍA INGIBJÖRG ÓLADÓTTIR
Fífilsgötu 5, Vestmannaeyjum,
andaðist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 22. marz 1965.
Jóhann P. Pálmason og böm.