Þjóðviljinn - 08.04.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.04.1965, Blaðsíða 3
Fímmtudagur 8. apríl 1965 ÞíðÐVIUIKN SlÐA 3 Sovézkar þotur flugu yfir Berlín í gær er Bonnþingið kom þar saman Drunurnar frá þotunum brutu gluggarúður víða í vesturhlutanum, akbrautinni frá Vestur-Þýzkalandi var enn lokað, Stoph aðvarar BERLÍN 7/4 — Sovézkar MIG-þotur flugu lágt yfir hið endurbyggða ríkisþinghús í Vestur-Berlín þegar vestur- þýzka þingið kom þar saman á fund í dag. Þeim fylgdi óskaplegur hávaði og sprengdu drunumar frá þeim glugga- rúður víða í borgarhlutanum. Aðalakbrautinni frá Vestur- Þýzkalandi til Vestur-Berlínar var enn lokað um tíma í dag, þriðja daginn í röð. Lögreglan í Vestur-Berlín sagði að sovézku þotumar sem munu hafa tekið þátt í hersef- ingum sem sovézki herinn og sá austurþýzki halda nú á svæð- inu fyrir vestan Berlín hafi skot- ið úr fallbyssum sínum í um 1200 m. hæð, en ekki er vitað hvort skotið var föstum eða lausum skotum. Þetta var fyrsti fundur vestur- þýzka þingsins sem haldinn er f Vestur-Berlín í rúm sjö ár og hafa stjórnir Sovétríkjanna og Austur-Þýzkalands mótmælt þinghaldinu harðlega, á þeirri forsendu að Vestur-Berlín sé ekki hluti af Vestur-Þýzkalandi. Vesturþýzku þingmennimir höfðu allir komið flugleiðis til Berlínar, þar sem austurþýzk stjómarvöld höfðu tilkynnt að þeim myndi verða snúið við á landamærunum ef þeir færu landleiðina. Þegar Erhard, forsætisráð- herra Vestur-Þýzkalands, gekk ézk þota sér niður yfir það og flaug yfir því í aðeins 60 metra hæð. Tuttugu mínútum síðar komu fjórar MIG-21 þotur sam- an inn yfir borgina og flugu hraðar en hljóðið í 90 metra hæð yfir þinghúsinu. Hópur manna hafði safnazt saman við þinghúsið til að bjóða Erhard velkominn til Bérlfnar, en fólkið forðaði sér hver sem betur gat þegar mikil sprenging varð allt í einu. Fjórar rakettur höfðu verið sendar á loft frá Austur-Berlín og sprungu sam- tímis en frá þeim dreifðist ó- grynni af flugritum út yfir vest- urborgina. I flugritunum var fár- ið hörðum orðum um þinghaldið og enn ftrekað að Vestur-Berlín sé á engan hátt hluti af Vestur- Þýzkalandi. Rúður brotnuðu víða í borg- inni og sprungur komu í múr- veggi og múrhúðin féll af þeim. Samtímis því sem . sovézku þot- umar flugu yfir borginni voru göturnar til að minna á dvöl setuliða vesturveldanna í borg- inni. Willi Stoph, forsætisráðherra Austur-Þýzkalands, sagði í Aust- ur-Berlín að hinn ólöglegi fund- ur vesturþýzka þingsins í Vest- ur-Berlín væri ögrun við Aust- ur-Þýzkaland. Hann aðvaraði í- búa Vestur-Berlínar við afleið- ingum slikra ögrana og sagði að þeir yrðu að velja á milli þeirra og vegabréfa til Austur-Berlínar. Gefin hafa verið út vegabréf handa um miljón Vestur-Berlín- arbúa til heimsóknar í Austur- Berlín um páskana og hvítasunn- una. _____________ ÚÞant skýrt fráafstöðu Kína til Vietnamstriðsins NEW YORK 7/4 — Fastafulltrúi Alsírs hjá Sameinuðu þjóðunum, Bouattoura, skýrði í gær Ú Þant framkvæmdastjóra frá viðhorf- um kínversku stjómarinnar til stríðsins í Vietnam. Bouattoura var í Algeirgborg í síðustu viku í erindum Ú Þants, þegar Sjú Enlæ, forsæt- isráðherra Kína, kom þangað til viðræðna við Ben Bella. Bouatto- ura vildi ekki skýra fréttamönn- um í New York frá því hvað hann hefði sagt Ú Þant, kvaðst aðeins hafa skýrt honum frá viðhorfum . Sjú Enlæs. Ú Þant mun hafa haft í hyggju að fara til höfuðborga Suður- inn í ríkisþinghúsið steypti sov- brezkir skriðdrekar sendir út á og Norður-Vietnams og Kína til Loftárásir af handahófi á skotmðrk í Norður-Vietnam Viðureigninni á óshólmum Mekongfljóts er lokið, skæruliðar hörfuðu, fjöldi handtekinn í Danang að reyna að greiða fyrir samn- ingslausn í Vietnam, en hafa viljað vita það fyrst hverjar undirtektir sú ráðagerð hans myndi fá þar. Ólíklegt þykir að Kínverjar kæri sig um að taka á móti hon- um. Stjómir Kína og Norður- Vietnams hafa báðar lýst sig andvígar afskiptum Sameinuðu þjóðanna, sem þær eiga enga aðild að, af þesgu máli. Sovézk vopn til Vietnams um Kína Fullyrt að náðst hafi samkomulag um flutning vopna með jámbraut yfir Kína til Vietnams. MOSKVU 7/4 — Fréttaritari Reuters í Moskvu telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að samkomulag hafí. nú tekizt milli stjóma Kína og Sovétríkjanna um flutn- ing sovézkra vopna til Norður-Vietnams með jámbrautum um Kína. Engar tafir eru lengur á flutn- ingum og em vopnin þegar telt- in að berast til Norður-Vietnams og sumum þeirra mun þegar hafa verið komið þar fyrir. Þau vopn sem hér mun aðallega um að ræða em flugskeyti til loft- varna. 1 si'ðustu viku höfðu vestræn- ir fréttamenn í Moskvu það eft- ir góðum heimildum að send- ingar þessara vopna sem Kosy- gin forsætisráðherra lofaði N- Víetnam þegar hann var í Han- oi í febrúar, hefðu tafizt vegna þess að Kínverjar hefðu bannað Sovétríkjunum að senda flug- vélar með þau yfir kínverskt land og ennfremur neitað sov- ézkum fulltrúum um að fylgja vopnunum í jámbrautarlestum yfir Kína. Haft var í dag eftir ónafn- greindum háttsettum sóvézkum embættismönnum að erfiðleikum við vopnaflutninginn hefði ver- ið rutt úr vegi með samningum við Kínverja. Þetta hefur pó enn ekki verið staðfest opinber- lega. Sjú Enlæ og Sén Ji komnir heim PEKING 7/4 — Sjú Enlæ for- sætisráðherra og Sén Ji utanrík- isráðherra Kina kqmu báðir heim til Peking í gser úr ferða- lögum til útlanda. Sjú Enlse hafði verið í Rúmeníu, Albaníu, Alsír, Egyptalandi, Pakistan og Burma, en Sén Ji í Afgandstan, Pakistan og Nepal. NEW YORK — Robert Wagn- er, borgarstjóri i New York, skýrði frá því í dag að náðst hefði samkomulag í deilu prent- ara og dagblaða í borginni. SAIGON 7/4 — Sprengjuþotur bandaríska flotans réðust í dag a helztu þjoðvegi í Norður-Vietnam og stoð arasm ins er auðvitað sagt miklu , , ,,, ,._ ,,,, * minna, 20 fallnir, en 71 særður. i halfan attunda tima. Skotið var eldflaugum og varpað napalmspreng’jum á skotmörk sem höfðu ekki verið ákveð- in fyrirfram, heldur völdu flugmennirnir þau af handa- hófi. Þotumar fóru margar ferðir frá flugvélaskipinu „Coral Sea” og munu hafa dengt um tuttugu lestum af napalmi og öðrum sprengjum yfir þjóðvegina á um 200 km löngum spotta. Þessar árásarferðir kalla Bandaríkjamenn „vopnað könn- unarflug”. af því að flugmenn á árásarþotunum velja sjálfir skot- mörk sín. Þegar fyrstu árásimar af þessu tagi voru gerðar á Norður-Vietnam sættu þær gagn- rýni bæði í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu, þar sem þær voru taldar auka enn hættuna á að stríðið verði fært svo út að ekki verði aftur snúið. Sagt er að skotið hafi verið á árásarvélamar úr loftvamar- virkjum, en ekki hafi orðið vart við neinar orustuþotur. Allar árásarflugvélamar eru sagðar hafa komið heim aftur. Útvarp- ið f Peking sagði hins vegar að fimm þeirra hefðu verið skotnar niður. Bandaríkjamenn hafa nú við- urkennt að tvær sprengjuþotur þeirra hafi verið skotnar niður yfir Norður-Vietnam á sunnu- daginn tii viðbótar þeim tveimur sem þá voru sagðar týndar. Það var á sunnudaginn sem orustu- botur af gerðinni MIG-15 réðust gegn bandarísku árásarflugvél- unum sem þá hættu sér óvenju nálægt Hanoi. Viðureign lokið I Saigon er sagt að hinni miklu viðureign stjórnarhersins og skæruliða á óshólmum Me- kongfljóts, um 200 km fyrir suðvestan Saigon, sem hófst á sunnudaginn sé lókið. Skæruliðar hafi hörfað undan, og þá hafi stjómarherliðið einnig verið flutt á brott. Þetta er sögð hafa verið ein blóðugasta viðureign stríðs- ins, 276 skæruliðar eru sagðir hafa fallið, en 33 verið teknir höndum. Mannfall stjómarhers- Handtökur í Danang I Danang í norðurhluta Suð- ur-Vietnam þar sem Bandaríkja- menn hafa mikilvægustu flug- stöð sfna í landinu voru í dag handteknir 149 menn, eftir að leit hafði verið gerð í húsum ">ð sprengiefni. Spurzt hafði að til stæði að sprengja í loft upp gistihús í bænum þar sem marg- ir bandarískir landgönguliðar búa. Kinverskur handiðnaður er þekktur og eftirsóttur um allan heim. Tilboð óskast í að rífa brunarústir mjölskemmu vorrar í Örfirisey. Nánari upplýsingar um verkið eru gefnar á skrifstofu vorri í Hafnarhvoli. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan h.f. Handsaumað- ir kínverskir dúkar 4ra, 6 og 12 manna. — Jafn glæsilegir til tækifærisgjafa sem eigin nota. — Seldir næstu daga í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 Aðalfundir dei!da KRON verða haldnir sem hér segir: Mánudaginn 12. apríl 1. og 4. deild (Búðir Skólavörðustíg 12 og Þvervegi 2). Þriðjudaginn 13. apríl 12. deild (Búðirnar í Kópavogi). Þriðjudaginn 20. apríl 2. og 3. deild (Búðir Grettisgötu 46 og Ægisgötu 10)’. Föstudaginn 23. apríl 5. og 6. deild (Búð á Dunhaga 20). Mánudaginn 26. apríl 8. og 9. deild (Búðir Barmahlíð 4 og Bræðraborgarstíg 47)'. Þriðjud. 27. apríl 11. og 13. deild (Búðir Langholtsveg 130 og Hrísateig 19)’. Miðvikudaginn 28. apríl 14. og 15. deild (Búð á Tunguvegi 19). Allir fundimir verða haldnir í fundarsal félagsins, Skólavörðustíg 12, 4. hæð, og hefjast kl. 8.30 e-h., nema fundur 12. deildar, sem haldinn verður í Félagsheimili Kópavogs. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. Happdrætti Háskóla íslands Á laugardag verður dregið í 4. flokki. 2.100 vinningar að fjárhæð 3.920.000 krónur. Á morgun eru seinusfu forvöð að endumýja. 4. FLOKKUR 2 á 200.000 kr. . . 2 á 100.000 kr.... 52 á 10.000 kr.... 180 á 5.000 kr.... 1.860 á 1.000 kr.... AUKAVINNINGAR: 4 á 10.000 kr. ... 2.100 400.000 kr. 200.000 kr. 520.000 kr. 900.000 kr. 1.860.000 kr. 40.000 kr. 3.920.000 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.