Þjóðviljinn - 08.04.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.04.1965, Blaðsíða 6
6. slÐA ÞTÖÐVILnNN r — Af ígangsklæðum er nú andlitssvipurinn mikilvaegast- ur. — (Salon Gahlin). Kvikmynd um Pelle Erobreren Sænska kvikmyndafélagið International Educational Film héfur nú ákveðið að kvik- mynda „Pelle Erobreren" — skáldsögn Martin Andersen Nexös um öreigadrenginn. — Einnig hefur kvikmyndafélagið ákveðifi að búa söguna til flutnings í sjónvarp. Mestur hluti myndarinnar verður tek- inn á Borgundarhólmi og kostn- aður er áætlaður um 30 milj- ónir íslenzkra króna. — Það er forstjóri kvikmyndafélags- ins, Gösta E. Lundqulst, sem frá þessu skýrir. Tíu miljónir áhugamanna Sovézki ráðherrann Ivan Tsvetkof skýrði svo frá á fundi með fréttamönnum ný- lega, að tala þeirra manna, sem nú hafi leiklist, tónlist, söng og dáns sem frístunda- iðju sína, sé tíu miljónir éða þar um bil. Þessi fjöldi skiptist á meir en hálfa miljón hljóm- sveitir og leikfélög áhuga- manna. Stefnir England nú hröðum skrefum „inn í Evrópu" Ensk blöð eru full af bjartsýni eftir viðræður Wilsons og de Gaulie í París fyrir skömmu Er England nú meir en nokkru sinni áður á leið inn í sterka evrópska samvinnu? — Hið þekkta enska blað „The Guardian“ telur, að fundur þeirra Harold Wilsons og de Gaulle um helgina hafi leitt til þess, að nýtt átak verði gert til þess að hindra það, að Vest- ur-Evrópa skiptist í tvær fjand- samlegar efnahagsheildir, Við- ræður þeirra leiðtoga geti einn- ig haft það í för með sér, að heimsverzlunin verði gerð ó- háðari dollaranum. <• Engar ákvarðanir Engar endanlegar ákvarðanir voru teknar í París, en Eng- lendingar eru ánægðir með and- rúmsloftið sem ríkt hefur og telja það lofa góðu um allar þær viðræður, sem nú þurfi að fara fram milli Englands og Frakklandj um þessi mál. „The Guardian" álítur, að þær samn- ingaviðræður sem nú hafi verið upp teknar marki þáttaskil og hafj skapað samvinnu, sem ó- hugsandi hafi verið fyrir tveim árum. Það sé ekki fjarbi lagi nú að hugsa sér að Efnahags- bandalagið og EFTA rennisam- an þannig að EEC hverfi ?em heild inn í EFTA. Rökrétt takmark Enska blaðið „The Sun“ seg- ir í þessu sambandi, að efna- hagslegur raunveruleiki dragi Englendinga að Evrópu. E.t.v. óski hvorki Wilson né de Gaulle að England gerist með- limur í Efnahagsbandalaginu á þessu 5'tig'i málsins, en slíkt sé þó hið rökrétta takmark eftir viðræðumar í París. Er Eng- land og Frakkland taki upp samvinnu og iðnaður þessara landa tengist traustari böndum, neyðist þessi tvö lönd til þess að draga af því réttar ályktan- ir. Meginreglan „The Times“ telur, að ef Wil- son hefði stungið upp á því, að England gengi í Efnahags- bandalagið, hefði hann mætt múrvegg af andspymu. — De Gaulle virðist vinna eftir einni ákveðinni meginreglu: „Svo lengi sem Englendingar krefjist ekkí inngöngu í bandalagið sé hann reiðubúinn til þess að vera góður nágranni og taka upp nokkra samvinnu — en heldur ekki lengur Elaðið seg- ir ennfremur, að Englendingar muni að sjálfsögðu taka því fegins hendi að fá sáttasemj- arahlutverk milli Bandaríkj- anna og Frakklands, en slíkt sé miklum erfiðleikum bundið nú. Englendingar hafi aðra forystu- mynt heims og séu háðir fjár- hagslegu samstarfi við Banda- ríkin. Jafnframt því þurfi samt Englendingar að lifa í friði við Evrópu. Það sé gott og blessað að auka samvinnu milli land- anna um efnahagsmál og tækni- atriði, en sú samvinna muni í reynd reynast árangurslaus, ef ekki verði iækkaðir toll- múramir milli Efnahagsbanda- lagsins og annarra landa Evr- ópu. Meltingartrufíanir Lúthers ein orsök siðaskiptanna? Hver var hann eiginlega og hvernig, þessi Marteinn Lúther? Klæmnasti höfundur heimsbókmenntanna segir organistinn í At- ómstöð Laxness og ætíð hefnr hann orðið mönnum deiluefni. Enska leikritaskáldið John Osborne reit fyrir nokkrum árum um hann leikrit sem þykir hið athyglisverðasta, enda þótt ýms- ir hafi viljað túlka það á þá leið, a5 meltingartruflanir Lúthers ,FRÁ SKÖPUN HEIMSINS’ Engillinn spyr guð almáttugan: — Hversvegna vorum við annars að skapa allt þetta? — Ef einhver spyr þig skaltu bara segja að þú vitir ekkert um þá hluti. — (Teikning eftir franska teiknarann Jean Effei í mynda- seriunnj „Frá sköpun heimsins”). hafi framar öðru orsakað siðaskiptin; enn aðrir segja að leikrita- skáldið geri úr siðaskiptamanninum „rei2an ungan munk“. — Hvernig sem þvi er farið, þykir leikritið verðugt viðfangsefni beztu leikurum og leikstjórum, Það hefur nú verið sett á svið í París á Palais de Cbailiot, á myndinni hér að ofan sjáum við leikstjórann Georges Wilson í hlutverki Hans Lúthers og Pierre Vaneck sem leikur soninn Martein. Johnson er stór- mennskubrjála&ur —segir Ku Klux Klan Æðsti leiStogi Ku Klux Klan, hinn „keisaralegi töframaður“ Robert Shelton, mun aldrei við- urkenna eða beygja sig fyrjr •tórmennskubrjáluðum ákvörð- unum Johnsons forseta. Þessari vfirlýsingu var slöngvað fram i fundi, sem leyniíélagið hélt im helgina og er það annar fundurinn sem Ku Klux Klan hefur haldlð á fáum dögum. Samtök vor munu aldrei láta alríkisvaldið kúga sifi. sagði Shelton, sem einnig hélt því fram, að Lyndon B. Johnson hafi nú komið sér fyrir í Hvíta húsinu í Washington sem stór- mennskubrjálaður maður er telji sig standa ofar guði oig þykist einn vera fær um að vera dómari. kviðdómur og á- kærandi.' < — Við höfum ekki í hyggju að viðurkenna vald hans til slíkra hluta og við munum heldur ekki hlýðnast forsetan- um er hann segir, að við verð- um að viðurkenna það sem ó- umflýjanlegt sé, sagðj Shelton. Haldi hann áfram þeirri stefnu, sem hann hefur fylgt hingað til, mun forsetinn verða einn bezti aðilinn, sem nokkru sinni hefur unnig að því að afla félágsskap okkar fylgismanna, sagði „hinn keisaralegi töfra- maður“ enn fremur. Fimmtudagur ð. apríl 1955 — Það á að ræða heimabruggið í þinginu, þeir segja að bað sé orðið þjóðfélagsvandamál. — Hvernig á annað að vera, það er ekki leiðarvísi að fá í neinni bókabúð þó að gnll sé í boði! (Teiknarinn Hammarlund í ,,Dagbladet“.) 2 miljónir lítra af heimabruggi Frændur vorir Norðmenn eru sem kunnugt er miklir íþrótta- menn og hafa helztu íþrótta- greinar þeirra auk skíðagöngu lengj verið taldar málstreita og trúmálaþras. En ef dæma skal eftir frétt í „Dagbladet“ í Ósló hefur nú hin þriðja bætzt við, nefnilegs heimatorugg. „Dag- bladet“ vitnar í vísindaskýrslu sem nýlega hafi verið út gefin og sýni, að Norðmenn drekki að minnsta kosti tvær miljónir. lítra af heimabruggi árlega. Svo almenn er „íþróttin“ að allar stéttir þjóðfélagsins stunda hana jafnt, segir í sama blaði. Af einstökum Norðmönnum eru það Þrændur og Heiðmerkur- búar sem mest brugga. Það fylgir fréttinni, að hvorki meira né minna en 11% — ellefu prósent — af áfengis- magni Norðmanna sé heima- tilbúið. Þess er jafnframt getið, að mest sé um heimabrugg í sveitum landsins og komi það heim við það sem annars sé vitað: Þeim mun lengri vega- lengd sem fólk búi frá vín- sölustað, þeim mun meira sé bruggað enda gerj fólk það fremur í spamaðarskyni en á- góða. Var lögð í rangg gröf Dame Edith Sitwell, enska skáldkonan fræga sem andaðist 9. des. sl., var lögð í ranga gröf. Það var bróðir hennar sem eftir þessu tók nokkrum dögum síðar og kistan verður nú grafin upp og flutt á réttan stað. — Kirkjugarðsvörðurinn heldur því hinsvegar fram, að hann hafi fylgt fyrirskipunum frá ættinni og þá hafi enginn haft neitt við greftrunarstað- inn að athuga. Gaullisti kosinn borgarstjóri í París nýlega Áhangendur de Gaulle Frakklandsforseta unnu nýlega nokkurn sigur er fylgismaður þeirra var kjörinn forseti borgarstjórnarinnar í París en hann er hálfopinber borgar- stjóri. Gaullistinn Albert Cha- canac var kosinn með 48 at- kvæðum gegn 38 og voru það fulltrúar miðflokkanna sem tryggðu honum sigurinn. Þeir neituóu tilboði vinstri flokk- anna um samstarf gegn Gaull- istum. Sósíalistinn Pierre Gir- aud hlaut mestan stuðning sinn frá kommúnistum eða 24 átkvæði. Alls fóru fram þrjár atkvæðagreiðslur og hlaut Gir- aud 38 atkvæði í þeim öllum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.