Þjóðviljinn - 08.04.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.04.1965, Blaðsíða 10
J0 SlÐA —-—--—-- UNDiR MÁNASIGÐ Skáldsaga eftir M. M. KAY E HÓÐVILJINN svaraði ekki og sýndi þess eng- in merki að hún hefði heyrt til hennar. Telpan stóð og starði yf- ir garðinn og slétturnar í suð- vestri og andlit hennar og kropp- ur virtust eins og stirðnuð, rétt eins og hún væri að reyna að heyra eitthvað í miklum fjarska. Hún gengur víst í svefni, hugs- aði Vetra og hún varð hrædd. Hún nálgaðist hana með hægð. Nissa hreyfði sig ekki. Augu hennar voru galopin og andlitið afmyndað af skelfingu. Vetra lagði höndina blíðlega á hand- legg litlu stúlkunnar og sagði lágt: Nissa ...... Zub-un-Nissa hrökk ekki við og sneri sér ekki við; hún sneri til höfðinu og leit á Vetru eins og hún vissi að hún var þama. Skelfingin skein úr galopnum augunum. Heyrirðu! sagði hún hásri röddu. Heyrirðu ekki í þeim? Hún fór að titra og Vetra lagði handlegginn um 'grannar herðar hennar og dró hana að sér. Hvað er að, litla piyari? Hvað á ég að heyra? Bamið losaði sig og gekk aftur Smurt brauð Snittur brauðbœr við Óðinstorg. Sími 20-4-90. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18, III hæð (lyftal SÍMI 24 616. P E R M A Garðsenda 21 — SÍMI. 33 9 68. — Hárgreiðslu- og snyrtistofa D Ö M U R ! Hárgreiðsla við allra hæfl — TJARNARSTOFAN — Tjamar- götu 10 — Von arstrætisroegin — SÍMI 14 6 62. Hárgreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðmundsdóttir Lauga- vegi 13 — SÍMI 14 6 56. NUÐD- STOFAN er á sama stað að handriðinu og hélt fast um það með litlum, mögrum fingr- unum. Hún stóð og hlustaði á eitthvað sem Vetra gat ekki heyrt. — Það eru konumar — hvítu konumar! Þær veina. Heyrirðu ekki hljóðin í þeim? — það eru líka börn .....Heyrirðu! ....... 76 Heyrirðu ekki? Þeir drepa þau. Þú heyrir sverðin — logana. Þetta! ...... þetta var bam! I Heyrirðu ekki að móðirin hróp- ar! Al! Al! ....... Hún kjökr- aði hátt og hélt höndunum fyr- ir eyrun. Ég þoli ekki að hlusta á hljóðin í þeim. Þeir drepa konumar! Vetra lagðist á knén og tók litlu, grátandi telpuna í fang sér: Nissa — Nissa mín. Það er enginn að hrópa. Það er alveg hljótt. Þetta er bara draumur, piyari. Aðeins vondur draum- ur. Vetra hafði ekki heyrt nokk- urt hljóð, en allt í einu féll skuggi yfir þær. Hún sneri sér snöggt við með ákafan hjart- slátt. Akbar Khan stóð bakvið hana og hneigði sig auðmjúkur. Hún sá glitta í hvítar tennum- ar og stór augun, og þótt fyrsta skelfing hennar hefði hjaðnað, þegar hún sá að þetta var hann, fylltist hún þó óskiljanlegum ótta, þegar hún sá andlitssvip hans, og hún þrýsti litlu stúlk- unni þéttar að sér. — Móðirin saknaði þessa ó- verðuga bams úr rúminu, sagði hann lágt. Hún hefur verið veik og með hitasótt í nokkra daga og hlýtur að hafa stolizt hurt meðan móðirin svaf. Mér þykir leitt að telpan 'skuli hafa ónáð- að mem-sáhib. — Hún ónáðar mig ekki neitt. Leyfðu henni að vera kyrri. Hún getur sofið i herberginu mínu til morguns. — Nei, nei, sagði Akbar Khan skelkaður. Mem-sahib er ímynd góðleikans, en það væri ósæmi- legt! Og móðir hennar er kvíða- full og bað mig að leita að henni. Vetra fann hvemig litli, veik- burða kroppurinn stirðnaði í örmum hennar og varð síðan smám saman máttlaus aftur. Nissa andvarpaði og hún lagði höfuðið á öxlina á Vetm. Og svo heyrði hún, að daufur and- ardrátturinn varð rólegur og reglulegur. Nissa litla var sofn- uð. Akbar Khan laut niður og lyfti baminu upp. Þetta var kast, sagði hann rólega. Hún hefur alltaf verið heilsuveil og ég ótt- ast að hún eigi ekki langt eftir. Móðir hennar mun harma hana. En það er skrifað sem skrifað stendur. Hann lagði litlu telpuna varlega í fang sér. Móðir hennar verður mjög þakklát hinni náð- ugu frú fyrir að hafa sinnt bami hennar. A ég að kalla á boy til að lýsa memsahib til herbergis hennar? — Nei, ég verð hér kyi*r, sagði Vetra. Segðu móður Zib-un-Nissu að ég konri á morgun og Eti til telpunnar. — Mem-sahib er faðir minn og móðir, wmlaði Akbar Khan og fór. Berrr fætnr hans gengu hljóðlaust & steingóífinM. Það fór hroTkrr wm Vetmf eickl af kulétej’ hefdur af óhugnaði og filwm gmn. Akbar Khan hafði aiTtaf verið kurteis og stíRtur og kveðja hans, þegar hún gekk om hEðið, hafði aldrei borið vott œn rriðnrbælda andúð eins og hfm hafffl stundum orðið vör hjá þjónustufólki Gomvays. En f nótt hafði eitthvað í framkomu hans gei-t hana skelfda. Nei — ekki framkomu hans. Hvað gat það þá verið? Gat það verið að hann væri sjálfur hræddur? Gat það verið augnaráðið í þessu dökka, skeggjaða andliti, þegar hann horfði á litla bamabamið sitt? Nei, hún var bara að gera sér grillur! Og þó, hann hafði ekki sagt henni satt. Það var ekki satt, að Nissa hefði verið veik í nokkra daga. Þvi' að hún hafði séð litlu telpuna á hverjum morgni í dögun. Hvað hafði Nissa litla þótzt heyra? Auðvitað hafði hana.ver- ið að dreyma. En hún hafði ekki komið fram eins og svefngeng- ill. Hún hafði verið vakandi og vitað af nærvem Vetru. Þjón- ustufólkið sagði að Nissa væri skyggn. Það var hrætt við hana. Hún hafði líka sagt á dögunum að ekkert illt myndi henda Al- ex. En hún hafði ekki einu sinni getað vitað að hann væri í hættu. Það hafði verið tilviljun. Þeir drepa konumar, heyrirðu ekki hrópin? En það heyrðust engin hróp — ekkert hljóð. Vetra gekk hikandi að hand- riðinu og hallaði sér fram á það. Allt var hljótt. Hana var að dreyma! sagði Vetra hátt og festulega. Hún sveipaði sloppn- um þéttar að sér og fór niður af þakinu. Alex heyrði hana koma hlaup- andi eftir veröndinni klukkan ellefu næsta morgun og hann vissi að það var hún, áður en hinn hræddi chuprassi lyfti henginu frá og hún stóð fyrir framan hann. Hún studdist við skrifborðið hans, föl og æst. Það voru fimm menn aðrir í skrifstofunni, en hún tók ekki eftir beim. Alex reis á fætur í skyndi og sendi bá burt og beir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Vetra sá þá ekki fara. Alex, þér verðið að gera eitthvað! Hún hefur verið drepin, hrópaði hún móð. Conway vill ekki gera neitt. Hann segir. að þetta sé þull og vitleysa. Það er afi hennar .... það er Akbar Khan! Ég veit það er hann! Alex, þér getið ekki látið hann....... Alex tók um axlirnar á henni og leiddi hana útúr skrifstofunni og inn í dágstofuna. Hann ýtti henni niður í stól og hellti konj- aki f glas og hélt um það meðan hún drakk úr því. Hún kyngdi því, en minnstu munaði að henni svelgdist á. — Segið mér allt af létta. — Það er Nissa, sagði Vetra með tárin í augunum. Hún var með martröð f nótt. Ég held .... það hafi verið martröð. Akbar Khan sagði að það væri kast .. .. Hún sagði honum hvað gerzt hefði uppi á þakinu: Svo bar hann hana burt og þegar ég kom í morgun að heimsækja hana .... sögðu þau .... að hún væri dáin. Þau vildu ekki leyfa mér að sjá hana, en ég fór inn. Móðir hennar grét og reyndi að segja eitthvað, en hún var dregin burt og þau sögðu að hxin væri móðursjúk. Ég .... hef engan séð dáinn .... nema langafa .... En ég held .... ég held að hún hafi verið kæfð .. .. Það fór hrollur um hana. — Það getið þér ekki vitað neitt um, sagði Alex rólega. — Nei, þau sögðu að hún hefði fengið annað kast .... en ég trúi þeim ekki. Ham* .... Akbar Khan heyrði hvað hún sagði .... og hann var hræddur. Ég veit hann var hræddur í nótt. — Ég skal athuga hvað ég get gert, sagði Alex. Hann fylgdi henni heim og sá hana fara inn í húsið og klukku- stundu síðar sendi hann henni bréflega fyrirspum um, hvort hún vildi ríða út með honum sama kvöld. Síðdegis heyrði hún þjónustu- fólkið gráta og kveina í bakhús- unum. Seinna var lítil trékista borin út um hliðarinngang i múmum að greftrunarstað mú- hameðstrúarmanna fyrir utan borgina. — Við getum ekkert gert, sagði Alex. Bamið hefur verið floga- veikt og OTðwyer læknir, sem ég bað um að líta á líkið, segir að það sé vel hugsanlegt að hún hafi dáið í kasti. Hann vildi ekki gera neitt úr þessu. Eins og hann sagði með réttu, þá er svo mikil spenna í loftinu þessa stundina, að ekki er vert að gefa tilefni til meiri ólgu og æsings. Mér þykir það leitt en þannig er þetta. Vetra spurði hörkulega: Og hvað álx'tið þér sjálfur? — Álit mitt kemur ekki mál- inu við, svaraði Alex stuttur i spuna. — Þér viljið þá ekki gera neitt? — Ég get ekki gert annað og meira en það sem ég hef gert. Bamið var jarðað klukkan fjög- ur. Hann sneri til höfðinu og þegar hann sá náfölt andlit Vetrn, bætti hann við: Mér þyk- ir þetta leitt, Vetra. Hún leit ekki á hann. Hún var vonsvikin og særð og hana langaði líka til að særa hann. Nei, alls ekki! Þér þekktuð hana ekki neitt. I augum yðar og Con- ways var hún aðeins eitt af mörgum indverskum börnum, innfæddur krakki, hvaða máli skiptir hún? Þið hefðuð báðir gert meira veður útaf dauðum hundi, ég tala nú ekki um yfir dauðu hrossi. Væri yður sama þótt við ræddum ekki um þetta frekar? Alex yppti öxlum, en sagði ekkert. Hann vildi sjálfur fella umræðurnar um þetta niður.Hann hafði heyrt um Zeb-un-Nissa. 1 Indlandí álitu margir að floga- veikisjúklingar væm haldnir ill- um öndum eða eiskaðir af guði. En frásögn Vetru hafði valdið honum óróa. Ekki vegna þess að hann áliti að telpan væri skyggn, heldur þótti honum líklegra að hún hefði endurtekið eitthvað sem hún hefði heyrt. Það gæti verið skýringin á óttalegu augna- ráði Akbars Khans. Ef hann á- CONSUL CORTINA bllalelga magnúsap skipholti 21 símaps 21190 ■ 21185 ^Caukur Gfuðmundð&or* HEIMASÍMI 21037 Nælonstyrktar gallabuxur í öllum stærðum. Molskiimsbuxur í stærðunum 4 til 16 og m.fl. Mjög hagstætt verð. Verzhmin ó. L. Traðarkotssundi (á móti Þjóðleikhúsinu). Auglýsingasími Þjóðviljans er 17-500 Fimmtudagur 8. aprfl 1965 SKOTTA Ég vildi óska að séra Árelíus væri presturinn minn. í yðar þjónustu alla daga Hjólbarðaverkstæðið HRAUNHOLT fyrir neðan Miklatorg (gegnt Nýju sendibílastöðinni). fr Eigum ávallt fyrirliggjandi ☆ flestar stærðir af hjólbörðum ☆ og felgum. Opið alla daga frá kl. 8 til 23. — Sími 10-300. Flugferðir um heim uiiun Flugferð strax — Fargjald greitt síðar. Viðskiptavinir eru beðnir að hafa sam- band í síma 22890 og 30568 (eftir kl. 7). pbboaskripstopan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.