Þjóðviljinn - 04.05.1965, Blaðsíða 2
2 SIÐA
MÓÐVILJINN
Þriðjudagur 4. maí 1965
FISKIMÁL — Eftir Johann J. E. Kúld
ÍSLENZK TOGARAÚTGERÐ
OG FRAMTÍÐ HENNAR
Á að drepa hana
úr hor?
Á íslandi hefur það löngium
þótt slæmur búskapur, ef menn
hafa drepið mjólkurkyr sínar
úr hor, eða ef þær hafa orðið
reisa á básunum sökum van-
hirðu og umhirðuleysis. Slíkt
og þvílíkt kom heldur ekki fyr-
ir í langri búskapargögu ís-
lenzku þjóðarinnar nema þá í
eldgosa- og ísaárum þegar flest-
ar bjargir voru bannaðar. Kýr-
in hefur um aldir verið undir-
staða heimilanna, hennar lífi
og nyt varð að halda við, svo
lengi sem kostur var, því að
á henni byggðist heilbrigði og
kraftur kynslóðanna. Á sama
hátt og kýrin hefur verið und-
irstaða íslenzkra heimila gegn-
um aldir, þannig hefur íslenzk
togaraútgerð um áratugi verið
undirstaða íslenzks þjóðarbú-
skapar og fiskiðnaðar, sérstak-
lega hér í Reykjavík og Hafn-
arfirði og þá einnig hin síðari
ár úti á landi svo sem á Ak-
ureyri. Þennan sannleika ættu
menn að vita, sem gefa sig út
fyrir vitiboma stjómmálamenn
hér á landi, en á þessu er nú
mikill misbrestur.
Þegar nýsköpunarstjómin
endurnýjaði togaraflotann við
endalok síðustu heimsstyrjald-
ar, þá var það gert vegna þess
að enn á þeim tima vissu menn
á fslandi, að togaraútgerð varð
að vérá kjölfesta íslenzkrar
fiskútgerðar ef vel átti að fara.
Nú hafa hinsvegar íslenzkir
menn í ábyrgðarstöðum gleymt
þessum sannleika, um það vitn-
ar íslenzka togaraútgerðin í
dag, svo illa er hún komin.
fslenzku togaramir eru nú
flestir orðnir gamlir og úr sér
gengnir, og viðhald þeirra verð-
Trollið dregið inji> á skuttogara.
ur verra og erfiðara með
hverju ári sem líður. Aðeins
lítill hluti flotans eT aí þess-
um sökum fær um að sækja á
fjarlæg mið yfir vetrarrriánuði
ársins og taka á sig þau veð-
ur sem slík sjósókn útheimtir.
Yngstu skipin j flotanum sem
ér hægt að télja á fingrum
annarrar handar, þau eru að
vísu góð og mikil sjóskip og
á þeim hægt að sækja hvert
sem vera skal, en það er hins
vegar staðreynd, að þau eru
ekki lengur samkeppnisfær til
veiða, samanborið við þá nýju
skuttogara sem nú verða æ
fleirj á hafinu með hverju ári
sem líður. Þetta eru staðreynd-
ir sem menn verða að vita,
þegar þeir ræða um ástand ís-
lenzkrar útgerðar og fisk-
vmnslu' í ctág.
Stóru hraðfrystíhús-
in eru grundvölluð á
togaraútgerð
Vest-
rænt lýðræði
Smáríki það við Karíbahaf
sem nefna mætti Dóminíku
hefur undanfarna daga orðið
að þola innrás bandarískra
hersveita, og í fyrrinótt lýsti
Johnson forseti yfir því af
mikilli hreinskilni að hann
hefði mælt svo fyrir að hern-
aðarofbeldi skyldi beitt til
þess að koma í veg fyrir að
kommúnistar tækju völdin.
Uppreisnarmenn í Dóminíku
sverja það að vísu eindregið
af sér að þeir aðhyllist því-
líkar stjórnmálaskoðanir, en
mðvitað eru úrskurðir John-
ons forseta um það efni óá-
frýjanlegir. Og hitt er megin-
atriði að Bandaríkin lýsa yf-
ir því að þau hafi heimild
til þess að hlutast með of-
beldi til um innanlandsmál
hvers þess smáríkis sem leyf-
ir sér að taka upp stjórnar-
stefnu sem Johnson forseta
fellur ekki í geð. Þetta ger-
ist um sömu mundir og tveir
áratugir eru liðnir síðan fas-
isminn var lagður að velli í
Evrópu. Því var þá haldið
fram að ekki hafi verið bar-
izt um sigur og ósigur ríkja,
heldur hugsjóna, og mega nú
fbúar Dóminíku og Vietnams
hugleiða hverjar hugsjónir
hafi reynzt bera sigur af
hólmi.
I Dóminíku er mikið
bandarískt fjármagn, eins og
í flestum öðrum löndum róm-
önsku Ameríku, og þar f
landi hafa lengi drottnað
villimannlegir einræðisherrar
sem sérstakir umboðsmenn
þess lýðræðis sem bandarísk
stjómarvöld aðhyllast. í
Dóminíku finnast einnig ýms
náttúruauðævi, til að mynda
báxít sem notað er til alú-
mínvinnslu. Kannski hefur
bandaríski herínn gert innrás
sína í Dóminíku til þess að
tryggja væntanlegri alúmín-
bræðslu á Islandi nægilegt
hráefni við verði sem alþjóð-
legt fjármagn telur hæfilegt.
Verði alúmínbræðslan reist
hér og ákveði Alþingi Is-
lendinga siðan eftir nokkur
ár að þjóðnýta fyrirtækið,
kann mönnum að vitrast það
í verki hvers vegna hluti af
árásarher Bandaríkjanna hef-
ur einnig aðsetur hér á landi.
— Austri.
Rekstur stórra hraðfrystihúsa
verður að grundvallast á nægu
aðstreymi hráefnis til húsanna,
annars eru þau reist á sandi og
verða ekki fær um að greiða
það hráefnisverð, sem útgerðin
á kröfu til að fá.
Eitthvað á þessa leið fórust
norskum rekstrarfræðingi orð
þegar hann ræddi uppbyggingu
hraðfrystihúsaiðnaðarins fyrir
nokkrum árum þar í landi. Og
í þessu sambandi hefur það
verið álit, að ég held alveg
einróma, hjá sérfræðingum
norskrar útgerðar, að þetta
lífsnauðsynlega aðstreymi af
hráefni til frystihúsanna verði
tæpast tryggt svo vel fari nema
með útgerð togara. Af þessum
sökum hófu Norðmenn sína
togaraútgerð þó þeir væru
þjóða andstæðastir slíkri út-
gerð áðnur.
Það er af þessum söfcum sem
fyrirtæki eins og Findus í
Hammerfest tók á leigu stór-
an hóp togara til að tryggja
sér hráefni nú á sl. vetri. Af-
koma hraðfrystihúsaiðnaðar er
dæmd til að vera léleg ef hús-
in skortir verkefni stóran hluta
úr árinu. Tiltölulega lágt hrá-
efnisverð og kaupgjald, eins og
hér hefur verið staðreynd um
margra ára skeið, geta ekki
jafnað þau met. Hraðfrystihús
nágrannalanda hafa á undan-
förtium árum greitt bæði hærra
hráefnisverð og hærra kaup-
gjald við sinn fiskiðnað, en þó
getað keppt við íslenzkar
frystihúsaafurðir á heimsmark-
aði. Þetta er staðreynd sem
ekki þýðir að loka augunum
fyrir, og gefur ótvírætt bend-
ingu um, að leita beri annars-
staðar heldur en í kaupgjaldi
og hráefnigskorti þessa iðnað-
ar, orsakanna fyrir þeirri lé-
legu afkomu sem forráðamenn
iðnaðarins staðhæfa að sé þar
fyrir hendi.
íslenzk togaraútgerð varð að
sjálfsögðu hart úti við útfærslu
fiskveiðilandhelginnar, eins og
haldið hefur verið á þeim mál-
um hér. Það er líka staðreynd
að bolfiskafli hefur rýrnað á
Norður-Atlanzhafi nú um ára
skeið. En það er síður en svo,
að íslendíngar hafi orðið harð-
ara úti í þeim efnum heldur
en aðrar fiskveiðiþjóðir nema
síður sé. Ég vil benda á eina
mikilsverða staðreynd sem
menn virðast nú ekki muna
eftir lengur. Það eru ekki nema
tiltölulega fá ár síðan íslenzk-
ir togarar skópu gróskutíma-
bil í hraðfrystihúsaiðnaði hér
við Faxaflóa og víðar, en ég
er ekki grunlaus um, að hrá-
efnisverðið til togaranna hefði
mátt vera hærra þá, og báðir
hefðu á því grætt, útgerðin og
frystihúsin, þegar alls hefði
verið gætt. Eftir að hrað-
frystihúsin hér hætta að geta
byggt sinn rekstur á að-
streymj nægjanlegs togarafisks
þegar úti va.r vetrarvertíð vél-
bátaflotans á hverju ári og
síld til frystingar ekki fyrir
hendi, þá fór strax ag braka
í undirstöðunni, sem krefst þess
að nægjanlegt aðstreymi af
bolfiski verði tryggt til hús-
anna með togarafiski, þvi að
öðruvísi verður það tæplega
tryggt.
Þetta mál liggur mjög ljóst
fyrir að mínu viti. Við höfum
nú þegar byggt upp einn allra
stærsta frystihúsaiðnað miðað
við nærliggjandi lönd. Þessi
iðnaður krefst mikils og varan-
legs aðstreymis af góðu bol-
fiskshráefni eigi honum að geta
vegnað sæmilega í framtíð-
inni. Þessvegna er það þjóðar-
skylda nú, að togaraflotinn ís-
lenzki verði tafarlaust endur-
nýjaður með skuttogurum af
þeirri stærð og gerð sem hent-
ar bezt þessu aðkallandi verk-
efni, að tryggja aðstreymi af
vinnsluhráefni til hraðfrysti-
húsanna.
Sendum okkar beztu
togaraskipstjóra út
Það er orðið miklu meira en
tímabært að farið verði að
sinna þessu máli af einhverju
viti svo alvarlegs eðlis sem það
er, og versnar alltaf á meðan
forráðamenn þjóðarskútunnar
sofa á verðinum, í stað þess að
vaka eins og þeim hefur verið
trúað fyrir.
Ég sting upp á því, að ríkið
sendi út þrjá valinkunna tog-
araskipstjóra nú á þessu ári,
og verði þeir látnir kynna sér
í ýmsum löndum Evrópu, stærð-
ir og gerðir þeirra skuttogara,
sem haldið er út til veiða það-
an, og gætu reynzt heppilegir
til útgerðar héðan, með það
sérstaka verkefni fyrir augum
að fullnægja hráefnisþörf hrað-
frystihúsanna. Þar sem hægt
er að slá því föstu, að ríkið
eigi á því stóra sök hvemig
komið er fyrir íslenzkri tog-
araútgerð í dag, þá er ekki til
of mikils mælzt þó farið sé
fram á það, að ríkið hafi um
það nokkra forustu og veiti til
þess stuðning sinn, að undinn
verði að því bráður bugur að
endumýja íslenzka togaraflot-
ann með heppilegum skuttogur-
um.
Og svo ég víki að síðustu
aftur að upphafi þessa þáttar.
Það er lélegur bóndl gem ekki
hefur sinnu eða vit til að end-
umýja bústofn sinn, áður en
hann verður arðlaus, slíkir
voru í mínum uppvexti kall-
aðir búskussar.. Og þegar um
er að ræða þá kúna sem sjálft
heimilið hefur um langan ald-
ur grundvallazt á. þá hefnir
það sín grimmilega ef ekki er
um hana hirt. Togaraútgerðin
hefur verið mjólkurkú íslenzks
þjóðarbúskapar á sextíu ára
tímabili og oft mjólkað vel.
Við þurfum ekki nema að lit-
ast um hér í höfuðborginni til
að sannfærast um, að sú mjólk
hefur verið kjamafæða sem
þessi góða kú hefur gefið af
sér.
Það ætti sannarlega að varða
við lög ef íglenzkt ríkisvald
fellir úr hor slíkan kostagrip.
K
L
U
K
K
A
N
V
A
R
VIÐTAL VIÐ
EINN ÖTULASTA
BARÁTTUMANN
E
I
T
T
VERKALÝÐSINS
FÆST t ÖI.r.UM
BÓKAVERZLUNUM
E
I
T
T
Bókaútgáfan
FRÓÐI
Jurta- smiörliki er heilsusamlegt og
bragðgótt, og því tilvalið ofan á brauð
m og kex.
Þér þurfið að reyna Juria- smiorlíki
til að sannfærast um gæði þess.
AFGREIÐSLA SMJÖRLÍKISGERÐANNA h.f.
Auglýsið i ÞJÓÐVILJANUM