Þjóðviljinn - 04.05.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.05.1965, Blaðsíða 7
'priðjudagur 4. maí 19fö HÖDVILIINN Annað hlutskipti var þér ætlað Reykvískt alþýðufólk! Hvað veldur því öðru fremur, að víð skulum í dag, 1. maí 1965 ganga saman í einni kröfu- göngu og vera saman á þess- um útifundi en ekki eins og oft áður í tveim eða þrem hópum á þessum baráttudegi? Skyldi ástæðan vera sú, að við séum orðin sammála um hin ýmsu atriði þjóðmálanna? Nei, ástæðan er ekki sú, heldur er það þróunin í launamálum verkafólks undanfarin ár, þró- unin til sífellt lengri og lengri vinnutíma, þróunin til sífellt hærri og ranglátari skatta á launafólki. Það er þessi þróun, sem krafðist þess, að við vær- um f einni fylkingu í dag. Og það eru þessar staðreyndir sem krefjast þess. að við stöndum saman í baráttu á þeim vor- dögum sem í hönd fara. SnúUm okkur beint og um- búðalaust að kjaramálum verka manna og mebum þær stað- reyndir sem við blasa. Sam- kvæmt upplýsingum sjálfs Seðlabankans nýlega hefur þ.ióðarframleiðslan aukizt um yfir 20% á síðustu þrem ár- um og þjóðartekjumar um ekki minna en 25%. Hefur kaupmáttur tímakaups Dagsbrúnarmanns aukiztáþess- um árum? Nei, hann hefur ó- umdeilanlega stórlækkað. Ýms- ir talsmenn atvinnurekenda segja, að 3% kauphækkun á ári sé eðlileg og hófleg, eins og það er orðað. En ef kaupmátt- ur Dagsbrúnarkaups hefði hækkað um 3% á ári frá árinu 1960, þá ætti kaupið að vera meira en briðjuhgi hærra en það er í dag. Með einföldum orðum þýðir þetta að kaup- máttur fyrir klukkustund hefur lækkað verulega á þessum ár- um. Hefur eitthvað skeð f þjóð- félaginu? Hefur aflabrestur dunið yfir? Nei, aflinn hefur aldrei verið meiri! Tækniþróun og vélanotkun hefur farið vaxandi frá ári til árs, slíkt er alls staðar grund- völlur fyrir stórhækkuðu kaupi. En hvað sem tæknin vex hér á landi, þá lækkar kaupmátt- urinn fyrir hverja klukkustund. Til þess að bæta sér upp hið lága kaup hefur vinnutími verkafólks lengzt ár frá ári, 70-80 stunda vinnuvika er ekki óalgeng, og þeir eru ófáir vinnustaðirnir þar sem sunnu- dagamir eru að verða algengir vinnudagar. Meðan í öllum ná- grannalöndum okkar er verið að stytta vinnutímann, þá leng- ist hann hér ár frá ári. Um árabil hafa kauphækk- anir verkafólks verið teknar aftur með þvf að velta hækk- uninni út í verðlagið og vel það, þrátt fyrir það að kaupið hafi alltaf hækkað á eftir dýr- tíðinni. 1 fyrra var gert svo- kallað júnísamkomulag. Af hálfu verkalýðshreyfingarinnar var það alvarleg tilraun til að stöðva verðbólguþróunina. — Nokkur árangur náðist og var júnísamkomulagið skal ekki meira rætt hér, en það aðeins sagt, að ríkisstjómin var mjög ákveðin í að neita kauphækk- unum í júní sl. en hún hefur ekki sýnt sömu hörku við að neita skattahækkunum, sölu- skattshækkun eða öðrum verð- hækkunum sem bitnað hafa leynt og ljóst á almenningi. Á undanförnum ámm hafa gengislækkanir, söluskattar og aðrir óbeinir skattar alltaf ver- ið afsakaðir með því að þetta væri þáttur í því að lækka beinu skattana. Og í fyrra var okkur lofað stórkostlegri út- svars- og skattalækkun. Þið kynntuzt þeim lækkunum i haust og hafið verið að borga þær síðan. Jón Hreggviðsson sagði forðum um dómsvaldið á Islandi: „Vont er þeirra rang- læti, en verra er þeirra rétt- læti”. Eins gæti hinn almenni Guðmundur J. Guðmundsson. Rceða Guðmundar J. Guðmundssonar ó útifundi Fulltrúaróðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1. maí það þýðingarmest að vísitölu- greiðsla var tekin upp á kaup. En hækkun kaups var nær eng- in, og því var lýst yfir við und- irskrift samkomulagsins, að þetta væri aðeins frestur á kauphækkun, sem óumflýjan- lega kæmi að ári. Og nú er þetta samningsár senn á enda. Atvinnurekendur og ríkisvald hafa vitað síðan í jýní í fyrra, að kaupkröfur kæmu í ár, kauphækkun, sem" ekki væri velt jafnharðan út í verðlagið, en atvinnurekendur yrðu að borga sjálfir. En til þess að kauphækkun verði raunhæf þarf að hafa kjark, kjark til að taka af gróðaöflunum í þjóðfélaginu og það dugar ekki að tala eins og engin brask- arastétt sé til. Það þarf að skipuleggja þjóðarbúskapinn og það þarf að gera þær kröfur til atvinnurekenda, að þeir skipuleggi betur atvinnurekstur sinn og treysti meira á það en skattsvik og lágt kaup. Um launamaður í dag, sagt við skattayfirvöldin eftir reynsluna í fyrra. „Vondar eru ykkar hækkanir, en verri eru ykkar lækkanir”. Sífellt stærri hluti útsvar- anna og skattanna lendir á launþegum, en sífellt minni á auðfélögum og fyrirtækjum. Það er orðinn hreinn skrípa- leikur, hvað sem öllum sérfræð- ingum líður, þegar eignalaus verkamaður sem þrælar myrkr- anna á milli greiðir orðið helm- ingi hærri skatta en þekktir stóreignamenn. Og ef skatta- lækkun ríkisstjórnarinnar i ár er svipuð og í fyrra lízt mér ekki á neina samninga. Verkalýðshreyfingin er reiðu- búin að ganga falslaust til samninga við atvinnurekendur og ríkisvald um stöðvun verð- bólgu en fram hjá raun- hæfum kauphækkunum verður ekki komizt. Fram hjá 44 kl.st. vinnuviku með óskertum laun- um verður ekki komizt. Fram hjá raunhæfum skattalækkun- um verður ekki komizt, og fyr- irfram segjum við: Það þýðir ekkert að halda því fram að kaup verkamanna hafi hækk- að, ef sú hækkun felst eingöngu í óhóflegri vinnutíma. Og ef samningar nást ekki þá þýðir ekkert fyrir stóreignamenn að saka verkamanninn um kröfu- hörku á meðan hann hefur tæpar 35 krónur á klukkustund í dagvinnu. Ef það er óþjóð- hollusta að neyðast í verkfall til að fá þetta kaup hækkað, þá skulu þeir hinir sömu stór- eignamenn, sem mest æpa um þjóðhollustuna athuga sína eig- in þjóðhollustu á sínu eigin skattaframtali. Nýverið hafa frystihúsa- eigendur og útvegsmenn lýst því yfir, að útilokað sé að þeir geti greitt hærra kaup við fiskvinnslu. Ef þessir menn í grunnatvinnuvegum þjóðarinn- ar hefðu verið raunsæjr, þá hefðu þeir átt að aamþykkja að þeir yrðu að hækka kaup- ið, til að þeir stæðu ekki eftir með böm og gamalmenni í þessum undirstöðugreinum at- vinnulífsins. Skipafélög, sem láta vinna flesta sunnudaga, þó kaup sé þá helmingi hærra, skulu ekki reyna að svara verkamönnum því að þau geti ekki greitt hærra dagvinnukaup. Og ef einhverjir hagfræðing- ar verða látnir rcikna að kaup- ið megi ekki hækka, þá skulu hinir sömu líka reikna, hvem- ig Dagsbrúnarmaður getur lif- að með fjölskyldu á 8 stunda vinnudegi með 1672,00 kr. á viku. f ávarpi þessa dags er á það minnt að 1. maí er alþjóðlegur. Hann á sér engin' landamæri, hann er baráttudagur verka- lýðsstéttarinnar, og fátt hefur skilið eftir heilladrýgri spor í mannfélagsþróun síðustu kyn- slóða en barátta verkalýðs- hreyfingarinnar. Frelsisbarátta ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■ Jafnvægi í byggð landsins er mikið áhugamál stjóm- málaflokka, og þá sennilega jafnvægi í veðri landsins líka. En ekki var hægt að hrósa því um síðustu helgi, þegar landsfundur Sjálfstæð- isflokksins stóð yfir Norðan lands var slydda eða úða- þoka og hitinn rétt yfir frost- markinu sums staðar jafnvel lægri Grátt og ljótt var á Húnaflóa. þar sem vorsins ómar voru ekki annað en gnauð hinna helfölvu skara, en 4 Eyrarbakka sungu fugl- ar ástaljóð í sólskini og 11 stiga hita . En Norðlingam- ir eeta þó alltaf huggað sig við það. að i blíðunni fyrir sunnan geti þrestir og lóur klakið út eggjum sínum og komið upp ungaskara, sem senda megi norður til að syngja. þegar tækifærj gef- ast Og 'kannski er þetta ein- mitt ráðið til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Félagslegt öryggi , — þjóð- leg umbótastefna var niður- staða landsfundarins og það væri synd að segja, að öll náttúran hefði ekki tekið und- ir þennan fagnaðarboðskap. Fiflamir mnnu upp sunnan undir húsveggjum, glóandi Þátturínn um veiríi sem ekki mátti heyrust í átvurpinu l muí StÐA 7 kúgaðra stétta og kúgaðra þjóða á að eiga sterkan hljóm- grunn 1. maí, því inntak dágs- ins er aukið þjóðfélagslegt rétt- læti. Baráttumennimir eru fólkið sjálft með samtök sín að vopni, það er baráttan fyrir auknu réttlæti og fegurra mannlífi. í anda 1. maí skul- um við umyrðalaust viður- kenna jafnrétti allra kynþátta og allra þjóða. Og við skulum leggja lið öllum þeim öflum er berjast fyrir friði og afvopnun — fyrir því að martröð kjarn- orkuvopnanna verði kvödd fyr- ir fullt og allt. Jafnframt því sem við krefjumst friðar og af- vopnunar þá skulum við minn- ast þess, og ekki kinnroðalaust, að bráðlega á erlend herseta á íslandi 25 ára aftnæli. Nú þegar rætt er um erlent fjármagn til að hagnýta ís- lenzkar auðlindir, þá skulum við minnast dýrkeyptrar reynslu annarra fámennra eða tæknivana þjóða, þar sem er- lendum auðfélögum var leyft að vaxa innlendum atvinnuveg- um yfir höfuð. Stöndum vörð um að hagsmunir fslendinga sjálfra fái ætíð að ráða í at- vinnuþróun lands okkar. Reykvíski alþýðumaður, — mundu það að verkalýðsfélag er engin fasteign; styrkur fé- laganna fer eftir samtökum fólksins sjálfs. Reykvískt alþýðufólk! 1 dag eigið þið þess kost að fylkja ykkur um kröfur verkalýðs- samtakanna og snúa þessari öf- ugþróun við, tryggja raunhæf- ar kauphækkanir, raunhæfar aðgerðir til styttingar vinnu- dagsins og naunhæfar skatta- lækkanir. — En ef þið fylkið ykkur ekki fast um samtökm, þá verðið þið enn að lengja vinnudaginn fram á nóttina, auka sunnudagavinnuna og eig- inkonur og böm verða að starfa sama vinnudag. Reykvíski alþýðumaður! Sómi þinn, sjálfsvirðing og manndómur er í veði, að þú látir ekki troða þér niður í þetta þrældómssvað. Annað hlutskipti var þér ætlað; vinn,a og góð afköst eru heilbrigðir hlutir, en vinna hjá allri fjöl- skyldunni meiri hluta sólar- hringsins með lækkandi líaupi ár eftir ár flokkast hvorki und- ir heilbrigði né menningu. Kröfur dagsins eru kröfur einhuga ráðstefnu Alþýðusam- bandsins: 1. almenn kauphækkun og sam- ræming kauptaxta. 2. stytting vinnuvikunnar í 44 stundir með óskertum laun- um. 3. lækkun útsvara og skatta af almennum launatekjum. Jafnframt £éu skattar og út- svör á gróðarekstur hækkuð Framhald á 9. síðu. ■ ■ : íagrir. Vífilsfell Ijómaði mjall- hvítt í sólskininu, sumarleg ský full af gróðurregni, eða að minnsta kosti efnj í gróð- urregn. svifu stillilega yfir landinu, en úti við flóann er heiðríkja að vanda. Fólkið á biðstöðvum strætisvagnanna hreyfði sig hægt eins og or- lofsfólk á baðströnd, en vinnu- mennirnir hans Geirs bónda Hallgrímssonar óku skami á hóla í samræmi við hina þjóðlegu umbótastefnu. Anda- parið er komið á grasblettinn strax nóttina eftir að sam- þykktin hafði verið gerð um hið félagslega öryggi. Þau hreyfa sig ekki þó maður setji bílinn í gang fáeina metra frá þeim, kollan liggur meira að segja í grasinu og kúrir höfuðið niður í bringuna. Steggurinn mannar sig hins vegar upp í að standa á upp- réttum fóturn og ber höfuðið sæmilega hátt, hvort sem það er nú í öryggisskyni eða bara til að taka sig út. Og í Norð- urmýrinni syngja þrestimir svo hátt um réttlæti, framfar- ir og bætt lífskjör, að fólkið vaknar fyrir allar aldir og veit ekki hvemig það á að drepa tímann fram að fóta- ferð. Og að lokinni ræðu Gunnars Thoroddsens á lands- fundinum, heyrist lóan syngja hástöfum í Öskjuhlíð; Ég hef valið mér nýjan vettvang um sinn — ég hef valið mér nýj- an vettvang um sinn. Á þriðjudag létti loksins til víðast á Norðurlandi, sunnangolan fyllti dalina og sópaði burt þokuruðningi, svo jakamir á fjörunum Ijómuðu í vorsólinni. Á vestanverðum Húnaflóa var þó enn norðan andvari og þokuflákar, sem tróðu sér undir sunnanáttina og lögðu sig alla fram að hlífa ísnum fyrir geislum sól- arinnar. Það var þó sannarlega ekki þjóðleg umbótastefna, enda á hún oft við rdmman reip að draga. En svo heyrðist það, að nú ætlaði Landhelgis- gæzlan að reyna að koma fóðurbæti yfir flóann austan frá Skagaströnd, og kýrnar á Ströndum fengu vatn í munn- inn. Óðinn lagði af stað í samræmi við samþykkt lands- fundarins um félagslegt ör- yggi, stjak^ði jökunum á báða bóga, og r.ú flæðir mjölkin á Ströndum. Á flugi landhelgisgæzlunn- ar í leit að ís á fimmtudag- inn var brá svo við, að varla gat heit ð, að nokkur jaki sæ- ist, en hins vegar gátu leið- angursmenn frætt okkur á Veðurstofunn; nákvæmlega um það hvar þokan lægi. Hún fyllti Húnaflóa með 1000 metra þykku teppi, og náði austur á Skaga. Þaðan lá þokuveggurinn- nærri beint til norðurs, sveigði síðan austur milli Kolbeinseyjar og Gríms- eyjar og tók stefnuna beint á Hraunhafnartanga, lá sfðan skammt fyrir utan Raufar- höfn yfir Þistilfjörð til Langa- ness. Suður undan var svo ekkert nema þokuhaf, enda í samræmi við öll veðurskeyti frá Austurlandinu suður und- ir Homafjörð. Varla hefur það þó verið nein tilviljun, að ísinn var hvergi þar sem þokulaust var. Ástæða er til að ætla, að hann hafi einmitt fylgt þokubrúninni nokkum veginn, en fyrir því er sú or- sök, að ísinn kælir loftið, svo það fer að gráta smáum þokudropum. Það er þess vegna ekki ónýt för, þó ís- könnunarmenn geti ekki ann- að en kortlagt þokuna fyrir Veðurstofuna. Þeir geta meira að segja hrósað sér af á- nægjulegum árangri eins og Bandaríkjamenn að loknum ferðum sínum inn yfir Norð- ur-Vietnam. í gær var hrimþoka á EVala- tanga, hitinn komst tæplega upp fyrir núllið, fjörugrjótið og sinuna sýlaði í hráslagan- um. En þegar sú hin sama austlæga átt var komin vest- ur yfir fjöll Suðurlands, var kominn 16 stiga hiti á Þing- völlum, en 15 á Hellu og Galtarvita, í Reykjavík og Siðumúla. Stundum fer hit- inn í Reykjavík ekki hærra en þetta allt árið. Hér er líka allt að verða grænt undan Skamanum, sem vinnumenn Geirg bónda Hallgrímssonar eru búnir að bera á. Þessi vika eftir landsfundinn hef- ur verið ein hin yndislegasta, sem orðið getur, og væri ósk- andi, að hrímuð sinan og grjótið á annesjum Norðaust- urlandsins yrði sem skjótast aðnjótandi hins sama réttlæt- is og framfara og sá reyni- viður, sem nú er tekinn að laufgast í Suðurgötunni. Fer ekki illa á því, að reynivið- urinn, sem er frá fomu fari tákn þeirrar ástar, er naer út yfir gröf og dauða, skuli á þessum hátíðisdegi heilsa verkalýð höfuðstaðarins í grænum skrúða einmitt þegar leiðin liggur framhjá ráð- herrabústaðnum við Tjamar- götu. •■•■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■M ■■■■■■■■■■■■■■■■•'■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■»í«mbb*i ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^aaaaaBaaBBa,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.