Þjóðviljinn - 04.05.1965, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. maí 1965
ÞJðÐVILIIfiN
SlÐA
Bandaríkjamenn kasta grímunni í Domingo:
Herlið sent til þess að hindra
það að „ný Kúba" komi upp
WASHINGTON 3/5 — Bandaríkjastjórn hefur
nú kastað grímunni. í utvarps- og sjónvarpsræðu
á sunnudagskvöld lét Johnson forseti svo um mælt,
að stjórn hans hefði ákveðið að senda herlið til
Domingolýðveldisins til þess að hindra það að
landið yrði „ný Kúba“ eins og hann orðaði það.
Forsetinn lýsti þannig fals eitt fyrri fullýrðingar
sínar og stjómar hans þess efnis, að bandarískt
herlið hefði eingöngu verið sent til þess að verja
líf og eignir bandarískra þegna í landinu. — Um
14.000 bandarískir hermenn eru nú í Domingo-
lýðveldinu en hemaðaraðstaðan óglögg. Öryggis-
ráð SÞ ræddi þessa innrás Bandaríkjamanna í
gærkvöld.
í ræðu sinni kvað Johnson
kommúnistísk öfl hafa tekið völd
í byltingu sem í fyrstu hefði ver-
ið undir forystu lýðræðisafla og
beinzt að almennum þjóðfélags-
umbótum. Kommúnistar þessir
væru þjálfaðir á Kúbu og fengju
þaðan fé. Bandaríkjastjórn myndi
hinsvegar ekki undir neinum
kringumstæðum fallast á það að
Domingolýðveldið yrði ný Kúba,
eins og hann komst að orði.
OAS
Á fundi OAS — sambandi
Ameríkuríkja — sættu Banda-
rikjamenn harðri gagnrýni fyrir
innrás sína í Domingolýðveldið.
Einkum voru það Venezuela og
Peru. sem réðust. á Bandaríkja-
menn. Fulltrúar beggja landanna
héldu því fram, að innrás Banda-
ríkjanna væri í andstöðu við
sáttmála OAS. Venezuela hefur
formlega mótmælt innrásinni og
í Lima hafa báðar deildir þin-gs.
Peru fordæmt hana í ályktun.
Blöð í Brasilíu hafa og gagnrýnt
Bandaríkjamenn harðlega.
Síaukin andúð
Norska fréttastofan NTB skýr-
ir svo frá, að enn hafi á mánu-
dag haldið áfram að aukast and-
úðin um heim allan á þessum
aðgerðum Bandaríkjamanna. Er
hér um að -ræða bandarísk blöð
og evrópsk Bandaríska stórblað-
ið ,,New York Times“ virðist
þannig, ef dæma skal af forystu-
grein þess í dag, litla sem enga
trú hafa á því að sannar séu
fregnir Bandaríkjaforseta um
það að „kommúnistar“ hafi tek-
ið forystu uppreisnarinnar í
Domingolýðveldinu. Segir blaðið,
að örfáir þjálfaðir kommúnistar
hafi tekið þátt í uppreigninni og
þetta hafi orðið til þess að skapa
mönnum ugg i Washington. Blað-
ið hvetur síðan stjómarvöld
í Washington til þess að forðast
„skelfingarkennda valdbeitingu“.
Þá segir sænska stórblaðið „Dag-
ens nyheter“ í fyrirsögn að
stjóm Johnáons forseta virðist
haldin nokkru skilningsleysi
gagnvart alþjóðaáliti og ráða-
menn í Washington virðagt lítið
hafa hlotið af heilbrigðri skyn-
semi Kennedys heitins forseta.
f svipaðan streng taka stórblöð
í Prakklandi og Vestur-Þýzka-
landi, þeirra á meðal franska
blaðið „Combat“, sem er ópóli-
tískt, og gaullistablaðið „La
Nation“.
Fyrir Öryggisráði
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna kom saman til fundar í kvöld
laust eftir kl. hálf átta að ís-
lenzkum tíma. Það em Sovétrík-
in, sem krafzt hafa fundar í ráð-
inu vegna innrásar Bandaríkja-
manna í Domingolýðveldinu, en
fulltrúi Kúbu fór fram á það að
mega sitja fundinn og var það
leyft. Á fundinum laust I harða
brýnu milli fulltrúa Sovétríkj-
anna, dr. Nikolai Fedorenko, og
Adlai Stevenson, fulltrúa Banda-
ríkjanna. Fedorenko kvað inn-
rás Bandaríkjamanna vera svi-
virðilega árás á smáþjóð, gerða
undir fölsku yfirskini. Steven-
son svaraði því til m.a., að það
væri athyglisvert að Kúbustjóm
hefði viljað fá að senda fulltrúa
á fundnn, hún hefð allstaðar
reynt að efna til uppreisnar í
löndum Ameríku og ætti bein-
an þátt í þeirri, er nú hefði verið
gerð. Aðgerðir Bandaríkjastjóm-
ar væru til þess gerðar að
tryggja frelsi og lýðræði í land-
inu en alls ekki til þess að halda
við völd einhverri herforingja-
stjóm.
Bandaríkjamenn í
Vietnam 35.000
— og enn von á fleirum
Yfirmaður herforingjaklík-
unnar EIios Wessin y Wessin.
Fundurinn í London:
Frakkar ósammála
SEATO-ríkjunum
SAIGON 3/5 — Það var op-
inberlega tilkynnt í Saigon á
mánudag, að senn muni 3.500
manna bandarískt fallhlífalið
koma til landsins. Með þessu
liði eru hersveitir Bandaríkja-
manna í Suður-Víetnam orðnar
um 10.000 talsins, en samtals eru
35.000 Bandaríkjamenn þá £
landinu. Á einu ári hafa Banda-
ríkjamenn þannig þrefaldað
liðskost sinn í Suður-Víetnam.
Þetta lið fallhlífarhermanna
mun koma til aðstoðar þeim
6.500 bandarísku sjóliðum sem
staðsettir eru í flugstöðinni Da
Nang og öðrum herstöðvum í
norðurhluta Suður-Vietnam. Sér-
staklega er bandarískum hemað-
aryfirvöldum órótt vegna her-
stöðvarinnar Bien Hoa, sem sögð
er liggja mjög vel við árásum
Víetkongs. — Það er hald stjóm-
málafréttaritara í Saigon, að her-
lið Bandaríkjamanna í Suður-
Vietnam muni enn verða aukið
á næstu mánuðum.
Hernaðaryfirvöld í Saigon
skýrðu svo frá á mánudag, að
LONDON 3/5 — Franska stjórn-
in Iýsti því yfir hreint og á-
kveðið á fundi utanríkisráð-
herra SEATO-landanna í Lond-
on í dag, að eins og málum sé
nú komið í Suðaustur-Asíu, geti
ekki orðið um neina sameigin-
Iega afstöðu Frakka og annarra
bandalagsríkja að ræða.
Franska stjórnin hefur ekki
sent utanríkisráðherra sinn til
þessa fundar, en í stað þess las
sendiherra Frakka í Bangkok
í byrjun fundarins upp áður-
nefnda yfirlýsingu stjórnar
sinnar. I fréttum frá London
segir, að yfirlýsing frönsku
Norðurlandaráð
KAUPMANNAHÖFN 3/5 — A-
kveðið hefur verið, að 14. þing
Norðurlandaráðs verði haldið í
Kaupmannahöfn þann 28. jan.
til 4. febrúar næstkomandi.
Fundir ráðsins verða haldnir í
Christiansborg.
62 bandarískar flugvélar frá einu
af flugvélamóðurskipum Sjöunda
flotans . bandaríska, hefðu á
sunnudag gert árásir á meintar
stöðvar Vietkong.
40 manns farast
í jarðskjálfta
í El Salvador
WASHINGTON 3/5 — Að
minnsta kosti 40 menn hafa lát-
ið líf sitt í miklum jarðskjálfta
í E1 Salvador í Miðameríku á
mánudag. Það var talsmaður
sendiráðs E1 Salvador í Wash-
ington sem frá þessu skýrði á
mánudagskvöld og kvað hann
bæina Can Marcos og Santo
Tomas hafa orðið hvað verst
úti. — Jarðskjálftinn hófst kl
11,05 að íslenzkum tíma og
hafði styrkleikann 7,7 á Richt-
ermælikvarða.
stjórnarinnar hafi komið öðrum
fulltrúum mjög á óvart, sendi
herrann hafi aðeins verið á-
heyrnarfulltrúi og ekki hafi
verið við því búizt, að hann tæki
til máls eða flytti neina yfir-
lýsingu.
Michael Stewart, utanríkisráð-
herra Englands, var í forsæti á
fundinum og kvaðst harma þá
ákvörðun frönsku stjórnarinnar
að taka ekki þátt í viðræðum
utanríkisráðherranna. — George
Ball, varautanríkisráðherra USA,
situr fundinn í stað Dean Rusk,
utanríkisráðherra, sem hafði ætl-
að að sitja fundinn en frestaði
för sinni vegna atburðanna í
Domingolýðveldinu undanfarna
daga. Á fundi ráðsins í dag bar
það ella til tiðinda, að utan-
ríkisráðherra Thailands réðst
harkalega að þeim mönnum er
hann kvað reyna að „kaupa sér
frið fyrir kommúnistum". Ber-
sýnilegt er að hér var sneytt að
‘ Frökkum.
Kambodja slítur
stjórnmálasam-
bandi vib USA
PHNOM PENH 3/5 — Norodom
Síhanúk, prins og forsætisráð-
herra í Kombodja, skýrði svo
frá í útvarpsræðu á mánudag,
að stjórn hans hefði ákveðið að
slíta stjómmálasambandi við
Bandaríkin. Ástæðumar fyrir
þessu séu árásir, sem bandarísk-
ar flugvélar hafi gert á þorp í
Kambodja og einnig grein í
bandaríska vikuritinu ,Newsveek‘
sem Síhanúk telur móðgandi
fyrir drottningu sína.
Ekki kemur þessi ákvörðu
Síhanúks á óvart, enda haf
undanfarið verið allskonar vær
ingar með honum og Banda
ríkjamönnum. 1 marzmánuði
fyrra réðist mannfjöldi að sendi
ráðum Breta og Bandaríkja
manna i Phnom Penh, fjölmarg
ir Bandarikjamenn hafa síða
horfið úr landi og stjórn Síhan
úks prins hefur afþakkað banda
ríska „efnabagsaðstoð“g
Iskeyti sem barst frá Wash-
ington í gær var komizt
svo að orði ad „Johnson for-
seti staðfesti i dag að það væri
markmið Bandaríkjanna um
allan heim að veita yfirgangs-
öflunum viðnám, stuðla að
sjálfstæði og fullveldi allra
þjóða og berjast gegn fátækt,
hungursneyð og sjúkdóm-
um“. Þessa dagana hafa
menn fengið að kynnast því
enn einu sinni hver eru
hin raunverulegu „markmið
Bandaríkjanna um allan
heim“. Einu sinni enn hefur
Bandaríkjastjórn fótum troð-
ið alþjóðalög og brotið gerða
samninga, beitt yfirgangi og
un gilti allt til ársins 1941.
Til þess að tryggja að arð-
ránið færi snuðrulaust fram
settu Bandaríkin her á land í
Domingo árið 1916 og þau
héldu landinu hernumdu
fram til ársins 1924. Banda-
rískur flotaforingi, Knapp
að nafni, fékk einræðis-
völd. Bandarískir liðsforingj-
ar (,hernaðarráðgjafar‘ myndu
þeir vera kallaðir £ dag)
þjálfuðu her innfæddra sem
var látinn vinna skítverkin
fyrir hið erlenda hemáms-
vald og halda landslýðnum £
skefjum. Þegar sá her hafði
hlotið nægilega þjálfun í
manndrápum og pyndingum,
„Hryllilegt glappaskot
tv
hervaldi til að koma £ veg
fyrir að þjóð fengi að ráða
sér sjálf, liðsinnt þeim aft-
urhaldsöflum sem sitja yfir
hlut fátækrar, soltinnar og
vesællar alþýðu.
Þegar herforingjaklíka brauzt
til valda £ Domingo-lýð-
veídinu 25. september 1963 og
setti af forseta lýðveldisins,
Juan Boseh, aðeins sjö mán-
uðum eftir að hann tók við
embætti, hreyfði Bandaríkja-
stjóm hvorki hönd né fót
honum til stuðnings. Bosch
hafði verið kjörinn forseti
með miklum yfirburðum (63
prósentum atkvæða) £ nokk-
um veginn lýðræðislegum
kosningum £ desember árið
áður. 1 bandarísku alfræði-
riti er komizt svo að orði um
þetta: „Enda þótt stjóm
Bosch nyti mikils alþjóðlegs
stuðnings þegar hún tók við
völdurn var það ekki á færi
Bandaríkjastjómar né ann-
arra lýðræðisstjóma að sker-
ast £ leikinn þegar henni var
steypt“. Þama var átt við þá
skuldbindingu Bandaríkjanna
sem fyrst var orðuð á ráð-
stefnu Ameríkurfkjanna f
Montevideo 1933, ítrekuð
enn á ráðstefnunni £ Buenos
Aires 1936 og staðfest f sátt-
mála Bandalags Amerfkurfkj-
anna (OAS) sem gerður var f
Bogota 1948, þá skuldbind-
ingu að Ameríkuríkin skyldu
forðast alla íhlutun £ innan-
landsmál hvers annars. Þetta
er auðvitað ekki f fyrsta sinn
sem Bandarfkin bregðast
þeirri skuldbindingu, en hin
ólfku viðbrögð þeirra við at-
burðunum f Domingo haust-
ið 1963 og nú þessa dagana
era einkar lærdómsrík, ekki
sízt þeim sem enn þrjóskast
við að trúa því að ást á lýð-
ræði og réttlæti stjómi gerð-
um ráðamanna í Washington.
Hinn ágæti lýðræðissinni
John F. Kennedy lét það af-
skiptalaust þegar lýðræðið
var kæft f Domingo svo að
segja í fæðingu, en eftir-
maður hans sendir þangað
tugþúsund manna Iið þegar
almenningur rís upp gegn
valdaræningjunum og hyggst
endurreisa lýðræðið og setja
réttilega kjörinn forseta aft-
ur í embætti sitt.
Öllum óvilhöllum frétta-
mönnum hefur borið
saman um að byltingin sem
hófst f Domingo um fyrri
helgi hafi verið „réttnefnd
alþýðubylting“ („L’Express”),
hvað svo sem bandaríska
leyniþjónustan CIA kann að
kalla hana. Markmið hennar
var að „kalla eina þjóð-
kjöma, lýðræðissinnaða for-
setann sem lýðveldið hefur
haft heim úr útlegð“ („In-
formation“). Enginn barf að
furða sig á því að íbúar
Domingo séu orðnir lang-
þreyttir að bfða eftir lýðræð-
inu undir handarjaðri Banda-
ríkjamanna. Santo Domingo
öðlaðist að nafninu til sjálf-
stæði um miðja síðustu öld,
en lenti strax í klónum á
hinu albjóðlega auðvaldi, sem
tók veð í tolltekjum smá-
þjóðarinnar. Frá því 1905 inn-
heimtru agentar Bandaríkja-
stjórnar tollana og sú tilhög-
töldu Bandaríkjamenn sér ó-
hætt að hverfa á brott með
her sinn. Þeim varð að ósk
sinni; 1930 tók einn af Iæri-
sveinum þeirra, ótíndur
hrossaþjófur og morðingi,
Rafael Trujillo, sem í skjóli
þeirra hafði risið til hers-
höfðingjatignar, völdin í sín-
ar hendur. Hann stjómaði
landinu síðan óslitið í rúma
þrjá áratugi. Öhætt mun að
fullyrða að engin þjóð hafi
lifað hroðalegri og gerspillt-
ari harðstjóm en þjóð Dom-
ingo á þessum áram. Lýð-
ræðisvinimir í Washington
töldu enga ástæðu til íhlutun-
ar um málefni landsins þá.
Það var nú eitthvað annað;
þeir áttu ekki tryggari eða
hollari bandamann í gervallri
rómönsku Ameríku en „EI
Benefactor“ („velgerðarmann-
inn“) Trujillo. Hann var
þeim líka hjálplegur á ýme-
an hátt, eins og t.d. þegar
gengið var af lýðræðinu
dauðu í Guatemala. Hann
fékk óskammtaða hemaðar-
aðstoð frá Bandaríkjunum og
þeir voru fáir sem fettu fing-
ur út í það í því landi, nema
þá helzt þegar á daginn kom
að sonur hans, Radhames,'
eyddi álíka fjárhæðum í
Hol lywoodskæk jur.
Stjórnarferill þessa hollvin-
ar lýðræðissinnanna í
Washington tók enda maí-
kvöld eitt fyrir tæpum fjór-
um árum, þegar hann var
skotinn til bana úr launsátri
á þjóðveginum skammt frá
Santo Domingo. Skömmu
síðar hrökklaðist allt hyski
hans úr landinu og eyðir mi
illa fengnum auð sfnum á
næturklúbbum stórborganna
vestan hafs og austan. Juan
Bosch sem kosinn var for-
seti 20. desember 1962 hafði
flúið harðstjómina árið 1936.
Engum ■ hefur komið til hug-
ar að orða han við kommún-
isma þótt CIA myndi sjálf-
sagt ekki verða skotaskuld
úr því. Hann hefur verið
kallaður lýðræðissinnaður og
jafnvel vinstrisinnaður um-
bótamaður, en verkfallsmenn
sem hann sigaði lögreglu
sinni á þann stutta tíma
sem hann fór með völd köll-
uðu hann lepp heimsvalda-
sinna. „Sök“ hans í augum
lýðræðissinnanna í Washing-
ton var sú að hann fékkst ekki
til að banna starfsemi þeirra
samtaka sem hvað ötulast
höfðu unnið gegn harðstjóm
Trajillos, „Movimiento 14 de
Junio“, sem Iært höfðu af
baráttu Castros gegn harðstjórn
Batista, þótt Bosch leyfði
hins vegar ekki starfsemi
kommúnista né sósíalista.
Bosch er einn þeirra manna
sem trúað hafa á lýðræðisást
ráðamanna í Washington. En
það var vonsvikinn maður
sem mælti þessi orð í banda-
rískt sjónvarp á sunnudaginni
— Eina von mín er, eina bón
mfn til almenningsálitsins f
Bandaríkjunum, til Johnsons
forseta, til allra heiðarlegra
manna er að bætt verði fyrir
þetta hryllilega glappaskot,
svo að þjóð Domingo öðlist
það sem hún hefur barizt fyr-
ir, frelsi og mannsæmandi líf.
— ás.