Þjóðviljinn - 04.05.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.05.1965, Blaðsíða 6
0 StÐA ÞIÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. maí 1965 NATÓ Franskri kurteisi hefur löng- um verið viðbrugðið, og Gromiko utanríkisráðherra Sov- étríkjanna hefur ekki farið varhluta af henni undanfarna daga. Franska stjórnin tók honum af slikum kostum og kynjum að einsdæmi er um mann sem ekki ber þjóðhöfð- ingjatign. Viðræður við de Gaulle forseta, Pompidou for- sætisráðherra og de Murville utanríkisráðherra hafa dag eft- ir dag skipzt á við veizlur og hátíðasýningar gestinum til heiðurs. Bandarísk blöð kvarta yfir að aldrei hafi bandarísk- um utanríkisráðherra verið tekið af slíkri viðhöfn í París. Með öllu umstanginu við gest- iun frá Moskvu leitast de Gaulle við að undirstrika þá stórpólitísku þýðingu sem heimsóknin hefur í hans aug- um. Undanfarin ár hefur franski forsetinn losað land si.tt smátt og smátt úr tensl- um við Bandaríkin, í þvi skyni að binda endi á það ástand sem hann nefnir umbúðalaust bandaríska yfirdrottnun yfir Vestur-Evrópu. Jafnframt hef- ur hann beitt áhrifum Frakk- lands til að ýta undir þróun- ina brott frá sovézkri yfir- drottnun f austurhluta álfunn- ar. Nú telur de Gaulle svo mikið hafa miðað í rétta átt að unnt sé að byrja að þoka áleiðis sameiningu Evrópu „frá Atlanzhafi til Úralafjalla" eins og.hann kemst jafnan að orði. Þegar þetta er fest á blað er það eitt vitað með fullri vissu um niðurstöður af við- ræðum Gromiko við franska valdhafa að stjómir Sovétríkj- anna og Frakklands hafa í sameiningu lýst lofthemað Ljóðabók aftir Sigurð Norland Út er komin Ijóðabók eftir sr. Sigrurð Norland í Hindisvík sem ber það yfirlætislausa nafn: „Nokkur kvæði og vísur.“ ! þessari bók kennir margra grasa. Þar má finna náttúru- kvæði og tækifæriskvæði, þýð- ingar úr dönsku, ensku og lat- ínu. svo og kveðskap á ensku Og er sá kveðskapur mjög rammlega rímaður engu síður en sá íslenzki. Og varla munu aðrir yrkja hringhendur á ensku nú til dags. En sérlega mikið fer fyrir margvíslegum baráttukvæðum og beitir hinn aldni guðsmaður geiri sínum jafnt gegn atómsprengjum og fækkun prestakalla. framferði brezkra í landhelgismálum og fornleifagreftri í Skálholti. Heimskommúnisminn fær einnig sín skeyti: „Hún (þ.e. íslenzk þjóð) valdi ið vestræna frelsi. en vélráðum austursins hratt“ — hinsvegar er lögð mikil áherzla á kirkjulega tryggð þeirrar sömu þjóðar: „og hún vill, sem allir vita? engan missa prestThvað þá biskup, er hún ávallt7allra dá- ir mest“ segir í biskupsvígslu- kvæði. Einkum er þó Sigurði Nor- land uppsigað við atómkveð- skap og yrkir margt þar um, þ.ám. eftirfarandi vfsu: „Þeir sem geta ekki ort/af því rimið þxdngar7ættn að stunda annað sport7eða hugrenningar". ' Bókin er 164 bls. og er höf- undur sjálfur útgefandi. á graf arbakkanum Arangurinn sem de Gaulle hefur þegar náð stafar ekki af því að franski forset- inn búi yfir neinum töframætti, heldur glöggskyggni hans á hvert straumur þróunarinnar liggur og lægni að nota sér hann fyrirætlunum sínum til framdráttar. Kalda stríðið f Evrópu er að lognast útaf og andkommúnisminn sem því fylgdi í vesturhluta álfunnar er í andarslitrunum. Hættan á sovézkri árás á Vestur-Evrópu var aldrei annað en hugarburð- ur, en meðan harðstjóri ríkti í Moskvu var unnt að telja töluverðum hluta Evrópumanna trú um að hún væri veruleiki. Nú er þjóðsagan um nauðsyn órofa samstöðu NATÓ-ríkja til að afstýra sovézku herhlaupi hvergi tekin alvarlega, og að- eins í tveim evrópskum höfuð- borgum, Bonn og Reykjavík. fyrirfinnast stjórnmálamenu sem eru svo langt afturúr að Bandaríkjamanna gegn Norð- ur-Vietnam ógnun við heims- friðinn og skuldbundið sig til að vinna saman að friði f Viet- nam á grundvelli ákvæða Genf- arsamningsins. Þar er svo fyrir mælt að Vietnam skuli vera eitt ríki og engin erlend hernaðaríhlutun eiga sér stað í landinu, en ófriðurinn sem nú geisar hlauzt af því að Bandaríkjastjórn virti þessi samningsákvæði að vettugi. Með tilkynningu de Murville og Gromiko lýsir því franska stjórnin andstöðu við stefnu Bandaríkjanna í Suðaustur- Asíu afdráttarlausar en nokkru sisnni fyrr. Orðrómur er á kreiki um að de Gaulle hafi í hyggju að segja Frakkland að fullu og öllu úr Suðaust- ur-Asíu bandalaginu, en hann hefur þegar neitað franskri þátttöku í ráðherrafundi banda- lagsins sem stendur yfir í London en sent lágt settan embættismann til að fylgjast með fundarstörfum, og hætt við að senda frönsk herskip til að taka þátt í flotaæfing- um bandalagsins á Kínahafi. Sovétríkin og Frakkland eru of fjarri vettvangi til að þau geti ráðið gangi mála f Suðaustur-Asíu þótt þau legg- ist á eitt, en f málum Evrópu geta ríkin tvö í sameiningu komið miklu til leiðar. Sam- drátturinn með Frakklandi og Sovétríkjunum hófst fyrir al- vöru í vetur, þegar de Gaulle kunngerði 'að lausn Þýzka- landsmálsins yrði að vera við- fangsefni Evrópuríkja og þá fyrst og fremst nágrannaríkja Þýzkalands. Þar með væri Bandaríkjunum skákað til ,hlið- ar af taflborði Evrópu. de Gaulle gerir sér ekki í hug- arlund að sú sameining Evr- ópu sem fyrir honum vakir gerist f einni svipan, heldur taki hún langan tíma. Mark- mið hans með viðræðunum við Gromiko undanfarna daga var að leggja grundvöll sem síðan megi smátt og smátt byggja á. Af Frakka hálfu voru viðræðurnar undirbúnar með því að slá fastri sérstöðu og sjálfstæðri stefnu Frakk-^ lands innan Atlanzhafsbanda- lagsins. Skömmu áður en Gromiko kom til Parísar lýsti Mesmer, franski landvarna- ráðherrann, yfir, að hann myndi að vísu sækja. fund landvamaráðherra NATÓ í sumar, en einskis árangurs væri þar að vænta, vegna þess að afstaða Frakklands og Bandaríkjanna væri ósamrým- anleg. Fyrirhuguð yfirlýsing Vesturveldanna um mál Þýzkalands hefur til þessa strandað á því að Bandaríkja- stjórn hafnar kröfu Frakka að þar verði tekið fram að lausn Þýzkalandsmálanna sé fyrst og fremst verkefni nágrannaríkia Þýzkalands bæði að vestan og austan. þeir halda að enn sé tilhlýði- legt að látast trúa henni. Járatjaldið -margumtalaða er úr sögunni, þrátt fyrir Ber- línarmúrinn. Viðskipti milli Austur- og Vestur-Evrópu aukast dag frá degi. Fólk ferðast miljónum saman fram og aftur milli álfuhlutanna. Tuttugu árum eftir að Evrópa klofnaði í lok heimsstyrjaldar- innar síðari, sjást þess ótví- ræð merki að álfan er að vaxa saman á ný. Utanríkisstefna de Gaulle hefur fest svo traustjr rætur í Frakklandi að flestra mál er að meginatriði hennar muni haldast hver svo sem stjómar í París um fyrirsjá- anlega framtíð. Bandaríkja- menn reyna að hugga sig við að gaullisminn í utanríkismál- um sé einskorðaður við Frakk- land, en það er óskhyggja. Nýjar hugmyndir og ný við- horf sem eiga það sameigin- legt að gengið er út frá því sem gefnu að kalda stríðið sé úr sögunni skjóta upp koll- inum hvarvetna um Evrópu. Spaak utanríkisráðherra Belgíu og stjórnir Noregs og Dan- merkur eru þess fýsandi að Papacki-áætlunin pólska sé tekin til umraíðu á ný. Meg- inatriði hennar er svæði án kjarnorkuvopna í Mið-Evrópu, en hugmyndin er að á eftir fylgi ráðstafanir sem hafi í för með sér samstiga fækkun í bandarískum og sovézkum herjum f Þýzkalandi unz er- lendri hersetu er aflétt. Meira að segja í Vestur-Þýzkalandi eru uppi hugmyndir um breytta stefnu. Schröder utanríkisráð- herra að Mende varakanslari eru þess fýsandi að Hallstein- kenningin sé látin lönd og leið og tekið upp stjómmála- samband við öll ríki Austur- Evrópu nema Austur-Þýzka- land. Berthold Beitz, fram- kvæmdastjóri Krupps-verk- smiðjanna, vinnur látlaust að því að koma á samvinnu milli vesturþýzks þungaiðnaðar og þjóðnýttra atvinnuvega Aust- ur-Evrópu. Beitz hefur þegar samið við pólsk og búlgörsk Siglfirðingar sigursælastir ■ Siglfirðingarnir Benedikt Sigurðsson kennari, Hlöð- ver Sigurðsson skólastjóri og Pétur Gautur Kristjáns- son fulltrúi bæjarfógeta sigruðu glæsilega í spurninga- þætti útvarpsins „Kaupstaðirnir keppa“. Þessi spumingakeppni hef- ur notið almennra vinsælda hlustenda og þar hafa komið fram í 13 þáttum 44 fulltrúar kaupstaðanna 14. stjórnendur voru þeir Birgir Isleifur Gunnarsson og Guðni Þórðar- son og þulur oftast nær Gunnar Eýjólfsson. I úrslitakeppninni mættu Siglfirðingamir þrír Hafnfirð- ingunum Eiríki Pálssyni, Ólafi Þ. Kristjánssyni og Sigurveigu Guðmundsdóttur. Hljóp Eirík- ur í skarð Magnúsar Más Lár- ussonar prófessors sem var veikur. Siglfirðingar unnu sem fyrr var sagt með 117,2 stigum, en Hafnfirðingamir hlutu 100,8 stig. ☆ Aðalverðlaun sigurvegar- anna voru gefin af Flugfélagi íslands-: Dugferð til Kaup- mannahafnar og heim aftur, en Ríkisútvarpið sér ferða- löngunum fyrir þriggja daga uppihaldi í Höfn. Pétur Gautur Kristjánsson, hinn fróði Siglfirðingur. Myndin var tekin á sl. vori í bænum Sörvági í Færeyjum, er hann var þar á ferð í hópi nokkurra íslenzkra blaðamanna. Pétur hefur sett upp færeyska húfu (Þó ekki að réttum sið Færeyinga) og tyllt sér klofvega á bryggjupolla. Frumkvöðlar Efnahagsbanda- lags Evrópu ætluðust til að það yrði undanfari Atlanz- hafssamfélags sem sameinaði Vestur-Evrópu og Bandaríkin. Sú hugmynd er nú úr sögunni, hún strandaði á því að Vest- ur-Evrópa klofnaði í EBE og Fríverzlunarbandalagið og báð- ir þessir aðilar ráku sig á að þeir hafa ekki bolmagn til að keppa við bandarísk risafyrir- tæki. Þróunin í Evrópu bein- ist nú að efnahagskerfi sem spannar um álfuna alla, brú- ar bilið milli EBE og Efna- hagsbandalagsins og tengir Austur- og Vestur-Evrópu traustum viðskiptaböndum. Ágengni bandarísks fjármagns, einkum fyrirtækja hcrgagna-®- iðnaðarins, rekur á eftir. Verkamannaflokksstjómin í Bretlandi hefur þegar ákveð- ið að taka upp nána sam- vinnu við Frakka um flug- vélasmíðar, og margt bendir til að Bretar og Frakkar séu að leita samstöðu í þeirri end- urskoðun í fjármálkerfi auð- valdsheimsins, sem sífellt verð- ur brýnni. Franska stjómin gerir það sem í hennar valdi stendur til að losa Bretland úr tengslum við Bandaríkin, en jafnframt býr hún sig und- ir að koma á samstarfi meg- inlandsríkjanna án Bretlands, ef annars er ekki kostur. Meg- inágreiningur stjórnanna í Par- ís og Bonn er ekki um það hvort tekin skuli upp samvinna austur á bóginn, heldur hve víðtæk hún skuli vera. Fyrir vesturþýzku stjórninni vakir Utanríkisráðherramdr Gromiko og de Murville. að reyna að kljúfa smærri ríki Austur-Evrópu frá Sovétríkj- unum; franska stjórnin er þvf gersamlega andvíg, að hennar dómi er bæði óframkvæman- legt og óhyggilegt að reyna að útiloka Sovétríkin frá evr- ópsku stjómmála- og viðskipta- kerfi. Nýskipanin sem fyrir Frökk- um vakir er ósamrýman- leg hernaðarblökkunum sem frusu saman í kalda stríðinu. Þess vegna lagði de Gaulle slíka áherzlu á afnám stór- veldayfirráða og samvinnu sjálfstæðra ríkja í sjónvarps- ræðunni á þriðjudaginn. Þeg- ar hefur verið ákveðið 1 París að segja upp Atlanzhafsbanda- Iagssáttmálanum um leið og hann rennur út 1969. de Gaulle hefur ekkert á móti lauslegu 'bandalagi við Bandaríkin, en hann er staðráðinn í að koma Atlanzhafsbandalaginu sem bandarísku yfirdrottnunartæki fyrir kattarnef. Aðstaða hans til að vinna önnur Vestur- Evrópuríki til. fylgis við sjón- armið sín fer að verulegu leyti eftir því hversu til tekst í við- ræðum frönsku og sovézku stjómanna. M.T.Ó. Frumvarp um rannsókmr / þágu atvinnuveganna Frumvarpið um rannsóknir í þágu atvinnuveganna var til 2. umræðu í neðri deild f gærdag. Var menntamálanefnd deildar- innar einhuga um málið að mcstu. Einar Olgeirsscn Dutti breyt- ingartillögu við frumvarpið þar sem lagt var til að sérstök deild yrði sett á laggirnar innan Haf- rannsóknarstofnunarinnar, er hefði með höndum tilraunir með ný veiðarfæri og veiðiaðferðir, ennfremur rannsóknir á hag- kvæmustu gerðum fiskiskipa, miðað við íslenzkar aðstæður. Loks skyldi deildin hafa með höndum upplýsingastarfsemi um þessi efni. Þá gerir tillagan ráð fyrir þvi, að árið 1967 verði þessi deild gerð að sérstakri sjálfstaaðri stofnun, Tæknistofnun sjávarút- vegsins, er hafi fyrrgreind verk- efni. Þessi tillaga Einars var felld, en frumvarpið síðan samþykkt til 3. umræðu með breytingum menntamálanefndar. Verður nánar skýrt frá efni þessa viðamikla frumvarps í blaðinu síðar. Benedikt Sigurðsson Hlöðver Sigurðsson stjómarvöld um sameign og sameiginlegan rekstur á verk-' smiðjum, þar sem Krupp legg- ur fram vélar og tæknikunn- áttu en ríkin sem í hlut eiga sjá fyrir orku, verksmiðjubygg- ingum og vinnuaDi. Samning- ar standa yfir við Ungverja- land um samskonar félags- rekstur. Beitz miðar að því að vélaútDutningur Krupps til Austur-Evrópu verði árið 1975 orðinn álíka mikill og sala fyrirtækisins í öllum löndum Efnahagsbandalagsins var á síðasta ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.