Þjóðviljinn - 29.05.1965, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. maí 1965
HðSmiHfN
stða 3
Míki5 mannfall í hörðum
átökum í Suður-Vietnam
SAIGON 28/5 — Mörg hundruð manns féllu í
hörðum bardögum og loftárásum í Suður-yietnam
á föstudag, og hefur mannfall sjaldan eða aldrei
orðið eins mikið á einum degi í þessu stríði öllu.
Samtímis þessu misstu níu Bandaríkjamenn lífið,
er tvær þyrlur rákust á yfir Bien Hoa-herstöð-
inni. Bandarískar flugvélar mættu nú sumsstaðar
svo mikilli skothríð úr loftvarnabyssum Norður-
Vietnammanna, að þær urðu frá að hverfa, og er
það í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn viður-
kenna, að slíkt hafi komið fyrir.
Þyrlurnar tvær rákust á í um
30 metra hæð yfir Bien Hoa-
herstöðinni. sem er um 20 km
frá Saigon. Átta manns af ellefu
létust samstundis. einn lézt síð-
ar af sárum sínum og tveir aðr-
tr eru alvarlega særðir.
Frestað för
Vegna þess ótrygga stjórn-
málaástands. sem enn ríkir í
Suður-Vietnam. hefur sendiherra
Bandaríkjanna i landinu, Max-
well Taylor. hershöfðingi, frest-
ið fyrirhugaðri för sinni til
Washington, en þar átti hann
að gefa Johnson forseta og Dean
Rusk skýrslu um gang mála i
Vietnam. Ekki er enn vitað,
hvenær Taylor heldur vestur,
trúlegast þykir, að það verði ein-
hvemtíma um helgina, að því
er Bandaríkjamenn í Saigon
segja. Orsökin fyrir stjórnmála-
vandræðunum í Saigon nú er
aðallega sú, að forsetinn, Phan
Khac Suu, hefur neitað að fall-
ast á þær breytingar á ríkis-
stjóminni, sem forsætisráðherr-
ann, Phan Huy Quat, hafði á-
kveðið.
Mikið mannfall
Hvaðanæva að úr Suður-Viet-
nam berast nú fréttir af hdrð-
um bardögum milli Víetkong og
stjómarhers og Bandaríkja-
manna og hefur mannfall orðið
mikið hjá báðum. Eins og áður
segir, héldu bandarískar flug-
vélar í dag áfram loftárásum á
Norður-Vietnam, en mættu nú
sumsstaðar svo mikillí skothríð
úr loftvamabyssum, að þaer urðu
frá að hverfa. Segja Bandaríkja-
menn í Saigon í þessu sambandi,
að nauðsynlegt sé að gera meiri
sprengjuárásir á radarstöðvar
og loftvamastöðvar landsins, eigi
að halda loftárásunum áfram af
sama krafti og verið hafi.
Heríitboð
Enska kvikmynd-
in „The Knaek“
fær Cannes-
verðlaun
CANNES 28/5 — Enska kvik-
myndin „The Knack“ fékk á
föstudag heiðursverðlaunin
„Gullna pálmann" á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes. Leikstjóri
myndarinnar er Richard Lester,
sem fyrir nokkru gerði Bítla-
kivkmyndina „A Hard Day’s
Night‘“ Verðlaun fyrir bezta
leik ársins hlutu tveir enskir
leikarar, þau Terence Stamp
og Samantha Eggar, fyrir leik
sinn í bandarísku myndinni „The
Collector“.
Þessi verðlaunakvikmynd er
háð um ensku unglingahópana,
sem nefndir em Mods og
Rockers.
I
SALISBURY 28/5 — Talsmaður
Suður-Rhódesiustjórnar skýrði
svo frá í dag, að sent hefði ver-
ið herlið til hins afskekkta Nuan-
etsi-héraðs, en á föstudagsmorg-
un var lýst yfir hernaðarástandi
í héraðinu. Hinsvegar kvað tals-
maðurinn ósannar fregnir þess
efnis, að afríski þjóðernissinna-
leiðtoginn Joshua Nkomo hefði
ásamt tæplega sex hundruð
mönnum öðrum flúið úr Gonak
udzingwa-fangahúðunum, en þar
er hann nú i haldi.
M@sta námuslys sem orðið hefur:
375 indverskir námumenn
létu líf sitt í oærdag
Hefndarárás yfir
landamæi i Jórdan
Fjórir menn felldir, þar af tvö börn
Alþjóðaráðstefna?
NEW YORK 28/5 — Sovétstjóm-
in lagði það í dag formlega til,
ag afvopnunamefnd Sameinuðu
þjóðanna kalli saman alþjóða-
ráðstefnu í því skyni að ná al-
þjóðlegu samkomulagi um bann
við beitingu kjamavopna. Komi
þetta þing saman ekki síðar en
á fyrra hluta árs 1966.
KAÍRÓ og TEL AVIV 28/5 —
Leiðtogafundur tólf arabaríkja,
sem haldinn er í Kaíró, ræddi
enn á föstudag stefnuna gagn-
vart Israel, jafnhliða því sem
fregnir bárust af því, að ísraels-
menn hefðu gert hefndarárás
inn yfir Iandamæri Jórdan. —
Fjórir menn, þar af tvö börn,
voru drepnir í árásinni, sem
ísraelsmenn segja vera hefndar-
árás fyrir árásir Jórdana á þorp
ísraelsmanna.
Nasser Egyptalandsforseti átti
í dag viðræður um þessi mál við
forsætisráðherra Jórdan, W asfi
E1 Tell. f Tel Avív lýs.ti utanrík-
isráðherra ísraels, frú Golda
Meir, þvi yfir, að sögn AFP, að
ef arabaríkin haldi skemmdar-
verkastarfsemi sinni áfram gagn-
vart fsrael, muni þau verða að
gjalda slfict dýru verði. — Það
er ekki löng leið yfir landamær-
in og við ætlum okkur ekki að
bíða eftir því, að Arabamir
taki frá okkur vatnið. sagði ut-
anríkisráðherrann. Með því að
verja rétt okkar til vatnsins,
verjum við landamærin. Frú
Golda Meir sagði ennfremur, að
ísrael gæti ekki sannað það,
hver stæði bak við skemmdar-
verk arabanna, en vitað væri,
hvaðan þau kæmu, og það væri
nóg.
Hætt við Gemiii?
KENNEDYHÖFÐA 28/5 —
Bandariska kjarnorkumálastofn-
unin Nasa skýrði svo frá á
föstudag, að svo kunni að fara,
að fresta verði geimferðinni i
næstu viku, en sem kunnugt er
var ætlunin að skjóta mönnuðu
geimfari, Geanini 4, á Ioft og
tveim mönniun með. Segir stofn-
unin, að óvæntir erfiðleikar hafi
komið til sögunnar, en ekki vildu
þó vísindamenn fullyrða það, að
fresta þurfi geimskotinu.
Á föstudagskvöld bárust svo
þær fréttir að vestan, að banda-
rískir vísindamenn hyggist gera
Gemini?tilraunina næstkomandi
fimmtudag.
^HANBAD 28/5 — 375 indversk-
’r -námirmenn létu i dag líf sitt
er mikil sprenging varð í námu
einni í grennd við Dhanbad í
indverskg fylkinu Bihar. 16
manns, sem voru ofanjarðar er
sprengingin varð, en í grennd
við námugöngín, eru alvarlega
særðir.
Það var um morguninn, sem
slysið varð. Vaktaskipti voru í
bann veginn að fara fram og
Sví óvenjumargt manna niðri f
námunni. Náman liggur við
Dhori, sem er um það bil 100
‘<m frá Dhanbad f Austur-Ind-
landi.
Á föstudag höfðu björgunar-
menn fundið 60 látna niðri f
námunni, en sökum eiturgass
komust þeir ekki til þess að
'iarlægja Ifkin. Talsmaður náma-
'élagsins skýrir svo frá, að
^nda þótt einhverjir námumenn
kunni að hafa lifað af spreng-
3RUSSEL 28/5 — Það er haft
’ftir góðum heimildum í Brussel
' dag, að tillögumar um nánara
'amband við EBE og EFTA komi
’nnilega ekki til umræðu fyrr
'n siðar i sumar. Ástæðan fyrir
nessari töf er sú, að tillaga sú
bessa efnis, sem samþykkt var á
Eftafundinum f Vín í vikunni,
nefur enn ekki verið formlega
-taðfest af Eftaráðinu.
inguna, megi fullvíst telja að
eiturgasið hafi orðið þeim að
bana. Læknar og hjúkrunar-
konur voru send til námunnar
frá Dhanbad, er kunnugt varð
um slysið, en gátu aðeins líkn-
að þeim, er ofanjarðar voru og
særðust illa, sem fyrr segir.
Það er til marks um það, hve
sprengingin var gífurleg, að
skrifstofuhús námafélagsins í
grennd við námugöngin eyði-
lögðust gjörsamlega. Þetta er
versta námuslys, sem orðið hef-
ur frá því gassprenging varð f
námu f Saarbruecken í febrúar
1962. Þá létu 298 vesturþýzkir
námamenn líf sitt.
Samsærí uppgötvað
gegn Súdanstjórn
nras'ið ekkl að
stilla bílinn
■ HJÓLASTTLLINGAR
fli MÓTORSTILLINGAR,
Skiptum um kerti og
platínur o.fl.
BílaskoSn
Skúiagöta 33. gjnrf T3-109.
KHARTOUM 28/5 — Það er
haft eftir góðum heimildum f
Khartoum í dag, að upp hafi
komizt um samsæri gegn stjórn-
inni f Súdan. Hafi hér verið
að verki hópur liðsforingja sem
reynt hafi að vinna bug á stjórn-
inni með því að taka útvarps-
stöð landsins f sínar hendur svo
og mikilvægar byggingar í borg-
inni. Stjóminni hafi þó borizt
vitneskja um þessar fyrirætlan-
ir og hafi henni tekizt að vinna
bug á hinum væntanlegu upp-
reisnarmönnum.
Ekki er enn vitað um hand-
tökur í sambandi við þetta mál,
en vitað er, að ríkisstjórnin hef-
ur gripið til ýmiskonar örygg-
isráðstafana. Segir f tilkynningu
stjómarinnar, að henni sé full-
kunnugt um öll atriði samsær-
isins.
Núverandi stjórn í Súdan er
undir forystu Sirr el Khatim
Khalifa og var sú stjórn mynd
uð í nóvember í fyrra eftir sjö
daga langa uppreisn. Lauk þá
sex ára stjórn herforingja, sem
voru undir forystu Abboud for-
seta.
Dagskrá 28. Sjómannadagsins
Sunnudaginn 30. maí 1 965
Portúgalskur sendi-
herra afhendir trún-
aðarbréf sín
Hinn nýi sendiberra Portúgal
Antonio Pinto de Mesquita af-
henti i gær fonseta Islands trún-
aðarbréf sitt við hátíðlega at-
höfn á Bessastöðum, að við-
stöddum utanríkisráðherra.
V-Þiéðveriar
meB í ráðum
LONDON 28/5 — Talsmaður
ensku stjómarinnar skýrði svo
frá i dag. að Vestur-Þýzkaland
verði haft með í ráðum er tek-
in verður til umræðu tillaga um
að hindra það, að kjamavopn
komist á fleiri hendur en nú
er. Bandaríkin og England hafa
átt óformlegar viðræður um
þessa tillögu, en eftir um það
bil viku munu þessi ríki snúa
sér til Vestur-Þýzkalands og
Kanada og bjóða beim að ræða
málið. — Þessa tillögu er ætl-
unin að leggja fyrir 17 rikja af-
vopnunarráðstefnuna, sem á að
koma saman á ný í Genf.
TÓKÍÓ 28/5 — Á föstudag urðu
enn tvær sprengingar, að vísu
litlar, um borð í norska skip-
inu „Heimvard“, sem liggur
brennandi á höfninni í Murnor-
Frá skrifstofu forseta íslands) an í Nor'ur-Japan.
08.00 Fánar dregnir að hún á skipum
í höfninni.
09.30 Sala á merkjum Sjómannadags-
ins og Sjómannadagsblaðinu hefst.
11.00 Hátíðamessa í Laugarásbíói. —
Prestur séra Grímur Grímsson.
Kirkjukór Ásprestakalls. Söngstjóri:
Kristján Sigtryggsson. Einsöngvari:
Kristinn Hallsson.
13.30 Lúðrasveit Reykj avíkur leikur
sjómanna- og ættjarðarlög á Austur-
velli.
13-45 Mynduð fánaborg á Austurvelli
með sj ómannafélagafánum og íslenzk-
um fánum.
14.00 Minningarathöfn:
a) ' Vígslubiskup, séra Bjami Jónsson,
minnist dmkknaðra sjómanna.
b) Guðmundur Jónsson, söngvari,
syngur.
ÁVÖRP:
a) Fulltrúi ríkisstjórnarinnar, Guðm. f.
Guðmundsson, utanríkisráðherra.
b) ' Fulltrúi útgerðarmanna: Matthías
Bjamason, alþm. frá fsafirði.
c) Fulltrúi sjómanna: Jón Sigurðsson,
forseti Sjómannasambands íslands.
d) Afhending heiðursmerkja sjómanna-
dagsins: Pétur Sigurðsson, alþm.,
formaður Sjómannadagsráðs.
e) Karlakór Revkjavíkur syngur.
☆ ☆ ☆
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á milli
ávarpa. Stjómandi lúðrasveitarinnar og
Karlakórsins er Páll P. Pálsson.
☆ ☆ ☆
Um kl. 15-30, að loknum hátíðahöldun-
um við Austurvöll fer fram kannróð-
ur í Reykjavíkurhöfn. — Verðlaun
afhent.
☆ ☆ ☆
Konur úr Kvennadeild S.V.F.Í. selja
Sjómannadagskaffi í Slysavarnahúsinu
á Grandagarði frá kl. 14 00. — Ái?óðinn
af kaffisölunni rennur til sumardvalar
harna frá bágstöddum siómannaheim-
ilum.
Verið er að taka í notkun í Hrafnistu
nvia vistmannaálmu. Hún verður til
sýnis fyrir þá, sem bess ócka á S)ó-
’nannadaginn kl lý.00—17.00.
☆ ☆ ☆
Á Sjómannadaginn, sunnudaginn 30
maí, verða kvöldskemmtanir á vevum
Qíómannadagsins á eftirtöldum stöðum:
SÚLNASAL HÓTEL SÖGU:
Sjómannadagshóf.
BREIÐFIRÐING ABÚÐ:
Gömlu- og nýju dansamir.
GLAUMBÆ: — Dansleikur.
INGÓLFSCAFÉ: — Gömlu dansamir.
KLÚBBURINN: — Dansleikur.
RÖÐULL: — Dansleikur.
SIGTÚN: — Dansleikur.
— Sjómannadagshófið að Hótel Sögu
hefst kl. 20.00. Óseldir aðgöngumiðar að
því afhentir þar frá kl. 14.00—16 00 á
laugardag og eftir kl. 16.00 á sunnudag.
Aðgöngumiðar að öðrum skemmti-
stöðum afhentir við innganginn í við-
komandi húsum frá kl. 18.00 á suimu-
dag. — Borðapantanir hjá yfirþjón-
unum. — Allar kvöldskemmta'n-imar
standa yfir til kl. 02.00.
☆ ☆ ☆
Sjómannadagsblaðið verður afhent
sölubömum í Hafnarbúðum og Skáta-
heimilinu við Snorrabraut í dag, laug-
ardag, frá kl. 14.00—17.00. Einnig verða
merki Siómannadagsins og Siómanna-
dagsblaðið afhent sölubömum á Sjó-
mannadaginn, sunnudaginn 30. maí frá
kl. 09.30 á eftirtöldum stöðum:'
Vezzlnnin Straumnes v. Nesveg
I.R.-húsinu við Túngötn
Verzlunin Laufás, Laufásvegi
Sunnubúð. Mávahlíð
Laugalækjarskóla
Breiðagerðisskóla
Melaskóla
Hafnarbúðum
Skátaheimilinu, Snorrabraut
Hlíðaskóla
Biðskýlinu, Háaleitisbrant
Vogaskóla
Auk venjulegra sölulauna fá böm,
sem selja merki og blöð fyrir 100,00
kr. eða meira aðgöngumiða að kvik-
mvpdasýningu í Lauftarásbíói.
MUNIÐ EFTIR SJÓMANNADAGS-
KAFFINU í SLYSAVARNAHÚSINU.