Þjóðviljinn - 29.05.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.05.1965, Blaðsíða 10
Norðlenzkir bíða nú eftir Laagardagur 29. mal 1965 — 30. árgangur 119. tölublað. Landsliðið tapaði í gær 0:3 Jórnhausmenn í kappróðri síldinni ■ Eftir ísavetur spá margir síldarsumri fyrir Norð- urlandi og er þó flest á huldu í þeim efnum ennþá en Norðlendingar lifa í voninni. ■ Þjóðviljinn hafði samband við nokkra síldar- staði fyrir norðan í gærdag og fara hér á eftir frásagnir fréttaritara á þessum stöðum. Siglufjörður Hér er þegar hægt að taka á móti síld. ef það er ekki að storka forlögunum, sagði frétta- ritari Þjóðviljans á Siglufirði í gærdag. Síldarverksmiðjan Rauðka er þegar tilbúin og SRP verksmiðj- an ásamt löndunarbryggju er reiðubúin til móttöku en löndun- arbryggjan hjá SR 46 er í lama- sessi þar sem verið er að rífa niður alla tóra og skipta um löndunarbönd og verður þó þessi löndunarbryggja tilbúin fyrstu dagana í júní. Verksmiðjukostur Siglufjarð- ar getur brætt þrjátíu þúsund mál á sólarhring og við erum alveg til í tuskið. Þá verður starfrækt hér tuttugu og ein söltunarstöð í sumar og geta plönin saltað um 25 þúsund tunnur á sólarhring, en síldar- saltendur hafa sumir hverjir ekki ráðið til sín mannskap enn- þá og hyggjast bíða átekta. Nú er mikið í húfi fyrir Siglu- fjörð sem byggðarlag í sumar og myndu margir ekki þola eitt síldarleysisár í viðbót og hyggj- ast flytja alfarnir næsta haust, ef þetta sumar bregst með síld- ina. — K. F. Ólafsfjörður Hér eru allir bátar önnum kafnir við undirbúning síldar- vertíðar og fer fyrsti þeirra á veiðar í nótt, — Það er Skag- firðingur, en hann er nýlega keyptur hingað til Ólafsfjarðar og verður skipstjóri á honum Jón Guðjónsson sem var áður með Stíganda og skipverjar ann- ars allir heimamenn. Aðrir bátar munu halda út á miðin eftir sjómannadag, — það eru Sæþór, Ólafur bekkur. Guð- björg og Stígandi. Hér verður starfrækt þúsund mála síldarverksmiðja í sumar og verður hún vinnsluhæf fyrstu viku ai júní. Þá verða starfrækt hér þrjú síldarplön, — Jökull h.f., Stígandi s.f. og Auðbjörg h.f. Flökunarvélar voru settar upp á öll þessi plön í fyrrasumar og miðar undirbúningi vel áfram fyrir komandi síldarvertíð. Það stendur ekki á okkur að taka á móti síldinni hér í Ólafs- firði. 1 næstu viku hefja fimm bátar ufsaveiðar yið Grimsey, en þess- ar veiðar gáfust vel í fyrrasum- ar. Annars gekk netavertíðin með afbrigðum illa í vetur og áraði illa til sjávar; og hér er á'kaflega gróðursnautt og þoka liggur yfir dag eftir dag. — S. J. Akureyri Sex bátar stunda síldveiðar héðan í sumar og eru f jórir bát- anna þegar komnir austur á mið- in. — Súlan, Sigurður Bjamason, Snæfellið og Ólafur Magnússon og eru allir þessir bátar búnir að veiða síld. Þá er Akraborgin á förum í nótt, en Gylfi IX. er encnþá fyrir sunnan og er í óða önn að tygja sig til brottfarar. Krossanesverksmiðjan bræðir 3 þúsund mál á sólarhring og er þegar í vinnsluhæfu ástandi og getur tekið á móti síld. Eins mun með Hjalteyrarverk- smiðjuna jog getur vinnsla haf’zt þar með litlum fyrirvara, — þannig stendur ekki á móttöku- skilyrðum hér í Eyjafirði. Þess má geta í lokin, að Norð- urlandsborinn er hættur borun hér og var síðast staðsettur í Glerárgili og boraði þar án ár- angurs eftir heitu vatni. — Þ.J. Dalvík Frömdu innbrot í Glaumbæ í fyrrinótt handtók lögreglan tvo pilta er höfðu brotizt inn í veitingahúsið Glaumbæ og stolið þar 24 flöskur af áfengi og 5 pakkalengjum af sígarettum. Höfðu þcir farið inn um þak- glugga á húsinu og síðan brotið upp tvcnnar dyr. Það var bíl- stjóri sem varð var við ferðir piltanna með þýfið nálægt um- fcrðarmiðstöðinni og þótti hon- um þeir hegða sér grunsamlega og gerði lögreglunni aðvart. Nú hefur verið ákveðið að skipshöfnin af „Jámhausnum“ H.V. I., taki þátt í kappróðrinum, sem fram fer í Reykjavíkurhöfn kl. 4 á Sjómannadaginn. Eins og kunnugt er Þá er „Jámhausinn“ eitt mesta aflaskip, sem Þjóðleikhúsið hefur gert út í langan tima og öll skipshöfnin á „Jámhausnum“ einvala Iið og má segja með sanni að þar sé valinn maður í hverju rúmi, enda allir raddfagr- ir menn. Fyrirliði „Járnhausmanna" verður a5 sjálfsögðu skip- stjórinn sjálfur Helgi sprettur, ýRúrik Haraldsson), sá lands- kunni aflakóngur, og undanfama daga hefur hann sézt á síð- kvöldum niðri við höfn, þar sem hann er að aefa menn sína und- ir kappróðurinn. Mikill hugur er í „Jámhausmönnum“ að vincna bikarinn, sem um er keppt, og munu þeir ekki láta sinn hlut eftir Iiggja. — Myndin er af Helga spretti, skipstjóra, ásamt unn- ustu hans, Gullu-Maju, og sitja þau á borðstokk „Járahaussins". Sjö Dalvíkurbátar fara á síld og leggja upp eftir helg;na á miðin fyrir austan, — það eru Björgúlfur, Björgvin, Loftur Baldvinsson, Bjarmi II., Bjarmi I., Hannes Hafstein og Baldur. Þá er verið að skipta um ÖH spil í Bjarma II. og er báturinn staddur í Reykjavík og fór skip- stjórinn Jóhannes Jónsson, suður Framhald á 7. síðu. -^SJÓMANNADAGURINN er á morgun og þá verða hetjur hafsins Ferró opnar # • ★ I dag opnar Guðmundur Guð- mundsson, Ferró, málverkasýn- ingu í Listamannaskálanum. — Ferró hélt síðast sýningu hcr heima fyrir 5 árum og leikur ef- Iaust mörgum forvitni á að sjá hvað hann hefur að bjóða nú. Síðasta hálfan mánuð hefur stað- ið yfir sýning á þrettán listaverk- um eftir Ferró í Róm og verður sú sýning opin að minnsta kosti í hálfan mánuð ennþá. Sýningin í Listamannaskálanum verður opln í 2—3 vikur frá klukkan 13—22 daglega. ★ Á sýningunni í Listamanna- skálanum eru fjölmargir mynda- flokkar, líklega um 115 myndir. Þama er um að ræða olíumál- verk. svartlist, klippmyndir, krit- arteikningar og mósaik. Á sýn- ingunni eru einnig spjöld með Ijósmyndum sem sýna myndir af málverkum úr nokkrum mynd- flokkum sem eru orðnir um 47 alls. Málverkin sem eru á sýn- ingunni eru merkt með rauðum púnkt.i. Eins og áður segir verð- ur sýningin opin daglega frá kl. 13—22 næstu 2—3 viijur. rómaðar að verðleikum og birtum við hér af því tilefni mynd af þrem messaguttum um borð í Esju. Allir eru þeir fimmtán ára og þetta eru fyrstu dagarnir á sjónum. HÉRNA ERU ÞEIR a2 færa hásetunum hádegismatinn í fyrra- dag og heita, talið frá vinstri; Atli Helgason, Sæmundur Frið- riksson og Kjartan Ásmundsson. ÞEIR VERÐA STADDIR hjá Vestmannaeyjum á sjómannadaginn og færa þar Ægi fórnir sínar við upphaf sjómannsferils,— það er ekki tekið með sitjandi sældinni stundum að vera hetja hafsins. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.). Enska atvinnumannaliðið Cov- entry City sigraði úrvalslið landsliðsnefndar í gærkvöld með 3 mörkum gegn engu. Allmikl- ar brcytingar urðu á úrvalslið- inu frá því sem það var valið. Jón Ingi Ingvarsson lék í marki í stað Hcimis. Sigurður Einars- son kom í stað Högna Gunn- laugssonar, en Sigurður varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og kom Jón Leósson þá inn á. I framlínunni varð sú breyting að Axel Axelsson kom í stað Rúnars Júlíussonar. I fyrri hálfleik var ebkert mark skorað, en íslenzka liðið var heppið að fá ekki á sig a.m.k. þrjú mörk, tvívegis var bjargað á línu og markvörður varði vítaspyrnu. Leikurinn var annars nokkuð jafn í fyrstu en Bretarnir sóttu þó meir. Und- ir lok leiksins fékk Ingvar gott tækifæri að skora, var kominn einn inn fyrir vömina en tókst ekki að lyfta boltanum yfir markmann sem kom á móti. Fyrsta markið var skorað er þrjár mínútur vom liðnar sf seinni hálfleik, Guðni Jónsson frá Akureyri „kiksaði“ illilega og framherji Bretanna komst innfyrir og skoraði óverjandi. Annað markið kom á 14. mín.; Bretprnir léku skemmtilega sam- an og Hudson innherji skoraði með góðu skoti. Aðeins þrem Framhald á 7. síðu. Hvernig börn tileinka sér umheiminn Idag verður opnuð í húsa- kynnum Myndlista- og handíðaskólans sýning á barnateikningum. Langflest- ar myndanna, sem em 40— 50 talsins, era til orðnar í Mýrarhúsaskólanum og þá undir handleiðslu Artúrs Ólafssonar, en hann hefur ein- mitt verið við nám í teikni- kennaradeild skólans. Nokkr- ar myndanna em gerðar í bamadeild akólans. Teikningarnar em eftir börn á aldrinum átta til tólf ára. En sá tími er, sagði Kurt Zier skólastjóri í viðtali við fréttamenn í gær, einmitt blómaskeið barnateikninga. Þau eru vaxin upp úr krot- inu, em orðin fær um að fylla út í rui’ndflöt og þekkja samræmi milli hluta, búa til mynd. Nú geta þau brugðið á leik með sterk og einföld form og litagleði. En þegar kemur fram á gelgjuskeið hefst hnignun og ber þar margt til: sterk áhrif full- orðinna, natúralistískar til- hneigingar, aukin lesning sem dregur úr þörf barnanna fyrir tjáningu: nú þykjast þau ekki lengur geta teiknað, skammast sín fyrir allan bamaskap. ★ yndir barnanna em flest- ar mjög stórar — það hefur sem sagt tekizt að yf- irvinna þessa óþolinmæði, sem stundum er kvartað yfir: krakkar vilji hlaupa frá hlut- um hálfgerðum. Hér verður annað uppi: hverjum fer- sentímetra er sýndur fullur sómi. Og Artúr Ólafsson læt- ur þess getið, að fyrr hafi börnin ekki fulla ánægju af því sem þau em að gera, en þau hafi lært að ganga vel frá öllu. Viðfangsefnin eru margvísleg. I einum sal em myndskreytingar við Islend- ingasögur: Gunnar á Hlíðar- enda spennir boga sinn í stórskemmtilegri mynd, Hall- gerði er gefinn kinnhestur mjög skömlega og forljótur haus fýkur af herðum brennu- manns fyrir sverði Kára. Á öðmm veggjum er Biblían SYNING A N BARNA- TEIKNINGUM yrkingarefni: Jónas í Hvaln- um, krossfestingin, kvöldmál- tíðin. Á enn öðrum stað ým- isleg stórtíðindi úr daglegu lífi: eldsvoði, mark skorað í knattspyrnu. ★ urt Zier minnir á það, að myndrænir hæfileikar þroskist fyrr hjá börnum en tök þeirra á tungunni. Væm sjö — átta ára böm beðin Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.