Þjóðviljinn - 03.06.1965, Page 6
0 SIÐA
H6ÐVILIINN
Fimmtudagur 3. júní 1965
Spjallað við forsætisráðherra Kúbu,
Fidel Castro, um hungrið í heimin-
um, sósíalismann á Kúbu og allt það
„sem manni kemur í hug við upp-
skeruvinnu"
SAMTAL
Á SYKUR-
Hann lítur snöggt til okkar,
kinkar kolli annars hugar og
heldur síðan einbeittur áfram
að höggva sykurreyr. Líklega
hugsar hann sem svo:
— Til hvers andskotans
standa þessir tveir náungar
þarna glápandi í stað þess að
taka hér til hendi?
í>á segir einn Kúbumanna;
— Heyrðu, Fidel, það eru
tveir erlendir blaðamenn þama
fyrir handan.
Fidel Castrcn lætur machet.
una siga og gengur til okkar.
Að loknum nokkrum formsat-
riðum sem gefa okkur tæki-
færi til að skýra frá því að
við séum frá l’Unita pg Land
og Folk, skýtur forsætisráð-
herr^nn stráhatti sínum aftur á
hnafeka og byrjar formálalaust
að tala um danskt nautgnpa-
kyn
— Heyrðu mig, segir hann.
Við kaupum rauðar danskar
mjólkurkýr i Kanada sam-
kvæmt gildandi verzlunarsamn-
ingum, en hvemig væri að fá
nokkra ekta Dani hingað yfir
um?
í leit að Castro
Heilan sólarhring höfðum við
ekið um rykuga vegi Kúbu í
örlitlum Fiat. í>að eina sem við
vitum um dvalarstað forsætis-
ráðherrans er það, að hann er
að höggva sykurreyr einhvers-
staðar í Camagueyhéraði.
En tugþúsundir annarra
manna eru þar einnig að verki
og héraðið er stórt og sykur-
ekrur þar fleiri en tölu verði
á komið.
í höfuðborg héraðsins vita
menn meira. Talið er að við
Npel-Fernandez í norðurhluta
sýslunnar hafi ríkisstjórnin öll
slegið niður tjöldum sínum
Eftir klukkustundar akstur
er asfaltvegurinn horfinn, og
klukkustundu síðar er aðeins
breiður troðningur framundan.
Fréttaritari l’Unita bölvar og
ragnar við stýrið. Hann sver
að þetta minni sig á fortíð
sína er hann var skæruliði.
Nú þarf ekki lengur að spyrj-
ast fyrir eftir forsætisráð-
herra, ríkisstjórn og öðru
þessháttar. Bændurnir taka á
málum (og titlum) af æ meiri
léttleika og raunsæi.
— Fidel, segja þeir, já en
þá skuluð þið bara halda áfram
svorem tíu kílómetra í viðbót.
Framundan eru sykurekrurn-
ar. Þær lokast að baki okkar
og byrgja alla útsýn til beggja
hliða Og einhversstaðar hér
vinna ráðherramir og mið-
stjómin. Kúbu er þessa dag-
ana stjómað með machetunni
— sykursveðjunni.
Á ekrunni
— Við skulum koma skipu-
lagi á hlutina, segir Fidel
Castro. Við skulum tala sam-
an meðan ég er að virtna. Wð
spyrjið og ég svara og þarf
ekki að láta mér leiðast svo
mjög.
Forsætisráðherrann gefur
myndarlegum sykurstöngli
snarplegt högg.
— Um að gera að kunna að
fara sparlega með kraftana,
segir hann. Ég get afkastað
um sex tonnum á dag, og það
er aðeins vegna þess að éig hef
lært listina- af verkamönnun-
um.
— Svona; eitt högg niður við
rót, gíðan fer toppurinn af og
síðan heggur maður stöngulinn
í tvénnt meðan hann er enn
á lofti.
— Þetta lítur út eins og
,,serve‘! — svo að við notum
mál tennisleikara?
— Nei, ætli það. Það er
frekar mín baseballþjálfun og
fiskveiðamar sem hafa haldið
mér sæmilega við. Annars er
ég ekki „cortador" (sykur-
höggvari) heldur „cultivator"
(ræktandi). Það er að segja
ég hef fengizt við nokkrar smá-
tilraunir, og á búi einu skammt
frá Havana höfum við með
slíkum tilraunum náð 22 tonna
uppskeru á hektar.
Fidel Castro hvílir sig stutta
stund.
— Þetta ár verður heldur
beizklegt fyrir Kana, segir
hann brosandi. Við fáum miklu
meira en 5,5 miljónir tonna af
sykri út úr uppskerunni, og
mest af því er þeigar selt fyrir
6,5 centavos pundið. Þetta vita
þeir mætavel þama hinum
megin við sundið, og þeir hafa
orðið að reikna upp aftur sín
dæmi, sem áttu að sanna, að
byltingin á Kúbu væri í krögg-
Nægur matur
— Það gengur þó ekki verr
en svo, að Kúba er farin að
flytja út nautakjöt?
— Já við höfum byrjað á
Jjví að flytja 3500 skrokka til
Ítalíu, en það er ekki útflutn-
ingurinn sem mestu máli skipt-
ir. Hitt er meir um vert, að í
fyrsta skipti í sögúnni er svo
komið, að allir Kúbumenn fái
nóg af kjöti, eggjum og græn-
meti. Við viljum nefnilega
byggja okkar sósíalisma upp
með fólki sem er heilbrigt og
étur mikið. Og þá með fólki
sem skilur hvað er að gerast
— einnig vegna þess að það
sér að sósíaligtisk bylting hef-
ur í för með sér geysimiklar
efnahagslegar framfarir, byggð-
ar á íramla.gi einstaklinganna.
Hvað viðvíkur ,,paradís“ bíl-
anna, þá verðum við að geyma
þá hluti þangað til seinna.
— Kúba fær sig metta, en
önnur lönd í Suður-Ameríku?
— Önnur lönd hinnar Róm-
önsku Ameríku framleiða ekki
Fidel sagðist geta skilað sex tonnum af sykurreyr á dag. Það verður víst ert'itt að finna aöra tor-
sætisráðherra sem leggja sinn skcrf í þjóðarbúið á þennan hátt. „Mér dettur svo margt í hug þeg-
ar ég vinn, érfíðisvinnu‘„ sagði þcssi furðulegi maður ennfrémur.
meira af ntatvælum en árið
1939 ef tekið er tillU til fólks-
fjölgunar. Hinn nýí heimur er
sveltandi heimur ein? og Kúba
var. Sum blöð á Vesturlöndum
reyna að vísu að telja fólki
trý um að Kúba svelti enn —
en segið mér þá eitt: hvernig
gætum við fengið 6 miljón
tonna sykuruppskeru ef við
hlypum hér um með tóma
maga?
— Hvaða vörur mun Kúba
nú geta flutt út auk sykurs?
— Fyrst og fremst nautpen-
ing, eins og ég hef þegar
minnzt á. Eftir um það bil
fimm ár munum við hafa meira
kjöt hér á eynni en þeir í
Uruguay, og það verður okkar
rauða gull eins og sykurinn
okkar hvíta gull.
— Og Þjóðverjar vilja kaupa
suðræn aldin?
Kaupið heldur
Kúbusykur
— Rétt er það, Þjóðverjar
vilja kaupa suðræna ávexti. Já
og það sem betra er: Þeir hafa
skilið sín sykurvandamál rétt.
Norsk tónlist í sam-
komuhúsi Héskólans
S'nfóníuhljómsveit Islands
gekkst ásamt Ríkisútvarpinu
fyrir hljómleikum þeim, ei
fram fóru í Samkomuhúsi
Háskólans miðvikudaginn 28.
maí.
Hingað var kominn norskur
samkór, ,,Bondeungdomsiag-
et“, til þess að flytja oss
norska tónlist. Flutt voru tvö
mikíl söngverk fyrir kór og
hljómsveit, svo og einsöngv-
ara. Fyrra verkið, ,Ver
sancturrí* (Heilagt vor), er
eftir Sparre Olsen, eitt af
helztu tónskáldum Norð-
manna, sem nú eru uppi. Verk
þetta býr yfir einkennilegri
fegurð og þokka. sem auð-
heyrilega á mikið að þakka
hinum norsku þjóðlögum. Vai
verkið sungið á nýnorsku. —
Hitt verkið er eftir öndvegis-
tónskáld Norðmanna um þess-
ar mundir, David Monrad
Johansen, samið við nýnorska
þýðingu á allmiklum h’.uta
Völuspár, stórbrotið verk og
kjammikið og einnig mjög
norskt í anda. — Þegar vér
hlýðum á þvílíkan söng.
Kristoffer Kleive.
hljótum vér að undrast og
ekkí alveg án blygðunar að
slík tónlist skuli vera til með-
al frændþjóða vorra án pess
að vér höfum hugmynd um
hér á landi vel flestir. Það
væri verðugt verkefni nor-
rænna menningarsamskipta að
auka kynni vor í list Sparre
Olsen og Monrads Johansens
svo og annarra ágætra tón-
skálda, sem uppi eru ann-
arsstaðar á Norðurlöndum og
vér fáum sjaldan eða aldrei
að heyra neitt eftir hér.
Söngur kórsins var ekki sér-
staklega þróttmikill, en vand-
aður. Söngstjóramir Kristof-
fer Kleive (stjómaði Völuspá)
og Egil Nordsjö (stjómaði Vet
sanctum) em án efa báðir á-
gætir kunnáttumenn, af þess-
um flutningi að dæma. Ein-
söngvararnir Randi Helseth,
Marit Isene og Egil Nordsjö
önnuðust sín hlutverk með
mikilli prýði.
— Leitt var að sjá, hvsrsu
bekkir tónleíkasalarins voru
þunnskipaðir áheyrendum. —
Hafa reykvískir tónlistarhlu3t-
endur áreiðanlega ekki gert
sér grein fyrir því hvað nér
var á boðstólum, því að svona
merkir og ágætir tónleikar
bjóðast ekki oft.
B. F.
Söngskemmtun
Magnúsar Jónssonar
Magnús Jónsson er nú kom-
inn heim til sumardvalar og
heilsar löndum sínum me<)
söng. Tónleikar hans, þeir
fyrri, fóru fram í Gamlabíó-
salnum á þriðjudagskvöldið.
Efnisskráin hófst á lögum
eftir ítölsku 16. og 17. aldar
tónskáldin Cacchini og Car-
issimi og tveim lögum eftir
Franz Schubert. Því næst
Magnús Jónsson.
komu lög eftir þá Pál ísólfs-
son (Sáuð þið hana systur
mína), Markús Kristjánsson
(Kvöldsöngur), Jón Þórarins-
son (Fuglinn í fjöranni) og
Sigvalda Kaldalóns (Á sprengi-
sendi). Þar með var fyrri
hluta efnisskrárinnar lokið.
í þessum lögum sýndi
Magnús þá kosti söngvarans,
sem hann er svo ríkulega bú-
inn, þó að segja megi, að
sumsstaðar, eins og í laginu
,,Ungeduld‘‘ eftir Schubert,
næði hann ekki því bezta,
sem hann á til.
Sfðari hluta efnisskrárinnar
hafði Magnús helgað óperu-
lögum. 1 þeim hluta sannaði
hann bezt, hvílíkur afburða-
söngvari hann er. Þróttm'kill,
víðfeðm og jafnvæg rödd hans
naut sín þar til fullnustu. Var
flutningur allra þessara laga
með miklum ágætum, og vil
ég þó sérstaklega nefna
,.Marnchire“ eftir Tosti og
„Niuni tema“ eftir Verdi.
Ólafur Vignir Albertsson
annaðist undirleikinn mjög
vel og vandvirknislega.
B. F.
Þeir ætla að skera niður sína
sykurrófnaframleiðslu og kaupa
sykur frá Kúbu í staðinn.
— Hví þá það?
— Rófnasykur ykkar í Evr-
ópu er of dýr. í Danmörku
hafið þið orðið að flytja inn
vinnuaQ. til að það gæti borg-
að sig að rækta rófumar, en
það hefur aldrei verið heppi-
leg verzlun fyrir þjóðfélagið.
Framleiðslukostnaðurinn er um
10 centavos á pundið, og það
borgar sig því fyrir ykkur að
hætta þessu og kaupa Kúbu-
sykur í staðinn. Hann er eins
sætur og ykkur — það er að-
eins þeim þama ag hann er
beizkur.
Og hann bendir með machet-
unni til norðurgtrandarinnar,
til Floridasunds, til Miami.
Meðan á rabbi okkar stóð
hafa sykurstönglar fallið allt
í kringum okkur. Fidel Castro
hefur miðað drjúgan spöl á-
fram eftir ekrunnj þótt hann
hafi látið dæluna ganga án af-
látg eða því sem næst.
— Comandante, við viljum
ekki spilla meiri tima fyrir
yður og...
— O, þið skulið bara vera
dálítið lengur, það er svo margt
sem kemur manni í hug þegar
maður vinnur erfiðisvinnu og
við hljótum að geta fundið eitt-
‘ hvað að skrafa um ...
— Til dæmis ástandið í Ven-
ezuela?
— Já, ég hef eitthvað heyrt
um að ítalir séu að hjálpa
frelsishreyfingunni i Venezuela,
og þótt ég hafi ekki mikla trú
á Raoul Leoni (hér fylgdu á
eftir nokkur blótsyrðí sem við
sleppum til að auka ekki
spennuna í alþjóðamálum), þá
er víst eitthvað til í þessu. Og
við á Kúbu höfum einnig mikla
samúð með baráttu þeirra í
Venezuela.
— En hvað vilduð þér segja
um þá öldu antikommúnisma
sem nú fer yfir álfuna?
Fidel Castro bregður fingri á
egg sveðjunnar.
Framhald á 9. síðu.