Þjóðviljinn - 10.06.1965, Side 2

Þjóðviljinn - 10.06.1965, Side 2
2 SIÐA ÞlðSVIUINN Yfirlýsing um atvinnumál á Norðurlandi yfirlýsing sú um atvinnumál á Norðurlantli sem B.jarni Bene- diktsson forsætisráðherra og Gylfi Þ. Gíslason menntamila- ráðherra gáfu fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar í sambardi 'ið kjarasamninga verkalýðsfélag- anna á Norðurlandi er þannig: Ríkisstjórnin og verkalýðs- samtökin á Norðurlandi eru sammála um nauðsyn þess að bseta nú þegar úr alvarlegu at- vinnuástandi á Norðurlandi SÖkum langvarandi aflabrests og hefja kerfisbundna athugun og áætlanagerð um framtíðar- atvinnuöryggj í þessum lands- hluta. Er samkomulag um eft- irgreindar ráðstafanir til úr- bóta: 1. Gert verði út á yfirstand- andi síldarvertíð að minnsta ----------------------------------$ koyti eitt síldarflutningaskip á vegum ríkisins til þess að gera tilraunir með flutning söltun- arsíldar til þeirra staða, bar sem skortur er atvinnu og að- staða góð til síldarsöltunar. Veittur verði sérstakur stuðn- ingur veiðiskipum, sem flytja langleiðis söltunarsíld til at- vinnulítilla staða. 2. Leitað verði tiltækra ”áða til þess að tryggja hráefni til vinnslu f frystihúsum og öðrum fiskvinnslustöðvum á Norður- landi og Strandasýslu næstu tvo vetur, ef atvinnuþörf kref- ur, og verði jöfnum höndum athugað hagkvæmni flutnmga^- á bolfiski af fjarlægari miðum, stuðningur við heimaútgerð Og aðstoð við útgerð stærri fiski- skipa. sem flutt gætu eigin afla langleið;s. vinnufæru fólki verði tryggð viðunandi atvinna. Verði í j senn athugað um staðsetningu j nýrra atvinnufyrirtækja á j Norðurlandi, svo sem í stál- j skipasmíði, skipaviðgerðum, ; veiðarfæragerð og fleiri grein- j um iðnaðar og kannaður gaum- i gæfilega hagur núverandi iðn- j fyrirtækja og leitað úrræða til j að tryggja framtíð þeirra iðn-1 greina og vöxt. Um athugun j þessa og áætlanagerð verði höfð , samvinna við A.N. og samtök sveitarfélaga á Norðurlandi. Ríkisstjómin mun leggja áherzlu á að afla nauðsynlegs fjár- magns t'l framkvæmda vænt- anlegri áætlun eftir því sem auðið er á hverjum tíma. Loffleiðciboði Síðbúin mynd Þessi mynd af Jóni Björns- syni verkamanni átti að fylgja minningarorðum nm hann er birtust hér í blaðinu sl. laugardag en varð því mið- ur of síðbúin. 3. Ef unnt reynist fyrir for- göngu ríkisvaldsins að afla markaða fyrir verulega aukið magn niðursoðinna eða niður- lagðra fisk- og síldarafurða, verði verksmiðjur á Norður- landi látnar sitja fyrir um þá framle'ðslu. meðan atvinna er þar ófullnægjandi. Reynist verkefni vera fyrir fleiri slíkar verksmiðjur, verði stuðlað því, að atvinnulitlir staðir á Norð- urlandi og Strandasýslu sitji í fyrirrúrm um staðsetningu þeirra. 4. Hagsmuna Norðlendinga verði gætt vandlega við bá endurskoðun laea um afla- tryggingasjóð sem nú er fyr- irhuguð. 5. Ríkisstjórnin mun skipa 5 manna nefnd, þar af skulu 2 tilnefndir af A.S.l. og A.N., til þess að hafa forustu urh frám- angreindar skyndiaðgerðir. Mun ríkisstjórnin gera ráðsfaf- anir til þess að trvggia það, fjármagn. sem nefndin tslur nauðsynlegt til framkvæmda. 6. Þegar á næsta hausti verði hafizt handa um heildarathug- un á atvinnumálum norðan- lands og að beirri athuaun lokinni undirbúin fram- kvæmdaáætlun, er miði að beirri eflingu atvinnurekstrar i 1 þessum landshluta, að öllu Þrettán bandarískir blaðamenn eru væntanlegir hingað til lands í næstu viku í fjögurra daga heimsókn í boði Loftleiða. Blaðamennirnir eru starfs- menn ýmissa af stærstu og víð- kunnustu fréttastofum og blöð- um og tímaritum Bandarikjanna, m.a. New York Herald Tribune, Christian Science Monitor, Un- ited Press, New York Post, Avi- ation Week Magazine, Reader’s Digest, New York Times o.fl. Með í förinni eru einnig tveir af starfsmönnum Loftleiða vest- an hafs, Bandarikjamennimir George McGarth blaðafulltrúi og John J. Loughery sölustjóri. Bandaríkjamennirnir koma hingað n.k. miðvikudag, 16. júní og fara aftur sunnudaginn 20. Meðan þeir dveljast hér munu þeir fara í styttrl férðír, m.a. til Þingvalla. að Laugarvatni, Skál- holti og Hveragerði, stíga á hest- bak, setjast upp i svifflugu og fara í útsýnisflug yfir landið. Einn daginn munu hinir banda- rísku blaðamenn ræða við for- seta í;lands að Bessastöðum. Loftleiðir hafa á undanförn- um árum gert mikið að því að bjóða hingað til lands til stuttr- ar dvalar blaðamönnum og ferðaskrifstofufólki úr austri og vestri. : i nr / • 1 ímmn spurður Tíminn heldur því enn fram af ofurkappi að í for- ustu Fjramsóknarflokksins viti hægri höndin ekki hvað sú vinstri gerir. Þeir leið- togar flokksins sem stjórna Mjólkursamsölunni og Mjólk- urbúi Flóamanna hafi tekið ákvörðun um að þau fyrir- tæki gengju í atvinnurek- endasamband íhaldsins upp á sitt eindæmi og sízt af öllu haft fyrir því að ræða málið við þá flokksleiðtoga sem skrifa daglega f Tfmann um andstöðu sfna við atvinnu- rekendasamband þetta. En vill Tíminn þá ekki segja A- lit sitt á málinu sjálfu? Er blaðið meðmælt, eða andvfgf því að þessi voldugu bænda- fyrirtæki hafa verið innlim- uð f Vinnuveitendasamband tslþnds? Telur blaðið það eðlilegt eða óeðl'legt að Kjart- an Thors og undirmenn hans fari með umboð bænda í kjarasamningum og geti m.a. stöðvað Mjólkurbý Flóa- manna og Mjólkursamsöluna að eigin geðþótta? Finnst blaðinu, sem undanfarið hef- ur kvartað mjög undan því að bændur eru skattlagðir I þágu landbúnaðarsjóða, það rétt eða rangt að bændur verða nú að greiða skatt f hagsmunasamtök auðmanna í Reykjavík? Hvers vegnavoru þessi bændasamtök ekki lát- in ganga í Vinnumálasam- band samvinnufélaganna. fyrst þau vildu ekki njóta þeirra stórfelldu fríðinda að vera sjálfstæður aðili í þjóð- félaginu? Og síðast en ekki sízt; ef Tíminn er andvígur innlimun mjólkurstöðvanna f Vinnuveitendasamband Is- lands. vill blaðið þá ekki beita sér fyrir því að bændur rifti þessari röngu ákvörðun og veiti þeim forustumönnum sem að henni stóðu lausn í náð? Betur má ef duga skal Morgunblaðið hefur lengi haldið því fram að svokölluð almenningshlutafélög þyrfti til að lyfta atvinnuvegum landsmanna og auka þá að fjölbreytileika. Ekki hefur þessi hugsjón þó reynzt jafn rismikil í verki og í orði. Rætt hefur verið um að reisa í Hveragerði með þessari að- ferð sérstaka tegund afgisti- húsi sem byði mönnum upp á skyndiafnot af riimurn. Sett hefur verið á laggirnar al- menningshlutafélag til þess að kaupa vélbát handa Ein- ari ríka. Og nú síðast leíta Loftleiðir, auðugasta fyrir- tæki landsins, til óbreyttra borgaraog biðja þá að standa fyrir sig undir kostnaði af nýju gistihúsi í Reykjavik. Er vandséð að bessi hvers- dagslegu verkefni séu i nokkru samræmi við lof- söngva Morgunblaðsins; öllu heldur virðast fjáðir aðilar nota áróður blaðsins til þess að velta áhættu af sér yfir á grandalausan almenning. En væri ekki tilvalið fyrir eigendur Morgunblaðsins að lyfta hugsjón sinni með föeru fordæmi? Hvers vegna er h.f. Árvakur ekki gerður að al- menningshlutafélagi með því. að senda til dæmis öllum á- skrifendum gjafahlutabréf í pósti? Þá myndi það sannast að ætlunin með hugmyndinni væri að gefa en ekki taka. — Austri Fimmtudagur 10. júní 1965 Eyjan nötraði og skalf Rætt við Pál Helgason er gekk á land í nýju eynni Eins og frá var skýrt í frétt hér í blaðinu í gær þá vann ungur Ve:tmannaeyingur það afrek í fyrrakvöld að ganga fyrstur manna í land á nýju eynni við Surt og setja þar niður íslenzka fánann. Sá sem innti þetta þrek- virki af höndum heitir Páll Helgason og er hann lesend- um Þjóðviljans að góðu kunn- ur því hann var um nokkurt skeið fréttaritari Þjóðviljans í Vestmannaeyjum og reynd- ist mjög ötull og áhugasam- ur í því starfi. Páll er 32 ára gamall, fæddur 14. júni 1933. kvæntur og á tvö böm. Þjóðviljinn átti í gær stutt tal við Pál um landgönguna í eynni Sagði Páll að hann hefði farið út áð eynni í vél- bát ásamt þrem öðrum ung- um Vestm.eyingum, bræðrun- um Gísla og Braga Stein- grímssonum og Ragnari Jó- hannessyni. Lagði Páll á- herzlu á að því aðeins hefði landgangan heppnazt, að þeir hefðu allir unnið vel saman. Páll sagðj að för þeirra fé- laga hefði verið heitið út að Surtsey og hefðu þeir ekki haft í huga að ganga á land í nýju eynni er þeir lögðu af stað. Kvaðst hann hafa fund- ið rslenzkan fána í fórum sín- um er hann var að búa sig af stað í ferðina og tekið hann með sér án þes; að fé- Iagar hans vissu. Sigldu þeir síðan út að nýju goseynni og kvaðst hann þá fyrst hafa haft orð á því við félaga sína að gaman væri að freista þess að ganga þar á land. Stöðugt gos var í gígnum og byrjuðu þeir á því að sigla hringinn í kringum eyna og tóku tímann sem leið á milli goshrinanna. Reyndist hann mjög mislangur eða frá 20 sekúndum upp í þrjár mín- útur. í stærstu goshrinunum huldi mökkurinn alveg eyna og þeyttust vikurflygsumar 50—100 metra út frá eynni en á milli greiddi gosmökk- inn frá eynni. Virtist þeim félögum bezt að sæta færi til landgöngu að nýafstaðinni stórri goshrinu. Þeir félagar höfðu meðferð- is gúmmíbát og settu hann út og tengdu við vélbátinn með taug og fór Páll ; hann einn saman og dró vélbátur- inn gúmmíbátinn eins nærri eynni og hægt var og réri Páll síðan lífróður í land. Tókst landgangan giftusam- ' lega. Sagði Páll að aðejns væri þunnur veggur milli gígsins og sjávar og hefði hann allur nötrað og skolfið undir fótum honum. Er vik- urinn á gígbarminum mjö,g laus í sér og molnaði er Páll stakk niður fánajtönginni og kvaðst hann hafa átt í mest- um erfiðleikum með að festa stöngina. Að því loknu svaml- aði Páll aftur út í gúmmí- bátinn og mátti hann ekki seinni vera að sleppa undan næstu goshrinu. Páll Helgason Páll lét ekki mikið yfir af- reki sínu en kvaðst hafa ver- ið hræddastur við það að gos- ið sprengdi fyrir sér gúmmí- bátinn. Þeir félagar sigldu síðan út að varðskipinu Þór sem þarna var statt og stað- festu Þórsmenn landgöngu þeirra. Mikill fögnuður var í gær í Vestmannaeyjum yfir afreki þeirra félaga að verða fyrstir til þesg að ganga á land á nýju eyna. en sem kunnugt er urðu Frakkar fyrstir til þess að ganga á land í Surts- ey á sínum tíma og var Vest- mannaeyingum mikið í mun að útlendingar skytu þeim ekki ref fyrir ra=s í þessu efni öðru sinni. Má í þessu sambandí geta þess að und- anfama daga hafa dvalizt í Eyjum nokkrir Frakkar og er í þeirra hópi einn þeirra er fyrstur gekk á land í Surts- ey. BRÉF FRÁ FORMANNI SKÁLHOLTSNEFNDAR Reykjavík, 9. júní 1965 Hr. ritstjóri, Magnús Kjartansson Þjóðviljanum Reykjavík. Kæri Magnús! Ég vil ekki láta lengur drag- ast úr hömlu að skrifa yður og þakka yður fyrir áhuga yðar á Skálholtssöfnuninni. Ekkert blaðanna í Reykjaivík gerir meira en yðar blað til þess að halda málinu vakandi. Og þar sem ég þykist hafa fulla vissu'V um það að það séuð þér sem stýrið pennanum í þessu máli, þá þykist ég lofa hið rétta verkfæri þegar ég beini fram- angreindum orðum til yðar. í greininni í dag, sem heitir „Tapfyrirtæki“ teljið þér að söfnunin sé tapfyrirtæki, þar sem framkvæmdastjóranum séu greiddar 18 þúsund krón- ur á mánuði, auk þess sem greiða þurfi aðstoðarfólki kaup. (Það er raunar ein stúlka). í Skálholtsnefnd hefir enginn hreyft því að hægt væri að hafa færra launað starfsfólk en 2 manneskjur. Og um kaupið er við engan að sakast nema mig einan. En sem gamall framkvæmdastjóri Landssam- bands Stéttarfélaganna fannst mér það naumast mega vera minna en þetta með tilliti til þeírra krafna sem gera yrði til framkvæmdastjórans (þ. á m. um menntun._ eftirvinnu, ferða- lög o. fl.). Ég er yður þakk- látur fyrir að þér bendið á kostnaðinn, því að það ætti að vera mörgum ábending um það á hvern hátt þeir geti gef- ið, þótt þeir gefi ekki pen- inga. Nú þegar vinnur fjöldi sjálfboðaliða bæði í Reykja- vík og úti á landi að söfnun- inni. En grein yðar vekpr at- hygli á því að það vantar einnig sjálfboðaliða til þess að vinna á skrifstofunni í Reykja- vík. Sérstaklega væri slík hjálp kærkomin í sumar, vegna ferðalaga framkvæmda- stjórans. Ég vil ennfremur þakka yð- ur fyrir ánægjulegan fund í útvarpssal nú fyrir skömmu. Hann var mér mikil hressing. Það er mjög gagnlegt að hitt- ast. Það auðveldar oss að elska hvorn annan, að sjást við og við. Ég kynntist yndislegum þresti fyrir fáeinum dögum. En þar sem ég veit að þér hafið heyrt meira um dúfuna, þá segi ég yður að þetta bréf er meðfram skrifað hennar vegna. Með þökk fyrir birtinguna og kærri kveðju. Yðar einlægur, Benjamín H. J. Eiríksson. Formaður Skálholts- nefndar 1965. Srúlka óskast til að pressa í efnalaug, helzt vön. — Gott kaup. — Upplýsingar í síma 18825. Nauðungaruppboð annað og síðasta, fer fram á m/b Ottó R E. 337, eig- andi Aðalsteinn Guðmundsson, við skipið, þar sem það er á Skipasmíðastöð Daníels Þorsteinssonar & Co. h.f. við Bakkastíg, hér j borg, mánudaginn 14. júní 1965, kl. 2V2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.