Þjóðviljinn - 10.06.1965, Qupperneq 3
Flmmtudagur 10. júní 1965
ÞlðÐVILJINN
SIÐA
San Domingo
Fulltrúar Frakka o
öndverðum meið á
Franski fulltrúinn, Seydoux, krefst rannsóknar
á ofbeldisverkum þar, Stevenson á móti
NBW YORK 9/6 — Fulltrúum Frakklands og Bandaríkj-
anna, Roger Seydoux og Adlai Stevenson, lenti saman á
fundi Öryggisráðsins í dag, en hann var haldinn að beiðni
sovézka fulltrúans, Fedorenko, til að ræða ástandið í San
Domingo.
Liu allraharðasta og mannskæðasta orusta stríðsins í Suður-Víetnam var háð við hafnarbæinn Quang
Ngai í norðurhluta Iandsins I síðustu viku. Myndin er tekin á vígvellin.um þar. Bandarísk herþyrla
hefur komið með liðsauka. I valnum lágu 75 hermenn Saigonstjórnarinnar og tveir bandarískir.
Sóknarlotu skæruliða
í Vietnam linnir ekki
Rusk utanríkisráðherra gerir ráð
viðureignum Bandaríkjahers við
SAIGON og WASHINGTON 9/6 — Skæruliðar þjóðfrels-
ishersins í Suður-Vietnam herða enn sókn sína og voru
háðar tvær harðar orustur frá því í gærkvöld þangað til
í dag. Höfðu þá 100 hermenn Saigonstjórnarinnar verið
felldir..Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag
að búast mætti við að bandaríski herinn í Suður-Vietnam
myndi á næstunni lenda í hörðum átökum við skæruliða
þar.
fyrir hörðum
þá á næstunni
arbauginn sem skiptir Vietnam.
Bandaríkjamenn segja að allar
Framhald á 9. síðu.
í frétt frá Saigon segir að í
gærkvöld hafi 500—700 skæru-
liðar hafið harða skothríð á
virki stjórnarhersins um 150 km
yrir suðvestan höfuðborgina og
hafi þar verið barizt fram eftir
nóttu. Samkvæmt síðustu frétt-
um voru þarna felldir 60 stjóm-
arhermenn, 95 særðust og 18
er saknað. Sagt er að skærulið-
ar hafi misst 150 menn, en 34
hafi verið teknir höndum.
í annarri viðureign. 80 km
fyrir norðan Saigon, voru tveir
bandarískir hermenn drepnir og
bandarískur liðsforingi særðist,
þegar skæruliðar réðust á eina
þjálfunarstöð Saigonhersins.
Bandarískur liðsforingi sagði að
50 stjórnarhermenn hefðu fallið,
24 særzt, en 10 væri saknað.
Þá réðust skæruliðar á brú
eina norður í landinu, en sagt
er að áhlaupinu hafi verið
hrundið og 60 skæruliðar verið
felldir.
Loftárásir
Bandarískar flugvélar héldu
áfram loftárásum sínum á Norð-
ur-Vietnam í dag og fóru í
þrettán árásarferðir, Flestar á-
rásirnar voru gerðar á skot-
mörk í námunda við 17. þreidd-
Seydoux, sem áður hefur farið
hörðum orðum um íhlutun
Bandaríkjanna í Domingo-lýð-
veldinu, fór í dag fram á að
fulltrúum Sameinuðu þjóðanna
þar yrði falið að rannsaka of-
beldisverk, ólögmæfar handtök-
ur og frelsissviptingar sem þar
hefðu átt sér stað. Hann bað
Ú Þant framkvæmdastjóra að
segja álit sitt á slíkri rannsókn,
sem myndi hafa í för með sér
að fulltrúum SÞ í Santo Dom-
ingo yrði fengið sérstakt umboð
og veittar aðstæður til að fram-
kvæma rannsóknina.
Ú Þant kvaðst myndu íhuga
gaumgæfilega þessa tillögu Sey-
doux og skýra Öryggisráðinu
frá niðurstöðum sínum næst
þegar ráðið kæmi saman.
Stevenson gagnrýndi tillögu
franska fulltrúans og réðst gegn
öllum þeim sem vefengdu rétt
Bandalags Ameríkuríkja (OAS)
til að leita lausnar á deilunni
í Domingo-lýðveldinu og væru
því andvígir að OAS væri svo
mikið sem nefnt á nafn í þeim
samþykktum sem Öryggisráðið
gerði í þessu máli.
Bandaríski fulltrúinn var al-
gerlega andvígur tillögunni um
rannsókn á brotum gegn mann-
Mesta loft- og geimferða-
sýning opnuð / dag í París
PARÍS 9/6 — Mesta loft- og
geimfferðasýning sem nokkru
sinni hefur verið haldin verður
oi. nuð í París á morgun, fimmtu-
dag.
Mönnum leikur einna mest
forvitni á að kynnast sovézku
sýningardeildmni, en þar mun
þeim í fyrsta sinn gefast kostur
á að sjá líkan af nýrri flugvsla-
tegund. Túpoléf-144. Sögur hafa
farið af þessari nýju sovézku
farþegaþotu og telja sumir að
þar sé um að ræða flugvél sem
fer hraðar en hljóðið. Rejmist
það rétt væri það staðfestmg
þess gruns að Sovétríkin séu
komin vel á veg með að smiða
farþegaþotu af slíkri gerð og
vera þannig á undan bæði
Bandaríkjamönnum og Bretum
og Frökkum sem hafa samvmnu
um smíði „Concord“-þotunnar.
réttindaskrá SÞ sem framin hafa
verið í Domingo-lýðveldinu og
kvað slíka rannsókn myndu
krefjast svo mikils mannafla að
Öryggisráðið hefði hann ekki
tiltækan. Slíkri rannsókn væri
betur borgið í höndum OAS en
SÞ.
Sovézki fulltrúinn, Fedorenko,
lýsti hins vegar stuðningi sín-
um við frönsku tillöguna og fór
enn hörðum orðum um íhlutun
Bandaríkjanna sem reynt sé að
dulbúa sem aðgerð á vegum
OAS. Þá aðferð, ef ekki væri að
gert, mætti nota til frekari í-
hlutunar í innanlandsmál hvaða
ríkis sem væri í rómönsku Ame-
ríku. Öryggisráðinu ber að
binda endi á þessa íhlutun svo
að dominíska þjóðin geti sjálf
fengið að ráða málum sínum,
sagði Fedorenko.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■•
Mótmælaganga i New York
gegn stríðinu í Vietnam
NEW YORK 9/6. Einn af kunnustu þingmönnum í öldunga-
deild Bandarikjanna, Wayne Morse frá Oregon, gekk í far-
arbroddi fyrir um 2.000 manns úr 30 félagssamtökum sem
fóru fylktu liði í dag um götur New York borgar til að
mótmæla stríðinu í Víetnam. Fyrir gönguna hafði verið
haldinn fundur í Madison Square Garden.
Naiistaforinginn Lundaht
var látinn laus / gær
STOKKHOLMI 9/6 — Sænski
nazistaforinginn Bjöm Lundahl,
sem setið hefur í varðhaldi und-
anfarinn mánuð, grunaður um
að hafa undirbúið vopnaða upp-
reisn, var i dag látinn laus.
Borgardómari í Stokkhólmi hafn-
aði kröfu saksóknarans um að
varðhald hans yrði framlengt.
Þessi úrskurður dómarans
kemur nokkuð á óvart og er
talinn gefa til kynna að rann-
sókn hafi leitt í ljós að athæfi
Lundahls hafi ekki verið jaín
alvarlegt og áður hafði verið
talið. Fréttaritari NTB i Stokk-
hólmi segir að túlka megi úr-
skurð dómarans þannig að Lun-
dahl verði ekki ákærður fyrir
undirbúning vopnaðrar uppreisn-
ar, en minnstu viðurlög við því
eru sex ára fangelsi. ■ "'
Lundahl var handtekinn fyrir
mánuði eftir að blaðið „Express
en“ hafði látið lögreglunni í té
gögn sem sönnuðu að Lundahl
hafði forystu fyrir samtökum
nýnazista. Sex aðrir félagar hans
voru teknir höndum með hon-
um, en voru allir látnir lausir
eftir nokkra daga. Gögn þau
sem lögreglan fékk hjá „Ex-
pressen“ gáfu til kynna að
Lundahl og félagar hefðu æft
sig í vopnaburði, undirbúið morð
á gyðingum og einnig stundað
njósnir í þágu Egyptalands.
Eftir heimsókn Gerhardsens
verzlun og samvinna
og Sovétríkjanna
Stjórnir þeirra hlynntar athugun á tillögum um að
takmarka vopnabúnað á vissum svæðum í Evrópu
LENINGRAD 9/6 — Að lokinni heimsókn Einars Gerhard-
sens, forsætisráðherra Noregs, til Sovétríkjanna, en hann
fór heim til Oslóar flugleiðis frá Leníngrad í dag, var
birt tilkynning þar sem m.a. segir að viðræður hans og
sovézkra leiðtoga hafi leitt 1 ljós að auka megi enn við-
skipti landanna og hvers konar menningarsamvinnu.
búnað á vissum svæðum í Ev-
rópu í því skyni að treysta ör-
yggi evrópskra þjóða, svo fremi
sem framkvæmd þess byggist á
gagnkvæmúm tilslökunum. Lýst
er yfir fullum stuðningi við
alla viðleitni sem miðar að al-
gerri og almennri afvopnun og
lögð sérstök áherzla á nauðsyn
Viðræður Gerhardsens við
sovézka leiðtoga í Moskvu eru
sagðar hafa treyst vináttuböndin
milli þjóða Sovétríkjanna og
Norðmanna.
Stjórnir þeggja landanna
reyndust sammála um að at-
huga bæri tillögur sem komið
hafa fram um að takmarka víg-
þess að hindruð sé frekari út-
breiðsla kjarnavopnanna.
Lýst er áhyggjum beggja
ríkisstjórnanna út af versnandi
ástandi á alþjóðavettvangi, eink-
um á vissum stöðum í heimin-
um, og er þar að sjálfsögðu
fyrst og fremst átt við stríðið í
Vietnam, þótt það sé ekki bein-
línis tekið fram.
Algert samkomulag var um
að leysa beri allar deilur milli
ríkja á friðsamlegan hátt og að
friðsamleg sambúð og samvinna
ríkja sem hafa ólíkt stjórnarfar
sé grundvallarnauðsyn ef
tryggja á friðinn í heiminum.
VINUM^OKKAR Á AÐ GERA PANTANIR SÍNAR SEM
ALLRA FYRST.
Við bjoðum yður vandaða þjónustu.
Lótið okkur skipuleggja ferðir yðar —
hvert sem farið er.
PAV AMERICAN
Aðglumboð á íslandi:
G. Helgason & Melsted hf.
Hafnarstrœti 19
Símar 10275 11644