Þjóðviljinn - 10.06.1965, Page 6

Þjóðviljinn - 10.06.1965, Page 6
g SÍÐA ÞIÓÐVIIIINN Fimmtudagnr 10. júní 1965 Bannið „Deutsche Nationalzeitung" — Bannið ,JJeutsche Nation- alzeitung“ og það strax! Þessa kröfu hefur hópur vestur- þýzkra rithöfunda. prófessora, guðfraeðinga og blaðamanna sent Lúbke forseta. Þeir halda því fram, að blaðið útbreiði Gyðingahatur og fasistaáróður og sé ógnun við allt frelsi þjóð- félagsins. „Deutscbe NationaJzsituns4* er að flestra frjálslyndra manna dómi viðurstyggilegt blað. Sjálft segist það vera þriðja Stærsta vikuritið í Vestur- Þýzkalandi, hin tvö eru „Die Zeit“ sém er fremur frjálslynt, og „Christ und Welt“, sem er heldur íhaldssamt. Upplag vikublaðsins er 70—80 þús ein- tök; útgefandinn, dr. Gerhard Frey, færir sér í nyt allar teg- undir af þýzkum þjóðemis- hroka, en gætir þess vel að láta blaðið ekki standa I nein- um tengslum við stjómmála- samtök nýnazista. Sjálfur vonast Frey bersýnilega til þess að verða foringi nýrrar „þjóðemishreyf- ingar“ i Vestur-Þýzkalandi þeg- ar stundir liða. En áður en svo megi verða, beitir hann vel- þekktum aðferðum nýnazista og reynir að þvinga heiðar- legri stjómmálamenn til þess að taka upp öfgafyllri stefnu. Thalidomidgátan Enn er thajidomid-harmleik- urinn mönnum í fersku minni, en hann haíði það í för með sér, að í allmörgum löndum Vestur-Evrópu fæddust fyrir fáum árum 8.000 vansköpuð böm. Að sjálfsögðu hefði þessi harmleikur getað orðið sýnu mildari, hefði ekki verið gróða- fýsn og auglýsingabrellum til að dreifa. En málið hefur einnig aðra hlið. Thalidomid hafði staðizt allar öryggistilraunir, og það meira að segja með prýði. Dýr __________________________—< Rætt um Dom~ ingomálið U Þant gat á fundi Örygg- iSráðsins um Domingomálið nýlega um ýms atriði í skýrslu sem sérlegur sendi- maður hans til San Dom- ingo, dr. Antonio Mayobre, gaf honum þegar hann kom aftur til aðalstöðva SÞ í New York fyrir nokkrum dögum og lagði skýrsluna í heild fyrir ráðið. Dr. Mayobre hafði m.a. sagt að vopnahléð sem- komið var á milli stjómlagasinna Caam- ano ofursta og herforingja- klíku Imberts Barrera væri haldið að mestu leyti, en á- standið væri enn mjög ó- tryggt og bardagar gætu aftur blossað upp hvenær sem væri. Framhald á 9. síðu. „Hitler rauf heimsfriðinn með samþykki Stalins 1939, og hleypti af stað síðari heimsstyrjöldinni“. (Jónas píramídaspámaður Guðmundsson). — Ég var ágætt dæmi um enskt skólakeríi. Sem barn hafði ég verið heilaþveg- inn gegn ósk um að Iæra nokkurn skapaðan hlut yf- irleitt. (Leikarinn Robert Morley) — I stjórnmálum er eilífð- in aldrei Iengri en tuttugu ár. (Edgar Faure, fyrrverandi forsætisráðherra Frakk- Iands). þola án þess að bíða tjón af geysistóra skammta af thalid- omid. Lyfið er einnig hættu- laust fullorðnum og er almennt talið sýnu minna eitrað, en önnur svefnmeðöl, svo sem barbitúr-sýra, derivater og lúmínal, Og fpurningin um að reyna áhrif lyfsins á fóstrið hafði ekki verið borin fram. Út írá því var gengið sem sjálfsögð- um hlut, að lyf sem værí móð- urinni óskaðlegt. hlyti að vera baminu óskaðlegt líka. Þegar er kunnugt varð um thalidomid-harmleikinn, tóku læknar að ræða það sem þeir nefndu thalidomidgátuna. Ó- teljandi tilraunir á dýrum gerðu hvorki lækna né fóstur- fræðinga ánægða. Thalidomid framkallaði enga vansköpun með rottufóstrum, en rqttur eru algengustu tilraunadýr fósturfræðinnar. Hinsvegar geta mikið notuð lyf eins og penieilin, streptomycin, insulin og cortizon orsakað vansköpun með dýrafóstri, en eru óskaðleg fóstri mannsins. Hefur þetta þaðí för með sér, að við þurfum enn um langa hríð að búa við öryggisleysi og að ekki sé unnt með dýratil- raunum að gera fér fyrirfram ljósa hættuna af nýjum lyfj- um? Prófessor Andrei Pavlovitj Dyban, þekktur sovézkur fóst- urfræðingur, telur ekki rétt að draga svo víðtækar ályktanir. Hann segir sem svo: — Við erum ekki enn svo langt komnir, að við getum reynt ðll hundruðin nýrra lyfja á dýrafóstrum. F.n það er vandamál sem auðveldlega má ieysa Galdurinn er sá einn að finna rétt kerfi við slíkar ör- yggistilraunir. En það hefur aftur það 5 för með sér, nð við verðum að ieysa „thalidomid- gátuna“. Fyrr en það er gert, náum við engum árangri. RADDIR í „RÍKI ÞAGNARINNAR Heimur undirdjúpanna er oft nefndur „ríki þagnar- innar“, sem er skáldlegt nafn en á sér enga stoð í veruleik- anum. Fiskifræðingar segja, að sjávarguðinn Neftúnus hefði fljótlega orðið óður af þeim eilífa hávaða sem auð- mjúkir þegnar hans fram- leiða. í heimi undirdjúpanna er nefnilega mikið um raddir, enda þótt eyru okkar heyri þær ekki. Nýlega heimsótti ég haf- fræðistofnunina í Moskvu til þess að fræðast cgn nánar um þessi atriði. Aðsto.ðarmað- ur dró fram segulbandstæki og þegar fylltist herbergið af hljóðum sem liktust öskri, kurri, hvíni. blístri og kvaki. Það sem ég heyrði var upp- taka frá Azovshafi og hljóðin voru „samtöl“ marhnúta, ým- ist við át eða hrygningu. Karlmarhnúturinn er harð- Ur í hom að taka: Jafnvel versta fjandmann sinn, rán- fiskinn Sandart, rekur hann á flótta. Er froskmaður kem- ur að fisklnum ræðst hann að honum og lemur fætur hans. Marhnúturinn hefur yfir ýms- um vopnum að ráða: Hann veitir þung högg og bítur íast og svo skýtur hann steinum og leðju sem hann fyllir muninn af á hafsbotni, áður en hann gerir árásina. Visindamennimir höfðu ekkj aðeins áhuga á neðanjarð- arbardögum heldur einnig á röddum hinna „þögulu“ ibúa hafsins. Hvemig uppgötvar karldýrið en þó einkum kven- dýrið marhnút, sem liggur falinn við hreiður sitt? Tæp- lega með hjálp sjónarinnar, þar sem marhnúturinn velur hreiðri sínu eða hrygningar- stöð stað í óhreinum sjó inn- an um ójöfnur og rusl á hafs- botni. Ef til vill gefur karl- dýrið sig til kynna með sér- stökum merkjum, en ef svo er, hvemig verða þá hinir fiskamir varir við þessi merki? Til að rannsaka þetta útbjó Jevgení Rqmanenko. vísinda- maður sem starfar við haf- fræðistofnunina, sérstakt tæki með miklum styrkleika, vatnsþéttum mígrófónhátalara ásamt öðru. Þvj var komið fyrir í grennd við hreiður marhnútsins. Tækin náðu mjög greinilega „rÖddum“ fiskanna — merkjum með mismunandi styrkleika. Um hrygningartímann leit- ar karlmarhnúturinn að góð- um stað í grennd við strönd- ina, hreinsar hann síðan svo eggin komist þar fyrir. Þegar allt er til taks, kemur hann sér fýrir við innganginn að hreiðrinu og tekur að gefa frá sér hás hljóð sem einna mest minna á það, er hund- ur urrar. Smám saman verða þessi hljóð hærri. Þegar kvenmarhnútamir heyra þesgi hljóð, nálgast þeir hreiðrið og raða sér að lokum utan um það í hring sem er ea. einn metri í þver- mál. Meðan þessu fer fram, gefur hvert kvendýr frá sér sérstakt hljóð sem svar við kalli karldýrsins. Þegar hringurinn hefur ver- ið myndaður velur karldýrið úr það kvendýrið, sem mest er kynþroska, rekur það síð- an inn í hreiðrið með því að ?lá tl'l þess halanum. Síðan rekur hann öll önnur kvendýr burt, og eins fer fyrir hinni ,.útvöldu“ þegar er hún hef- ur gotið eggjum sínunj. Við. frekari rannsóknir kom í Ijós, að kvenfiskamir brugð- ust við á sama hátt, ef leik- in var gegnum hátalara seg- ulbandsupptaka af kynkalli karldýr;ins. Síðan voru þeir látnir hlusta á grófa eftir- hermu mannsraddar af sama 11 hljóði og fór á sömu leið: Fiskamir létu einnig blekkj- ast af því. Ekki voru fiskam- ir heldur sérlega næmir fyr- ir breytingum á „röddinni“ og gilti einu, hvort eftirherm- an var gerð með djúpri karl- mannsrödd eða hárri kven- mannsrödd: Aðalatriðið var að hljóðfallið væri nokkum veginn hið rétta. Nú skyldi þó enginn ætla, að fiskifræðingar séu að leika sér að slíkum tilraun- um sem þessum; þær gefa nefnilega haft mikla hagnýta þýðingu. Eftirlíking af hin- um ýmsu hljóðmerkjum fisk- anna gerir það kleift að auka fiskistofninn á ýmsan hátt og auka þá jafnframt veiðina. (Novostis) ,Flutningur' meginlundunnu Er kenning Wegeners rétt eftir allt saman? Afundi með landfræðingum og öðrum vísindamönnum í Moskvu hefur landfræðingur- inn dr. scient. Vasilij Vasiljef frá háskólanum í Saratof ný- lega lagt fram svokallað kenn- ingakort, sem sýnir „flutning“ meginlandanna um hnöttinn og það yfír hvorki meira né minna en 25.0(10.000.000 ára tímabil. Það ætti að vera öllum ljóst, að austurströnd Suður-Ameriku og vesturströnd Afríku falla svo nákvæmlega saman, að engu er likara en diski, sem skorinn hefur verið í tvennt. Þýzki vísindamaðurinn Wegen- er setti líka íram þá kenningu, að meginlöndin ,,syntu“ — á sama hátt og ís syndir á vatni. Dr. Wegener taldi það, að núverandi meginlönd hefðu myndazt við klofning mikils, hringlaga meginlands og hefðu hlutarnir síðan fjarlægzt hvor annan. en enginn var fær um að skýra það hversvegna þetta hefði skeð og hvar á jörðinni þessi kringlótta „ey“ hefði ver- ið. Þegar árið 1925 lét prófessor Vasiljef frá sér fara bók, sem hann nefndi „Um myndun meginlandanna“. í þeirri bók hélt hann því fram, að núver- andi meginlönd hefðu myndazt af tveim kringlóttum megin- löndum sem verið hefðu sitt á hvoru heimgkauti. f dag hafa bætzt við svo margar staðreyndir, að aftur reynist unnt að koma að þess- ari tilgátu. Með hámákvæmum mæling- um, sem gerðar hafa verið um árabil, hafa menn nú fært sönnur á það, að meginlöndin eru á stöðugri hreyfingu. Ame- ríka flyzt þannig 2—3 cm á ári, Japan hreyfist um 8 cm árlega og er hreyfingin í áttina að miðbaug. í lok árs 1964 var haldið í Indlandi jarðfræðingaþing þar sem fram komu ýmsar nýjar upplýsingar um efnið. Vísinda- menn frá Brasilíu hafa ná- kvæmlega rannsakað strand- lengjuna á austurströnd Suður- Ameríku og vesturströnd Afríku. Þeir telja sig geta sannað það, að mikil samsvör- un sé með jarðlögunum, sum- staðar ótrúlega mikil. Með at- hugunum og rannsóknum, sem Sovézkir vísindamenn hafa framkvæmt á heimskautasvæð- unum, hafa menn slegið því föstu, að hinn bráðnaði stein- massi sé tekinn að storkna við heimskautin; vegna tiltölulega lítillar eðlisþyngdar þessara kringlóttu meginlanda hafi þau svo „synt“ um á yfirborðinu. Kort það sem prófessor Vas- iljef hefur gert yfir flutn- ing „brotanna“ á að sýna or- sök þess, er fjallgarðar mynd- ast, og í hverri röð það verð- ur. Tímabilin á þessari „töflu“ prófessorsins koma nákvæm- lega heim og saman við það, MANNDRÁPSTÆKNINNI FLEYGIR STÖÐUGT FRAM Fornöld Miðaldir Nútíð sem jarðfræðingar hafa komizt að áður. Þar við bætist, að kenningar Vasiljefs um það, hvar núverandi meginlönd lágu áður. eru sagðar hafa fengið staðfestingu sína með hinum nýtízkulegustu rannsóknar- og mæliaðferðum. Þessar rannsóknir hafa m.a. sýnt það, að hin gífurlega ís- breiða, sem aftur í grárri fom- eskju huldi jörðina, náði ekki yfir breiddargráðumar niður undir miðbaug. Þau meginlönd, sem nú eru á þessum breidd- argráðum, voru þá heimskauta- svæði og hulin ís. Akorti sínu hefur prófesspr Vasiljef sýnt hreyfiátf meg- inlandanna og mismunandi staðsetningu þeirra. Fyrst skiptist norðurhlutinn í tvo hluta, Eurasíu og Norður-Ame- ríku með Grænlandi. „Brotin“ hreyfðust í átt að miðbaug. Á einhverju stigi þróunarinn- ar var Eurasía komin alveg niður að miðbaug. Grænland hélt áfram að vera aðskilið frá Norður-Ameríku. Um svipað leyti hófst skipting suðurhlut- ans í tvo hluta, nefnilega Afriku með Arabíu, Dekan (núverandi Indlandsskaga) og Ástralíu annarsvegar en hins- vegar Suður-Ameríku með Ant- arktis. Einnig þessi meginlönd hreyfðust í átt að miðbaug. Síðar i þróuninni komst Eur- asía yfir miðbaug og úr hinni áttinni kom Afríku-hlutinn. Antarktis slitnaði úr tengslum við Suður-Ameríku. Afríka tók að nálgast Eurasíu og byrjaði að „ýta“ þessu meginlandi til norðurs. Fyrir þann þrýsting mynduðust hinir gífurlegu fjallmassar í Eurasíu. Af hinum mikla þrýstingi sem varð. skildust Ástralía og Dekan frá Afríku. Dekan fékk síðan fast samband við Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.