Þjóðviljinn - 10.06.1965, Blaðsíða 12
X
„Hversvegna allt
þetta röfl?"
■ Verkfall skellur senniléga á á miðnætti í nótt hjá
matreiðslumönnum, þemum og framreiðslumönnum á
íslenzka kaupskipaflotanum.
■ Enginn árangur varð á sáttafundi í gærdag og var
þá rifizt um helgidaga í landi og fór allur tíminn í
þref um þá hluti og sýndist mönnum það tylliástæða á
| þessum sáttafundi.
■ Klukkan þrjú í dag verður svo fundur milli samn-
! ingsaðila í húsakynnum Vinnuveitendasambandsins og
| verður þar gerð lokatilraun til sátta.
i ■ Þá hafði Félag starfsfólks í veitingahúsum boðað
i verkfall á morgun og hefur þeirri verkfallsboðun ver-
ið frestað til fyrsta júlí að sögn forsvarsmanns þess
| félags.
■ Aðeins eitt skip var í höfninni í gærkvöld og
reyndist það vera hið fræga skip Jarlinn og sýndi lít-
ið fararsnið.
j ■ Gullfoss er væntanlegur til Reykjavíkur í dag og
er ætlunin að flýta brottför skipsins fyrir miðnætti
í nótt.
■ Við ræðum við nokkra sem boðað hafa verkfall.
Tíkall af farþega
Hún heitir Sigríður Gunn-
arsdóttir og er skipsjómfrú á
fyrsta farrými á Esju og lét
i skipið úr höfn klukkan fimm
í gærdag austur um land.
i Sigríður átti í erfiðleikum
með hárið á sér og gekk treg
til myndatöku eftir að hafa
greitt sér linnulaust í fimm
mínútur og má sjá árangur-
inn á myndinni og er eftir
vonum.
Hún er á föstu mánaðar-
kaupi og ber úr býtum fjög-
ur þúsund krónur á mánuði
Sigríður Gunnarsdóttir
— þerna á 1. farrými
Hólfríður Friðsteinsdóttir
— þema á 2. farrými
og fær þar að auki koju-
gjald fyrir hvern farþega og
er það um tíu krónur á sól-
arhring.
Og hvað tekur fyrsta far-
rými marga farþega?
Ætli það £é ekki um átta-
tíu og fjóra farþega og er þá
lítið um hvíldina.
Mér finnst þetta lágt kaup
þetta er lélegt kaup, ■— alltaf
blönk, — við gerum núna
kröfu til þess að fá lægsta
taxta hjá hreingemingakon-
um í landi.
Þetta er svona lélega borg-
að til sjós.
Surtseyjwkvikmyndin seld
á Ameríkumarkað
Hinn 27. maí s.l. var undirrit-
aður samningur milli Osvalds
Surtseyiarkwik-
mynd ðsvðlds
sýnd át! á landi
Hinar nýju litkvikmyndir Os-
valds Knudsens, sem sýndar voru
við mikla aðsókn í Reykjavík í
vor, verða sýndar úti á landi á
næstunni.
Myndirnar eru þrjár: ,Surtur
fer sunnan“, ,,Sveitin milli
sanda“, sem fjallar um hina
fögru Öræfajveit og „Svipmynd-
ir“ úr lífi ýmissa þjóðkunnra ís-
lendinga.
Lag Magnúsar Blöndals Jó-
hannssonar í Öræfakvikmynd-
inn.i, sem Ellý Vilhjálms söng,
vakti mikla athygli, og er komið
út á plötu á vegum Svars Gests
og nefnist: „Sveitin milli sanda .
Sýningar myndanna úti á
landy hefjast á Eyrarbakka á
fjmmtudagskvöld.
Knudsens og bandaríska félags-
ins North Shore News Co. Inc.
um afnot og dreifingu á Surts-
eyjarkvikmynd Ósvalds í Banda-
ríkjunum, Kanada, Mexico og
Puerto Rico.
Ráðgert er, að framleidd verði
fyrst í stað um 2.500 eintök af
kvikmyndinni til sýningar sem
fræðslumynd í ofangreindum
löndum. Jafnframt skuldbindur
North Shore Co. Inc. sig til að
vinna að sölu og dreifingu kvik-
myndarinnar á heimsmarkaði.
Af hálfu hins bandaríska fé-
lags undirritaði samninginn
nrófessor Bauer, sem kunnur er
hér á landi í sambandi við rann-
sóknir á Surtsey.
Auk Ósvalds og prófessors
Bauers unnu að samningsgerð-
inni þeir Steingrímur Her-
mannsson, frkv.stj. Rannsóknar-
ráðs ríkisins og hæstaréttarlög-
mennirnir Þorvaldur Þórarins-
son og Sigurður Reynir Péturs-
son.
Ósvald Knudsen hefur sent
Surtseyjarkvikmynd sína á
kvikmyndahátíð sem * haldin
verður í Moskvu í byrjun júlí
og í því sambandi látið setja
rússneskt tal við myndina.
Þekkir messalífið
Hún heitir Hólmfríður Frið-
steinsdóttir og er gkipsjóm-
frú á öðru farrými Esju og
er farþegafjöldi þar fimmtíu
og átta talsins.
Hólmfríður hefur hækkað
í tigri með árunum og var
hún áður messi á skipinu og
þekkir messalífið.
Á sumrum er meira um
ferðamannastraum en á vetr-
um og táknar það meiri tekj-
ur ’ fyrir okkur og hef ég
sömu kjör og skipsjómfrú á
fyrsta farrými en það eru
færri á öðru farrými.
Mé finngt þetta lágt kaup
og hvað ætli flugfreyjurnar
segðu við þessum kjörum
okkar. Annars líkar mér vel
á sjónum og siglum við ein-
göngu á landsbyggðina í sum-
ar.
Hversvegna þarf allt þetta
röfl út af sómasamlegu
kaupi?
Þetta eru öll
ósköpin
Hann heitir Gústaf Kristj-
ánsson og er fyrsti matsveinn
á Esju. Þetta er fyrsti túrinn
sem slíkur, — var áður ann-
ar matsveinn og hefur nú
verið ráðinn kjötiðnaðarmað-
Ur sem annar matsveinn á
Esju.
Kaupið er lágt og erfitt að
fá vana matreiðslumenn á
skipin.
Gústaf segi?t hafa ríflega
átta þúsund krónur á mán-
uði og séu kröfur þeirra að
fá sama kaup og matreiðslu-
menn í landi. Þannig hefur
yfirmatsveinn í landi ríflega
ellefu þúsund krónur og þetta
eru nú öll ósköpin, sem bar-
izt er um þessa stundma.
Þá kemur stundum eftir-
vinna og fer eftir farþega-
fjölda, — verða tekjurnar
þannig meiri á sumrum.
Yfirleitt eru kröfur okkar á
skipunum miðaðar við að fá
sömu kjör og starfsbræður
okkar í landi eins og skips-
jómfrúr, framreiðslumenn og
matreiðslumenn og sýnist það
vera sanngimismál.
Verkfall fyrsta júlí
Hún heitir Hulda Magnús-
dóttir og er matráðskona í
Gildaskálanum í Aðalstræti
og náðum við stut'tu spjalli af
henni í gær.
Myndir og texti
G. M.
Gústaf Kristjánsson
— 1. matsveinn
Félag Starfsfólks í veitinga-
húsum hefur bo.ðað verkfall
tólfta þessa mánaðar og enn-
þá hefur því verig frestað til
fyrsta júlí.
Matráðskonur á veitinga-
húsum hafa fcr. 8450,00 á
mánuði og er vinnutími okk-
ar í vöktum og er fyrri vakt-
in frá klukkan átta á morgn-
ana til klukkan tvö að deg-
inum og seinni vaktin frá
þeim tíma til klukkan tólf á
miðnætti.
Meginkröfur núna er tutt-
ugu prósent kauphækkun og
þrjátíu og þrjú prósent á
vaktavinnu eftir klukkan
fimm á daginn.
Þá er farið fram á 44 st.
vinnuviku og stofnun á
sjúkrasjóði, — fríar heim- i
keyrslur á nóttum utan við
strætisvagnatíma.
Þetta er í stuttu máli á döf-
inni hjá starfsfólki á veit-
ingahúsum.
$
Hulda Magnúsdóttir
—vinnur á Gildaskálanum
Frú Stana Tomasevic sendiherra og Guömundur 1. Guðmundsson
utanríkisráðherra undirrita samninginn. — (Ljósm. P. Thomsen).
Vföskiptasamningur við
Júgóslavíu undirritoður
Miðvikudaginn 9. júní 1965
var undirritaður í Reykjavík við-
skiptasamningur milli íslands og
Júgóslavíu.
I samningnum eru beztu kjara-
ákvæði að því er varðar tolla,
innflutningsgjöld og siglingar.
Greiðslur skulu fara fram í
sterlingspundum eða öðrum
frjálsum gjaldeyri.
Gjldistaka samningsins er náð
fullgildingu en hann gildir síðan
til eins árs og framlengist sjálf-
krafa um eitt ár í einu sé hon-
um ekki sagt upp með þriggja
mánaða fyrirvara miðað við 31.
desember ár hvert.
Erlander fer lil
Sovétríkjanna
STOKKHÓLMI 9/6 — Á morg-
un, fimmtudag, daginn eftir að
Gerhardsen, forsætisráðherra
Noregs, lauk heimsókn sinni í
Sovétríkjunum, leggur Tage Er-
landir, forsætisráðherra Svíþjóð-
ar, upp í átta daga ferðalag
þangað.
( | tS- *r-
M0RG VITNIAD
LANDGÖNGUNNI
□ Síðastliðinn þriðjudag lagði varðskipið Þór
leið sína að nýju eynni við Surt og hafði jarð-
fræðinga, fréttamenn, ráðherra og fleiri gesti inn-
anborðs.
Tilefni þessarar ferðar var það
að þegar Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur vaknar, kl. 10 að
morgni þriðjudaginn 8. júní sl.
finnst honum tími til kominn
að fara og líta á hið nýja gos
við Surtsey, En nóttina áður
liöfðu þeir nafnar, hann og Sig.
Stefánsson, jarðfræðingur, sem
einnig var með nú, komið úr
Vatnajökulsleiðangri en hyggja
nú á rannsóknir á öllu heitari
stað. Undirbúningur ferðarinnar
tók ekki lengri tima en það að
þeir sem þátt tóku í henni áttu
að vera mættir á flugvellinum
kl. 10.30 og tókst það 'með góðri
aðstoð Landhelgisgæzlunnar.
Strax og lagt var af stað með
flugvél frá Flugsýn laust fyrir
kl. 11.00 var sýnt að ekki var
á betra veður kosið, stafalogn
og sólskin.
Þegar komig var yfir Reykja-
nesskagann sást hvar hvítur
'gufumökkur steig hátt í loft upp
skammt fyrir suðaustan Surts-
ey og er vélin nálgaðist og flaug
í kringum gosið mátti sjá, að
örlitil eyja úr svörtum vikri var
að skjóta upp koliinum og enn
tvísýnt um hvort hún héldi
velli.
Menn, sem þama höfðu verið
nóttina áður, sögðu, að þá hafi
hún horfið um tíma en nú væri
meiri kraftur í gosinu. Stöðugt
flæddi sjór í gíginn jafnóðum
og hverri sprengingu var lokið,
en með þeim ruddist upp svart-
ur vikur og grjót.
Frá flugvellinum í Eyjum var
haldið rakleiðis um borð í varð-
skiþið Þór. sem beið þess að
flytja jarðfræðingana á gos-
svæðið. En þá hafði borizt orð-
sending til Þórsmanna að koma
til Þorlákshafnar og sækja
þangað Bjarna Benediktsson for-
sætisráðherra og Guðmund-* í.
Guðmundsson utanríkisráðherra
ásamt föruneyti, sem einnig
hugðist nota veðurblíðuna til-að
sjá gosið. Á gosstöðvamar var
komið á sjöunda tímanum um
kvöldið.
Þetta nýja gos er í um 500 m.
fjarlægð frá Surtsey og var
mjög tilkomumikið að sjá í logn-
inu, hvernig gufubólstramir
þeyttust upp í loftið hver af
öðrum með 15 sek. og upp í
einnar min. millibili við spreng-
ingamar í gígnum og ekki fjarri
lagi að ætla að þeir hafi náð
um eða yfir 2900 m. hæð en
sandsúlan og grjót mun lægra
og féll það niður í sjóinn allt
í kring.
Gosið var greinilega orðið
mun öflugra en fyrr um daginn
en þó á engan hátt sambærilegt
við það þegar Surtur var að
rísa úr sæ en hann mun jafn-
gamall hafa verið búinn að ná
á annað hundrað metra hæð og
orðinn 900 metra langur. Þessi
Framhald á 9. síðu.
Viðtal við
Pál Helgason
á 2. síðu
V