Þjóðviljinn - 15.06.1965, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 15.06.1965, Qupperneq 2
2 SlÐA — ÞJÓÐYIXjJxNN — Þriðjudagur 15. júní 1965 FERÐABÍLAR 9—17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar áf nýjustu gerð til leigu í lengri og skemmri ferðir. Símavakt allan sólarhringinn FERÐABÍLAR, sími 20969. Haraldur Eggertsson. Skipin .eru komin á miðin — en hvað vitum við um hráefnið? Sumarsíldveiðin út af Aust- landi hefur farið mjög mynd- arlega af stað, og mikillar síld- ar orðið vart. Þegar þetta er skrifað, þá eru allar þrær síld- arverksmiðjanna á Austfjörð- um sagðar fullar, en ekki nema aðeins tvær verksmiðjur þar famar að bræða. Þetta er nokkuð síðbúinn undirbúning- ur hverjum sem um er að kenna,. en vonandi verða allar verksmiðjurnar komnar í gang þegar þetta birtist. Hvað tefur okkar verð? Þó sildarvertíðin sé byrjuð þá er ekki ennþá búið að verðleggja síldina sem verið er að legggja upp hjá verksmiðj- unum þessa dagana. Þó skipin séu komin á miðin og farin að veiða, þá veit hvorki út- gerðin né sjómennirnir neitt um hráefnisverðið. Og þó byggist að sjálfsögðu afkoma bæði fiskimanna og útgerðar, ekki minna á sildarverðinu heldur en aflamagninu. En þetta er ekkert nýtt háttarlag viðvíkjandi verðákvörðun á fisk og síldarhráefni til út- gerðar og sjómanna því þannig hefur þetta gengið til um mörg ár. Og svo þegar loks hráefnisverðið hefur verið birt, þá hefur reynzt býsna erfitt að finna sambandið á milli þess og heimsmarksaðverðs á þeim afurðum sem úr þessu sama hráefni hafa verið unnar. Eða hver treystir sér til, að skýra það á sæmilegan hátt, að fisk og sfldarverð burfi að vera hér á íslandi rúmlega 50% lægra heldur en í Noregi, án allra uppbóta þar. Ég vil vin- samlega mælast til þess, að ef til er íslenzkur hagfræðingur eða viðskiptafræðingur sem treystir sér til þessa verks, að hann gefi sig þá fram, og vinni þetta verk fyrir ópnum tjöld- um. Það er enginn vafi á því að fylgzt yrði með þeim út- reikningum af áhuga hjá mörgum. Verðlagsráð Það hefur sannazt á undan- gengnum árum, að Verðlagsráð sjávarútvegsins eins og það er mótað frá löggjafans hendi, veldur engan veginn því verk- efni að verðleggja fisk og síld- arhráefni til vinnslu. Og eigi það að starfa áfram í fram- tíðinni þá er áreiðanlega mikil þörf á því að taka þetta fyrir- komulag til gagngerðrar end- urskoðunar og gera á því mikl- ar umbætur. Ég efast ekkert um, að ýmisir færir menn sem vilja gera sitt bezta skipi Verðlagsráð, en það er bara ekki nóg eins og fjölmörg dæmi sanna, því hinar lög- helguðu starfsreglur koma í veg fyrir, að sanngjam árang- ur fáist við verðákvörðunina. Vantar dráttar- brautir Þegar farið var út í það þarfa verkefni að stækka sfld- veiðiskipin, eins og byrjað var á í tíð vinstri ríkisstjórnar- innar og haldið áfram síðan, þá virðist það hafa algjörlega gleymzt, að vélbátafloti, sem samanstóð af stærri skipum, hann þurfti stærri dráttar- dráttarbrautir en fyrir voru í landinu. Það hefur að vísu heyrzt, að von sé nýrra og stærri dráttarbrauta í Neskaup- stað og í Ytri-Njarðvík. En seinagangurinn í þessu máli er alltof mikill og hefur nú þeg- ar valdið miklum skaða. 1 vor að lokinni vetrarvertíð, þurfti stór hópur vélbáta að leita úr landi til að komast í dráttar- braut til botnhreinsunar og smá viðgerða. Þetta er alveg óbolandi ástand, ef stjómar- völdin ætla að láta það vara lengi. Af þessum sömu sök- um komust líka • margir sild- arbátanna síðar á miðin en þeir ætluðu sér. Það hljóta all- ir að sjá að syona ástand má ekki vara lengi. og þvf verður frá opinberri hálfu að greiða fyrir þeim fyrirtækjum, sem vilja koma upp dráttarbraut- um á meðan þær vanta svo tilfinnanlega eins og nú er. BRÉF m BRðÐSR BENJAMÍN Reykjavík, 14. júní 1965. Hr. ritstjóri, Magnúg Kjartansson Þjóðviljanum Reykjavík. Kæri vinur! Nú hafa örlögin gert okkur að pennavinum! Ég vil þakka yður fyrir skjóta birtingu bréfs míns. Ég sé að þér eruð sam- mála mér um mikilvægi Skál- holtssöfnunarmálsins. En þér gangið heldur langt að kalla bréfið „afdráttarlauga staéíes'E- ingu“ á því að allt sé rétt sem þér hermduð í grein yðar um reksturskostnaðinn af Skái- holtssöfnuninni (sem þér raun- ar kallið Skálholtssöfnunina h.f., af ástæðum sem mér eru óskiljanlegar). Ég staðfesti að- eins að kaup framkvæmda- stjórans væri kr. 18.000 á mán- uði og upplýsti að hann hefði eina aðstoðargtúlku á launum. Um heildarkostnaðinn sagði ég ekkert, og „staðfesti" þvi ekk- ert um hann. En ég endurtek það, að fjöldi sjálfboðaliða vinnur algjörlega kauplaust að söfnuninni. Það eru því mikil verðmæti, sem þetta fólk gef- ur. Þér reynið að gera bóka- safnskaupin tortryggileg með því að segja frá því að „virðu- legur borgari" muni háfa hags- muna að gæta { sambandi Við kaupin á safninu. Mér er með öllu ókunnugt um það, hvað kann að vera satt í þessari sögu yðar. Ég hefi haldið að við Qest viðskipti væru tengd- ir hagsmunir af ýmsu tagí. Þeir geta verið misjafnlega heilbrigð- ir, eins og fleira í mannlíf- inu. Af lestri Þjóðviljans hef ég ráðið að „hagsmunir" væru þar ekkert bánnorð. Og ég hef margsinnis séð farið mörgum og fögrum orðum um margvís- lega stéttarhagsmuni. En eru stéttarhagsmunir annað en einkahagsmunir margra? Sjálf- um finnst mér hafið þam-a á milli ekki mjög langt. Við sem vinnum að Skál- holtssöfnuninni hugsum fyrst um Skálholt og sjálf okkur, ekki um það hvað einhver „virðulegur borgari“ kann að hafa í hag af verkum okkar. Aðalatriðið er að við sjálf ger- um rétt. Ég skal útlista þetta svolítið nánar. Þér vitið að mikið er deilt um kaup og kjör. Kaupgjaldið hefir farið sífellt hækkandi í krónum undanfarinn aldar- fjórðung. Flestir myndu líta svo á að velsæld og hamingja manna hafi ekki aukizt í hlut- falli við kaupgjaldið. Margir telja mennina jafnvel vansælli nú en þá. Er þá kepiH eftir röngum hlut? Ég held það. Öll mannleg störf eiga að vera þjónusta við guð. Sá sem vinn- ur aðeins fyrir kaupgjaldið eitt. hann uppsker kaupgjaldið, aðeins það og þá hluti, sem fást fyrir kaupgjald. En nú vitum við báðir að þýðingarmestu hlutir lífsins fást yfirleitt ekki fyrir peninga. Þessi verkamað- ur hefir móttekið laun sín að fuliu. Hinn, sem helgar fförf sín guði, uppsker auk kaup- gjaldsins það sem er guðlegt, lífsgleði. Ég hefi lesið mikið í Þjóð- viljanum um undarlegt árang- ursleysi áratuga kaupgjaldsbar- áttu. Þarna er því verðugt um- hugsunarefni. Þetta er árstími þegar mikið ber á fuglunum. Á föstudaginn sá ég bregða fyrir bróður rjúp- unnar. En það var aðeins rétt í svip. Yðar einlægi og gamansami bróðir. Benjamín Eiríksson form. Skálholtsnefndar 1965. Norskt bræðslu- síldarverð Eins og frá var sagt hér í þættinum 19. janúar í vetur þá var samið um verð á bræðslusfld af Islandsmiðum til norskra sfldarverksmiðja í byrjun janúar sl. og hækkaði þá norskt bræðslusfldarverð nokkuð frá sl. ári. Bræðslusíld- arverðið sem Norðmenn- sömdu um í vetur er eftirfarandi: Til 1*. júlí er verðið norskar kr. 30,20 fyrir hverja 100 lítra af síld, eða í ísl. kr. 181,20 fyrir hverja 100 lítra. Þetta verð- ur ísl. kr. 271,80 fyrir hvert 150 1. mál. Eftir 1. júlí hækk- ar verðið svo í n. kr. 32,90 eða ísl. kr. 197,40 fyrir hverja uppmælda 100 lítra af síld. Þetta verður ísl. kr. 296,10 fyr- ir málið. Þetta er hið raun- verulega verð sem norsk- ar síldarbræðsluverksmiðjur greiða fyrir síld af Islandsmið- um komna til norskrar hafn- ar. Það skal fram tekið að þetta hráefnsiverð er sam- kvæmt norskum upplýsingum miðað við verð á sfldarlýsi og mjöli á árinu 1964. Til við- bótar þessu verði greiðir svo norska ríkið sem styrk til út- gerðar og sjómanna n. kr. 5,00 á hverja 100 lítra af bræðslu- sfld, eða ísl. kr. 45 á hvert síldarmál. Þessar ríkisuppbæt- ur eru alveg óviðkomandi síld- arbræðslunum og útdeilingu á þeim hefur með höndum sam- eiginleg stofnun fiskimanna og útgerðar. Síldarmjölsverð fer ört hækkandi. Vegna þess að ans- jósuveiðar við Perú og Chile hafa orðið mikið minni í vetur en menn þar gerðu sér vonir um, þá hefur verð á síldarmjöli farið ört hækkandi nú í vor og heldur ennþá áfram að stíga, enda segja norskar blaðafregnir að allt síldarmjöl frá vetrinum og vorinu sé nú uppselt í Noregi, og mun það sjaldgæft, ef ekki einsdæmi á þessum tíma árs. Útlitið á heimsmarkaði fyrir síldarmjöl er því eins og stendur talið mjög gott. Bíða með breyt- ingu Það hefiír orðið að sam- komulagi í Noregi á milli síld- arverksmiðjanna annarsvegar og fiskimanna og útgerðar hinsvegar, að verðhækkun sú sem orðið hefur á heimsmark- aði á afurðum síldarverksmiðj- anna, frá því samningar voru gerðir um verð á bræðslusíld í vetur, skuli fyrst um sinn leggjast í sameiginlegan sjóð til að mæta verðfalli síðar. En þó er búizt við, að ef þessi munur á heimsmarkaðsverði verður mjög mikill miðað við verðið í fyrra sem hráefnis-<s> samningarnir eru grundvallað- ir á, að þá geti svo farið síð- ar, að einhver hluti þessarar hækkunar bætist við norska bræðslusíldarverðið i sumar. Lítil söltun? Vegna hagstæðs bræðslusíld- arverðs hjá Norðmönnum þá var þátttaka þeirra skipa sem ætla að salta síld hér á mið- unum sára lítil þegar ég síð- ast frétti. Það sem aðallega mun ráða þess.ari litlu þátt- töku í síldarsöltuninni hér á miðunum í sumar, er það að menn óttast að síldin verði misjöfn að stærð eins og í fyrrasumar. En flokkun síld- ar í stærðarflokka er miklum erfiðleikum bundin um borð í skipunum og getúr þá líka orð- ið erfitt að losna við úrgangs- síldina, ef skip sem viljakaupa hana eru ekki viðlátin. Fram- sóknarkyn ■ ■ ■ Upp er komin næsta fróð- leg deila um vinnubrögð og : starfshætti á vegum Búnað- ■ arfélags íslands. Þau virðast ; vera upptök deilunnar að 5 Halldór Pálsson búnaðar- • málastjóri og Stefán Aðal- steinsson búfjárfræðingi’r ■ hafa ólíkar skoðanir á erfða- fræði og sauðfj árkynbótum, þar á meðal á því hversu : gagnlegir til undaneldis séu | annars vegar hrútar með mjög þéttu byggingarlagi og j hinsvegar gisbyggðir og há- j fættir hrútar. Hafa geisað um ■ þetta efni allharðar deilur í Morgunblaðinu, þótt naum- : ast verði séð að almenningur j eigi þess kost að útkljá slíkt ; vandamál. — nema ætlunin ; sé að skera úr með þjóðar- atkvæðagreiðslu. En ástæðan \ til að erfðafræðin breytist j þannig í blaðamennsku, er sú ■ að saman við vísindin virð- : ist hafa blandazt persónuleg- j ur metnaður, landbúnaðar- : pólitík og almenn pólitík; ■ ........ þannig skýrir Stefán Aðal- steinsson svo frá að hann hafði ekki af annarlegum á- stæðum fengið aðstöðu til erfðafræðirannsókna sinna og reynt hafi verið að koma í veg fyrir að hann fengi að vinna úr gögnum með að- stoð rafeindaheila. í yfirlýsingu sem 11 ráðu- nautar Búnaðarfélags Islands birtu í Morgunblaðinu á fimmtudaginn var komizt svo að orði að aldrei mætti líta á skoðanir eins og þær sem Stefán Aðalsteinsson boðar sem „heilagan sannleika, jafnvel þótt þær kæmu frá þeim tilraunamönnum, sem i starfi sínu hafa sýnt jákvæð viðhorf og unnið sér æðri há- skólagráður fyrir störf sín.“ Við þetta gerir Stefán Aðal- steinsson mjög fróðlega at- hugasemd, svohljóðandi: „Það er rétt að skjóta hér inn til skýringar, að ef ég hefði á sínum tíma sýnt „jákvæit viðhorf" og viljað verða Framsóknarmaður árið 1965. þá hefði Búnaðarfélag ís- lands stutt mig af alhug í því að fá styrk til framhalds- náms, og þá væri ég líklega búinn að taka „æðri háskóla- gráðu", þ. e. doktorsgráðu sem námsgráðu í Bretlandi.“ Mér virðist þessi athuga- semd vera lykillinn að hinu sérkennilega deilumáli. Það er alger óþarfi fyrir Stefán Aðalsteinsson að framkvæma erfðarannsóknir með nútíma- legum vinnubrögðum, eða mata rafeindaheila á arð- semisgögnum. Það skiptir engu máli hvort hrútarmr eru með mjög þéttu bygging- arlagi eða háfættir og gis- byggðir. Það eitt sker úr að íslenzkum ám sé eftirleiðis einvörðungu raðað undir Framsóknarhrúta. Hvað á Bjarni við? Hinn mildi og blíði lands- faðir, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, dettur and- artak út úr hlutverki sínu í Reykjavíkurbréfinu í fyrra- dag. Hann talar þar um þá sem ekki vilji þiggja þann hlut sem ráðherranum hefur þóknazt að skammta og seg- ir: „Annarleg öfl og ýmsir sérhagsmunir eru hér að verki og mun síðar gefast færi á að gera upp við þá.“ Hvað á ráðherrann við með þessum dylgjum? Eru það félög verkafólks víðast- hvar á landinu sem ' Bjarni Benediktsson kallar annarleg öfl, og í hverju á „uppgjör" það sem hann boðar að vera fólgið? — Austri. ■■■■■■■>*■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■ RLENDAR FRÉTTIR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.