Þjóðviljinn - 15.06.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.06.1965, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. júni' 1965 kastalinn EFTIR HARRY HERVEY eldabuskuna Zabette. Þau voru bæði kolsvartir eyjarbúar og bæði frábærlega vel limuð. Al- fons söng og dansaði við örvandi hljóðfall frá kastanjettum, með- an Zabette vaggaði og ruggaði fagursköpuðum likama sínum í eggjandi rumbu. Þetta var eng- in uppgerðarkynóradans, eíns og sést svo oft á skemtistöðun- um; þetta var hinn ósvikni upp- runalegl dans. Faðir Damon hugsaði með sér að hann hefði sjaldan séð neitt eins eðlilegt og tilgerðarlaust og þessi tvö. Þegar dansinum var lokið, var Zabette að sjálfsögðu dauðupp- gefin og í svitabaði — en jafn- vel faðir Damon var dálítið máttlaus í hnjánum. Þegar greifinn og hann voru aftur orðnir einir, sagði hann: Aldrei hef ég verið viðstaddur eins ánægjulega skemmtun. — Og vitið þér hvers vegna? spurði greifinn. Það er ekki að- eins vegna þess að hún var ó- undirbúin — eða vegna þess að Ijftfamennimir voru óspilltari; heldur vegna þess að þeir komu fram — ekki til að skemmta býsbónda sínum eða gesti hans — heldur sjálfum sér til ánægju, til að fá útrás fyrir eðlilegan lífsþorsta sinn. Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III. hæð (lyfta) SÍMI: 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Garðsenda 21 SÍMI: 33-9-68 D Ö M U R Hárgreiðila við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10, Vonarstrætis- megin. — Sími 14-6-62. Hárgreiðslustofa Austurbæjar María Guðmundsdóttir, Laugavegi 13 sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað. Það var komið talsvert fram yfir miðnætti, þegar faðir Dam- on kvaddi með eftirsjá; og þeg- ar hann lagði af stað fótgang- andi niður ójafnan, grýttan stíginn og hann hafði ekki tek- ið í mál að fara akandi — fann hann hjá sér nær óviðráðanlega löngun til að dansa og fagna. I stað þess að hegða sér svo ó- viðurkvæmilega, lét hann sér 7 hins vegar nægja að taka sma- hopp öðru hverju og sparka lausum steinum úr götu sinni. 3 Afleiðingamar af boði greif- ans urðu býsna undarlegar fyr- ir föður Damon og stöðu hans í San Liguori: hann varð í senn virtur og fyrirlitinn. 1 vissan hop þar sem ekki var ævinlega far- ið fínt í að fullnægja forvitn- inni, var það vegið og metið, hvort prfesturinn væri ekki einn þeirra manna sem leggja bæri rækt við;' éri' þár . sém ' þeftá sama fólk var í eðli sínu mjög íhaldssamt þrátt fyrir allt, skorti það hugrekki til þess og ákvað að bíða enn um stund og sjá til hvernig þessu reiddi af öllu saman. Og því reiddi af á máta, sem var einkennandi fyrir hinn óút- reiknanlega Girghiz greifa. Þegar greifinn hafði sýnt að hann var óháður og gaf svo að segja allri San Liguori langt nef, varð hann mjög alúðlegur og fór að halda hverja matarveizluna af ann- arri fyrir sérlega útvalda gesti. Reyndar gerðist eitthvað í öllum veizlunum sem hefði hæglega getað komið einhverjum á þá skoðun að greifinn væri dálítið kvikindislegur, en á hinn bóginn — hann var ókunnugur öllum staðháttum og ekki hægt að æíl- ast til þess að hann vissi sam- stundis deili á öllum hlutum. Eins og nú til dæmis þegar hann hélt boð fyrir landstjórann og frú hans og — hvort sem það var nú af vangá eða vit- andi vits — bauð madame Quenin í veizluna og vísaði til sætis við borðið beint and- spænis ektavífi hans hágöfgi. Eða þá þegar haldin var matar- veizla til heiðurs biskupnum og prelátum hans og hann hafði látið leggja á borð í rómverska baðklefanum og hverjum gest- anna var fengin purpuralit skikkja. I fyrstu var biskupinn dálítið ringlaður og undrandi, en þegar hann fór að hugsa nánar um litinn sem valinn var, tók hann þessa tilhögun sem per- sónulegan heiðursvott og var mjög upp með sér — þangað til hann heyrði um allar þær slúð- ursögur sem urðu til eftir þessa saklausu veizlu. Greifinn viðurkenndi fyrir föð- ur Damon. að allt þetta sam- kvæmislíf, — að undanteknum svona smáuppátækjum — væri honum skelfilega hvimleitt; en hann viðurkenndi líka, að hann fyndi einhverja ónáttúrlega full- nægingu í því að láta sér leið- ast. Það voru andlegar sjálfs- pyndingar og auk þess verkaði það á hann eins og deyjandi iyf og kom í veg fyrir að skiln ng- arvitin örvuðust um of. Girghiz greifi kunni vel að meta samvistirnar við föður Damon, vegna þess að kurteisi prestsins kom aldrei fram i auð- mýkt og vegna þess að hann gat verið félag'. án þess að verða of kumpánlegur. Af þessu leiddi að faðir Damon varð tíður gestur í kastalanum. Oft og iðulega sátu hann og greifinn saman yf- ir einni eða tveimur flöskum af gömlu víni alveg fram í dögun og greifinn lék Stravinsky og Beethoven, eða þeir gáfu sig á vald þe;m þunglyndislega nug- blæ sem varð til við kynieg, nafnlaus tónverk sem greifinn knúði fram úr hljóðfærinu með þróttmiklum áslætti; eða þeir fóru niður í baðklefana og með- an Alfons neri kroppa þeirra, sökktu þeir sér niður í heim- speki Schopenhauers, Thoreaus og Aristotelesar.... Næturdrykkjur þessara tveggja óguðlegu piparsveina gáfu hin- um ótrúlegustu slúðursögum byr undir báða vængi í San Liguori. Að vísu hafði enginn hugmynd um hvað þama átti sér stað i raun og veru; en sögusmiðir staðarins höfðu enga þöri fyrir staðreyndir: hið frjálsa hugar- flug ■ þeirrá brá upp myndum af ofboðslegum svallveizlum. Hið eina sem greifanum var álasað fyrir, var að hann léti tælast svo auðveldlega; það var faðír Damon sem var ódæðismaðurinn — freistarinn sem leiddi hinn vellríka aðkomumann á glap- stigu. Faðir Damon var hinn ílli andi; greifinn var — vegna þess að hann var auðugur — aðeins samsekur sérvitringur. — Um það leyti sem greifinn hafði verið upp undir ár í San Liguori, varð landsstjórinn ófor- varandis til þess að leggja sinn skerf til hinna frjóu sögusagna sem gengu um kastalann. Hans hágöfgi var sem sé smám saman kominn á það stig að honum var ómögulegt að finna upp á fleiri frambærilegum afsök- unum fyrir kvöldunum sem hann dvaldist hjá Madame Quenin. Hann vissi satt að segja ekki s!tt rjúkandi ráð, fyrr en honum varð allt í einu hugsað til baðhvelfinga greifans. Þá fór hann að finna upp skýringar, sem kona hans tók gildar — um tíma að minnsta kosti — og San Liguori hafði mikla skemmtun af. Ur hinum sakleys- islegu smálygum landsstjórans um aðskiljanleg böð í kastalan- um, spruttu meðal almennings frásagnir sem hneyksluðu jafn- vel greifann, þegar honum bár- ust þær til eyrna. I fyrstu varð hann fokreiður landsstjóranum. En þegar hann hafði gert sér ljóst hve tilgangslaust það var, sigraði kímnigáfa hans og hann skemmti sér yfir hinni óbeinu þátttöku sinni í hliðarhoppum hans hágöfg’. En það var kaldhæðni örlag- anna, að hann skyldi að lokum verða aðild að sögunum sem virkur — að vísu ófús — þátt- takandi. Það vildi nefnilega þannig til, að nótt eina, þegar landstjónnn skildi við Madame Quenin ógn fyrr og ögn ölvaðri en vanalega að hann gekk af stað í öfuga átl og mætti Girghiz greifa sem var í smágönguferð. Þegar greifinn sá hvernig landstjórinn var á sig kominn, bauð hann honum hressandi tyrkneskt bað. Hans hágöfgi sem hafði logið svo oft, að hann var sjálfur farinn að trúa á lygar sínar, tók boðinu eins og ekkert væri sjálfsagðara, og slapp þannig — fyrir tilstilli forsjónarinnar og greifans — við mikla auðmýkingu. Þvi að ein- mitt þessa nótt — það frétti hann síðar — var kona hans, gagntekin afbrýði og tortryggni, á le!ð til húss Madame Quemn. Þegar hún ruddist þangað inn að óvörum, sá hún það sem hún taldi vera óræka sönnun —sem sé bara Qkklana á karlmanni sem var að taka sér steypibað; en þegar hún svipti henginu frá, fann hún þar ekki sér nákunn- ugan karlmann, heldur blasti þar við henni landbúnaðarfulltrúinn í Adamsklæðum. Eftir þetta vandræðalega at- vik, varð skelfileg ringulre'ð. Madame Quenin, sem var full af heilagri vandlætingu og full- yrti að mannorð hennar væri eyðilagt, rak landbúnaðarfulltrú- ann á dyr með miklu bramboiti. Eiginkona landsstjórans, sem var í fyrstu glöð og fegin yfir því að hafa sannað að madame Quenin væri lauslætisdrós og eiginmað- ur hennar hefði alsaklaus orðið fyrir barðinu á slúðursögusmið- unum, flýtti sér heim og kom EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120 Snittur Smurt brauð vig Óðinstorg. Sími 20-4-90. 4547 __ kom brátt í ljós að Antonio hafði vanmet^ð yfir- ,»f stutt'u máli sagt sogir gamli Svcrs að, lokum ,»þcir gerðu völdin, þau vissu fullvcl hvað hafði verið að gerast við Samba sér það ljóst, að ég gæti haft vcrra af, cf ég hypjaði m g ekki og viðtaliö varð brátt að yfirheyrslu. strax frá Borneo. Og ég fylgdi ráði þeirra . SKIPATRYGGINGAR Tryggingar á vörum í flutnlngi á eigum skipverja Heimistpyggingi hentar yður Abyrgðar Veiöarfa Aflatryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEFNI :SURETY % ©O I FLOGIÐ STRAX% FARGJALD // GREITT SÍÐAR% | DANMORK 06 ÍA-ÞÝZKAUND ' 'ssss** Verð um 9.500 krónur fyrir 17 daga ýys/SA y/. Fararstjóri; TRYGGVI SIGURBJARNARSON. ! /y í Rostock-héraði hittast árlega á Eystrasaltsviku % hópar frá öllum Jlöndum, er liggja að Eystrasalti, Hin árlega 'Eystrasaltsvika verður haldin dagana 4.—11. júli í Rostockhéraði. Við skipuleggjum. ferð þangað sem hér segir: I. júlí: Flogið til Kaupmannahafnar. 3. júlí: Farið til Warnemunde. 4.—11. júlí: Dvalízt á Eystrasaltsvikunni, 12.—16. júlí: Ferð í langferðabíl um Austur- Þýzkaland, komið í Berlín. 16. júlí: Farið frá Berlín til Kaupmannahafnar. 17. júlí: Flogið til íslands. og fræðslu- I auk Noregs og Islands. Þar fer fram allskonar skemmti- starfsemi. Baðstrendur ágætar. Loftslag milt og þægilegt. Þátttaka er takmörkuð við ákveðinn hóp. Hafið samband við okkur sem fyrst. L A N DSy N

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.