Þjóðviljinn - 15.06.1965, Side 4

Þjóðviljinn - 15.06.1965, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. júní 1965 Dtgefandií Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guömundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóra. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja, Skólavðrðust. 19. Símj 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði, Að /eysa vandann r' J vor héldu atvinnurekendur í fiskiðnaði ráðstefnu og birtu að henni lokinni ályktun um vanda- mál sín og viðhorf. í henni voru taldir upp ýmsir kostnaðarliðir fiskvinnslustöðvanna, sem væru óhjákvæmilegir og óviðráðanlegir, en að þeirri upptalningu loki'nni var sagt að svo lítið væri eft- ir af tekjunum, að þess væri enginn kostur að hækka kaupgjaldið og raunar þyrfti það helzt að lækka ef afkoma frystihúsanna ætti að vera sæmi- leg. í þessum málatilbúnaði birtist það forneskju- lega og fávíslega viðhorf að vinnuaflið sé sá kostn- aðarliður sem mæta megi afgangi, það sé einskon- ar ruslakarfa sem hirt geti leifarnar þegar allir aðrir hafa fengið sitt. Hver atvinnurekandi með lágmarksdómgreind ætti þó að vita að vinnuafl- ið er undirstaða framleiðslunnar og ástæða ’til að telja það efst á blaði í óhjákvæmilegum kostnað- arliðum; það er meira en lítið bogið við þá starfs- grein sem lýsir yfir því að hún geti ekki greitt sama kaup og aðrir. Og þegar um er að ræða einn af;; undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar er vanda- málíð býsna stórfellt. gnda þótt fullvíst sé að kveinsfafir frystihúsaeig- enda séu stórlega ýktir, er hitt augljóst að þeir eru afskiptir í samanburði við ýmsa aðra atvinnu- rekendur í þjóðfélaginu. Það er eitt helzta ein- kenni viðreisnarinnar að gróðinn hefur streymt í hverskyns milliliðarekstur og þjónustusfarfsemi, og. atvinnurekendur á þeim sviðum hafa jafnvel ekki talið eftir sér að greiða tvöfalt það kaup sem skráð er í samnineum. Afleiðingin verður auðvit- að sú að menn leita til þeirra verkefna þar sem meira sannvirði er greitt fyrir vinnuna, en í fisk- iðnaði. við höfnina og í fleiri greinum verður sí- vaxandi hörguli á vinnuafli með mjög háskalegum afleiðingum Úr þessu ástandi verður ekki bætt með neinum harmasöng frystihúsaeigenda, þess- um aðstæðum verður ekki breyft með neinum marklausum sýndarsamningum; hér er um að ræða alvarlegt þjóðfélagslegt vandamál sem staf- ar af rangri stjómarstefnu. Hjá því verður með engu móti komizt að breyta þannig tekjuskiptingu í þióðfélaginu að undirstöðuatvinnugreinar geti goldið bað kaup sem hæst er greitt annarsfaðar í sambærilegum störfum Hvorki atvinnurekendur né rfkisstiórn geta með nokkru móti umflúið þessa einföldu staðreynd. gtjórnarblöðin tala nú mikið um „sanngirni“ og .,samningslipurð“ og iafnvel ólíklegustu menn taka undír þann söng En aWarleg þióðfélagsleg vandamál verða aðeins levst með bví að takast á við raunveruleikann S';álfan en ekki með neinu orðaskvaldri Ef gerðir væru „sanneiamir" samn- ingar sem ekkj levstu bann vanda sam hér hefur verið vikið að mvndu beir ekkert crildi bafa: lög- mai efnahagslífsíns mvndu halda áfram að hafa SÍn riV)-ióki7cr.milp<Tii óhrif <~.a rrpra hirflíko romning0 marklausa um leið og þeir væru undirritaðir. — m. Nú er Svétlof dauður — og Sjolokhof sextugur — Það er svo bágt að standa í stað — Lygn streymir Don og karlaraus Vissulega ber alltaf eitt- hvað til tíðinda í sovézk- um bókmenntaheimi. Sá margumtalaði Évtúsjenko var að skrifa mikla drápu á dóg- unum sem birt var í tímariti ungra rithöfunda. Drápan er fimalöng og heitir ..Rafstöð- in við Bratsk", hvorki meira né minna, og þeir sem ’esið hafa segja að þama hafi Év- túsjenko ausið miklu vatni; þó takist honum sæmilegaupp á stöku stað. Míkhaíl Svétlof lézt fyrir skömmu. Hann var ákaflega viðfelldið skáld og viðfeild- inn maður, einn af þeim sein gengu sig inn á ritvöllinn á ungum aldri um það leyti sem byltingin var að staðfesta s'g- ur sinn í Sovétríkjunum. Hann orti frægt kvæði um borgarastyrjöldina, sem viða var sungið — og þá líka á Spáni í borgarastyrjöldinni þar. Það segir frá úkraínsk- um strák sem hefur fundið í bók það fagra nafn Grenada og hann hefur ort söng um þetta fjarlæga spánska Tand og kveðst hafa yfirgefið sitt hús til að bændur þar syðra eignuðust land sitt. Þessi.ungi maður fellur f orustu, en íé- lagar hans bera söng hans á- fram. stjúkandi bogum þján- inganna um fiðlur tímans. Hrifning og bjartsýni ein- kennd'j þessa liðnu daga og þessa eiginleika tókst Svetlof að varðveita og bera fram af fullri einlægni. Hann orti einhvemtfma gamansamt kvæði um hetjur rússneskra klassískra bókmennta og þeirra dapurlegu endalok: þær voru drepnar í einvígum, hengdar eða hentu sér undir eimreíðar — Évgení Onegfn, það ógæfu- sama afkvæmi Púskfns, kail- ar lír eltRT minni vandræða- manns úr frægri sögu Ler- montofs: „Hvílfk skel’iog vfnur minn, meðan Postoéfskf situr f spilavítinu rrturkar Raskolníkof niður gamlar konur." Kvæðinu lýkur á bví. að Svetlof hefur skrifað skáld- Sjolokhof býr í þorpi einu í Kúbanhéraði og er jafnan gest- kvæmt hjá honum. Hér sést hann, spjalla við skólaunglinga frá Rostof. sögu og þá hlíft hetjum sín- um við svo dapurlegum ör- lögum og heldur viljað farast sjálfur en senda þær út i dauðann. Og þeta fólk kemur svo að fylgja honum til graf- ar og segir: „Svetlof er dauð- ur. Hann var sannur rithöf- undur“. Já, þar var hann reyndar, ekki kannske m'kill rithöfundur, en sannur. Þá hafa Sovétmenn haldið upp á sextugsafmæli Mi- khaíls Sjolokhofs. Það virðist reyndar næsta undarlegt að Sjolokhof sé ekki orðinn aldri en þetta, því það virðist óra- tími liðinn síðan margir góðir menn hr!fust af hans fyrstu miklu bók, Lygn streymir Pon, og sögðu glaðir við sjáifan sig að hér væri hið mikla epfska skáld byltingarinnar fætt. Þetta var árið 1928, en þá kom fyrsti hluti þessarar frægu skáldsögu út í tfmanti. Og víst var þetta fróðleg saga og skemmtileg: enn hefur sovézkur rithöfundur ekk’. gefið fyllri, litauðugri, sann- fróðari og átakameiri Iýsingu á þeim miklu stormum póli- tískra oq mannlegra ástríðna sem dundu yfir Rúsland bylt- ingaráranna. Og sagan er gerð af dæmafáu öryggi af svo ungum höfundi að vera — hann þekkir bæði tak- markanir sínar og er um leið ekki feiminn við að ráðast i stórræði: þekking hans á llfi og viðhorfum kósakka Suður- Rússlands er fulkomin og þaðan sækir hann sinn styrk — á hinn bóginn takmarkar hann sig ekki við að lýsa ör- lögum þessa sérstaka þjóðfé- lags í byltingunni, heTdur tekst að veita útsýn yfir „Rússlands óravegu víða". Því miður var áframhaldið ekki eins glæsilegt. Nokkru eftir 1930 kom út fyrsta bindi skáldsögu hans „Nýplægð jörð“, sem fjallar um tilorðn- ingu samyrkjubúa í sveifcum landsins. Margt var gott um þá bók, skemmtilegar persón- ur spranga þar um, fullar af lífsþrótti, ástríðum og hæpnu orðbragði, og sitthvað tókst Sjolokhof að segja um þá þjóðfélagsþróun er þarna gerðist með harkalegum að- ferðum, sem öðrum tókstekki. En það var ákaflega löng bið á áframhaldinu — seinna bindið kom ekki út fyrr en rétt fyrir 1960. Sumir kenna Stalín um, aðrir brennivíni, og enn aðrir skjóta márnu yfir á órannsakanlega vegi guðs. Verst var, að þetta' seinna bindi olli mönnum vonbrigðum ótvíræðum — þar kemur að vísu ýmislegt mark- vert fyrir og enginn frýr Sjc- lokhof góðrar rússnesku. En allt varð þetta einhvemveg- inn svo smátt í sniðum, al- varleg vandamál leystust upp í karlarausi, stundum spaugi- legu að vísu, en yf'rieitt lítt merku. Aþeim tíma er leið á milli binda skrifaði Sjolokhof fremur lítið. Þó hrifust marg- ir af stuttri sögu, sem mun ' hafa komið út um 1956 og bóttu þá svo mikil tíðindi hafa gerzt, að dagblaðið Pravda, málgagn Komúnista- flokksins, hirti. hana alla á e’num degi og var ekki margt annað í blaðinu þann daginn. Söguþráður er einfaTdur: mað- ur fer í stríð og er tekinn höndum, begar hann kemur heim að öllum brautum Tokn- um kemst hann að þvf að öll fjölskylda hans hefur farizt i loftárás. Síðan tekur hann að sér munaðarlausan dreng og kveðst þá vera týndur faðir hans. Og Sjolokhof nær öruggum tökum á þessum efm- viði; þessi saga varð í raun og veru eftirminnilegur við- burður. Það spillti heldur ekki, að af henni var gerð ágæt kvikmynd; henni stjómaði Bondartsjúk sá sem nú er að ljúka við risakvikmynd eftir sögu Tolstojs Strfð og ,-friður.. Sjolokhof hefur um hríð unnið að miklu skáTdverki urri heimsstyrjöldina og hefur sumt af bví birzt á prent:. Sú bók verður varla ný „Lvgn streymir Don“, en hann stýrir ótvírætt heim penna að full ástæða er til þess, að góðir menn óski þessum þekkta höf- undi langra lífdaga. A.B. Samþykktír aðalfundar S.H. Fiskiðnaðarskóli: * Aðalfundur SH, haldinn í R- vík í maí 1965, lýsir ánægju sinni yfir að nú skuli unnið markvisst að stofnun fiskiðn- aðarskóla. Er það brýnt hags- munamál fiskiðnaðarins, að slík stofnun verði sett á fót. Hvetur fundurinn tii, að máli þessu verði hraðað og að fisk- iðnaðarskólinn taki til starfa hið fyrsta, en þess verði þó jafnframt gætt, að vanda hið bezta allan undirbúning og framkvæmd og skólinn verði skipulagður f nánum tengslum við fiskiðnaðinn. Sklpulag útflutningsmála: Aðalfundur SH, haldinn f R- vík f maf, 1965, telur nauð- synlegt að ítreka fyrri sam- bykktir sínar um að það sé stórskaðlegt framtíðarþróun fs- tenzkra marka^smáTa erlendis að margir útflvtjendur fjalli um bessi mál og varar við af- leiðingum slfkrar stefnu. Það er. enn sem fyrr, álit fundarins. að tilhögun bessara mála sé bezt komið þannig að tveim stærstu fiskframleiðslu- og söluaðilum bióðarinnar sé veitt 1eyfi til útflutninc= frvstra siávarafurða. Línufiskur: öllum, sem við sjávarútveg og ffskiðnað fást er Ijós hin mikla þýðing línuveiða fyrir útflutningsframleiðsluna. Þró- un síðustu ára hefur, illu heilli orðið á þann veg, að grundvell- inum hefur verið kippt undan línuveiðurn. Er þetta hið al- varlegasta mál fyrir útflutn- ingsfi;amleiðsluna og yrði það mikill hnekkur, ef línufiskur- inn hyrfi af hinum erlendu mörkuðum. Öumdeilanlegt er að þessi veiðiaðferð gefur afbragðs hrá- efni, betra en aðrar veiðiað- ferðir. Með tilliti til þýðingar þessa fisks og samsetningar þeirrar vöru, sem boðin er fram á mörkuðum, ,er nauðsynlegt að ráðstafanir verði gerðar til að styrkja línuútgerð og tryggja bar með fiskvinnslustöðvunum úrvals hráefni. Beinir aðalfundur SH. hald- inn í Reykjavík f maí 1963, beim eindregnu tilmælum til hins opinbera. að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir tii að trvggia rekstursgrundvöll heirr- ar útgerðar. sem vill stunda Ifnuveiðar Loðdvraeldi: Aðalfundur SH. haldinn f Revkjavík f maí 1965, leyfir sér að beina þeim eindregnn tílmælum til háttvirts Alþing- is. að það samþykki frumvarp til laga um toðdýrarækt, sem lagt var fram á 85. löggjafar- þíngi. Telur fundurinn nauð- synlegt að á lögunum verði þó gerð sú breyting, að hrað- frystihúsunum eða félögunum, sem þau kunni að stofna, verði gert auðvelt að stofna til loð- dýraræktunar, og að eigi verði settar óæskilegar takmarkanir á athafnafrelsi manna á þesso sviðl. Úfflutningsgjald: Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, haldinn f Reykjavík í maf 1965, leyfir sér að ítreka fyrri tilmæli til hæstvirtrar ríkisstjórnar um að hún beiti sér fyrir, að út- flutningsgjöld og skattar af unnum sjávarafurðum verði afnumdir í þvf formi, sem bað er nú og tekin upp f þess^. stað sú aðferð. að leggia gjald- ið á útflutt magn f stað verð- mætis. lafnframt því. sem út flutningsgjaldið verði lækkað til muna. Með bessari sambvkkt er stefnt að hvf, a;"' við brevtingu élaeningargrundvallar sé fram- leiðsla fullu-jninna og verð- mpiri sjóvarafurða örvuð Aðalfundur Sölumi^stöðvar hraðfrvstihúsanna. haldinn í Revkiavík f maí 1965. sam- hvkkir að heimila stjórn SH að ráðast f bygringu nýrrar •'iskvinnshivprksmiaiu á aust- nrströnd USA. Aðnlfundur Sölumi^stöðvar hraðfrystihúsanna, haldinn f maí, 1965, beinir þeim tDmæl- um til hæstvirtrar ríkisstjórn- ar, að hún tryggi hagsmuni íslenzks sjávarútvegs í sam- bandi við þær viðræður, sem nú fara fram, um tolla og viðskiptamál á vegum GATT. Ennfremur vill fundurinn vekja athygli á því, að tollur á fiski frá Islandi, sem seldur er til Englands, er nú 10%< en tollur á fiski frá EFTA- löndunum er aðeins 3% og fellur bráðlega úr gildi. Ljóst er, að þessi mikli tolla- mismunur^ á fiski frá fyrr- nefndum löndum stefnir hags- munum Islendinga á hinum veigamikla brezka markaði f stórhættu. Þessar aðstæður gefa tilefni til, að ýtarleg rannsókn fari fram á því hvort ekki sé unnt að ná sérstökum viðskiptasamningum er tryggi sambærilega viðskiptaaðstöðu innan EFTA-svæðisins, eins og lönd svæðisins njóta. Seinheppinn! Harry Silkstone frá Shef- field í Englandi var heldur óheppinn hér um daginn: Fyrst réðist á hann bulla og barði hann meðvitund- arlausan. — Skiiningsríkir vegfarendur vöktu hann til lífsins með áfengi og á heimleiðinni var hann tek- inn fastur fyrir ölvun við akstur Hann varð að borga fimmtíu pund i sekt og var sviptur ökuleyfi í eitt ár.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.