Þjóðviljinn - 15.06.1965, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 15.06.1965, Qupperneq 6
 g SfÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 15. júní 1965 Síðarí heimsstyrjöld og hlutverk Stalíns Sovétfræðingar stefna að hlutlægara mati en áður þekktist um þessi málefni Blöð og tímarit í Sovétríkjunum hafa undan- farið rætt ítarlega sögu heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Tilefnið er það, að tveir áratugir eru ný- lega liðnir frá því sigur var endanlega unninn á herjum nazistanna. Hjá því verður vart komiz.t, að Stalín sé oftlega nefndur á nafn, og ýmsir vest- rænir fréttamenn í Moskvu hafa í þe~su sam- bandi talað um að gamli maðurinn hafi verið „endurreistur“ eða eitthvað í þá áttina. Hitt er þó sönnu nær, að nú sé reynt að gefa sannari mynd af manni, sem jafnan verður talinn einn helztur þátttakandinn í þessum hildarleik. Sovézkir sagnfraeðingar segja í þessu sambandi, að þeim liggi einkum á hjarta að fá fram hlutlsegari mynd af at- burðum styrjaldarinnar. Það sem við viljum gera er að „endurreisa" þann sögulega sannleika, segja þeir. Og í þessu sambandi verður ekki hjá því komizt að geta Stal- íns að nokkru. Nafn hans er tengt sögu Sovétríkjanna ó- rjúfandi böndum, ekki hvað sízt sögu styrjaldaráranna. Hvort heldur var til góðs eða ills, réði afstaða hans oft úr- slitum, hann var aeðsti yfir- maður herja Sovétríkjanna og aðgerðir hans verður að vega og meta, bæði jákvæðar og neikvæðar. Skyssur Þetta sagnfnæðilega endur- mat á sér stað meðan enn er verið að gera upp sakirnar við persónudýrkunina í Sovétríkj- unum. Framan af var til- hneiging til þess að vanmeta sérstaklega hlutverk Stalíns á styrjaldarárunum. Því hefur verið haldið fram í því sam- bandi, að Stalín hafi lítið um hernað vitað og reynt að átta sig á stöðu herjanna með skólahnattlíkani. Hvað skipu- lagsmálum hernaðar viðkemur, hefur hann verið sakaður um taugaóstyrk og jafnvel tauga- bilun. Sagnfræðingar þeir í Sovét- ríkjunum, sem við sögu heims- styrjaldarinnar fást, vísa slíku vanmati algjörlega á bug. Stalín tók bæði réttar ákvarð- „Voite of America" sett ondir stjórnareftirlit ■ Upp er nú komin deila milli Hvíta hússins og banda- ríska utanríkisráðuneytisins annarsvegar og útvarpsstöðv- arinnar „Rödd Ameríku“ (Voice of America) hinsvegar. Hefur þessi deila haft það í för með sér, að útvarpsstöðv- arstjórinn, Henry Loomis, hefur sagt stöðu sinni lausri og ýmsir starfsmenn annaðhvort neitað að legg'ja nafn framkvæma þau verk- sitt við sendingarnar eða efni, sem þeim voru fengin. Ástæðan fyrir þeessari deilu er sú, að Johnson Bandaríkja- forseti hefur séð ástæðu til þess að skipta sér af sending- um útvarpsstöðvarinnar. Segir bandaríska vikuritið „News- week“ af þessu tilefni, að krafa forsetans um samstöðu fari nú óþægilega mikið að minna á þá kröfu að allir hugsi og tali eins. Að sjálfsögðu neyddist út- varpsstöðin til þess að láta undan kröfum forsetans; send- ingar hennar eru nú undir eft- irliti og sýna einhliða, mynd af „féttlátari“ utanrikisstefnu Bandaríkjanna. Málarekstur forsetans hófst, er hann komst að því að útvarpsstöðin hafði einnig skýrt frá gagnrýni blaða og tímarita á stefnu Banda- ríkjastjórnar í Vietnam. Slíkt gat Johnson bleggaður ekki þolað, með áðurtöldum afleið- ingiim. Mælist illa fyrir Þessi stefnubreyting gagn- vart útvarpsstöðinni hefur mælzt heldur illa fyrir með bandarískum diplómötum er- lendis. Þannig hefur Foy Ko- hler, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, sent skeyti heim og lýst áhyggjum sínum yfir þessari ákvörðun. Segir Ko- hler máli sínu til sönnunar, að tiltekin sending útvarps- stöðvarinnar um atburðina í Santo Domingo hafi greinilega verið samin með það fyrir augum að styðja stefnu Banda- ríkjanna, en minna hirt um að skýra frá atburðunum sjálf- um. „ . . . Stalín hefði getað gert meira til þess að tryggja skjótari sigur; en að segja það, að hann, hafi ekkert gcrt, jaðrar við sðgu- fölsun . . . land. Frá Moskvu kom aðeins þessi áminning: — Eruð þér með öllum mjalla — viljið þér koma' af stað stríði?! Sérstök Tass-fregn frá 14. júní stuðlaði einnig að því að skapa ringulreið. Fregnin lagði áherzlu á það, að stjóm Þýzka- lands uppfyllti til fullnustu skilyrði griðarsáttmálans og því bæri allt tal um það, að Þýzkaland undirbyggi stríð gegn Sovétríkjunum, að skoða sem óvinaaðgerð, sem stuðlaði að því að koma af stað stríði. Herdeildarforingi einn skildi tilkynninguna öðruvísi. Hann kallaði 'saman liðsforingja sma og stjómmálasamstarfsmenn og lýsti þessu yfir: „Við erum hermenn og verðum þvi að skoða Tass-fregnina sem hvatningu til aúkins viðbún- aðar“. Daginn eftir var hann dreginn fyrir herrétt! Bagramjan marskálkur seg- ir, að óskynsamlegur áróður Stalíns og stjórnmáladeildar hermálaráðuneytisins hafi villt fyrir hermönnunum, slævt ár- vekni þeirra og í raun réttri dæmt þá til aðgerðaleysis. En hitt væri rangt að halda því fram, að Stalín hafi ekkert gert til þess að búa landið und- ir hugsanlega árás; árás sem Stalín bjóst fastlega við en bara ekki í júni 1941 heldur síðar. Honum láðist því að hafa landamæraherina og um- fram allt flugherinn tilbúinn. Það var þessi skyssa sem gerði það mögulegt, að skyndi- árás nazistaherjanna kom Sov- étherjunum á óvart. anir og rangar, og hann var ekki sá maður að undirskrifa skjal án þess að vita, hvað í því stóð. Jafnframt þessu vissi hann vel, hvað um var að vera á vígstöðvunum, enda þótt hann kæmi þangað aldrei sjálfur öll stríðsárin. Sagn- fræðingar benda á, að í sam- bandi við innrás nazista í Sov- étríkin 22. júní 1941 hafi ver- ið gerðar örlagaríkar og nán- ast ófyrirgefanlegar skyssur. Sá lærdómur var dýru verði keyptur og svo heíur verið fyrir séð, að slíkt endurtaki sig ekki. Skyssurnar voru margar og ýmsar miklar á fyrstu árum stríðsins, en eft- ir orustuna við Stalingrad má með miklum rétti segja, að herstjómin hafi verið sam- eiginleg í höndum Kommún- istaflokksins, ríkisstjómarinnar og herforingjaráðsins. Stalín hefði getað gert meira til þess að tryggja skjótari sigur, en að segja það, að hann hafl ekkert gert, jaðrar við sögu- fölsun. Endurmat I grein í „Literaturnaja Gazeta“ hefur varavarnar- málaráðherrann, Ivan Bagram- jan, marskálkur, haldið svip- uðu fram. Sigurinn í síðari heimsstyrjöldinni var okkur dýru verði keyptur, segir hann. Um eitt skeið var það mjög í tízku að útskýra alla ósigrana í byrjun stríðsins með hinni lymskulegu skyndíárás Hitler- herjanna. Það var Stalín sjálfur, sem setti fram þá kenningu og hélt því um leið fram, að árásaraðilinn muni í stríðs- byrjun ætíð hafa nokkurt for- skot. Síðar féllu nokkrir sagn- fræðingar í hina gildruna og tóku að útskýra sérhverja ó- heppni með mistökunum og misskilningi æðstu herstjóm- arinnar og þá einkum Stalíris. Báðar þessar fullyrðingar fela í sér nokkurn hluta sannleik- ans, en aðeins nokkum hluta, segir Bagramjan. Bagramjan rifjar upp að- stöðuna rétt áður en Hitler gerði árásina og heldur því fram, sem reyndar hefur lengi verið vitað, að fyrir lágu nægi- legar upplýsingar um fyrir- ætlanir fasistanna, til þess að unnt væri að dæma aðstæður á raunsæjan hátt. Nokkrum dögum fyrir árás- ina bað yíirmaður hersvæðis eins í Úkraínu hemaðaryfir- völd í Moskvu um leyfi til þess að skjóta aðvörunarskot- um að þýzkum flugvélum, sem þá voru 1 síauknum mæli farnar að fljúga yfir sovézkt Framhald á 9. síðu. ^ > r — Ég spurði frúna hvort hún væri ekkl hrædd um að fuglarnir ætu krisuberin á nýja hattinum hennar. Og hverju heldurðu að kellingin svari? — Ekki meðan þú gengur við hliðina á mér! (Salon Gahlin). "(nHHiHUiiimmuHmmiHinniHiiiiNmnninmmiiHMiiiniimiiiinuuHmiHiiim* Kínversk listakona vekur athygfí 18 ára stúlka hefur vak- ið athygli í Kínverska al- þýðulýðvéldinu fyrir frá- bærar tréskurðarmyndir. Stúlkan heitir Ako og ný- lega var haldin í Peking sýning á verkum hennar. Meðal annars lýsa þau þjáningum þeim og auð- mýkingum, sem fjölskylda hennar varð að þola af hendi lénsherranna sem réðu yfir lífi og limum bændanna. Ako er ættuð úr Liangs- hanfjöllunum í Szechwan- héraðinu, sem er í Suð- vesturhluta Kína. Fjöl- skyldan var ánauðugir leiguliðar og eina nóttina reyndi öll fjölskyldan að flýja, en náðist. 1 hefnd- arskyni var afí hennar hengdur og amma hennar lamin til bana. Móðir hennar var lögð í hlekki. Nú hefur ofurveldi léns- herranna verið brotið á bak aftur í Kína. Aku var send í skóla sex ára gömul, bróðir hennar er háskólakennari og systir hennar vinnur á stjórnar- skrifstofu. 1959 fékk Ako inngöngu í listaskólann í Szechwan og lauk þar námi á síðastliðnu ári. Við sjáum hana hér að verki sínu og einnig eina tré- skurðarmynd hennar, er hún nefnir „Mamma við nám.“ Sýnir sú mynd aldr- aða móður hennar læra að lesa eftir að vera loks laus úr viðjum þrældóms og ótta. »

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.