Þjóðviljinn - 15.06.1965, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 15.06.1965, Qupperneq 8
Helgi Skúli með prófskírteinið. heyrt • Frægur enskur kirkjuarki- tekt var einhverju sinni á samkomu þar sem Sara Bern- hard skemmti gestunum. Þeg- ar hann síðar um kvöldið var kynntur fyrir leikkonunni, kyssti hann á hönd hennar og sagði: — Hvílíkur yndisþokki! Söru féllu ekki gullhamr- amir og svaraði með nokkrum þjósti: Þakka yður fyrir, ég er 66 ára. — Það er enginn aldur, full- yrti arkitektinn. — Kannski ekki á kirkju, svaraði Sara, en ég er leik- kona. • Fékk 9,74 á landsprófi Helgi Skúli Kjartansson er einn þeirra unglinga sem í vor þreyttu landspróf við Gagn- fraeðaskóla Vesturbæjar. Á landsprófinu gerði Helgi sér lítið fyrir og setti nýtt Islands- met, ef svo mætti að orði kveða, fékk 9,74 í aðaleinkunn og er það hæsta landsprófs- einkunn sem gefin hefur ver- ið fram til þessa. Helgi er fæddur og uppalinn í Reykjavík en á ættir sínar að rekja austur í Árnessýslu, mun reyndar vera af Birtinga- holtsættinni. Foreldrar hans eru Valgerður Hjörleifsdóttir frá Unnarholtskoti í Hruna- mannahreppi og faðir hans Kjartan Skúlason frá Hruna. Tíðindamaður Þjóðviljans hitti Helga sem snöggvast í gær á heimili hans að Grund- arstíg 6. Helgi var hress og k§tur og sagði að þessi úrslit heíðii komið sér mjög á óvart. Við nánari eftirgrennslan kom samt í Ijós að hann hefur alla tíð frá því að hann hóf skóla- nám haft yfir 9 í aðaleinkunn á öllum prófum. Hinni sígildu spurningu um eftirlætisnáms- grein svaraði Helgi á þá leið að hann gæti tæplega tekið eina námsgrein fram yfir aðra; þó v.æri það líklega ís- lenzka, sem hann hefði dá- læti á. Helztu áhugamál sín segir Helgi að sé lestur góðra bóka og dýr. Þau húsdýr sem ég hef mest dálæti á eru kýr, segir Helgi brosandi, en það má maður víst ekki segja, það þykir ekki fínt. Helgi hefur verið í sveit í Hrunamanna- hreppnum í 16 sumur, en er ekki viss um að hann komist þangað í sumar og það finnst honum miður. 4k Breyttu ekki við aöra, eins og þú vilt að þeir breyti við þig. Það er ekki víst að þið hafið sama smekk. (B. Shaw) • „Þetta Asíuland" Þau tíðindi gerast í útvarps- sal í kvöld, að ung mennta- kona. Inga Huld Hákonardótt- ir, flytur fyrra ermdi sitt um Víetnam. í dagskránni er við- fangsefnið að vísu kallað ,,Þetta Asiuland", og myndi það orða- lag að líkindum eiga að und- irstrika miklar fjarlægðir í heiminum. En þó er það svo, að þetta fjarlæga land sem hér er um f jallað, er eitthvert lík- legasta tilefni til þess, að menn í austri og vestri neyðist til að hugsa sjálfstætt, gera upp við sig ýmisleg þau meginatriði er ráða samskiptum eins-taklinga og þjóðfélags á okkar dögum. Þá er fluttur sjöundi þáttur þriðjudagsleikritsins, „Herrans hjörð“ eftir Gunnar M. Magn- úss. Ef að líkum lætur, þá verð- ur hér fhittur sá þáttur leik- ritsíns sem hvað mest reynir á höfundinn: í kvöld stefnir hann saman Bþlu-Hjálmari, Vatnsenda-Rósu og Sigurði Breiðfjörð. Þær persónur er nú voru til nefndar krefjast þess, að nú verði rætt af mikilli al- vöru um örlög og hlutverk al- þýðukveðskapar á Islandi. * 13.00 Við vinnuna. 15.00 Miðdegisútvarp: Sinfón- íusveit Islands leikur Há- tíðarmars eftir ÁrnaBjörns- son; Páll Pampichler Páls- son stj. Hephzibah Menuhin J. E. Merett og félagar í Amadeus-kvartettinum leika þrjá síðustu þætti Silungakvintettsins eftir Schubert. D. Fischer-Diesk- au og I. Seefried syngja ástardúetta úr óperum eftir Handel og Mozart S. Rikhter og tékkneska fílharmoníusveitin leika píanókonsert nr. 1 eftir Bach; V. Talich stj. Col- umbíu-hljómsveitin leikur Háskólaforleikinn eftir Brahms; B. Walter stj. I. Wixell og E. Sædén syngja glúntasöngva eftir Wennerberg. 16.30 Síðdegisútvarp: Los Espanoles, A. Lindblom. harmonikusveit Jos Basile, C. Valente o.fl. syngja og leika. 17.00 Endurtekið tónlistar- efni. 18.30 Harmopikulög. 20.00 Margit Thuure syngur lög eftir Sibelíus; Margaret Kilpinen leikur undir á píanó. 20.15 Vietnam. Inga Huld Hákonardóttir flytur fyrra erindi sitt um þetta Asiu- land. 20.40 Partíta í d-moll fyrir strengjasveit eftir I. Tuma. Kammersveitin í Prag 'eik- ur (án stjórnanda). 21.00 Þriðjudagsleikritið Herrans hjörð, eftir Gunnar M. Magnúss. Leikstj.: Ævar R. Kvaran. Sjöundi þáttur: Næturvaka að Stað í Hn'ita- firði. Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Helga Bach- mann, Edda Kvaran, Inga Þórðardóttir, Gísli Hall- dórsson. 22.10 Kvöldsagan. Bræðum- ir. 22.30 Létt músik á síðkvöldi: a) Rósin frá Istanbul, óper- ettulög eftir Leo Fall. F. Wunderlich, M. Muszely, S. Gömer o.fl. syngja með Garunke-hl jómsveitinni; C. Michaelski stj. b) Hljóm- sveit Ríkisópemnnar í Vín leikur skemmtileg lög; Robert Stolz stj. ® Brúðkaup ★ Nýlega voru gefin saman í hjónaband í kirkju Óháða safnaðarins, af séra Emil Björnssyni, ungfrú Hrafnhild- ur Vera Rodgers Garðastræti 15 og Arnór Sveinsson Sig- túni 29. © Palli er einn í heiminum 41 Þótt eyjar í heiminum séu margar þá eru menn ekki margir sem geta státað af því að vera einu mennirnir í heim- inum sem hafi gengið á land á einhverja þeirra. Og hitt er þó enn sjaldgæfara að svo hagi til að útilokað sé að nokkur annar geti leikið afrekið eftir. Á þessu sviði eigum við Is- lendingar heimsmet. Páll Helgason í Vestmannaeyjum er eini maðurinn í heiminum sem nokkru sinni hefur stigið fæti á nýju eyna, sem mynd- aðist á dögunum við neðan- sjávargosið hjá Surti. — Og þar mun aldrei annar maður stíga fæti, því eyjan er sokkin í sæ, sem kunnugt er. Sem sagt: Palli er einn í heiminum. ★ Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Ólafi Skúlasyni, ungfrú Anna Ing- er Eydal stud. med. Akur- eyri og Jóhannes Magnússon stud. med. Hveragerði. Heim- ili þeirra er í Hveragerði. • Við mælum með . . 1 dag mælum við með myndinni „AÐ DREPA SÖNGFUGL" sem sýnd er í Hafnarbíói. Myndin er gerð eftir samnefndri sögu eftir Harper Lee. Mynd þessi hefur hlotið þrenn Oscarsverðlaun. Að- alhlutverk leikur Gregory Peck. ENDURMINNiNG AR ERENBÚRGS FYRSTI KAPÍTULI Mig hefur lengi langað til að skrifa um ýmsa menn. sem ég hef kynnzt. á ævinni, um nokkra viðburði, sem ég tók þátt i eða var vitnj að En ég hef oftar en einu sinni slegið þessu verki á frest: stundum gat ég ekki komið því við, stundum sóttu að mér efasemdir — hvort mér tækist að endurskapa menn og mynd- ir. sem hafa fölnað með ár- unum, hvort hæat væri að treysta eigin minni Nú hef éa samt sem áður hafizt handa. því lengur yerður samningu þes'arar bókar ekki skotið á frest Fvrir þrjátíu árum skrif- aði ég f ferðapistil: ) Abramtsévo i sumar leið horfði ég á hlynina í garðinum, á dáuða hægindastólana Aksakof hafði tíma til að hugsa .um allt Bréf hans til Gogols eru flau=tursleg lýsing sálar og tímabils Hvað skiljum við eft- ir okkur? Kvittanir: „Móttekið hundrað rúblur“ (með prent- stöfum) Við höfum hvorki hlyni né hægindastóla, og við hvílumst eftir sálardrepandi ringulreið ritstjómarskrifstofu og forstofa í járnbrautarklefa og á þilfari. f þessu er að lík- indum ákveðinn sannleikur fólginn. Tíminn hefur fengið sér hraðgenga vél. En þú get- ur ekki hrópað til bifreiðar: ..Stanzaðu. ég vil skoða þig betur“. Við getum aðeins sagt frá hraðfara ljósgeislum henn- ar Við getum — og það er lika lausn — hafnað undir hjól- um hennar“. Margir jafnaldrar mínir lentu undir h.iólum tímans. Ég er á lífi, — ekki vegna þess að ég hafj verið sterkari eða fram- sýnni en þeir, heldur af því, að á sumum tímum líkjast ör- lög mannsins ekki skák. tefldri að öllum reglum, heldur happ- drætti, Ég hafði rétt fyrir mér, þeg- ar ég endur fyrir löngu sagði. að okkar öld skildi lítið eftir af lifandi vitnisburðj- fáir hafa haldið dagbækur, bréf voru stutt, gagnorð — „lifandi, við góða heilsu“, lítið var skrifað af endurminnin-gum. Þetta á sér margar ástæður. Ég drep á eina, sem ekki er víst að allir hafi gert sér grein fyrir; við vorum of ósátt við fortíð okkar til að geta hugsað um hana vel og rækilega. Á hálfrj öld breyttist mörgum sinnum mat okkar á mönnum og viðburð- um, það var ekki lokið við setningarnar; hugsanir og til- finningar létu ósjálfrátt undan áhrifum kringumstæðnanna. Leið hvers einasta manns lá um órutt land menn hröpuðu í gljúfrum, hrösuðu. gripu dauðahaldi i hvassa kvisti dauðs skógar. Gleymskan varð okkur oft til sjáifsvarnar: það var ekki hægt að halda ferð- inni áfram með minningum um fortíðina, þær heftu fæturna. f bemsku heyrði ég málsháttinn; „Erfitt á sá, er allt man“. og ég sannfærðist síðar um það. að öld okkar var of erfið til að hægt væri að draga á eftir sér hlass af endurminningum. •Tafnvel atburðir, sem svo mjög fengu á þjóðimar eins og tvær heimsstyrjaldir. urðu fljótlega að sögu. Nú segja útgefendur allra landa: „Bækur um strið- ið seljast ekki.“ Sumir hafa þegar gleymt, aðrir vilja ekki fræðast um hið liðna. Allir horfa fram á við. það er vissu- lega ágætt; en hinir fornu Róm- verjar tignuðu guðinn Janus ekki að ástæðulausu. Janus hafði tvö andlit, það bar ekki vott um tvöfeldni hans, eins og oft er sagt, nei, hann var vitur: annað andlit hans sneri að fortíðinni, hitt að framtíð- inni. Mugteri Janusar var lok- að aðeins á friðarárum, en á þúsund árum skeði það aðeins níu sinnum, því friður var af- ar sjaldgæfur viðburður í Róm. Mín kynglóð likist ekki Róm- verjum, en við getum einnig talið á fingrum okkar mejra eða minna friðsamleg ár. SarAt sem áður virðist okkur víst, — þveröfugt við Rómverja, að okkur beri að hugsa um’ for- tíðina aðeins á tímum almenns friðar. Þegar sjónarvottar þegja, fæðast þjóðsögur. Við segjum stundum „áhlaupið á Bastill- una“, þótt enginn hafi gert á- hiaup á Bastilluna, — 14.'júlí 1789 gerðist einn af atburðum byltingarinnar frönsku, París- arbúum veittist létt að komast inn í fangelsið og þar voru mjög fáir fangar í haldi. Samt varð einmitt taka Bastillunn- ar þjóðhátíðardagur lýðveldis- ins. Þær myndir, sem seinni kyn- slóðir fá af rithöfundum, eru mjög afstæðar, og stundum eru þær alveg andstæðar raunveru- leikanum Til skamms tíma á- litu lesendur Stendahl egoista. b-e.a.s. mann, gersamlega sokk- inn í eigin upplifanir; samt var hann maður félagslyndur og hataði eigingirni. Venjulega er talið, að Túrgenéf hafi elskað Frakkland, hann bjó þar lengi, var vinur Flauberts, en í raun og veru skildi hann Frakka aldrei og hafði á þeim litlar mætur. Sumir halda að Zola hafi reynt flestar freistingar, hann er jú höfundur Nana; aðrir sem muna hlutverk hans í vöm Dreyfusar álíta hann þjóðmálafrömuð, ástríðufullan baráttumann; en þessi þétt- vaxni fjölskyldufaðir var ó- venjulega skírlífur maður, og að undanskildum síðustu árum ævinnar var hann jafnan langt frá þeim þjóðmálastormum sem skóku Frakkland. Þegar ég ek eftir Gorkígötu sé ég mann úr bronsi, mjög hrokafullan, og furða mig í hvert sinn innilega á því, að þetta skuli vera minnisvarði Majakovskís, svo mjög er þessi stutta ólík manninum sem ég þekkti. Áður sköpuðust þjóðsögu- hetjur áratugum saman, stund- um á heilum öldum; nú eru það ekki aðeins flugvélarnar sem þeytast hratt yfir heims- höfin, mennirnir þeytast upp af jörðinni á augabragði og gleyma hve yfirbo.rð hennar er Iitauðugt og margbrotið. Stund- um finnst mér, að nokkur hnignun bókmennta, sem við verðum vör við hérumbil alls- staðar á seinni helmingi aldar okkar sé t.engd því, hve hratt dagurinn í gær breyttist i af- stæðan veruleika. Rithöfundur lýsir mjög sjaldan fólki, sem er til í raun og veru, — eins hverjum ívanof, Durant eða Smith; hetjur skáldsögunnar eru málmblanda úr mörgu fólki sem höfundurinn hefur kynnzt, úr hans eigin reynslu og heims- skilningi. Má vera, að sagan sé skáldfagnahöfundur, má vera að lifandi fólk sé fyrirmynd hennar og hún bræði það upp, þegar hún skrifar skáldsögur — góðar eða vondar. Allir vita hve ólíkar frásagn- ir sjónarvotta af einhverjum atburði eru. Oftast verða dóm- ararnir að reiða sig á eigin skarpskyggni, hve samvizku- söm sem vitnin annars epi Höfundar endurminninga, sem halda því fram, að þeir lýsi tímabilinu hlutdrægnislaust. lýsa næstum þvi alltaf sjálfum sér. Ef við tryðum á þann Stendahl, sem nánasti vinur hans, Merimé, sýhir okkur, þá gætum við aldrei skilið hvemig f.yndinn og egosentrískur sam- kvæmismaður gat lýst miklum mannlegum ástríðum, — en til allrar hamingju hélt Stendahl dagbækur Hugo, Herzen og Túrgénéf hafa allir lýst hinum pólitíska stormi sem skall á París 15. maí 1849, en þegar ég les minnisblöð beirra, finnst mér að sagt sé frá gerólíkum viðburðum Stundum greinir menn á um eitthvað vegna þess að þeir hugsa á ólíkan máta. stund-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.