Þjóðviljinn - 16.07.1965, Blaðsíða 1
Næturvinnubann í Vestmannaeyjum
í gær tók giltli næturvinnu-
bann hjá Verkamannafélaginu
og Verkakvennafélaginu Snót
í Vestmannaeyjum.
Félögin haf a undanfarna
daga átt viðræður við at-
vinnurekendur um nýja
kjarasamninga og hafa þau
fallizt á Reykjavíkursamn-
ingana í öllum meginatriðum.
Verkalýðsfélögin vilja hins
vegar ekki sætta sig við að
fá gréitt 91% álag á dag-
vinnu í næturvinnu og krefj-
ast þess að fá næturvinnu
greidda' með 100% álagi.
Hafa félögin því ákveðið að
banna alla næturvinnu þar
til samningar hafa tekizt.
Hins vegar leyfa þau eftir-
vinnu, enda ekki ágreining-
ur um kaup fyrir hana.
Strœtisvagna- og hitaveitugjöld til umrœÖu í gœrkvöld:
hald og Framsókn
giafdahækkamrnar
voru einhuga um
í borgarstjórn!
□ Borgaríulltrúar íhalds og Framsóknar stóðu einhuga að 15,9% meðal- ^
hækkun strætisvagnaíargjalda og 10% hækkun hitaveitugjalda á íundi
borgarstjórnar Reykjavíkur í gærkvold. Sameinuðust borgarfulltrúar þess-
ara flokka um að fella tillögur Guðmundar Vigfússonar, borgarfulltrúa Al-
þýðubandalagsins, um frestun ákvörðunar á breytingu gjaldskrár Strætis-
vagna Reykjavíkur og hitaveitunnar þar til séð yrði hver stefna verður al-
mennt mörkuð í verðlagsmálum í framhaldi af nýgerðum kjarasamningum
verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda. Hækkun gjaldskrár strætisvagnanna
var endanlega afgreidd á borgarstjórnarfundinum í gær og munu fargjöld-
in því hækka að meðaltali um 15,S% einhvern næstu daga, en hækkun
hitaveitugjaldanna verður ekki að fullu samþykkt fyrr en við aðra umræðu
málsins, væntanlega á aukafundi borgarstjórnarinnar að viku liðinni.
Við atkvæðagreiðsluna um gjald-
skrá strætisvagnanna greiddu
aðeins þrír borgarfulltrúar
frestunartillögu Guðmundar at-
kvæði sitt, þ.e. fulltrúar AI-
þýðubandalagsins, þeir Guð-
mundur Vigfússon, Adda Báriv
Sigfúsdóttir og Ásgeir Höskulds-
son, en g móti voru 9 fulltrúar
íhaldfins og annar Framsóknar-
maðurinn í borgarstjórn, þ.e.
Auður Auðuns, Geir Hallgríms-
son, Birgir í. Gunnarsson, Gísli
Halldórsson, Kristján Gunnars-
son, Þór Vilhjálmsson, Úlfar
Þórðarson, Þór Sandholt, Frið-
leifur Friðriksson og Hörður
Helgason (Framsókn). Tveir
borgarfulltrúar greiddu ekki at-
kvæði, þ.e. Óskar Hallgrímsson,
Samid var á Vopna-
íirii um kauptaxt-
ann óbreyttan
Á fundi í Verkalýðsfélagi Vopnafjarðar í fyrrakvöld voru
samþykktir samningar við Atvinnurekendafélag Vopna-
fjarðar. Er kauptaxtinn sem Verkalýðsfélagið setti í síð-
asta mánuði tekinn óbreyttur upp í samningana og gilda
þeir til 1. júní 1967 eða í tvö ár. Þá eru ákvæði í samn-
ingunum um það að verði breyting á gengi krónunnar
eða lögunum um vísitölutryggingu kaups verði breytt á
samningstímabilinu, séu þeir uppsegjanlegir með mán-
aðar fyrirvara, ennfremur er þaö ákvæði 1 samningun-
um að verði á samningstímabilinu samið almennt um
starfsaldurshækkanir á kaupi eða hækkun orlofs fái
verkamenn á Vopnafirði þær hækkanir sjálfkrafa.
Vopnafirði, 15/7 — í fyrrakvöld,
13/7, var stofnað í Vopnafirði
nýtt félag, Atvinnurekendafélag
Vopnafjarðar. Stofnendur eru
Síldarverksmiðjan, Kaupfélag
Vopnfirðinga, söltunarstöðvarn-
ar Hafblik, Austurborg, Auð-
björg og Söltunarstöð Kristjáns
Gíslasonar.
Sama kvöld var samninga-
fundur haldinn við Verkalýðs-
félag , Vopnafjarðar samkvæmt
ósk hins nýstofnaða félags og
hafa nú tekizt samningar á fé-
lagssvæðinu.
í gærkvöld, 14/7, var haldinn
fundur í Verkalýðsfélagi Vopna-
fjarðar og staðfesti hann safnn-
inga þá sem stjórn félagsins
hafði gert og undirritað með
fyrirvara við hið nýstofnaða At-
vinnurekendafélag Vopnafjarð-
ar.
Aðalefni samninganna er að
kauptaxti sá er Verkalýðsfélag
Vopnafjarðar auglýsti og hefur
verið í gildi á félagssvæðinu
frá 21. júní sl. var samþykktur
óbreyttur með þessum viðbótar-
greinum:
1) Verði breyting á gengi ís-
lenzku krónunnar eða lögum um
vísitöluuppbætur á kaup verði
breytt, skal aðilum heimilt að
segja upp samningunum með
aðeins mánaðar fyrirvara.
2) Þessir samningar gilda til
1. júní 1967 með þeim undan-
tekningum, að verði á þessu
tímabili almennt samið um
starfsaldurshækkun á kaup eða
hækkun orlofs á Norður- og
Austurlandi, þá skuldbinda at-
vinnurekendur á Vopnafirði sig
til að greiða það sama írá þeim
tíma er samkomulag kynni að
nást um áðurnefnda breytingu.
fulltrúi Alþýðuflokksins, og
Kristján Benediktsson (Fram-
sókn) — sá síðarnefndi er hinn
sami og sæti á í borgarráði. Við
atkvæðagr.eiðsluna um sjálfa
hækkunina á fargjöldunum
greiddu Alþýðubandalagsfulltrú-
arnir einir atkvæði á móti, en
íhaldið allt og BÁÐIR Fram-
sóknarmennirnir MEÐ. Fulltrúi
Alþýðuflokksins sat enn hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Framsélm til íhaldsins
Eins og við afgreiðslu
verðhækkunartillagnanna í borg-
arráði, sem Þjóðviljinn hefur
áður skýrt frá, vakti afstaða
borgarfulltrúa Framsóknar
til hækkananna hvað mesta at-
hygli í lok borgarstjórnarfund-
arins í gærkvöld. Framsóknar-
fulltrúarnir voru ekkert að hika
við að ganga yfir til íhaldsins
í málinu, á sama tíma og borg-
arfulltrúi Alþýðuflokksins
mannaði sig þó upp í að sitja
hjá við atkvæðagreiðslurnar um
gjaldahækkanirnar! Sýnir þetta
m.a., eins og sitthvað annað að
undanförnu — ekki hvað sízt á-
kvörðun Framsóknarforsprakk-
anna um inngöngu Mjólkursam-
sölunnar og Mjólkurbús Flóa-
manna í Vinnuveitendasamband
íhaldsins — hið nána samband
Framhald á 9. síðu.
Aðalskipulag Reykjavíkur-
borgar liggur nú loks fyrir
□ Aöalskipulag Reykjavíkurborgar liggur nú loks fyrir
í heild eftir margra ára eða jafnvel áratuga bið. Tillög-
ur skipulagsnefndar um skipulagið voru til umræðu á
borgarstjórnarfundi í gær og þar var fallizt einróma á
þær.
Tillögur skipulagsnefndar
Reykjavíkur um nðalskipulag
borgarinnar voru lagðar fyrir
borgarráð á þriðjudagskvöldið
og féllst ráðið á þær. Þessi
borgarráðsfundur var haldinn í
Höfða að afloknum óformlegum
umræðum á aukafundi borgar-
stjórnar um aðalskipulagið.
Skipulagstillögurnar komu svo
til endanlegrar afgreiðslu borg-
arstjórnarinnar á fundinum í
gær, svo sem áður var sagt, og
þar var samþykkt einróma til-
laga frá borgarfulltrúum allra
flokka um að borgarstjórn féllist
á tillögur skipulagsnefndar.
Geir Hallgrímsson borgarstjóri
fylgdi skipulagstillögunum úr
hlaði á borgarstjórnarfundinum,
rakti fyrst nokkuð forsögu máls-
ins, allt frá því fyrst var gerð
samþykkt í bæjarstjórn Reykja-
víkur um skipulag borgarinnar
fyrir nær fjórum áratugum, en
gerði síðan grein fyrir undir-
búningsstarfi og störfum skipu-
lagsnefndar og prófessors P.
Bredsdorf í Kaupmannahöfn.
Mariner IV.
Þessi rnynd er af geimflaug
Bandarikjamanna, Mariner
IV, sem í gærkvöld sendi til
jarðar fyrstu myndirnar af
reikistjömunni Marz, sem
myndavélar geimflaugarinnar
tóku um leið og hún fór
fram hjá reikistjörnunni. —
Sjá frétt á 3. síðu og grein
um Mars á 6. síðu.
Biskup vísiter-
ar í Eyjafirði
Biskup íslands, herra Sigur-
björn Einarsson, mun heim-
sækja söfnuði og kirkjur í
Eyjafjarðarprófastdæmi seinni
hluta þessa mánaðar.