Þjóðviljinn - 16.07.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.07.1965, Blaðsíða 7
w Fðstudagur 16. júlí 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 7 n Aoliranótt fimmtudagsins voru úr bandaríska geimfarinu „Mariner 4.“ sem þá fór fram hjá plánetunni Mars í um 10.000 km. fjarlægð, tekn- ar myndir af yfirborði hennar, 21 talsins. Vonir standa til að þessar myndir muni veita mönnum mikilsverða nýja vitneskju um þennan nágranna m okkar í geimnum og leysa ýmsar þær ráðgátur sem menn hafa lengi glímt við. í greininni sem hér birtist er sagt frá rannsóknum, niðurstöð- um og tilgátum vísindamanna um Mars. Greinin er þýdd og endursögð úr stjarnfræðibók La rousse-forlagsins franska. Ef unnt væri að skýra ráð- gátuna um litbrigði Mars á þennan veg — en það felur ekki í sér neina fyrirfram neit- un þess að til séu tjamir á stöku stað eða vötn — ætii ekki að vera vandi að skýra litbreytingar hnattarins, a.m.k. á pappímum. Þar sem mestur er rakinn gerast ýmiskonar breytingar eftir árstíðum, líka á „skurðunum" og verður sagt frá því hér á eftir. .Skurðirn- ir“ eru líklega fram komr.ir við það að myndast hafa gljúf- ur með beinum línum fyrir t.il- verknað náttúmkrafta, en ó- venju góð lífsskilyrði í þess- um gljúfrum. Hvernig sem á þetta er litið, er það mjög gimilegt til rann- sökna, því að hér er að finna fyrstu sannanir fyrir lífi á ððr- um hnöttum. Þó að ekki beri enn öllum saman um það hvemig skýra beri litinn á dökku svæðunum, er lítill ágreiningur um rauðgulu svæð- in. Ljósmælingar á þeim sýna það að hlutfallstala þess Ijóss, sem þau endurvarpa, 15 til 20% er að öllu leyti sambærilegt við það sem eyðimerkur jarðarinn- ar endurvarpa, og að rauði lit- urinn stafar að líkindum af ryði (oxideruðu járni). ðuk þoss hafa rannsóknir Lyots við stjömuathuganastöðina í Meu- don gefið til kynna, að hnött- • urinn sé ryki hulinn, og er þetta í samræmi við þá tilgátu að rauðleita mistrið sé í raun- inni sandbylur. Að síðustu má nefna það að W. W. Coblentz bandarískur vísindamaður, hef- ur fundið í inn-rauðu litrófi rákir, sem eigna mætti kisíl (silísíum), og bendir þetta til þess að margt sé líkt með eyði- mörkum Mars og jarðarinnar, ef munurinn er þá nokkur. Hinn eini munur, sem nokkuð kveður að, það em þessar dökku rákir, sem fengið hafa Plánetan Mars — íslijúpamir á heimskautunum sjást vel. fylgdi uppgötvun sinni fast eft- ir í athugunum í næstu tvö skiptin sem Mars kom í jarð- nánd, en eftir það fór honum að förlast sjón, svo hann varð að hætta. Athuganir hans sýndu hvernig þessar rákir röðuðust þétt um hnöttinn með margvíslegu móti, ýmist dauf- ari eða skýrari, og tengdu sam- an dökku svæðin, gengu þvert yfir ,,meginlönd‘‘, og sýndust því lík, sem væm þau af hönd- um manna eða annarra vits- munavera gerð. Þess má geta, að sumir hinna Kort af Mars. nafnið „skurðir" heppilegt nafn. — mjög ó- „Skurðirnir" á Mars" Þetta furðúlega fyrirbæri sást ekki fyrr en árið 1877, og var það Schiaparelli sem gerði þessa athugun í stjömuathug- anastöðinni í Milanó. Hann skýmstu skurða em dregnir upp á eldri kortum af Marz, einkum því er Schröter gerði 1798, og enn betur hjá Daves 1864. En Schiaparelli varð fyrst- ur manna til að vekja athygli á þessu fyrirbæri, því hann lýsti þeim miklu betur en áður hafði verið gert, og gerði af þeim afbragðs myndir. Jafn- framt gerði hann uppdrátt af plánetunni allri, og var það að- dáanlega vel gert og sýndi fjölda margt, sem enginn hafði vitað áður og gaf hann hverju fyrir sig heiti í stað þeirra nafna sem áður höfðu gilt, og hefur nafnakerfi hans (latneskt) verið tekið upp með öllum þjóðum. Fjöldamargir sáu þetta síð- ar, og einn hinna þrautseig- ustu var Parcival Lowell, frægur bandarískur stjömu- fræðingur, sem stofnaði stjömu- athuganastöð þá í Flagstaff ár- ið 1894, sem ætluð varð til að skoða Mars sérstaklega. Fleiri og fleiri skurðir komu í ’jós, og rannsóknarmennimir við at- huganastöð Lowells drógu bað allt upp á blað, og varð úr bví mjög þréttriðið net um allan hnöttinn. Það þótti sérstökum tfðindum sæta, að sumstaðar virtust skurðirnir liggja tveir saman hlið við hlið, eins og j ámbrautarspor. Allt þetta var margrætt meðal stjömufræðinga, og voru ekki allir á eitt sáttir, en nú urðu menn fyrst efablandnir. Til þess að gefa lesandanum®. hugmynd um deilur þessar, er vert að segja frá þessu nánar. Skurðimir, sem greinast um hnöttinn allan, og í allar áttir, eru sagðir vera afar mjóir, flestir, og svo vel afmarkaöir, að þeir eru sýndir á mörgum teikningum eins og mjó og slétt strik. En aðrir hafa sýnt þá serrt nokkuð breið strik og með illa afmörkuðum útlínum, en miklu betur sýnilega. Hvers eðlis sem þeir kunna að vera, þá er engu líkara en þeir hafi einhverju ákveðnu hlutverki að gegna, því þeir tengja saman svæði (eða liggja milli svæða) sem hafa sérstök einkenni sín á milli, og iðulega eru þeir á þeim mörkum, þar sem litaskil verða. En þess má geta, að margir, sem þetta hafa athugað, fullyrða að oft liggi þeir þvert yfir dökku svæðin. Auk þess er þess að gæta, að þar sem tveir skurð- ir mætast á ljósu eða rauð- leifcu svæðunum, breikka þeir snögglega, svo úr verður lítill, kringlóttur blettur við mótin, og kallast þetta „vinjar" á Mars. Stundum koma ,,vinjam- ar“ fram í skurðinum miðjum milli samskeyta, líkt og perlur á bandi. Þetta allt kom Low- ell til að setja fram þá skoðun, að skurðimir væru af höndum gerðir og stæðu að þeim viti bornar verur, en tilgangurinn væri sá að veita vatni á eyði- merkur þessa skrælþurra hnatt- ar. Ekki eru allir skurðimir jafn vel sýnilegir, og þeir virðast undirorpnir breytingum. Það er all torvelt að segja nokkuð ákveðið um hið síðasttalda, því mikið er undir stjörnusjúánni komíð og ekki síður þeim sem athugar. Þessi fyrirbæri á Mars hafa löngum vakið hina mesfcu for- vitni manna sem um þau hafa vitað og hugsað. En þess má gæta að þetta er allt skoöað með auga manns og í tækjum gerðum af mannahöndum, og hvorutveggja getur farið villt. Og það er sannast sagna, að þegar gerðar em á þessu at- huganir við beztu skilyrði og með allra beztu tækjum, leysast strikin upp í smáa depla, sem raunar liggja í nokkurnveginn réttum röðum. En þegar skoð- að er í ófullkominn kíki, ligg- ur við að þau hverfi, og verða þá að ógreinilegum, samfelld- um strikum, eins og perlufesti mundi sýnast úr fjarlægð. Þessar athuganir, sem gerðar voru af Antoniadi í 82 cm stjömusjánni í Meudon, mættu virðast taka af allan vafa. En ekki hefur sú orðið raunin á, að þær séu samþykktar al- mennt. Fournier, sem er einn í hópi mikilhæfra stjörnufræðinga, — hefur bent á það, að sumir . skurðimir, sem venjulega eru svo grannir og daufir, að vafi leikur á því að þeir séu til. breytast stundum í breiðar rák- ir vel sýnilegar og hið gagn- stæða gerist þegar greinilegir skurðir hverfa gersamlega. Þessar athuganir eru staðfestar af þeim sem nú eru uppi af skóla Lowells. Sliper heitir sá sem Ijósmyndað hefur ýmsa hina greinilegustu af skurð- unum, og vinjamar, bæði tvó- falda skurði og einfalda, iafn- vel þó að langt sé frá þvi að þeir séu svo þráðmjóar línur, sem þeir eru á teikningum Lo- wells. Að lokum má geta þess, að tekpar hafa verið ágætar Ijós- myndir og gerðar aðrar vel heppnaðar athuganir frá því árið 1941 í stjömuathugana- stöðinni á Pic Midi (Hádegis- tindi) í Pyreneafjöllum Frakk- landsmegin, fyrst gerði það Bernhard Lyot, en eftir að hann var látinn, Audouin Dollfus. Þessar athuganir hafa leitt f Ijós, áð skurðimir em mjög greindir og margbrotnir, og svo er allt yfirborð hnattarins. Þær bera þess líka vott hve mikl- um erfiðleikum það er bundið að taka myndir af himinhnöit- um héma á jörðu niðri, því hvað lítið sem bjátar á um á-. stand lofthjúps jarðarinnar, verða öll hin smærri og ffn- gerðari atriði á myndunum eða fyrir sjónum athugandans, 6- greinileg, og skurðimir fara þá aftur að líkjast beinum, órofn- um strikum. Fyrstu skýringamar á þessu fyrirbæri á yfirborði Mars virðast vera byggðar á röngum skýringum og ófullkomnum at- hugunum, sem sýndu slétt land bg laust við kennileiti, þar sem raunar var margbreytilegt landslag, og hefur þetta allt verið borið til baka á síðari árum. Samt virðist vera í þessu einhver sannleiksneisti, sem illt er að afneita. Þó að skurðimir séu hvorki áveituskúrðir né beinar ræmur af vökvuðu landi til beggja hliða — eins og Lo- well hélt, — er þó eftir að skýra, hvað því veldur að þeir taka á sig þessar myndir. Satt að segja em þeir ráðgáta enn sem komið er, og sú gáta verð- ur varla leyst fyrr en farið verður til Mars, eða þá að snjall maður ræður gátuna. Og svo má geta þess, að þó að skurðimir séu allrar athygli verðir, eru þeir miklu daufari og ógreinilegri á ásýnd hnatt- arins en dökku svæðin. Tunglin — Þeir sem fyrst athuguðu Mars vissu ekki af tunglunurn og sáu þau ekki. Sá hét Asaph Hall, sem gerði. Hann sá þau í stóra stjömukíkinum í athug- unarstöðinni í Washingfon. þegar Mars var í jarðnánd 1877. Eðlilegt var, aðþausæjust ekki fyrr, því þau eru mjög lítil, og birta þeirra dauf, auk þess sem þau hyljast til hálfs í ljómanum frá Mars. Þessi tvö tungl voru skfrð Phobos og Deimos (Skelkur og Ötti), en þetta fylgir herguðn- um. Phobos snýst um Mars í 5920 km hæð, en Deimos í 20. 000 km hæð. Braut þeirra umhverfis Mars er nærri því hringlaga, og báðar brautimar liggja á sama fleti, milli einnar iil tveggja gráða af miðbaug hnattarins. Phobos snýst miklu hraðar en Deimos, enda er hann miklu nær Mar-s, og fer hann hringinn á 7 klst. og 39 mín„ en Deimos fer þetta á 30 klst. og 17 mínútum. Enginn veit neitt um yfirborð þessara hnatta, né efnasam- setning þeirra, því jafnvél i sterkustu stjömusjám sjást þeir sem stærðarlausir deplar. Stærð þeirra hefur verið áætluð sam- kvæmt Ijósmagninu, og virðist Phobos vera 16 km að þver- máli en Deimos 8 og eru þeir því ekki stærri en einhver af stærri borgum jarðarinnar, og mundu komast fyrir innan takmarka Lundúnaborgar. Það hefur sannazt af mismun sem verður á birtumagni þeirra, að þeir snúa alltaf sömu hlið að plánetu sinni. Sjálfsbjörg byggir vinnu- og dvaíarheimili fatlaðra □ Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, hygg- ur nú á miklar byggingaframkvæmdir á lóð sinni við Laugarnesveg. Ráðgert er að þarna rísi vinnu- og dvalarheimili fyrir fatlaða ásamt æfingastöð og gistiherbergjum fyrir fa’tlað fólk utan af landi sem til höfuðborgarinnar kemur til að leita sér lækninga. Þjóðviljinn átti slutt spjall við Trausta Sigurlaugsson, framkvæmdastjóra sambands- ins, um hinar fýrirhuguðu byggingaframkvædir, og sagð- ist honum svo frá: — Það er ekki enn endan- lega ákveðið hvenær fram- kvæmdir hefjast en vonir standa til, að það geti orðið í haust. Teiknistofa Gísla Hall- dórssonar hefur tekið að sér að teikna byggingarnar og eftir því sem ég bezt veit er það verk þegar hafið. Þetta verða tvö 550 fermetra hús — Framkvæmdirnar verða teknar í tveimur áföngum og verður dvalarheimilið byggt fyrst. Það er mjög aðkallandi að reisa slíkt dvalarheimili þar sem mjög margt fatlað fólk býr við mjög ófullnægjandi að- búnað á elliheimilum og öðr- um stöðum þar sem engin tök eru á að veita fólkinu þann aðbúnað sem það þarfnast. Þarna er einnig ráðgert að æfingastöðin verði til húsa. í dvalarheimilinu verður hús- næði fyrir 50 manns og erj það allt einstaklingsherbergi. Að líkindum verður aðstaða til matargerðar í herbergjum og einnig verða lítil eldhús sem 3—4 íbúar hafa sameiginleg af- not af. Framhald á 9. síðu. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.