Þjóðviljinn - 13.08.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.08.1965, Blaðsíða 1
Föstudagur agust argangur tölublað Margir um boðii Það Var engum erfiðleik- um bundið að manna Lang- jökul til að hann gæti lagt úr höfn aftur. Tíðindamað- ur blaðsins fékk þær upplýs- ingar, að unnt hefði verið að senda hann út með tvöfaldri áhöfn undirmanna, og skipa- félagið Jöklar h.f. hefði haft þrjá menn tiltæka til að senda sem skipstjóra uns ráðinn skipstjóri losnaði úr prísundinni. Verr gekk að ráða vélstjóra og vantaði einn enn um miðj- an dag í gær. Hins vegar vildi svo vel til, að 1. meist- ari og brytinn höfðu verið í frii, er ósköpin dundu yfir, og gátu því farið ferða sinna í þetta sinn óáreittir. Skipstjóri á Langjökli í þessari sjóferð verður Helgi Guðjónsson sem verið hefur fyrsti stýrimaður á Vatna- jökli. Svo vildi til að hann var í sumarleyfi af skipi sínu, er Langjökull kom og því var honum kleift að fara með skipið. — En hann sagð- ist vqnast til að þurfa ekki að vera lengi í reisunni að sinni. Farmur Langjökuls er á sjötta hundrað tonn af freþ- fiski, sem á að fara til Gloucester. Síðan á skipið að taka um 1000 tonn af fiski í Bandaríkjunum til Finn- lands. Mun skipið ekki koma hingað til lands aftur fyrr en eftir þrjá mánuði. Sem kunnugt er var alveg sett farbann á skipverja þá, sem voru með skipinu í smyglferðinni — Meira að segja skipstíkin, Batzie, varð af skipinu í þetta sinn. 16 sitja inni—og far- bann á Langjökli — Þá hefur ms. Langjökull veríð lýstur í farbann, eins og skipshöfnin og er þó búið að ráða nýja skipshöfn á skipið og ekkert að vanbúnaði að Ieggja þegar úr höfn, sagði Ólafur Þórð- arson,, framkvæmdastjóri i við- tali við Þjóðviljann í gærdag. — Síminn hefur ekki stoppað til mín frá Kaupmannahöfn í dag og eru hinir dönsku eigend- ur fisksins um borð í skipinu alltaf að spyrja um brottfarar- tíma skipsins og gang mála; — hann heitir Hoppe — þessi sem hringir alltaf og er orðinn yfir sig hneykslaður. Þá hafði Þjóðviljinn, samband við Jóhann Níélsson, rannsóknar- dómara, og kvað hann sexrán skipverja sitja inni að Skóla- vörðustíg 9 hér í borg — hefði hann úrskurðað þá í gæzlu skömmu fyrir miðnætti í fyrri- nótt, en í gær var kveðinn upp úrskurður um áframhaldandi gæzluvarðhald þessara skipverja — skapazt hefði þörf á því að einangra mennina með tilliti til yfirheyrslna næstu daga. 100 KJÖT- KÍLÖIÐ? ■k Samkvæmt upplýsingum, sem Þjóðviljinn hefur afl- að sér mun verða veruleg verðhækkun á nýja kjöt- inu, sem kemur á mark- aðinn tuttugasta ágúst og verður það hvorki meira né minna en eitt hundrað krónur, borið saman við áttatíu og sex krónur á sama tíma í fyrra. ★ Búizt er við að sumarverð- ið á kjötinu verði tilkynnt eftir helgina. Pólitísk stöðuveiting Jóhanns Hafsteins ■ Eins og sagt var frá í blaðinu í gær hefur Jó- hann Hafstein iðnaðarmálaráðherra skipað for- stjóra fyrir Rannsóknarstofnun iðnaðarins og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, en þær stofnanir taka nú við af Iðnaðardeild atvinnudeild- ar háskólans. Við stöðuveitingarnar gekk Jóhann Hafstein af annarlegum ástæðum framhjá þeim sérfræðingi sem að undanförnu hefur verið for- stöðumaður iðnaðardeildar og langmes’ta reynslu hefur í rannsóknarmálum iðnaðarins, Óskari ^j. Bjarnasyni deildarstjóra. Eins og kunnugt er voru sam- þykkt lög í vor um rannsóknar- stofnanir atvinnuveganna, sem skyldu taka við af atvinnudeiid háskólans. Er hér fyrst og fremst um skipulagsbreytingu að ræða; hinar eldri stofnanir áttu að starfa áfram í nýrri mynd og fá bætt vinnuskilyrði. Munu flestir hafa gert ráð fyrir því að þeir sérfræðingar sem gegnt ’nafa rannsóknarstörfum á vegum At- vinnudeildar myndu halda því áfram í hinum nýju stofnunum, og sízt af öllu mun það hafa ver- ið ætlun löggjafans að nýskipan rannsóknamála yrði misnotuð af ráðherra til pólitískra stöðuveit- inga. Samkvæmt hinni nýju skipan var Iðnaðardeild skipt, og stofn- uð sérstök rannsóknarstofnun í þágu byggingariðnaðarins. Voru forstjórastöður beggja rannsókn- arstofnana auglýstar, og um- hina almennu Rannsóknarstofn- un iðnaðarins sóttu Óskar B. Bjarnason, Páll Ólafsson og Pét- ur Sigurjónsson. Óskar E. Bjarnason hefur verið deildar- stjóri Iðnaðardeildar atvinnu- deildar háskólans undanfarin fjögur ár, en áður hafði hann starfað sem fastráðinn sérfræð- ingur deildarinnar síðan 1945. Hefur hann raunar verið tengdur stofnuninni alla tíð síðan hann kom heim að loknu verkfræði- námi 1939. og hefur þvf meiri reynslu en aðrir hérlendir sér- fræðingar í almennum rannsókn- arstörfum í þágu íslenzks iðnað- ar. Framhald á 7. síðu. Menningarsamtök háskólamanna álykta: Frumkvæði opinberra erlendra stofn- ana að kennaranámskeiðum óviðeigandi 1 Á fundi menningarsamtaka ■ háskólamanna fyrir 'kömmu var fjallað um tilkynningu fræðslumálastjóra um enskunámskeið fyrir kennara. Var samþykkt einróma á- lyktun, þar sem talið er óviðeigandi að opinberar erlend- ar stofnanir eigi frumkvæðið að slíkum námskeiðum og iafnframt að fræðslumálastjórn beri að hafa frumkvæði um námskeiðahald og aðra fræðslustarfsemi hér á landi við íslenzkar menntastofnanir til að stuðla að aukinni hæfni kennara í starfi. Ályktun furidarins fer i heild hér á eftir: „Fyrir skömmu birtist opinber- lega tilkynning frá fræðslumála- stjóra um námskeið fyrir ensku- kennará, sem fyrirhugað er að halda í Kennaraskóla Islands 6.—22 september næstkomandi. Er efnt til námskeiðsins að forgöngu upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna með svipuðu sniði og þeirra námskeiða, sem hald- in hafa verið áður að tilhlutan The British Counsil. fA-Valur 5:2 Akumesingar unnu Val í gær- kvöld með 5:2. 1 hálfleik var staðan 2:1 fyrir Akumesinga. Nánar um leikinn á morgun. Að þessu tilefni hafa Menning- arsamtök háskólamanna gert svo- hljóðandi ályktun: Telja verður óviðeigandi, að opinberar erlendar stofnanir eigi frumkvæði að slíkum námske'O- um, og er óhæft, að þeir aðilar veiti forstöðu námskeiðum við Kennaraskóla íslands, sem ætluð em íslenzkum aðilum. Við álítum það hlutverk fræðslumálastjórnar eða annarra innlendra aðila að eiga fmm- kvæði að allri framhaldsmennt- un hérlendra kennara við ís- islenzkar menntastofnanir, hvori beldur um er að ræða erlendar tungur eða aðrar námsgreinar. Það er augljós þörf að fá er- lenda aðila til að bæta og auka tungumálakennslu við íslenzka skóla, en hinir erlendu aðilar eiga að vera leiðbeinendur og að- stoðarmenn, en ekki hvatamenn og stjómendur. I því efni er eðlilegt, að fræðslumálastjórn snúi sér til fræðsluyfirvalda þeirra landa, sem óskað er aðstoðar frá, um framhaldsnámskeið í erlendum málum og öðmm hagnýtum kennslugreinum. Að því er tekur til námskeiðs sem halda á 6.—22. sept. n.k. viljum við beina þeim tilmælum til fræðslumálastjómar, að hún hlutist til um, að yfirstjórn þess verði færð í hendur innlends aðila og sú tilhögun viðnöfð framvegis. Væntum við þess, að fræðstu- málastjóri taki til velviljaðrar þessa málaleilan athugunar“. Hætt við námskeiðið Þjóðviljinn hafði samband við Helga Elíasson, fræðslumála- stjóra, í gærdag • út af ofan- greindri ályktun og fómst hon1 um þannig orð. — Hér hjá embættinu varð misskilningur út af orðalagi um tilkynningu þe^sa námskeiðs og um upprana þess, en upphaflega ætlunin var að Fullbright-stofn- unin kæmi til með að leggja til þessa leiðbeinendur, en sú stofn- un hefur skrifstofu innan húsa- Framhald á 7. síðu. Dagsbrún og Hlíf í sérsamningum Enn er eftir að ganga frá sér- samningum verkamannafélag- anna í Reykjavík og Hafnarfirði. f gærkvöld var kosin nefnd á fundi stjómenda þungavinnuvéla í Dagsbrún og Hlíf, sem fjalla skal um sérmálefni. Stjómendur þungavinnuvéla hafa þegar fengið hina almennu kauphækkun, sem samið var um í júlí, en hins vegar er ósamið um ýmis atriði, er lúta að ðr- yggisútbúnaði o.þ.h. Þjóðviljinn aflaði sér ennfrem- ur þeirra upplýsinga ígæraðenn væri ósamið við Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjuna, verksmiðj- una í örfirisey og Lýsi og miöi i Hafnarfirði. Mun unnið að þeirri samningsgerð þessa dpg- ana. Ennfremur mun unnið að samningum við frystihúsaeigend- ur um kaup og kjör vélstjóra í frystihúsum, og við Áburðarverk- Heimsmet í flugsundi Kanadískur sundmaður Dan Sherry setti í gær heimsmet i 110 jarda flugsundi, hann synti vega- lengdina á 58,1 sek. smiðjuna hennar. um kjör starfsmanna Banaslys á Akureyri Við löndun úr togaranum Sléttbak á Akureyri í gær varð það slys, að háseti á skipinu féll niður í lest, og beið hann þegar bana. Sléttbakur hafði komið af veiðum í fyrradag. Um 5 leytið í gær, er langt var komið að landa úr togaran- um, kom háseti á skipinu um borð, og með einhver.i- um hætti 'féll hann niður um lestarop og lenti á lönd- unarkassa í botni lestarinn- ar. Var það nær 5 metra fall og mun maðurinn hafa látizt samstundis. Ekki er hægt að birta nafn mannsins þar sem ekki hefur náðst til allra nánustu ættingja. en hann var 55 ára gamall og bú- settur á Akureyri. Linnulaus síldarsöltun í gœr á Raufarhöfn og Siglufirði Öll síldarplön á Raufarhöfn og Seyðisfirði salta nú af fulluin krafti þessa dagana og nemur daglcg söltun um þrjú þúsund tunnum á hvorum staðnum um sig. Síldarstúlkur hafa þyrpzt inn á þessa staði og er þeim flogið í flugvélum, — aðallega frá höf- uðstað Norðurlands, — Akur- eyri, — þá er einnig víxlað inn- byröis með kvenfólkið milli ’þessara staða, þar sem síldar- saltendur eiga margir síldar- plön á báðum stöðum. I gærmorgun höfðu 24 skip tilkynnt um afla samtals 9.260 mál og tunnur. Veður var frem- ur óhagstætt úti á miðunum, — austnorður út af Langanesi, — hinsvegar er einstök veðurblíða bæði á Raufarhöfn og Seyðis- firði, — til dæmis var 23 stiga hiti á Seyðisfirði í gær. Eftirtalin skip hafa tilkynnt um afla til Raufarhafnar og Dalatanga: Dalatangi: Þráinn NK 200. Árni Geir KE 850. Rán SU 400. Stefán Árna- son SU 600. Amames GK 500. Krossanes SU 700. Háðinn ÞH 400. Guðbjartur Kristján ÍS 500. Bára SU 200. Eliiði GK 600. Gullberg NS 150. Lómur KE 200. Viðey RE 1000 tn. Manni KE 300 tn. Raufarhöfn: Stapafell SH 300. Baldur EA 550. Jón Kjartansson SU 100. Siglfirðingur SI 300. Brimir KE 300. Guðm. Péturs ÍS 200. Von- in KE 460 tn. Ársæll Sigurðsson GK 300. Pétur Jónsson ÞH 50. Anna SI 100. 4 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.