Þjóðviljinn - 13.08.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.08.1965, Blaðsíða 10
Kemur í 4ra daga opinbera heimsókn Myndin var tekin I fundarsal Hótel Sögu í gærmorgun, er rannsóknaráðið sat þar á sínum fyrsta fundi. — Fyrir miðju á myn,dinni er Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og honum til beggja handa hinir erlendu fyrirlesarar. Til vinstri á myndinnj má greina þá Jónas Pétursson alþingismann og Steingrím Hermannsson verkfræðing, en lengst til hægri er Jón Jónsson fiskifræðingur og sessu- nautur hans er Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. — Ljósm. Þjóðv. A.K. Rannséknaráð ríkisins hið nýja á fyrsta fundi í gær ■ Nýskipað rannsóknaráð ríkisins kom saman til síns fyrsta fundar í fundarsal Hótel Sögu í gærmorgun. Voru þar mættir til fyrirlestrahalds tveir erlendir sérfræðingar. Um þetta barst Þjóðviljamim i gær svofelld frétt frá mennta- málaráðuneytinu: Eins og kunnugt er samþykkii síðasta Alþingi lög um rannsóku- ir í þágu atvinnuveganna. Með lögum þessum var gerð veruieg breyting á skipan og verkefnum Rannsóknaráðs ríkisins. Sarn- kvæmt nýju lögunum á 21 mað- ur sæti í Rannsóknaráði. Sjö alþingismenn, kjömir í samein- uðu þingi, eiga sæti í ráðinu, . >g einn fulltrúi frá hverri eftir- greindra stofnana: Búnaðarfélagi Islands. Fiskifélagi íslands, Iðn- aðarmálastofnun fslands, Ef’ia- hagsstofnuninni og Raforkuraði og raforkumálastjóra. Háskólaráð tilnefnir 3 fulltrúa og forstjórar eftirgreindra stofnana eiga sæti 1 ráðinu samkvæmt stöðu sinni: Eannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins. Rannsóknarstofnunar iðnaðarins, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins og Hafrannsóknarstofnunarinnar. ót norrænna I jós mæðra hefst í dag B Um 30 Ijósmæður frá Danmörku, Finnlandi, Færeyj- um, Noregi og Svíþjóð eru nú komnar hingað til lands og taka, ásamt um 60 íslenzkum ljósmæðrum, þátt í nor- rænu ljósmæðramóti sem sett verður hér í Reykjavík árdegis í dag. Mótið verður sett kl. 10 fyrlr hádegi í kennslustofu Landsoit- alans og flytja þá m.a. ávörp og ræður Sigurður Sigurðsson land- læknir og Valgerður Guðmunds- dóttir. formaður Ljósmæðrafélags fslands. Fyrirlestrar verða fluttir á mótinu, sem stendur yfir vo daga, föstudag og laugardag. Er- tendu þáttakendurnir munu c'veljast hér á landi fram á mið- vikudag og fara í ferðalög urn landið um og eftir helgina.' Mót norrænna Ijósmæðra eru haldin fjórða hvert ár, til skiot- is á Norðurlöndum, en nú í fyrsta skipti hér á íslandi. Ljós- mæðrafélag íslands stendur fyrir mótshaldinu hér og hefur ann- azt allan undirbúning. í sam- bandi við mótið verður haldinn stjómarfundur norrænu ljós- m æðraf élagann á. Samkv. lögunum er mennta- málaráðherra formaður Rann- sóknaráðs og hann skipar vara- formann úr hópi ráðsmanna. Verkefni hins nýja Rannsókna- ráðs er: 1. Efling og samræming hag- nýtra rannsókna og undirstöðu- rannsókna í landinu. Ráðið skal hafa náið samstarf við hinar j: ýmsu rannsóknastofnanir. Það j! skal hafa • sem gleggsta yfirsý.n | ■ yfir alla rannsóknarstarfsemi í landinu og gera tillögur til úr- bóta, ef það telur rannsókna- starfsemina ófullnægjandi. rann- sóknarskilyrði ófullkomin eða markverð rannsóknaverkefni vanrækt. 2. Athuganir á nýtingu ná'ct- úruauðæfa landsins til nýrra at- vinnuvega og atvinnugreina, enda skulu allar ti-llögur um nýjungar á sviði atvinnuvega og atvinnu- greina, sem berast ríkisvaldinu, i sendar ráðinu, og skal það beita sér fyrir þvi, að fram fari tækni- leg og þjóðhagsleg athugun þeirra, ef það telur þess þörf. 3. Gera tillögur um framiög ríkísins til rannsóknamála og fylgjast með ráðstöfun opinberra fjárframlaga til þeirra rann- sóknastofnana, sem lög þessi ná til. 4. öflun fjármagns til ranr.- sóknastarfseminnar til , viðbót- ar framlagi ríkisins og tillögu- gerð um skiptingu þess á milli rannsóknastofnana og rannsókna- verkefna. 5. Að hafa f sínum vörzlum skýrslur um rannsóknir á sviði raunvísinda, sem kostaðar eru af opinberu fé, og hlutast til um, að niðurstöður séu kynntar. Rann- sóknaráð semur árlega skýrslu um rannsóknastarfsemina í land- inu. 6. Að stuðla að söfnun erlendra Framhald á 7. síðu. BLADSKAK ÞJÓDVIUANS l. BORÐ REYKJAVIK: Svart: (ngj R. Jóhannsson. m abcdefgh AKUREYRI: Hvítt: Halldór Jónsson og Gunnlaugur Guðmundsson. 12...Hf8—e8 REYKJA- VÍK GEGN AKUR- EYRI II. BORÐ AKUREYRI: Svart: Júlíus Bogason og Ingimarsson. Sónj Hvitt: REYKJAVlK: Guðm. Sigurjónsson. 12. Rbl—d2 Fundartíminn er um hálfur sólarhringur! Síðasti samningafundur í kjaradeilu farmanna hófst kl. hálf níu í fyrrakvöld og stóð til kl. sjö í gærmorgun. Virð- ist sáttasemjari núorðið ekki boða fundi fyrir minna en hálfan sólarhring í einu. Ekki var boðaður fundur í gærkvöld, en þá var fundur hjá yfirmönnum á skipunum loftskeytamönnum, stýrimönn- um, brytum og vélstjórum. Bakarameistarar erfiðir í sam- ningaviðræðum • Ekkert gerðist á samninga- Cundi ASB í fyrrakvöld og hefur nýr fundur verið boð- aður á mánudaginn kl. 5. Sem kunnugt er hefur ASB þegar undirritað samninga vig mjólkursamsöluna. og er í þeim kveðið á um hliðstæð- ar launabætur og hjá vebzl- unarmannafélaginu. Bakara- meistarar hafa hins vegar enn ekki viljað gangast inn á kröfur ASB, sem' eru í öll- um veigamestu atriðum þ*r sömu o;g afgreiðslustúlkur í mjólkurbúðum hafa þegar öðlazt. ■ Annan fimmtudag, 26. ágúst n.k., kemur Ahti Karj- alainen utanríkisráðherra Finnlands í opinbera heimsókn hingað til lands, ásamt konu sinni. I för með utanríkisráðherran- um verður hr. Rantanen, deild- arstjóri í finnska utanríkisráðu- neytinu, hr. Kurt Juuranto, að- alræðismaður fslands í Helsing- fors Og herra Kai Juuranto ræð_ ismaður íslands þar í borg, Utanríkisráðherrahjónin og fylgdarlið þeirra munu dveljast hér á landi til 30. ágúst. Daginn sem Karajalainen kemur hingað mun hann eiga viðræður við Bjarna Benedikts- son forsætisráðherra í stjórnar- ráðshúsinu, en sitja um kvöldið kvöldverðarboð utanríkisráð- herrahjónanna í ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu. Föstu- daginn 27. ágúst verður flogið til Akureyrar og þaðan haldið Mreglusfiéra Lögreglustjóranum á Kefla- víkurflugvelli hefur nú verið falin rannsókn í fríhafnarmálinu. en áður hafði hann óskað eftir að setudómari yrði skipaður til að hafa rannsóknina með hönd- um. Eins og áður hefur verið sagt frá taldi ríkisendurskoðandi, að í ljós hefði komið óeðlileg rýrn- un á birgðum fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Vamarmála- deild utanríkisráðuneytisins sendi málið til saksóknara rík- isins, sem síðan fól lögreglustjóra rannsókn þess. Ráðuneytið hef- ur nú hafnað ósk lögreglustjóra um að skipa setudómara í mál- inu, og mun hann því annast frekari rannsókn. til Mývatns, en gist um nóttina á Akureyri. Laugardaginn 23. ágúst býður Reykjavíkurborg til hádegisverðar en síðar um dag- inn verður farin skoðunarferð um borgina og haldinn blaða- mannafundur. Karjalainen muii eyða sunnudeginum 29. ágúst í laxveiðar, en kona hans mun á meðan fara til Þingvalla, Laug- arvatns, Geysis og Gullfoss og Hveragerðis. Utan halda finnsku ráðherrahjónin mánudaginn 30. ágúst. Þrír togarar hafa landað í Reykjavík í þessari viku, þeir voru allir á heimamiðum og var aflinn mest karfi blandaður ufsa. Úranus kom í þriðjudag með 261 tonn, Haukur kom á mið- vikudag með 283 tonn og í gær var verið að landa úr Bjama Ól- afssyni en hann rnun vera með um 240 tonn. {-----------------------v ! Auschwitz- i : i | dómur hinn 1 19. ógúst ! FRANKFURT 18/8 — Dómur j ■ í hínum víðtæku Auschwitz- : 5 ■ : réttarhöldum yfir stríðsglæpa- j : mönnum nazista mun falla • ■ þann 19. ágúst næstkomandi. : ■ Frá þessu var skýrt í dag og : ; fylgir það fréttinni, að sam- • : tals séu það tveir tugir ■ ■ manna, scm sökum séu bornir : ■ í þessum réttarhöldum. Hollenzkur sérfræðingur um æskulýðsmál: Æskasi hafí sjálf frumkvæiiB —en ríkii hvetji og styrki ★ Ég var mjög undrandi á því að frétta að hér eru 127 félags- heimili hjá 200 þús. manna þjóð og hygg að þau mætti nota betur en gert er fyrir ýmiskonar starf- semi í þágu æskunar. ★ Hið opinbera á að styrkja starfsemi samtaka æskunnar, en ekki að hafa beint frumkvæði. Eitt af mikiivægustu verkefnum æskulýðssamtaka er að þjálfa ieiðtoga og slíkt hygg ég að ætti að vera í verkahring ÆSl, heild- arsamtaka æskunnar, ★ Ég varð undrandi yfir því að sjá hve æ?kan hér hefur svipuð áhugamál og annars stað- ar í Vcstur-Evrópu, en eitt cr þó öðru vísi: hér aka unglingarn- ir um í bandarískum bílum, en heima láta þeir sér nægja að nota skcllinöðrur! Þannig fórust Jakobus W. Ooms, hollenzkum sérfræðingi í æskulýðsmálum, orð, er frétta- menn útvarps og blaða ræddu við hann í gær. Hann hefur dvalizt hér á landi í boði æskulýðslaganefndar menntamálaráðuneytisins, en for- maður hennar er Knútur Halls- son, deildarstjóri. Ooms kom hingað til að kynna sér æsku- lýðsmál og eins hefur hann ver- ið æskulýðslaganefndinni til ráðuneytis við að semja frum- varp til laga um æskulýðsmál. Oomes lagði áherzlu á, að hann væri hér aðeins sem ráðgefandi aðili og myndi þvi á engan hátt gera tilraunir til að skera úr málum. Hann benti á, að æskan á nú við allt önnur vandamál að Framhald á 7. síðu. Knútur Ilallsson, formaður æskuiýðslaganefndar, tii vinstri og Jacobus W. Oomes. DHHIVIUINN Föstudagur 13. ágúst 1965 — 30. árgangur — 179. tölublað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.