Þjóðviljinn - 14.08.1965, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 14. ágöst 1965
DIODVmiNIH
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Hitstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kiartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
LEXIAN
þegar fólkið fellur í Víetnam, brennur í benzín-
hlaupi, tætist sundur í sprengjuárásum, kafnar
í eiturgasi, þá er það að „læra sína lexíu“ segir
Morgunblaðið í hlakkandi forustugrein í gær og
bætir því við að nú skuli því kennd lexían „í eitt
skipti fyrir öll“. Sú kennsla sem Bandaríkin láta
í té hefur orðið hlutskipti margra í heiminum,
síðan hundruð þúsunda manna voru brennd í
kjarnorkueldi í Hírósíma og Nagasaki í stríðs-
lok. Síðan hefur naumast liðið svo dagur að banda-
rískum vopnum væri ekki beitt einhverstaðar í
heiminum, stundum í mannskæðum tortímingar-
styrjöldum. Sú frelsishreyfing er ekki til í víðri
veröld að hún hafi ekki með einhverju móti feng-
ið að kenna á hinu bandaríska valdi; hvergi get-
ur svo ófrýnilega einræðisherra að þeir eigi ekki
vísan s'tuðning bandarískra vopna.
§ú lexík sem Bandaríkin ha’fa einsett sér að kenna
þjóðum heims er ofur einföld: mannkynið á að
una því til frambúðar að því sé skipt í auðugar
þjóðir og snauðar, að meirihluti fólksins á jörð-
inni búi við næringarskort, ’fátækt og kúgun og
deyi langt fyrir aldur fram. Hvarvetna í veröld-
inni kemur hervald hins vestræna stórveldis fram
sem bandamaður hungurs- og fáfræði. Og ástæð-
an er einfaldlega sú að auðlegð Bandaríkjanna er
afleiðing af fátækt vanþróaðra ríkja, hinn efna-
hagslegi ávinningur bandarískra auðhringa er frá
öðrum tekinn. Til þess að halda auði og völdum
'fyrir meirihluta mannkynsins hafa Bandaríkin
komið sér upp meira en 3.000 herstöðvum um all-
an heim, og þaðan eru tortímingarherimir sendir
ef önnur ráð duga ekki.
gn það hefur áður verið reynt að kenna mann-
kyninu þessa „lexíu“ „í eitt skipti fyrir öll“; sú
yar iðja nýlenduveldanna sem töldu það hlutverk
sitt að drottna yfir veröldinni allri. Kerfi þeirra
hefur hrunið til grunna á fáeinum áratugum; saga
okkar tíma fjallar fyrst og fremst um árangurs-
ríka frelsisbaráttu undirokaðra stétta og þjóða.
Það er vonlaust verk fyrir Bandaríkin að reyna
að halda með ofbeldi í leifar nýlenduskipulagsins
eða herða til frambúðar þá fjötra sem nýfrjálsar
þjóðir hafa leyst af sér; nú þegar er svo komið að
risaveldið verður að láta sér nægja að níðast á
smáríkjum eins og Dóminíku og Víetnam. Sókn
mannkynsins til réttlætis og jafnra lífsgæða verð-
ur aldrei stöðvuð, hvort sem menn kalla hana
kommúnisma með réttu eða röngu; gegn henni
stoða til frambúðar engin vopn, því öll mannkyns-
sagan er til sannindamerkis um það að maðurinn
sjálfur ræður úrslitum að lokum. Þeir valdhafar
sem ætla með morðtækni sinni að stöðva þá sókn
„í eitt skipti fyrir öll“ munu hreppa sömu örlög
og fyrirrennarár þeirra í sögu mannkynsins,
skammsýnir valdhafar sem héldu að unnt væri
að reisa eilífðarríki á forréttindum og ranglæfi.
— m.
KR OG ROSENBORG í
ÞRÁNDHEIM112. SEPT.
Samkomulag hefur orðið
milli KR og Rosenborg um
breyttan leikdag í Þránd-
heimi. Fer lcikurinn fram
sunnudaginn 12. september.
KR hefur i hyggju að efna
til hópferða fyrir félagsmenn j
til Þrándheims. Þeir sem á- [
huga hafa á þátttöku í slíkri jj
ferð eru beðnir að hafa sam- j
ban.d við skrifstofu Samein- j
aða.
Frjálsíþróttir:
Unglingamót FRÍ hefst í dag
Þriðja unglingakeppni Frjáls-
íþróttasambands íslands hefst í
dag að Laugum í Suður-Þ!ng-
eyjarsýslu og hefst klukkan 16.
Á sunnudaginn heldur keppnin
áfram og hefst þá klukkan 14.
Keppt verður í einum
stúlknaflokki, sveinaflokki og
drengjaflokki. Þátttakendur eru
ijm 60 frá 15 félögum og banda-
lögum. Keppni þessari er þann-
ig hagað að fjögur beztu ung-
menni í sérhverri grein hafa
rétt til þátttöku og hefur FRl
tilkynnt hver þau eru.
Yfírlýsing frá íþróttafor-
ustunnií Vestmannaeyjum
Vegna raetinnar greinar, er
birtist á íþróttasíðu dagblaðsins
Vísis hinn 4. ágúst sl., þar sem
fullyrt er að. djúpstæður á-
greiningur og allt að því skálm-
öld ríki á milli íþróttafélaganna
hér í Eyjum, viljum við taka
fram eftirfarandi:
Greinin er hreinn óhróður
um íþróttahreyfinguna og í-
þróttaforustuna hér í Eyjum,-
svo og Vestmannaeyinga yfir-
ðheppnin elti Val sem tap-
aði með 5:2 fyrir Akranesi
Orslitaleikur 2. deildar í kvöld:
Þróttur — Vestmannaeyjur
Mótanefnd KSÍ hefur nú á-
kveðið að útslitaleikir í eftir-
greindum landsmótum skuli
fara fram sem hér segir:
II. DEILD úrslitaleikur milli
Þróttar og Vestmannaeyinga fer
fram á Laugardalsvellinum í
Reykjavík, laugardaginn 14.
ágúst n.k. klukkan 16.00.
2. FLOKKUR. Úrslitaleikur
milli Vals og FII fer fram á
Melavellinum í Reykjavík, mið-
vikudaginn 25. ágúst n.k.
3. FLOKKUR. tJrslitaleikur
milli KR og Fram fer fram á
Melavellinum I Reykjavik,
sunnudaginn, 15. ágúst klukkan
8 e.h.
4. FLOKKUR. Úrsiltaleikur
milli Fram og ÍBK fer fram
mánudaginn 16. ágúst n.k. á
Melavellinum klukkan 8 e.h.
5. FLOKKUR. Urslitaleikur
milli Vals og Víkings fer fram
mánudaginn 16. ágúst á Mela-
vcllinum klukkan sjö e.h.
og skallaði rólega ágæta lang-
sendingu frá Pétri. Þarna var
mikil veila í vöm Vals. Litlu
síðar bjargar Þorsteinn skalla
knetti frá Eyleifi.
Á 33. mín. spymir Jón Leós
himinháum knetti sem kemur
niður til hliðar við markið.
Sigurður er þar til vamar en
hittir ekki knöttinn og fellur
hann til jarðar. Ætlar Þor-
steinn þá að spyma frá en
knötturinn fer í fótleggi Matt-
híasar og þaðan inn í markið!
Fjórum mín. síðar gera Vals-
menn áhlaup sem endar með
ágætum skalla frá Hermanni
og knötturinn hafnar í marki
Framhald á 7. síðu.
Golf
Reykjavíkurmótið í golfi hefst
í dag á golfvelli GR í Grafar-
holti. I dag verður fyrsta um-,
ferð leikin, þ.e.a.s. 24 holur. I
annarri umferð verða 24 hoíur
leiknar og síðan 36 holur I úr-
slitum.
Fyrsta umferð hefst klukkan
13.30 í dag.
• Það verður ekki anað sagt
en að óheppnjn hafi elt Val í
þessum Ieik við Akranes á
fimmtudagskvöldið. Það má
Iíka orða það svo að heppnin
hafi verið Akranesmegin, því
að þeir fengu a.m.k. 2 ,,ódýr“
mörk. Og ekki nóg með það:
Valur brenndi af vítaspyrnu,
■ ■
Heimsmet
i j
Bandaríska stúlkan Patti j
j Carctto setti í fyrradag nýtt :
j heimsmct í Í5ÖÖ métra sundi j
* 'rjáls aðferð og synti á 18:13 j
: 7. Eldra metið átti hún sjálf ;
j og ý'ár 18:30,5 inínútur.
og missti Björn Júlíusson útaf,
er nokkuð var liðið á leik. Nú
og svo var Árni Njálsson ekki
með, þar sem hann var ckki
búinn að jafna sig eftir meiðsl-
in er hann hlaut í Iandslcikn-
um.
Þessi markamunur er því
ekki sanngjam eftir gangi
leiksins og þeim tækifærum
sem buðust, þvi ag í fyrri hálf-
leik áttu Valsmenn meiri sókn
og ógnuðu hvað eftir annað
marki Akraness, en að skora
tókst þeim ekki.
Það voru því Skagamenn
sem skoruðu fyrsta markið er
20 mín. voru af leik og var
Ríkarður þar að verki með
skalla, en Valsvömin gleymdi
honum. Stóð hann á markteig
Sókndjörfustu Ieikmenn Akra-
nesliðsins — Eyleifur og Rik-
harður.
leitt. Þar sem áhugi manna á
knattspymuíþróttinni er mjög
almennur hér.
Við teljum greinina birta að
lítt athuguðu máli og virðist
hún sízt af öllu vera jákvætt
framlag til íþróttanna.
Grein sem þessa teljumvið
algera óhæfu og óverjandi að
birta hana á opinberum vett-
vangi, án þess að leita fyrst
upplýsinga frá forráðamönnr
um íþróttamála hér í Eyjum.
Greinarhöfundur telur sjúk-
legan félagsríg einu ástæðuna
fyrir því, að Vestmannaeying-
ar séu ekki þegar komnir f 1.
deild. Knattspymuráð 1. B. V.
hefur frá upphafi valið kapplið
l.B.V. og hefur ávallt verið
full samstaða milli félaganna
um störf ráðsins. Teljum við
því greinina ómaklega árás á
þá ágætu menn, sem ráðið
skipa.
Að öðru leyti hirðum við efcki
um að elta ólar við hið miður
þokkalega efni greinarinnar, en
vísum því heim til föðurhús-
anna. 4
Grein þessi verður send öll-
um dagblöðunum í Reykjavík.
Síjóm Iþróttabandalags Vest-
mannaeyja. Stjórn Knatt-
spyrnufélagsins Týs. Stjóm
Knattspyrnufélagsins T ÍR,
Iþróttabandalagsins Þórs.
I kvöld Ieika þeir í ann.að sinn til úrslita í deildinni. Tekzt
þcim að sigra Þróttara. Á myndinni sjást Vcstmannaeyja.
liðið t.v. og Akureyrarliðið scm léku til úrslita í fyrra.
Veshnannaeyingar
töpuðu úrslitaleik 2. deild-
ar í fyrra fyrir Akureyringum
I
9