Þjóðviljinn - 14.08.1965, Page 6
0 SfÐA — ÞJÖÐVIkJINN — Laugardagur 14. ágúst 1965
• I sveitinni
• Þessi ljóshæröa telpa Jóhanna Bima Grimsdóttir er úr Holtun-
um hér í Beykjavík, en er í sumar í sveit að Fremra-Hálsi í Kjós.
Einn góðviðrisdag íyrir nokkru hittum við hana, þegar hún var
á leið út á engjar með mat handa Halla frænda, sem var að slá
þar. Við lölluðum með henni og smelltum líka mynd af Halla.
(Ljósm. Þjóðv. Hj. G.) .
• Hestarnir á
Islandi
• Thorvald Stauning hinn
danski stjómmálamaður og ráð-
herra var mjög hávaxinn. Eiit
sinn fór hann £ ferðalag um
ísland. Þegar hann kom heitn
aftur og var spurður hvernig
ferðin hefði gengið, svaraði
hann:
Jú, hún gekk ágætlega, bara
ef maður hefði ekki alltaf haft
þennan hest hlaupandi á milli
lappanna.
• Tómur uppspuni
• JHM — Tíminn miðvikudag.
I lok júlímánaðar var venð
að grafa fyrir nýju geymslu-
húsnasði hjá Áburðarverksmiði-
unni í Gufunesi, og skömmu
eftir að verkið hófst var komið
niður á kirkjugarð, og komu í
ljós um 20 heilar beinagrindur.
Vitað var að þama væri
kirkjugarður. áður en verkið
hófst, en ekki að hann væri svo
stór um sig. Það hefur spurzt
um borgina, að þeu', sem unnu
að uppgreftrinum, hafi síðan
orðið varir við draugagang, en
það er tómur uppspuni.
• Var hún
örvhent?
• Kæri herra blaðamaður!
1 dag, fimmtudag, birtið þér
á 8. síðu Þjóðviljans hið fræga
bréf önnu Boleyn, sem hún
skrifaði manni sínum hálftíma
áður en hann drap hana. Þetta
er prýðisvel samið bréf og ekk-
ert nema gott um það að segja
svona út af fyrir sig. En bréf-
inu fylgir mynd hjá yður «f
Önnu, þar sem hún er að pára
línumar til Hinriks. Ég virti
þessa teikningu fyrir mér og
fannst hún eitthvað kindug,—
og viti menn, eftir myndinni að
dæma á Anna Boleyn að hafa
verið örvhent! — Nú vil ég
spyrja yður, kæri herra blaöa-
maður, hvort þetta muni vera
söguleg staðreynd eða bara ó-
svífni myndlistarmannsins.
Með bezu kveðju.
Krítískur Icsandi Þjóðviljans.
_ SVAR: Ósvífni listamanna á
sér engin takmörk eins og allir
vita. Við höfum flett öllum al-
fræðiorðabókum, sem fyrirfinn-
ast á skrifstofum blaðsins, og
engin þeirra minnist á það einu
orði, að Anna þessi hafi verið
örvhent. Við myndum vera
mjög ánægð ef einhver b.yggi
yfir upplýsingum um þetta mál
og kæmi þeim á framlæri
við okkur. Á meðan getur ekki
hjá því fari'ð, að listamaðurinn
liggi undir grun.
Herra blaðamaður.
• Sænska
eldspýtan
• Þá má gera ráð fyrir því, að
útvarpsleikritið í kvöld sé
bráðskemmtilegt. Að minnsta
kosti er það samið upp úr ein-
hverri ágætustu og fyndnustu
smásögu rússneska meistarans
Tsjékhofs, „Sænsku eldspýt-
unni“, lævíslegri skopstælingu
á leynilögreglusögum. Saga
þessi heíur einnig verið kvik-
mynduð með góðum árangri.
Og við heyrum bæði í Lárusi
Pálssyni og Þorsteini ö. Steph-
ensen. Svo tveir menn séu
nefndir af traustvekjandi leík-
endaskrá
Laugardagur 14. ágúst.
13.00 Óskalög sjúklinga.
14.20 Umferðarþáttur. Pétur
Sveinbjamarson hefur um-
sjón á hendi.
14.30 1 vikulokin, þáttur í um-
sjá Jónasar1 Jónassonar.
16.00 Um sumardag Andrés
Indriðason kynnir fjörug iög.
16.30 Söngvar í léttum tón.
17.00 Þetta vil ég heyra: Borg-
hildur Thors velur sér hljóm-
plötur.
18.00 Tvítekin lög.
20.00 Afbragðs maður, óperettu-
lög. Leo Fall, Hoppe, Barabas,
María Linz, Chr. Gömer og
fleiri syngja með kór og
hljómsveit; Michalski stjórn-
ar.
20.05 Leikrit: Eldspýtan, gam-
anleikur um glæp. Johannes
von Gíinther samdi upp úr
sögu eftir Anton Tjekotf.
Þýðandi Bjami Benediktsson
frá Hofteigi. Leikstjóri: Ævar
R. Kvaran. (Áður útvarpað
snemma árs 1958). Leikendur:
Lárus Pálsson, Guðbjörg Þor-
bjamardóttir, Þorsteinn ö.
Stephensen, Steindór Hjör-
leifsson, Jón Aðils, Helga
Bachmann, Bessi Bjarnason,
Valdimar Helgason, Ævar R.
Kvaran, Helgi Skúlason, Jón-
as Jónasson. Sigríður Þor-
valdsdóttir, Einar Guðmunds-
son, Sigurlína Öskarsdóttir og
Nína Sveinsdöttír
22.10 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
• Enn um fíla
• Tveir fílar og mús voru í
knattspymu og léku lengi dags,
þangað til annar fíllinn stígur
ofan á músina og drepur hana.
Þá segir hinn fíllinn: Bölvað-
ur óþverri getur þú verið að
drepa aumingja músina.
— Hún var alltaf að bregða
mér, var svarið.
*
• Það ætti að vera mögu'egt,
sagði Somerset Maugham, eitt
sinn, að breyta lélegum rithöf-
undi í ágaétan gagnrýnanda:
Það er til dæmis búið til á-
gætis edik úr ódrekkandi víní.
• Trúlofun
• Síðastliðinn laugardag opin-
beruðu trúlofun s£na um bcwð
í m.s. Esju Erla Gjermunds-
sen framreiðsludama, Sidp-
holti 39 og Ulf Gústafsson mat-
sveinn Otrateig 2.
• Brúðkaup
• Nýlega voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Ásthildur
Brynjólfsdóttir og Þórir Roff.
Heimili þeirra er að Borgarvegi
3 Ytri-Njarðvik.
(Studio Guðmundar).
reyndi hann að hressa aðra
og ylja þeim um hjartaræt-
ur...
TUTTUGASTI OG ÞRIÐJI
KAPÍTULI
Femand Léger kom af vig-
völlunum í venjulegt sex daga
orlof og sýndi mér teikningar,
sem hann hafði gert í skot-
gröfunum. Ég er ekki listgagn-
rýnandi, já og ég er ekki aff
skrifa bók um listir; mig
langar til að horfa um öxl og
skyggnast um í framtíðinni. Ég
tilfæri hér það, sem ég skrif-
aði árið 1916 um stríðsteikning-
ar Légers; þetta er ekki mat
listsögufræðings heldur vitnis-
burður samtíðarmanns; „Léger
kom með margar teikningar
frá vígvöllunum. Hann teikn-
aði þegar hann átti hvíldar-
stund, í jarðhúsum, stundum í
skotgröfum. Á sumar myndirn-
ar hefur rignt, sumar eru hálf-
rifnar, næstum því allar eru á
hrjúfum umbúðapappír. Und-
arlegar, leyndardómsfullar
teikningar. Já, ég hef áldrei
séð þetta, en mér finnst ég
hafj séð einmitt þetta. aðeins
þetta. Léger er kúbisti, stund-
umerhann skematískur, stund-
um skelfir það okkur að hann
hefur tætt allt í sundur sem
við sjáum, — en frammi fyr-
er andlit stríðsins, vafa-
teikningum hans er
eiiivcn. persónulegt, jafnvel
engir Frakkar, engir Þjóðverj-
ar, aðeins fólk. Og verið getur,
að þar sé heldur ekkert fólk,
því mennirnir' lúta vélinni.
Hermenn með hjálma, hesta-
rassar, strompar vígvallareld-
húsa, hjól fallbyssna, ■— allt
eru þetta hlutar úr vél. Það
eru engir litir; bæði fallbyssur
og andlit hermannanna glata
lit sínum í striði. Beinar lín-
ur, fletir, teikningar sem líkj-
ast tæknilegum uppdrætti, ekk-
ert sjálfviljað, ekkert skemmti-
lega rangt. f strjði er ekkert
pláss fyrir drauminn Það er
vel útbúin verksmiðja til að
útrýma mannkyninu. Þessi blöð
eru hluti starfsáætlunarinnar,
og hana hefur teiknað upp
góðlyndur Normanni, Femand
Lé^er".
Ég man eitt kvöld. Við sát-
um á Rotondu og Léger vildi
tala, en á stríðsárunum var
kaffihúsum lokað klukkan tíu.
Við keyptum vín og fórum
heim á vinnustofu til Femands.
Fyrsta kona hans, Jeanne, lag-
leg og hláturmild, masaði og
gerði að gamni sínu; hún kom
með glös og niðursuðudósir.
Ailt f einu dimrndi yfir Léger:
hann minntist þess, hvemig
hann opnaði niðursuðudósir
með blóðugum byssusting. Þeg
'ar hann hafði drukkið rauðvín,
lifnaði hann við og fór að
segja frá: „Þar kynntist ég
sönnum mönnum. Hvem þekkti
ég fyrir stríð? Apollinaire,
Archipenko, Cendras, Picasso,
Modi, þi^ En þar sá ég venju-
legt fólk. Veiztu hvað, þegar
ég sagði þeim, að ég væri mál-
ari, ákváðu þeir að ég mál-
aði hús. Þessu getur maður
verið stoltur af, þetta er ekki
Rotonda".
Léger sagði oft síðan, að
styrjöldin hefði haft úrslita-
þýðingu í lífi sinu og hjálp-
að honum til að finna sjálfan
sig. Hann sagði jafnvel, að
hann hefði ekkj byrjað að
vinna sjálfstætt fyrr en eftir
strið.
Ég kynntist Léger löngu fyr-
ir stríð, þá bjó hann enn á
La Ruehe við hliðina á Chagal
og Archipenko. Þetta var á
blómaskeiði kúbismans, sem
hafði svo mikil áhrif, afi jafn-
vel Chagal, þetta skáld smá-
þorpa Hvítarússlands, sem tók
margt írá málurum sem
skreyttu skilt; á rakarastofum
eða ávaxtabúðir, — jafnvel
hann hikaði, gerðist um stund
reikull í ráði..
Léger hélt þá vinskap við
myndhöggvarann Archipenko,
sem einnig varð kúbisti. Gleiz-
es, Metzinger útlistuðu heim-
spekilega og fagurfræðilega
þýðingu kúbisnjans, töluðu um
að dýpka Cezanne, um nauðsyn
þess að brjóta upp formin. Þeg-
ar ég spurði Archipenko, hvers-
vegna konur hefðu ferköntuð
andlit í verkum hans, brosti
hann og sagði: „Einmitt þess
vegna ...“ Einhverju sinni
sofnaði ég í vinnustofu hans,
— við höfðum drukkið of mik-
ið af eplavíni. Ég vaknaði við
sólargeislana, Archipenko svaf
fast. Ég vildi ekki vekja harm,
lá kyrr á gólfinu og virti högg-
myndirnar fyrir mér. Mér
fannst þær vera kynblcndingar:
andskotinn )hafði gifzt sauma-
maskínu. Ég skauzt hávaða-
laust út á götu og stórgladdist
þegar ég sá tuskusala, sem var
að róta í rusltunnu. Kúbism-
inn heillaði mig og skelfdi í
senn.
Léger var þegar á þessum
árum sannfærður kúbisti. Ég hef
séð myndir hans frá 1913 og
frá 1918, að mínum démi var
lítill munur á þeim. Hann var
mjög trygglyndur maður, aldr-
ei afneitaði hann fortíð sinni
og hann mat mikils gamla vini.
Árið 1913 leigði hann vinnu-
stofu á Notre-Dame-des-Camps
og vann þar um það bil fjöru-
tíu ár.
Hann sagðist í stríðinu hafa
kynnzt sönnum mönnum og
vingazt við þá, en þessir
menn minna í teikningum hans
á hluti í einhverri hræðilegri
vél
Léger líkist ekki myndum
sínum; hann líkist heldur ekki
fastagestum Rotc>ndu. Það var
eitthvað í honum náskylt nátt-
úrunni líklega sagði uppruninn
til sín — hin græna Norman-
die, eplatrén, kýmar, bænda-
fjölskyldan. Léger hafði stórar
hendur, hann var hávaxinn,
stórbeinóttur, hægur í hreyf-
ingum. Mér fannst hann líkur
höggmynd, ekki úr steini, held-
ur úr hlýju, lifandi tré.
Með öðrum listamönnum,
sem í Rotondu komu, átti hann
sameiginlegt hatur á hræsni, á
skrauti, á veggtjöldum gam-
alla, loftillra herbergja. En
hann bar ekki í sér þann
grimma, tortímandi eld, sem
brann í augum hins unga
Picasso. Þegar í æsku vildi
Léger byggja upp en ekki rífa
niður. Hann lifði til 75 ára
aldurs og í ævisögu hans eru
engar stórkostlegar umbylting.
ar, aðeins árstíðaskipti og
vinna, látlaust, innblásið starf.
Sumir gestir Rotondu hylltu
Októberbyltinguna sem höfuð-
skepnu eyðileggingarinnar. En
síðar, þegar þeir fréttu að í
RÚsslandi var ekki aðeins hald-
ið áfram að kenna börnum
margföldunartöfluna, heldur og
hlaðið undir akademíska list,
breyttust bolsévísanar þessir
(svo kölluðu blöðin þá samúð-
arfullu) í fjandmenn kommún-
ismans. Léger var önnur mann-
gerð, já og önnur stærð. Hann
heilsaði Októberbyltingunni
sem byrjun á uppbyggingu nýs
þjóðfélags, afneitaði aldrei
skqðunum sínum og dó komm-
únisti.
Hann dó snögglega. Ég kom
í vinnustofu hans ári áður en
hann dó, hann sýndi mér ný
verk, virtist hraustur og hress
Hann vann fram á síðasta dag
og valt eins og hann stóð, enn-
þá grænt tré.
Majakovekí, sem heimsótti
hann árið 1922, hefur skriíað:
„Léger, — listamaður, sem
írægir þekkjarar franskrar
listar tala um með nokkrum
hroka — Léger hafði hin beztu
og ánægjulegustu áhrif á mig.
Þéttur á velli, útlit sanns
verkamannalistamanns, sem
ekki lítur á starf sitt sem guð-
lega forsjón, heldur sem
skemmtilega, nauðsynlega iðn,
jafnréttháa annarri iðn lífsins“
Þá var tímabil ,,Lef“*), kon-
strúktifismans, þá vildu menn
binda endi á skáldskapinn með
kvæðum. f næsta hluta bókar
minnar mun ég segja frá sorg-
legu einvígi Majakovskís við
listina. En Leger stóðst allar
raunir, hann hafði furðulega
trausta fætur, og góða, heil-
brigða skynsemi, Þegar ég stóð
í stríðu, fór ég til Légers, en
ef hann var ekki í París hugs-
aði ég um hann: Lífsþróttur
hans hjálpaði öðrum að Iifa.
Ekki veit ég hvaða „frægir
hekkjarar“ hafa talað óvirðu-
lega um verk Légers í eyru
Majakovskís. Léger fann
snemma menn, sem kunnu að
meta hann, ólíkt því sem var
að aðra Rotondugesti; þegar
árið 1912 skrifaði hann undir
samning við myndasala. Auð-
vitað átti Léger sína sorgar-
sögu, en aðra en Modigliani eða
Soutien. Áhugamenn um mynd-
list keyptu Léger, en hann lét
sig dreyma um freskur, um
keramík, um að vinna með
byggingameisturum. Löngu fyr-
ir „Esprit nouveau“ Corbusiers,
löngu fyrir daga okkar „Lef“-
ista talaði hann um list í
tengslum við iðnvæðinguna.
Samt sem áður viðurkenndi
Léger sjálfstæða þýðingu list-
arinnar, en það gerðu Lefistar
ekki. Árið 1922 svaraði hann
spurningu tímaritsins „Vesj“
•) „Vinstri listfylkingin“ —
samtök rússneskra fútúrista.
í
i