Þjóðviljinn - 28.08.1965, Page 5
'V
I
ÉaagSBiagmf 28. igösí M6S = ÞJÖÐVStJINN — SlÐA §
Kennslustund I
gamanmyndagerð
Pierre Étaix segir hug sinn um
skop og gamanleikara fyrr og nu
Ur mörgurn stað má heyra
andvörp þeirra sem sakna
„gullaldar gamanmyndanna“ og
það er spurt um það, hvenær
kvikmyndir nútímans, sem
virðast geta leyst öll tæknileg
vandamál fyrirhafnarlítið,
eignist menn á borð við Chap-
lin, Keaton, Harold Lloyd. —
Ýmsir eru að vísu til nefndir,
og þá ekki sízt tveir Frakkar,
Jacques Tati, sem óþarft. er
að kyrina, og ungur maður að
nafni Pierre Étaix, er töluvert
nafn hefur hlotið fyrir mynd
sína „Mæðumaður“, Étaix
hefur um allangt skeið unnið
að nýrri mynd er nefnist
„Yoyo“, og er reyndar komin
á markað nú, og fer hér á eft-
ir stytt þýðing á viðtali við
hann um það verk og gaman-
myndagerð yfirleitt.
Ég hóf feril minn, segir
Étaiex, sem leiktjaldamálari
og bókateiknari. Þessu næst
gerðist ég sirkustrúður o.g
þaðan lá leið mín til samstarfs
við Jacques Tati, einmitt þeg-
ar hann var að vinna að mynd.
inni „Frændi minn“. Ekkj leið
á löngu áður en ég gat gert
mínar eigin myndir og leikið
í þeim sjálfur og 1962 gerði ég
fyrstu mynd mína af fullri
lengd „Mæðumaðurinn". Síðan
þá hef ég unnig að „Yoyo“.
★
'r'.
Iþessari mynd langar mig til
að sýna að persónuleg ham-
ingja og efnahagsleg velsæld
eru sitt hvað. Sögð er saga
miljónamærings, sem er orð-
inn leiður á einveru sinni í
glæsilegri höll. Hann snýr aft-
ur til stúlkunnar sem hann
elskaði fyrir margt löngu, en
hún vinnur í umferðarsirkus,
og barns þeirra. f þessu
flökkulífi íinur hann gæfu
sína. Tíu ár líða. Heimsstyrj-
öldin hefur slitið Yoyo (en svo
var sonur þeirra nefndur í
sirkussamfélaginu) frá foreldr-
um sínum Árið 1945 tekur
hann að brjóta sér leifl i kvik-
myndum og síðan sjónvarpi í
því augnamið; einu að verða
ríkur og kaupa aftur höllina
sem faðir hans átti fyrr. En
þegar þessu þráða marki er
Tsjúkhræ staðfesti írægð sína í „Heiður hiniinn". Þar fóru
þau Drobisjéva og Úrbanskí með aðalhlutvcrk.
Ný kvikmynd eftir Tsjúkhræ
HVERSDAGSLEGIR HARM-
LMIR SOVÉTFÓLKS
Grigori Tsjúkhræ er nú ein-
hver þekktasti kvikmyndaleik-
stjóri Sovétríkjanna, þót-t enn
sé hann ungur að árum. Við-
kunnar hafa orðið myndir
hans „Fertugasti og fyrsti“
(pólitísk ástarsaga úr borgara-
styrjöldinni), „Kvæðið um
hermanninn" (látlaus. heiðar-
leg og eftirminnileg mynd um
venjulegt. fólk í styrjöld),
„Heiður himinn“ (uppgjör við
Stalínstímann). Og hafa flest-
ir lofað Tsjúkhræ nema Kín-
verjar, sem kalla hann end-
urskoðunarmann og óstéttvís-
an
Nú hefur Tsjúkhræ lokið
við nýja mynd, en hann hefur
látið lítið til sín heyra nú um
hríð: sagt var að hann vildi
ekki gera kvikmynd nema
hann værj fullkomlega ánægð-
ur meg Kvikmyndahandritið.
Mynd þessj heitir „Einu
sinni var piltur og stúlka“ Á
bakka eins hinna miklu rússn-
esku fljóta býr gamall sveita-
læknir, Grigorí og kona hans
Natalja, og er lif þeirra gott
og friðsælt En svo brennur
ofan af þeim. og þau halda
norður 1 land til dóttur sinn-
ar, Nínu. sem býr í námu-
verkamannabæ fyrjr norðan
heimskautsbaug.
Þar hitta þau tengdason
sinn, Valentín, sem segir þeim
að Nina hafi hlaupizt á brott
með öðrum manni, og að ung
stúlka úr næsta húsi hjálpi
sér við uppeldi dóttur þeirra
Nínu. Gömlu hjónin ákveða
að setjast ag í húsj Valent-
íns til að annast dóttur-dótt-
urina og Valentin, sem er far-
inn að drekka svo sem til að
gleyma sorgum sínum.
Dag nokkurn kemur Nina
aftur heim og hefur ástmað-
ur hennar yfirgefið hana. Val-
entin er reiðubúinn að fyrir-
gefa henni allt. En Grígórí
gamli getur ekki fyrirgefjð
dóttur sinni og hún verður að
fara Lífið heldur áfram og
Valentin skilst smám saman,
að hann kann bezt við sig ef
Galja er einhversstaðar ná-
læg...
Því er efni þessarar mynd-
ar rakið hér, að það gefur
nokkra hugmynd um ákveðna
þróun i sovézkri kvikmynda-
gerð og bókmenntum. Þróun
tengda efnisvali; þag ber nú
orðið töluvert á hinum hvers-
dagslegri harmleikjum, stórum
og smáum. sem eru þá gjarna
ekki settir á svið einhverra
glæsilegra nýbygginga heldur
gerast i kyrrlátara. óbliðara,
fátæklegra umhverfi: í út-
hverfj ctórrar borgar, í náma-
bæ við heimskautsbaug ...
náð reynist hamingjan jafn
langt undan. Loks tekst hon-
um að finna foreldra sína Qg
snúa þau öll aftur til fjölleika-
hússins.
Étaix leikur tvö hlutverk
í þessari mynd, föður og son.
í „Mæðumanni* var einkum
byggt á sjónrænu skopi, sam-
töl skipuðu lítinn sess. og það
sem ég sá af „Yoyo“ benti til
sömu aðferðar. Ég spurði
Étaiex, hvort hann teldi að
gullöld skopmynda hefði stað-
ið á timurp þöglu myndanna,
og hvað hann héldi um þær
fullyrðingar að hann mjnnti
sjálfur mjög á Buster Keaton.
— Ég held það sé rangt að
ég stæli Keaton. Hitt væri
sönnu nær, að við ættum báð-
ir rætur í sömu hefð — í hefð
fjölleikahússins. Þöglu mynd-
imar eru mér gullöld skop-
mynda sumpart vegna snill-
inga eins og Chaplins og Keat-
ons, og sumart vegna sjálfrar
náttúru þöglu myndanna. Ég
á ekki aðeins vjð það, að
þögnin neyddi þá til að ein-
beita sér að svipbrigðum, lát-
bragði, hreyfingum af þeim
þrótti sem dugði til ágæts ár-
angurs — þögnjn hjálpaði
þeim beinlínis; hún brá yfir
alla aðferð þeirra furðulegri
f águn og léttleika. Hugsum okk-
ur hve göngulag Chaplins hefði
mikils misst ef við hefðum
getað heyrt fótatak hans. í
einnj mynda Marcs Sennet
kemur fyrjr svofellt atvik:
Fatti stendur á ströndu og
Ijósmyndar fegurðardís sem
laugar sig í öldum hafsins.
Allt í einu kemur bifreig aft-
an að honum og hrindir hon-
um í sjóinn. Þetta bragð hefði
mjsheppnazt hefðum við heyrt
bílinn nálgast.
★
Hinsvegar vil ég ekkj halda
því fram, að tónar og tal
geti í sjálfu sér orðið til skaða.
Mér finnst aðeins ag nú hljóti
gamanig að verða annars eðl-
is. Og það er ekki sem verst,
því þá verðum við að gera
tilraunjr. Ég hef mikla and-
styggð á því yfirborðskennda
og innantóma orðagríni, sem
okkur er svo oft boðið upp á
á pöllum, þegar tveir spaug-
arar ausa bröndurum hver yf-
ir annan í svosem fimm min-
útur. Ekki svo að skilj a að
orðheppni verði ekki notuð
með góðum árangri í kvik-
mynd — vjð skulum minnast
Marxbræðra sem tókst ag sam-
eina öll brögð.
Mörg dæmi má finna um
frumlega notkun hljóðsins í
fyrri myndum Tati. Honum
tekst t.il dæmis að íullnýta
þau spaugilegu áhrif sem kqma
fram við misræmj milli hljóðs
og myndar. í „Hátiðisdagur"
sjáum við póstþjón á reið-
hjóli, og leggur hann óvæntar
lykkjur á leið sina og vindur
ogsnýrsinn kropp mjög furðu-
lega. Nokkru síðar heyrum við
suð í stórri broddflugu og
hlæjum af því við skiljum nú
hvers vegna hann hagar sér
Svo undarlega. En þetta er að-
eins aðdragandi þessa skop-
bragðs. Næst sjáum við bónda
á akri, hann hættir vinnu
sinni til að furða sig á at-
hæfi póstmannsins. Hann heyr-
ir enn ekki til broddflugunn-
ar, fremur en við fyrst, en nú
erum við klókari en hann —
og hlæjum. Þetta er þróun
bragðsins, staðfesting þess. Þá
hefst „lausnin“; bóndinn fer
aftur að vinna og veltir enn
vöngum forviða, og nú heyrum
við aftur í broddflugunni og
sjáum, að nú er Það bóndinn,
sem tekur að baða út höndum
fáránlega.
Uppbygging slíkra bragða er
reyndar altaf eins: aðdrag-
andi, staðfesting, lausn. Érfið-
ust er staðfesting þess, því hún
er einatt sízt forvitnileg en um
leið þýðingarmesti liðurinn.
Því má aldrei gleyma þeg-
ar reynt ér að tengja þessa
hluti saman, að áhorfendur eru
fullkomlega miskunnarlausir í
garð skopmyndarinnar og þola
ekki atburði sem aðeins fleyta
áfram frásögninni, eru ekki
skoplegir. Þag er óhjákvæmi-
legt að leita uppi það nákvæm-
asta form, að jafna skopbrögð-
um nákvæmlega niður. And-
stætt því sem margir halda
verður að gerhugsa hvert at-
riði skopmyndar áður en kvik-
myndatakan sjálf hefst. Tati
vinnur venjulega i þrjú ár að
undirbúningi næstu myndar
sinnar. Ég „impróvi'séra“ aldrej
fyrir framan kvikmyndavélina,
heldur hef ég áður en mynda-
taka hefst gert mér fastmót-
aða hugmynd um það sem ég
vil fá fram — og vinn síðan
að því beinlínis. Auðvitað geta
óvænt skopleg atriði komið til
skjalanna í starfinu sjálfu og
máske er það einmitt þess-
vegna svo heillandi að vinna
að gamanmynd. En menn þurfa
að vera mjög varkárir, því þag
sem gat virzt ágæt hugmynd
og var það ef til vill í raun
og veru — getur farið fullkom-
lega forgörðum við skeytingu
myndarinnar.
Ég veit aldre; hvers vegna
mér datt eitthvert tiltekið
bragð í hug, hvaðan það er
komið. Mér persónulega hef-
ur það hjálpað mikig að ég
var teiknr.ri að atvinnu — sú
reynsla skerpir athyglisgáf-
una. Og þegar líður að mynda-
töku hefst flókin vinna og erf-
ið: að velja og hafna úr mikl-
um fjölda hugmynda og smá-
atriða. Því forskrift eða ávís-
un á húmor er ekki til Og
mikið eru þeir gagnrýnendur
viðbjóðslegir, sem þylja í sí-
fellu sína gömlu þulu um „ó-
breytanlegt eðli skopsins".
Gamanmynd INC■
MARS BERCMANS
Margir góðir menn hafa lagt
á sig talsverðar setur við rit-
vél tjl að skilgreina. gagnrýna,
ráðast á kvikmynd Ingmars
Bergmans, „Þögnina“. Hins-
vegar hefur minna farið fyrir
skrifum um gamanmynd sem
þessi sænski meistari gerði
skömmu síðar og heitir „Svo
ekki sé talað um allar þessar
konur“.
Peter Cowie í „Films and
Filming“ segir, að þvi sterk-
ari sem persónulegur stíll og
lífsviðhorf kvikmyndamanns
séu, þeim mun erfiðara veitist
okkur að taka við tilraunum
hans með aðrar gerðir kvik-
mynda en þær sem hann hef-
ur skapað sér nafn fyrir. Og
Ingmar Bergman hefur festst
í vitund okkar sem svo strang-
ur og miskunnarlaus og al-
varlegur dómari, ag við hljót-
Um ósjálfrátt að hrökkva und-
an þegar hann reynir að sanna
snilld sína á sviði gaman-
mynda.
í stuttri endursögn; hér seg-
ir frá tónlistargagnrýni einum.
sem heimsækir sumarbústað
frægs sellóleikara þeirra erinda
að skrifa ævisögu hans. Og
lendir í miðjum flokki ást-
kvenna snillingsins, lætur fyrst
hrífast af þeim, en hlýtur að
lokum að þola mikla auðmýk-
ingu af þeirra hálfu. Mér virð-
ist, segir Cowie, að þessi mynd
sé öll ein persónuleg skrýtla
og sögð fyrst og fremst til
að gefa Bergman og kvik-
myndara hans, Sven Nykvist,
tækifæri á að gera tilraunir
með liti. Þag tekst þeim ágæt-
lega.
Myndin er — af ásettu ráði
— byggð upp á svipaðan hátt
og leikhúsverk, og hin þunga
rókokkoumgjörð bendir einnig
til leikhúss. Mig grunar að
höfuðgaillar þessarar gaman-
myndar séu fólgnir í því. að
kvikmyndahandritið sé gert af
heldur litlu andríki, við sökn.
um fyndinna athugasemda og
tilsvara Það er einkennandi
ag bezta atriði myndarinnar
(miklar ' flugeldasprengingar)
byggist einungis á sjónrænni
spennu og snerpu.
Engu að síður vill gagnrýn-
andinn endilega fá menn til að
sjá þessa mynd, þó ekki væri
nema fyrir þær sakir, hve hún
sé í litlum tengslum við allan
listamannsferil Ingmars Berg-
mans.
Verðlaun til
Kubrícks
Kvikmynd Stanley Kubricks
„Dr. Strangelove“ hefur verið
valin bezta brezka mynd árs-
ins 1964, og er það Brézka
kvikmyndaakademían sem ber
ábyrgð á þessu vali.
Hinsvegar hafa bandarísk
rithöfundasamtök tilnefnt sömu
kvikmynd „bezt skrifuðu
bandaríska gamanmynd“ fyrra
árs. Myndin var tekin j Bret-
landi, en Columbia var sfcráð
fyrir framleiðslunnj.
Ég er andstæða
Clarks Gable
Marcello Mastroianni er sá
italskur kvikmyndaleikarj sem
einna mest ber á um þessar
mundir, eins og allir vita.
Hann verður einkum talinn á-
byrgur fyrir túlkun á nýrri
gerð karlkynspersóna: manna
sem eru fullkomlega lausir við
hetjuskap. Og hann álítur að
þessir menn, sem hann leikur,
séu í raun réttri nútímamað-
urinn; því að konan leggi und-
ir sig æ fleiri varnarvirki karl-
manna meðan þeir gerist æ
vesælli. Þetta kemur m,a. fram
í nýlegu viðtali Mastroianni
við timaritið „Playboy".
Um hetjur íarast leikaran-
um orð á þessa leið;
— Sé ég eitthvað þá er ég
anti-Gable. Glark Gable og
ýmsir aðrir reyndar líka, léku
sterka menn, fulla með dyggð-
ir og mannlegan virðuleika. En
eins og Antonioni segir: „Hver
er hetja innan um kjarna-
sprervgjur?“ f dag viðurkenn-
um vig veikleika okkar, eða
að minnsta kostj þá ringulreið
sem sálarlíf okkar er í f hlut-
verkum mínum kem ég aðeins
upp um þá staðreynd að ég er
manneskja. Gable lék helgi-
sögn — helgisögn sem var trú-
anleg í gær, en ekki i dag.
Um leikaðferð sína segir
Mastrbianni:
— f sannlefka sagt er ég
ekki leikari „af eðlisávísun“.
Enda er það ekki hægt. Ég
verð að skipuleggja allt fyrir-
fram, smátt og stórt. Þegar
ég hafði fengið hlutverk mitt
i „Hið ljúfa líf“ leit ég í speg-
il og saífði við sjálfan mig: Þú
átt aðeins vissan árafjölda ó-
lifaðan. Héðan af tekur þú
aðeins að þér þau hlutverk
sem koma þér beinlínis við
sem manneskju. sem skipta
málj fyrir þig sjálfan og fólk-
ið í kringum þig.
Ég leik ekki beinlínis sjálf-
an mig. fremur mætti segja
ag ég leitaði að sjálfum mér
í hlutverkunum. Um leið og
ég hef lesið handritið og ein-
angrað þá persónu sem ég á
að leika —, byrjar hún að
vaxa inni í mér eins og sníkju-
jurt. Smám saman aðhæfir
hún sig mér — eða ég henni.
En ekki vegna náms eða at-
hugana. Ef ég ætti til dæmis
ag leika vitskertan mann, þá
fer ég ekki á geðveikraspítala
til að virða fyrir mér sjúk-
lingana. Úr því yrði ekki ann-
að en eftirlíking.
Ég les handritið nokkrum
sinnum og hugsa dálítið um
það. Svo hendi ég þv," og finn
það aldrei aftur. Síðar, þegar
allt er komið í eindaga, er ég
vís til að spyrja aðstoðarmann
leikstjórans: „Hvernig er nú
þetta tilsvar mitt?“
En ég segi aldrei nákvæm-
lega það sama og stóð í hand-
ritinu. Ef hlutverkið hefur náð
að skjóta rótum í mér sjálf-
um, þá koma orðin af sjálfu
sér.
Um stjórnmál:
— Ég er verkamannssonur.
Ég er ekki í neinum flokki og
tek ekk; virkan þátt í stjóm-
málabaráttu þv; þá þyrfti ég
að gangast undir málamiðl-
anir. Þess vegna stend ég við
gluggann og virði fyrir mér
þag sem gerist, en ég greiði
atkvæði með sósíalistum.
. » -
t