Þjóðviljinn - 28.08.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.08.1965, Blaðsíða 8
3 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 28. ágúsi 1965 kastalinn EFTiR HARRY HERVEY — þú veizt vel, að þú sást sjálfa þig í huganum hjúpaða svörtu — RÓSA SAVOY; Það er ekki satt! RÓSA TILLMAN: (líkir eftir strangri rödd leikstjóra) Meiri tilfinningu í þessi orð, ungfrú Savoy. Þetta er ekki nógu sannfaerandi RÓSA SAVOY; Ef ég hefði ekk; elskað Róbert, aetli ég hefði þá skrifað honum á hverjum degi? RÓSA TILLMAN: Já — til þess að þú gsetir gortað af tryggð þinni, bæði við sjálfa big og aðra Hárgreiðslan Hárgreiðslu og snyrtistofa Steinu og Dódó uaugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI: 24-6-16 P E R IVI A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMT- 33-9-68 D Ö IVI D R Hárgreiðsla víð allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 Vonarstraetis- megin — Simi 14-6-62 Há rsrrei I ustofa Austurbæiar Maria CJuðmundsrióttÍT L,augavegl 13 simi 14-6-58 ^Juriristofan er á sama stað RÓSA SAVOY: (með virðu- leik) Ég gerði skyld/u mína sem eiginkona eins vel og mér var unnt við þessar ömurlegu að- stæður. Ég gerði hann hamingju- saman með bréfum mínum Og ég lagði fram minn litla skerf. Eg söng fyrir hermennina ... RÓSA TILLMAN: (stríðnis- lega) Hetjuatriði milli þátta: 67 Frá baksviðinu heyrast fall- byssudrunur yfir Tyrol og flug- véladrunur „Garibaldi-söngur- inn“. „God Save the King”. Siðan viðkvæmnisleg tónlist. Ungur ítalskur liðsforingi geng- ur inn. RÓSA SAVOY: Það var ó- sköp meinlaust ævintýri sem ekki gat skaðað neinn. RÓSA TILLMAN; Róbert hefði varla orðið hrifinn, ef hann hefði vitað — RÓSA SAVOY: En það gerði hann ekki. Og Nito var mér einskis virði Það voru aðeins sálir okkar. sem sameinuðust andartak RÓSA TILLMAN: (háðslega) Það er bókstaflega hressandi að finna, að þú getur líka dregið úr staðreyndum endrum og e;ns. En samt sem áður — þegar þú komst að raun um afl þú áttir von á barnj hafðirðu miklar á- hyggjur og óttaðist að það yrði of ítalskt í útliti. RÓSA SAVOY: Það var ekki það sem kvaldi mig. Róbert hafði oft komið heim í orlof. Það var umhugsunin um að burfa að leggja listina á hili- una RÓSA TILLMAN: Já, þafs var og. Þú fékkst móðursýkiskast og grézt tímunum saman — og ef þú hefðir ekki trúað því að slíkt væri dauðasynd, hefðirðu gert vissar ráðstafanir ... RÓSA SAVOY; Þú ert við- bjóðslegur lygari! Víst vildi ég eignast bamið mitt. Og enginn var sælli en ég, þegar hjúkr- unarkonan lagði Lance litla í fang mér Ég hafði alið eigin- manni mínum son. RÓSA TILLMAN: (með stríðn- islegri lotningu) Madonna mia! RÓSA SAVOY: (með vellu- legrj tilfinningasemi) Þessi dá- samlegi, ljósrauði litlj kroppur var heilagt band sem tengdi mig enn fastar Róbert. ef það hefði verið hægt — RÓSA TILLMAN: Það var nú hvorki sérlega heilagt né bind- andi þegar þú hittir Demetr- ios RÓSA SAVOY: (reynir að brosa mildu, angurværu brosi) Hann var svo bústinn og sæl- legur kútur með himinblá, bros- mild augu. (Tekur andann á lofti). Ég skil ekki hvað hann er orðinn stór og teinréttur og með dökk augu! Og svo reykir hann pípu með skringilegu og mannlegu látbragði! Stelpurnar eru alveg vitlausar á eftir hon- um En hann tekur naumast eftir þeim Það er tónlist sem hann elskar, og hann leikur dá- samlega á píanó. Auðvitað að- eins dægurmúsik — en með tímanum lærir hann áreiðanlega að meta æðri tónlist Kannski verður það hann sem heldur fána listar minnar á loft.. . RÓSA TILLMAN: (neyðar- lega) Það er gott til þess að vita, að hann skuli geta erft eitthvað gott frá þér. RÓSA SAVOY: (ber vasaklút- inn upp að augunum) Hvað skyldi hann vera að gera i kvöld? . . Skyldi hann hafa á- hyggjur af mér og vera að brjóta heilann um hvar ég sé niðurkomin? RÓSA TILLMAN: Hví í ósköp- unum skyldi hann vera með slíkar áhyggjur? RÓSA SAVOY: (með titrandi röddu) Ég finn beinlínis á mér að hann er ekkj heilbrigður — að hann . RÓSA TILLMAN: (hranalega) í rauninni vildirðu ekkert frek- ar en fá skeyti sem i stæði að hann væri fárveikur; þá gæt- irðu hraðað þér ag sjúkrabeði hanc; og leikið hlutverk harm- þrunginnar móður og gleymt þínum eigin áhyggjum (Ásak- andi) Alltaf ertu að vonast eft- ir kraftaverki! RÓSA SAVOY; (reiðilega) Þú ert reglulega illgjörn viðbjóðs- lee eitumaðra! RÓSA TILLMAN:' Uss, nei — ég er engin naðra! Og sjáðu — ég er ennþá ung! 'Hún snýr sér í hringdansi og syngur um leið mefj silfurskærrj röddu). -E. vertu ekki að horfa á mig i með morð í augum! Þú ert fyr- ir löngu búin að myrða mig. Ekki snöggt og með mannkær- leika, heldur smám saman Ég sárbændi þig um náð. Ég reyndi að koma vitinu fyrir þig. Ég var stöðugt að minna þig á list þína. Ég skírskotaði til tilfinn- inganna með þv^ afj minna þig á litlu stúlkuna frá Nýja Sjá- landi — af góðu fólki, hafði fengið gott uppeldi og hafði hæfileika, í stuttu máli allt sem hægt var að óska sér. Hin óseðj- aolega kynhvöt þín var eins og rýtingur í bakið á mér. Ég varð veikari og veikari; og vegna þess að þú vissir að ég var deyjandi, féllstu á að leika í þessari óperettu í London eft- ir stríðið — þú, sem hafðir vak- ið hrifningu í Traviata, Rigol- etto og Rakaranum í Sevilla. RÓSA SAVOY: Ég fór til Eng- lands til þess að sonur minn gæti alizt upp sem sannur, enskur drengur — það var ætl- un mín að halda áfram listaferli mínum þar. Svo kom tilboðið um óperettuna Qg — já, ég lét til leiðast — til að hjálpa Ró- bert til að koma undir sig fót- unum að nýju. Ég vissi ag nafn mitt myndi lyfta sýningunni upp á æðra svið ... RÓSA TILLMAN: O, nei. nei — það var svo sem ekki þess vegna. Það var vegna þess að ungi, laglegi leikstjórinn fékk þig á sitt mál — og ekkj bein- línis í skrifstofunni hjá sér. RÓSA SAVOY: (rólega) Já, mér vegnaði sannarlega vel, var það ekki? RÓSA TILLMAN: Jú — blöð- in hældu þér á hvert reipi — og buðu stríðshetjuna Róbert vel- kominn heim — og stykkið gekk FLJÚGID með FLUGSÝN Hl NORÐFJARDAR I Ferðir alla | virka daga I , | Fró Reykjavík kl. 9.30 | Fró NeskaupstaS kl. 12,00 B AUKAFERÐIR * EFTIR ! ÞÖRFUM þórður sjóari 4608 Sun er ekki : nættu £itn að naia ieitað árangurslaust að sonum sínum heldur hann áhyggjufullur heim til dóttur sinnar En þar er heldur enginn heima Hann bregzt glaður vig þegar hann heyrir bíl nálgast. En bað eru ekki Wu og Feng, sem koma út. Juan missir alla stjórn á sér, þegar hann sér tengdaföður sinn. Hann segir æstur frá glæpum bræðranna. „Þeir ætluðu að myrða okkur! Þeir steyptu bílnum af veginum niður í djúþið! Þessir elsku synir þinir! Það er kraftaverk, ag við skulum enn vera á lífi!“ Violet reynir að róa hann, en án árangurs. Léff rennur CEREBOS salf SKOTTA „Kærastarnjr mimr". 'wWw 1 VEIÐILEYFI I I MIKLAVATNI I í FLJÓTUM 5 Miklavatn er fyrir landi Hrauna í Fljótum. Sjó- birtingur, lax og silungur. Veitt bæði í sjó og í 5 vatninu. Ágætis veiði. Verð leyfis kr. 100.00. E£ Gisting möguleg bæði á Siglufirði og á Hólum í Hjaltadal. 35 km. að Hólum og 28 km á Siglu- g fjörð. Ágætis 3 daga ferð í fallegu umhverfi. S Berjaland ágætt í nágrenninu. Veiðileyfi seld S i hjá okkur. Reynið viðskiptin. illlllll LAN DS9N^ FERBASKRIFSTOFA Skólavörðustíg 16, II. hæð SfMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK Plastmo Plast þakrennur og niðurfollspípur fyrirliggjandi PLASTMO Ryðgar ekki þolir seltu og sót þarf aldrei að móla MARS TRADING CO HF KLAPPARSTÍ G 2 0 SÍMI 173 73 r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.