Þjóðviljinn - 09.11.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.11.1965, Blaðsíða 5
isasiif Beizkur ósigur KR-inga í körfu- bolta gegn sænsku meisturunum ALVIK sigraSi KR 60-48 i frekar daufum leik jfi faS-W ÍMÖÐVIEJmW — SIÐA g □ 'Á sunnudag íór íram íyrri leikur í Evr- ópukeppni meis'taraliða í körfuknattleik milli ís- landsmeistara KR og sænsku meistaranna Alvik. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu að Keflavík- urflugvelli, og var húsið fullskipað áhorfendum. Sýnir þetta ljóslega hve vinsældir körfuknatt- leiksins fara stöðugt vaxandi hér á landi sem annarsstaðar. Gangur leiksins: KR-ingar náðu að skora fyrstu körfuna og var þar Einar Bollason að vérki. Svíar jafna, en Kristinn nær forystu á nýjan leik með fallegri körfu. Ennþá jafna Svíar, en fyrr en varir er Gunnar búinn að læða einu af sínum skemmtilegu langskot- um í körfuna og er nú áhorf- endum skemmt í ríkum mæli. Þessar fyrstu mínútur leiks- ins voru vel leiknar áf KR-inga hálfu, þar sem Kristinn hirti hvert frákastið á fætur öðru. Leikurinn breytist Staðan er orðin 11—8 KR í vil, en þá byrjar „sorgarleik- urinn“. KR-liðið virðist alger- lega missa allt tempo, þeir verða fálmandi og taugaó- styrkir, leitast við að setja upp ákveðna leikaðferð en þegar hún bregst og hittnin sömu- leiðis fer allt í handaskolum. Hið hraða spil sem KR-ingar eru einmitt frægir fyrir sést ekki lengur og Svíarnir byrja að saxa á forskotið. Svíarnir skora 10—11 og 12 —11 og við lok hálfleiksins er staðan orðin 26—16 Svíum í vil, og höfðu þeir þannig skor- að 18 stig á móti 5 stigum KR- inga. Maður hefði nú getað haldið, að sterkt lið eins og KR gæti skorað meira en 16 stig í einum hálfleik, en ein- hvern veginn tókst það nú ekki. Aðalorsök þess held ég að hafi verið taugaóstyrikur leikmanna og var sem enginn þyrði að skjóta nema með hálfum huga og urðu skottil- raunirnar þar af leiðandi mjög fálmkenndar og hikandi. Var þetta sérstaklega áberandi hjá Gunnari, sem annars er mjög góð skytta og stökkskot frá Guttormj sáust ekki ; öllum hálfleiknum. Af Svíanna hálfu var Örjan Sviden áberandi beztur enda þrautreyndur landsliðsmaður með um það bil 30 landsleiki að baki. Hafði hann frábæran stökkkraft, jafnvígur á vinstri og hægrj handar sveifLuskot á- gætur í stökkskotum, en mest bar þó á sérstakri lagni hans við að blaka knettinum í körf- una í fráköstum. Skoraði hann 8—10 stig á þennan hátt í leiknum. Réði Kristinn mið- herji ekkert við hann enda hefur varnarleikurinn verið hin veika hlið Kristins, enda þótt hann hafi sýnt talsverðar framfarir á því svið frá því í fyrra. Síðari hálfleikur í seinni hálfleiknum byrj- uðu KR-ingar töluvert ákveðn- ari og minnkaði forskotið nið- ur í sjö stig, og um miðjan hálfleikinn skildu aðeins 5 stig á milli, og er 6 mínútur voru ^ til leiksloka var munurinn 6 stig. Hjörtur Hansson hafði nú komið inná og var jákvæður að því leyti, að hann var ó- ragur við að skjóta, enda þótt hann hefði mátt hitta eilítið betur. Spenningur var all- miklu meiri í þessum hálfleik en í hinum fyrri, og var hann mun betur leikinn af hálfu KR-inga þótt manni virtist alltaf sem eitthvað vantaði upp á. Einar Bollason var drýgstur við að skora og einn- ig skoraði Gunnar tvær körfur úr langskotum. Er 5 mínútur voru til leiksloka varKolbeinn rekinn út af fyrir 5 villur og skömmu síðar Kristinn. Fengu þeir á sig nokkrar óþarfa vill- ur, og áttuðu sig ekki á því að dómarar á meginlandinu dæma töluvert öðruvísi en ís- lenzkir kollegar þeirra. Stækk- uðu Svíar þá bilið enn meir og lyktaði leiknum með 60— 48. Sanngjarn sigur, en eilítið beizkur fyrir KR-inga, þar sem maður veit að þeir geta gert allmiklu betur en þeir sýndu á sunnudag. Liðin: í sænska liðinu bar Sviden, höfuð og herðar yfir aðra leik- menn liðsins og var hann jafnframt bezti maður á vell- inum og skoraði 28 stig. Not- aði hann stökkkraft sinn mjög vel, því enda þótt hann sé svipaður á hæð og bæði Einar og Kristinn var hann oftast með lófann fyrir ofan þá í fráköstum. Af öðrum má nefna Grönlund. sem skoraði 10 stig og bræðurna Egon og Kaj Hakanson sem eru mjög leik- andi leikmenn. KR-liðið var eins og fýrr segir allt í molum. hratt spil sást ekki í fyrri hálfleik og körfuskot voru óvenjulega fálmkennd og ónákvæm. Einar Bollason var stigahæstur með 19 stig, en virtist ekki hafa eins mikla hittni og oft áður, t.d. í vítaköstum. Gæti manni virzt sem KR-ingar hefðu lagt of mikla áherzlu á kerfisbund- inn leik á æfingum en van- rækt að halda hittninni við. Gunnar Gunnarsson var næst- stigahæstur með 8 stig. Hann átti þokkalegan seinni hálf- leik, en var afleitur í þeim fyrri. Kristinn byrjaði vel bæði í sókn og vörn, en „týnd- ist“ næstum alveg þegar á leið leiknn. Hann verður að gæta Sviden miklu betur um næstu helgi, því ef það tekst að halda honum í 10—15 stig- um, þá er leikurinn unninn. Kolbeinn hefur löngum átt betri leiki og Guttormur reyndi aldrei körfuskot af færi en reyndi hinsvegar örfá gegnumbrot, sem mistókust ut- an eitt. Hjörtur var sá eini sem skilaði sínu og var hann óragur við að skjóta og harð- ur í fráköstum. Jón Otti kom inn á síðustu mínúturnar og stóð vel fyrir sínu þennan stutta tíma. Nú halda KR-ingar utan og spila við Alvik n.k. laugardag. Er ég í engum vafa um það, að þeir geti sigrað Svíana, því að í næsta leik ætti tauga- óstyrkurinn að vera farinn úr þeim og þeir hafa allt að vinna. Sem sagt, KR-ingar geta vel unnið næsta leik ef þeir leika með venjulegum styrkleika, en ósagt skal látið með hvað miklum mun. Þeir þurfa að vinna með 13 stigum til þess að halda áfram í ke’ppninni, og fá þá rétt til þess að spila við sjálfa Ev- rópumeistarana Real Madrid. Enskur og belgískur dómari dæmdu leikinn af festu, en riokkurs misræmis virðist gæta í túlkun þeirra og íslenzkra dómara um það hve strangt skuli dæma skref og villur. Tvær fyrstu skákirnar Tal og Spasskí jafn- ir eftír 3 skákir Mikla athygli skákunnenda vekur um þessar mundir ein- vígi stórmeistaranna Boris Spasskí og Mikhaíls Tals, sem nú fer fram í Tblísi. Þjóðvilj- inn mun leitast við að gefa lesendum sínum tækifæri til að kynna sér skákir einvígis- ins jafnóðum og þær berast. FYRSTA SKÁK Hvítt: Tal. — Svart: Spasskí. SPÆNSK VÖRN 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 KR-ingar eru med knöttinn, Sviamir verjast. — (Ljósm. Bjarnleifur Bjarnleifsson) 4. Ba4 Rf6 5. 0—0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0—0 8. c3 d5 9. exd Rxd5 10. Rxe5 Rxe5 11. Hxe5 c6 12. d4 Bd6 13. Hel Dh4 14. g3 Dh3 15. Be3 Bg4 16. Dd3 Hae8 17. Rd2 He6 18. a4 Dh5 19. axb axb 20. e4 bxc 21. Rxc4 Bb4 22. Hecl Be2 '23. Bdl Dxh2f 24. Kxh2 Bxd3 25. Re5 Bb5 26. Bb3 Hd8 27. Ha7 f6 28. Rxc6 Bxc6 29. Ha6 Kf8 30. Haxe6 Hxc6 31. Hxc6 Rxe3 32. fxe Bd2 33. Bc4 Bxc3 34. d5 Bd2 35. Hb6 Ke7 36. He6f Kf8 37. g4 — Eftir fimm mínútna um- hugsun bauð svartur jafntefli, sem hvítur þáði. ÖNNUR SKÁK Hvítt: Spasskí. — Svart: Tal. SIKILEYJARVÖRN 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd 4. Rxd4 a6 5. Rc3 Dc7 6. Bd3 Rc6 7. Be3 Rf8 8. 0—0 b5 9. Rb3 Be7 10. f4 d6 11. Df3 0—0 12. a4 b4 13. Re2 e5 14. f5 d5 15. Rg3 Ra5 16. exd Bb7 17. Re4 Rc4 18.Bg5 Rxb2 19. d6 Dxd6 20. Rxd6 Bxf3 21. Hxf3 Bxd6 22. Bxf6 gxf 23. Be4 Hac8 24. a5 Bb8 25. g3 Hfd8 26. Hel Ba7f Kg2 Hd6 28 Hffl Rc4 29. Kh3 Re3 30. Hf3 Rxc2 31. Hcl Hc4 32. Hd3 Bd4 33. Hxc2 Hxc2 34. Hxd4 exd '35. Bxc2 d3 36. Bdl Hd5 37. Kg4 He5 38. Kf4 He2 39. h4 h5 40. Rc5 Hel. — Hér fór skákin í bið, en morguninn eftir játaði Spasskí sig sigraðan. Eftir aðra skák stóðu því leikar 1,5 gegn 0,5 vinn. Tal í vil. 1 þriðju skák, sem tefld var á laugardag. hafði Tal náð betri stöðu, en lék gróflega af sér í 38. leik og játaði sig sigraðan skömmu síðar. Stór- meistararnir eru því jafnir eftir þrjár skákir. Þaraa eru Svíamir ágengir við körfu KR-inga. Hörplötur — Spónaplötur Nýkotmðb HörplötuE: 8" * —• 16— 1® —20—- 22-— 25 «rm, Spóuaplötur; 12—s 1«—22 V ÖRU AFGREIÐSL A VH> SHELLVEG. SÍMI 24459. Gaboon; 16—ie—«22 —» 25 mm. Palex; 15-—18—»2|' man, Harðtex; 1/8”. Trtétéx 1/2”. Hestamenn — Kópavogur Stofnfundur hestamannafélags í Kópavogi verður haldinn í félagsheimilí Kópavogs firrantu- daginn 11. þ.m. kl. 20,30. Þeir sem áhuga hafa á að gerast félagar eru hvatt- ir til að mæta. Undirbúningsnefnd. Starfsstú/kur óskast að Vistheimilinu Arnarholti. — Upp- lýsingar að Amarhol'ti í síma um Brúar- land. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. « í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.