Þjóðviljinn - 09.11.1965, Page 8
I
13.00 Við vinnuna.
14.40 Dagrún Kristjánsdóttir
húsmaeðrakennari talar um
haustmat.
15.00 Miðdegisútvarp. Þuríður
Pálsdóttir syngur. Fílharmon-
íusveitin i Munchen leikur
balletttónlist úr Faust, F.
Lehmann stjómar. V. Horo-
witz leikur Kinderscenen op.
15 eftir Schumann. Stúdenta-
kórinn í Uppsölum syngur;
Nils Olaf Berg stjómar.
16.00 Síðdegisútvarp. 0. Rich-
ard, Hljómsveit Erwins Hall-
etz, Kór og hljómsveit Mitch
Millers, og The Accordion
Masters leika og syngja.
17.20 Framburðarkennsla í
dönsku og ensku.
17.40 Þingfréttir. Tónleikar.
18.00 Tónlistartími bamanna.
Guðrún Sveinsdóttir stjómar
timanum.
20.00 Islenzk blöð og blaða-
mennska á 19. öld. Bergsteirm
Jónsson sagnfraeðingur flytur
þriðja erindið: Tímabil Isa-
foldar.
20.30 Einsöngur í útvarpssal:
Magnús Jónssón syngur ítölsk
lög. Við píanóið: Ólafur Vign-
ír Albertsson.
20.45 Maurildaskógur. Þorsteinn
ö. Stephensen les úr nýrri
ljóðabók Jóns úr Vör.
21.00 Sinfónía í D-dúr eftir
Tartini. Hátíðarhljómsveitin í
Luzern leikur; R. Baumgartn-
er stj.
21.15 Þriðjudagsleikritið: Vesal-
ingamir. Gunnar Róbertsson
samdi eftir skáldsögu Victors
Hugo. Tómas Guðmundsson
íslenzkaði. Leikstjóri' Bald-
vin Halldónsson. Annar kafli.
Leikendur: Róbert Arnfinns-
son, Helga Valtýsdóttir, Aróra
Halldórsdóttir. Bryndfs Pét-
ursdóttir, Margrét Guðrminds-
dóttir. Jón Sigurbjömsson.
Jóhanna -Norðfjörð, Amar
Jónsson, Kristín Anna Þórar-
insdóttir.
22.10 Minningar um Henrik Ib-
sen, eftir Bergljótu Ibsen.
Gylfi Gröndal ritstjóri les eig-
in þýðingu (1).
21.30 Tvö tónverk eftir G.
Gershwin: a) Kúbu-forleikur.
Sinfóníuhljómsveit belgíska
útvarpsins leikur; E. Lee stj.
b) Ameríkumaður í París.
Hollenzka Promenade hljóm-
sveitin leikur; G. Nieuwland
stjómar.
23.00 Á hljóðbergi: Erlent efni
á erlendum málum. Bjöm
Th. Bjömsson listfræðingur
velur og kynnir. Murder ín
the Cathedral, leikrit eftir T.
S. Eliot. Robert Donat og
leikarar The Olld Vic Comp-
anys flytja. Leikstjóri: Ro-
bert Helpmann.
24.00 Dagskrárlok.
• Vísubotnar
• Fyrriparturinn:
Veður geta vegum spillt,
vetrarfrost og ssjórinn
hefur verið nokkuð lengi í gangi
en samt hafa ekki borizt mjög
margir botnar. Hér á eftir fara
nokkrir þeirra sem komið hafa.
Því er skapið oft svo illt.
Okkur vantar bjórínn!
• Kristján Fr. Guðmundsson málverkasali hefur nýlega flutt
verzlun sína í vistleg húsakynni að Týsgötu 3. Þar hefur Kristján
á boðstólum málverk eftir um 30 þekkta. og óþekkta listamenn
og auk þess hyggst Kristján selja þarna ýmsa antik muni og
siðast en ekki sízt aetlar hann að byTja vöruskiptaverzlun með
listaverk og er það nýjung í verzlunarháttum hérlendis. Fólk
getur komið með óskemmd listaverk og aðra muni svo sem bæk-
ur. bókaskápa og ótal margt fleira og látið andvirðið ganga upp
í ný málverk sem það langar til að eignast. Kristján Fr. Guð-
mundsson hefur nú selt málverk í fimm ár og haldið 30 list-
sýningar og 12 málverkauppboð. Hann tók það skýrt fram við
fréttamann Þjóðviljans, sem átti tal við hann um daginn, að hann
vildi bjóða öllu listafólki, ungu og gömlu, þekktu og óþekktu
að koma til sín með listaverk og hafa þau til sölu í verzlunin'ni
að Týsgötu 3. En það verða að vera frambærileg listaverk sagði
Kristján að lokum, því að ég vil ekki verzla með neitt rusl.
• Kristfán Fr. Guðrmmdsson í
nýjum húsakynnum
• Vantar sam-
ræmingarnefnd
hjá utvarpinu
• Stundum fínnst mér eins og
þeir í okkar ágæta Ríkisútvarpi
þyrftu að setja á fót einhvers-
konar samræmingamefnd —
ráð sem fylgdist með því að
samræmi sé nokkurt í hlutun-
um hjá stofnuninni, til dæm-
is í framburði erlendra eigin-
nafna í fréttatímunum.
Hugmyndinni um samræm-
ingamefndina skýtur einkum
upp í koll mér, þegar ég hlýði
á fréttalestur eins þulanna —
þess tónlistarmenntaða. Hann
virðist nefnilega hafa tamið sér
framburð á ýmsum útlendum
nöfnum, sem heyrist ekki af
annarra vörum. 1 þessu sam-
bandi get ég nefnt þrjú dæmi:
1) Fyrrnefndur þulur nefnir
iðulega höfuðborg Suður-Viet-
nams Segon, þó allir aðrir segi
Sægon, eins og líka sýnist eðli-
legra eftir stafanna hljóðan á
íslenzku (Saigon).
2) Þá verður nafn þess manns
sem oftast heyrist í fréttum
þessa dagana (Ian Smiths, for-
sætisráðherra Ródesíu) í munni
þessa sama útvarpsmanns Æ-en
Smiðð ekki Jan Smiðð sem er
algengast.
3) Loks hef ég heyrt þennan
annars ágæta þul tala um Al-
sírborg en ekki Algeirsborg
þegar sagðar hafa verið fréttir
frá Höfuðborg Alsír.
Vel má vera að framan-
greindur framburður umræddra
nafna sé réttari en sá algengari
— um það skal ég ekkert full-
yrða — en ósamræmi verður
óneitanlega þama nokkuð í
fréttaflutningnum. Væri gaman
að heyra álit fróðra manna á
þessu.
Með þökk fyrir þirtinguna.
Bassi.
• Kurmugur sendir þessar Qn-
ur:
Það bar til nýlundu nd fyrir
skömmu í Ahaldahúsi Reykja*
víkur, að trésmiðir voru flolrV-
aðir niður í kaupgreiðslum í
4—5 flökka. Verður að ábta
þetta gert eftir hæfni og af-
köstum.
Bjöm Amason, forstöðumað-
ur Áhaldahússins, mun hafa
tekið ákvörðun um þetta. Hafa
þorgaryfirvöldin sýnilega dott-
ið hér niðtrr á perlu af mamri
hins nýja tíma, hvað snertir
kauphagræðingu, verkþekkingu
og skipulagshæfni. Má vaenta
þess að þessi maður nái laftgt
í framtíðinni og borgarþúar al-
mennt njóti mikils góðs af
hæfileikum hans. — Kunnugur.
• Glettan
• Hef ég nokkurn tímann sagt
þér frá stúlkunni sem ég hefði
átt að giftast?
í FAVELUNNI -
þar sem ólíft er
Dagbók Carolinu Mariu de Jesus
afgreiðslumann i Bon Jardin-
kjotþúðinni.
Sá var góður!^
7. janúar — í dag hafðj ég
hrísgrjón og baunir og steikt
egg. Hvilík dýrð. Þú munt
vera farinn að halda. lesandi
minn. að enginn matur sé til í
Brasilíu. En það er nógur mat-
ur til. Verðið er bara svo hátt
að við getum ekiki keypt mat-
inn. Hér er nóg af skreið í
búðunum og þetta er geymt
og geymt árum saman af því
að enginn kemur að kaupa.
Flugumar ganga í þetta og
skíta það út. Svo verður það
ónýtt og afgreiðslumennirnir
fleygj a því í sorptunnuna, en
hella svo sýru yfir það svo
enginn hafi not af því. Böm-
in mín hafa aldrei bragðað
skreið, Þau segja við mig;
,,Mamma kauptu skreið.‘‘
Þa'ð er ekki á mínu vaidi að
kaupa skreið, Hún kostar 180
cruzeiros kílóið. Svo framar-
lega sem guð hjálpar mér. þá
skal ég einhvemtíma áður en
ég dey verða þess umkomin
að kaupa handa þeim skreið.
8. janúar. — Ég mættj bíl-
stjóra. sem var kominn hing-
að með fullan bílfarm af sagi
sem hann ætlaði að hella nið-
ur héma. Hann bað mig að
setjast hjá sér fram í. Svo
spurði hann mig, þessi ljós-
hærði maður, hvort gott væri
um kvenfólk hér í favelunni.
Og hvort hann mætti heim-
sækja mig. Hann sagðist vera
í góðu standi. Aðstoðarmaður
hans sagði að bann væri kom-
inn á eftirlaun.
Ég kvaddi hann og fór boirn.
Svo kveikti ég upp eld þvoði
mér um hendumar og fór að
sjóða mat handa börnunum.
10. janúar. Senhor Manuel
kom yfirum til mín. Þá var kl.
8. Hann spurði mig hvort ég
væri enn í kunningsskap við
tatarann. Ég sagði að svo væri.
Og að tatari þessi ætti jörð í
Osasco, og þangað mundi ég
fara ef favelan yrði rifin og ég
hefði ekki í annan stað að
venda. Að hann dáðist að gáf-
um mínum og viidi fyrir hvem
mun taka saman við mig
Senhor Manuel varð reiður
og sagðist aldrei skyldu koma
oftar. Ég skyldi fara til tatar-
ans.
Það sem mér finnst einkenna
tatarana svo aðdáanlega, það er
rósemi þeirra og vizka. Ekki
þarf Manúel að kvarta um það
að guð hafi gefið sér of mikið
af þessum eiginleikum. Senhor
Manuel sagðist aldrei framar
mundu koma. Ég sé nú til.
11. janúar. Ég er ekki ánægð
með mitt andlega ástand. Mér
líkar ekki hvað ég er eirðar-
laus. Ég er enn að hugsa um
tatarann minn, en ég ætla mér
að ná valdi á þessu. Ég veit að
hann verður allbd feginn þegar
hann sér mig. Ég verð líka feg-
in. Mér finnst ég annars vera
eins og skór, sem vantar skómn
á móti. En þegar hann er kom-
inn, þá hef ég fundíð s-kóinn.
Margt misjafnt hef ég heyrt
um tatarana. En þessi maður
hefur ekki neitt af þeim ókost-
umj sem þeir eru sagðir hafa.
Ég finn að þessi tatari þarfn-
ast þess að eiga sér stað í hjarta
mínu.
Ég tortryggði hann fyrst. En
ef hann heldur áfram að sýna
mér vinahót, verð ég enn fegn-
ari. Ég kvíði fyrir því að hann
byrji að afrækja mig, þvi ég
veit að mér muni þykja það
vont. Það vildi ég að af þessu
gæti orðið!
Hann á tvo sonu. Annar
þeirra er ailtaf hjá mér, Þegar
ég fer að þvo þvottinn, kemur
hann og sezt hjá mér. Dreng-
imir hérna í favelunni öfunda
hann af því að eiga mig að.
Með því að hæna hann að mér,
hæni ég föður hans líka að.
Tatarinn heitir Raimundo.
Hann er fæddur í Bahia. Hann
er líkur Castro Alves.* Hann
er sambrýndur.
12. janúar. Ég sauð kvöldmat
og gaf bömunum. Rosalina
kom til að biðja um svolítið af
baunum. Ég fékk henni þær.
Senhor Raimundo kom. Hann
kom að sækja syni sína. Hann
horfði á bömin þar sem þau
voru að borða. Ég bauð honum
súpudisk, en hann vildi það
ekki. En hann færði mér sard-
ínur og spurði hvort ég ætti
til pipar. Vegna barnanna set
ég aldrei pipar út í matinn.
Ég hugsaði: ef við værum
héma ein, mundí ég taka hann
og kyssa. Það er svo gaman að
hafa hann sér við hlið. Ég
hugsaði: ef ég skyldi einhvem-
tíma verða gerð landræk, mundi
útlegðin verða léttbærari ef
hann væri með mér.
Ég bauð Rosalinu sardínur.
Ég gaf henni baunir. Raimundo
sagði mér að nú ætlaði hann
að fara heim í hús sitt, og ef
,'avelan yrði eyðilögð, skyldi ég
koma þanga til sín. Þetta sagði
hann við Rosalina og mér lík-
aði það ekki. Það stafaði ekki
af eigingirni, heldur afbrýðis-
semi. Hann fór og ég varð eftir
í þungum þönkum. Hann festir
* Castro Alves: Brasilískt
skáld á nítjándu öld sem hvatti
í ljóðum sínum tii afnáms
þrælahalds.
hvergi rætur. Hann er tatari og
hefur tatarablóð í æðunum. Ég
hugsaði: ef hann væri minn,
skyldi ég binda hann við mig.
Ég vil senda hann yfir á annan
hnött.
14. janúar. Ég gekk um stræt-
in. Ég fór til Dona Julita. Ég
fór til Blue Cross til þess að
selja pjátursdósir. Ég komst
heim áður en fór að rigna.
Senhor Raimundo sendi son
sinn til að kalla á mig. Ég
skipti um föt og fór til hans.
Hann sagðist vera að fara til
Volta Redonda til þess að vinna
í stálsmiðjunni. Nú veit ég að
ég er að tapa honum. Ég flýtti
mér burt og bar því við að ég
þyrfti að skrifa nokkuð sem
mikið lægi á og að ég yrði að
fara.
15. janúar. Ég fór á fætur
klukkan 4 og sótti vatn. Ég
opnaði útvarpið til að hlusta á
tangódansa.
Senhor Manuel sagðist aldrei
ætla að koma framar. Hann óð
úti í vætunni til að ná i pokann
minn. Af því fékk hann kvef.
Mér líður vel í dag. Ég vann
mér inn peninga. Ég fékk 300!
í dag kaupi ég kjöt. Þegar fá-
tækur maður fær kjöt, brosir
hann út að eyrum.
16. janúar. Ég fór á pósthúsið
til að ná í endursend handrit
frá Bandaríkjunum. Ég var
heldur en ekki döpur og niður-
dregin þegar ég kom til baka
með þetta. Eins og handleggur
hefði verið höggvinn af mér.
The Readers Digest endursendi
sögumar mínar. Vérsta áfall
sem þeir, sem eru að skrifa,
verða fyrir, er að fá ritverkin
sín endursend.
Til þess að fæla burt þessa
kolsvörtu hryggð fór ég að finna
tatarann. Ég tók með mér
stílabækur og blekbyttu og fór
þangað. Ég sagði honum að ég
hefði fengið frumrit mín endur-
send í pósti og nú vildi ég helzt
brenna þetta.
Hann fór að segja mér sögur
af sér. Hann sagðist vera að
fara til Volta Rotunda, oú *tl-
aði að vera þar í húsi með
þessari f jórtán ára gömlu
stúlku sem var hj'á honum. Ef
stúlkan fór út að leika sér, elti
hann hana, og hafði nánar
gæfcur á henni. Mér líkaði ekki
hvemig hann horfði á stúlkuna.
Ég hugsaði: hvað ætlar hann
sér með þetta bam?
Synir mínir komu inn i kof-
ann. Hann lá á gólfinu. Ég
spurði hann hvort hann væri
vanur að bera á sár hníf.
— Nei, ég vil heldur hafa
skammbyssu eins og þessa.
Hann sýndi mér skammbyss-
una. Mér stendur stuggur af
skammbyssum.
Hann fékk Joao byssuna og
lét hann handleika hana og
sagði svo:
— Þú ert efni í mann. Eng-
inn er maður með mönnum
nema hann kunni að fara með
byssu.
Joao sagði að betra væri að
segja ekkert en tala svona,
nema hann vildi að það bærist
út um alla faveluna að hann
ætti skammbyssu.
— Ég sýndi mömmu þinni
skammbyssuna af því henni er
vel við mig. Og þégar konu er
vel við karlmann, þáreynirhún
aidrei að koma honum í kland-
ur. Ég keypti þessa skamm-
byssu þegar ég var í hernum.
— Varst þú í hernum?
— 1 Bahia. En ég gekk úr
herþjónustunni af því hvað
kaupið var lágt.
Hann sýndi méf mynd sem
tekin hafði verið af honum í
einkennisbúningi. Þegar ég
bjóst til að fara sagði hann:
— Það er nokkuð fljótt!
Hann bað um að lagað yrði
kaffi. Stúlkan sagði að ekkert
væri til af sykri. Hann sendi þá
son sinn til að kaupa sykur
fyrir sex cruzeiros. Hann sagði:
— Ég er aldrei vanur að láta
kjöt vanta i nokkra máltíð. Ég
borða hér í þessum kofa. Ég
hef fitnað síðan ég kom hing-
að.
Drengurinn kom með brauðið.
José Carlos kom inn og fór
undir eins að fljúgast á við son
hans. Hann bað þá að láta sér
koma saman af því þeir væru
allir bræður.
— Ég er ekkí bróðir hans.
Svei því!
— Þið eruð bræður vegna
þess að þið eruð allir komnir
út af Adam og Evu.
Hann þreif í handlegg ÍTosé
Carlos og lét hann leggjast við
hliðina á sér á gólfími. José
Carlos sleit sig lausan og hjjóp
út á götu.
Ég tók stilabókina mina og
fór að skrifa. Þegar ég lert ripp
sá ég að hann var að horfa á
stúlkuna. Ég kunni elcki við
augnaráðið.
Nú var gríman að detta af
þessum tatara fyrir augum mín-
um. Hann notfeerir sér fríð-
leika sinn. Hann veit að anð*
velt er að tæla stúlkur með
andlitsfegurð. Hann lokkar þær
líka með því að lofa að giftast
þeim, kemst yfir þær með þvi
og snýr svo við þeim baki. Nú
skildi ég hvað í augnaráð5n«
bjó. Þetta varð mér holl við-
vörun. Aldrei mundi ég láta
Veru vera eina í húsi með
þessum marmi.
Ég leit framan í hann. Harm
er afar fríður. En mér varð
flökurt. Þetta er engils ásjóna,
en undir niðri býr svört sál. Ég
fór yfir í kofann minn. Ég var
að láta stílabækumar á borðið
þegar ég fann að einhver tók
utan um mig. Hann kyssti mig
á munninn. Hann hélt mér þétt
að sér. Hann sagði við mig:
— Nú fer ég. En ég skil fötrn
mín eftir. Þú þværð þau fyrír
mig. Þegar ég kem aftur kém
ég með saumavél handa þér.
Það er sama hvað hún kostar.
Ég veit að þú saknar min þegar
ég er farinn. Og enn áttu kost
á að sofa í örmum mínum.
Meðan hann lét þessa dælu
ganga, hugsaði ég: þetta ill-
menni ætti að vera í diflissu.
Ég sat á rúminu og hann hjá
mér. Ég lokaði glugganum og
við héldum áfram að kvssast.
En það lét ég eiga sér stað af
bví ég vildi komast að því hvað
hann ætlaði sér. Hann sagði
við mie:
— Ég ætla að sofa héma í
nótt. Við sofum héma en systir
mín inni í kómentunni.