Þjóðviljinn - 11.11.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVHaJINN — Fimjntudagur 11. nóvember 1965.
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflofck-
urinn. —
Ritstjórar: tvar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Siguröur Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttarttstjór): Sigurður V Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja, Skólavörðust l*.
Sfmi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
/ þágu mannsins
j^/|annfallið af völdum umferðarslysa heldur á-
fram að aukast. Það sem þóttu ógnaratburðir
fyrir nokkrum árum eru áð verða hversdagsleg
fyrirbæri, og með venjunni fylgir kaldlyndi og
kæruleysi. Það er ömurlegt tákn um siðferðilegt
ábyrgðarleysi að nóttina eftir að ölvaður mað-
ur var valdur að mannsláti stóð lögreglan níu
menn að því að aka farartækjum sínum undir á-
hrifum áfengis, og enginn veit hversu margir
þeir menn voru í raun og veru sem skorti sjálfs-
aga til þess að draga nokkrar persónulegar álykt-
anir af ófarnaði annarra. Annað gáleysi ökumanna
fer einnig í vöxt og bitnar fyrst og fremst á þeim
sem ekki kunna að várast háskann; það eru ekki
sízt börn og gamalmenni sem liggja í valnum.
^ugljóst er að almennar umvandanir einstaklinga
og blaða valda engum umskiptum; hér verða
að koma til strangar refsingar sem framkvæmd-
ar eru undanbragðalaust. Þá reglu ber að festa
1 lög að þeir menn sem staðnir eru að því að aka
bíl Undir áhrifum áfengis verði sviptir ökuleyfi
ævilangt, og hér í landi sambanda og kunnings-
skapar mega ekki vera neinar undantekningar
frá þeirri reglu. Hliðstæðum viðurlögum ber að
beita alla þá sem staðnir eru að hverskyns öðru
gáleysi og breyta þannig í verki farartækjum sín-
um í drápstæki. Og á því mega ekki vera nein-
ar undantekningar að menn séu látnir afplána
refsingar sem þeir hafa verið dæmdir í. Á þetta
er ekki lögð áherzla af neinu oftrausti á gildi
refsinga eða trú á æðra réttlæti félagslegra hefnd-
arráðstafana, heldur af þeirri einföldu ástæðu að
reynslan sannar að siðferðilegt aðhald og ábyrgð-
artilfinning hrökkva ekki til eins og nú standa
sakir. Þeir menn sem leiða háska yfir aðra verða
að vita það fyrirfram að þeir eru einnig að leiða
óumflýjanlegan háska yfir sjálfa sig.
j öllum umræðum um þessi vandamál og laga-
setningu um þau ber að minnast þess, að fé-
lagsleg og mennsk sjónarmið verða að vera undir-
staðan. Vélar og tækni eiga að vera í þágu manns-
ins en mega aldrei taka af honum völdin. Auk-
in bílaeign landsmanna, kröfur um aukinn hraða
og þægilegri vegi, mega ekki þrengjá kosti fólks-
ins sem í landinu býr eða leiða yfir það aukinn
lífsháska. Rekist þau sjónarmið á verður vélin
ævinlega að víkja fyrir hinum mannlegu viðhorf-
um. Þessi augljósu sannindi ættu stjórnarvöld
höfuðborgarinnar ekki sízt að hafa að leiðarljósi,
en hér er bílakosturinn margfalt meiri en þröng-
ar og frumstæðar götur geta annað og hljótast af
því stöðugar hættur og slys. Það er fyrir löngu
orðið tímabært að bílaumferð í sumum hver'fum
höfuðborgarinnar verði takmörkuð eða bönnuð.
Óþægindi sem af því Miótast verður að leysa
með nýju gatnaskipulag: °n ekki með auknum
lífsháska borgarbúa. — m.
VINNINGAR: TVÆR SKODABIFREIÐAR
HAPPDRÆTTI
ÞJÓÐVILJANS '65
DREGIÐ ÞANN 24. DESEMBER
SK0DA
1000MB
SKODA-l000MB, hefur verið metsölubíll hér á landi í sumar. — Skoda
1000MB hefur hlotið mikið lof í erlendum blöðum, t.d. í dönskum og enskum
tækniritum.
Útlit bílsins er mjög nýtízkulegt í alla staði: rúður stórar og útsýni gott,
innrétting öll m'jög skemmtileg. Farangursrými er nú að framan, en auk þess
er mjög rúmgóð geymsla fyrir aftan aftursæti bílsins, og er það mjög hent-
'i«t innanbæjar. t.d. þegar farið er í verzlanir.
Benzíneyðsla er mjög lítil Hún er gefin upp 7 1. pr. 100 km, en þess eru
mörg dæmi hérlendis, að 1000MB hafi eytt aðeins rúml. 6 lítrum á vegum úti.
UMBOÐSMENN HÞ
REYKJANESKJÖRDÆMI:
Kópavogur: Bjöm Kristjánsson, Lyngbrekku 14 — Sími 41279.
Hafnarfjörður: Geir Gunnarsson. Þúfubarði 2 — Sfm! 50004
Njarðvíkur: Oddbergur Eiríksson, Grundarvegi 17
Keflavík: Sigurður Brynjólfsson, Garðavegi 8.
Sandgerði: Hjörtur Helgason, Uppsalavegi 6
VESTURLANDSK JÖRDÆMI:
Borgames: Olgeir Friðfinnsson.
Stykkishólmur: .Tenni R. Ólafsson.
Ólafsvík: Elías Valgeirsson. rafveitustjóri
Hellissandur: Skúii Alexandersson.
Grundarfjörður: Jóhann Ásmundsson, Kverná
VESTF.TARÐAK.TÖRDÆMI:
Isafjörður: Halldór Ólafsson, bókasafni.
Dýrafjörður: Friðgeir Magnússon, Þingeyrí
NOF DTTRT.ANDBK.TÖRDÆMT VESTRA:
Biönduós: Guðmundur Theódórsson.
Skaffaströnd: Friðión Guðmundsson.
Sauðárkrókur: Hulda Sigurbjömsdóttir. Skagfirðingabraut 37.
Siglufjörður: Kolbeinn Friðbjamarson.
NOFDURLANDSKJÖRDÆMI FYSTRA:
Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson. Ólafsvegi 2
Akureyri: Skrifstofa ..Verkamannsins", Brekkúgötu 5.
Húsavík: Gunnar Vardimarsson Uppsalavegi 12
Raufarhöfn: Guðmundur Lúðvíksson.
Afgreiðsla Happdrœttis
AUSTURLANDSK JÖRDÆMI:
Vopnafjörður: Davíð Vigfússon.
Fljótsdalshérað: Sigurður Gunnarsson, Eei'c"-‘>""
Seyðisfjörður: Jóhann Sveinbjömsson. Brekkm'c >
Eskifjörður: Jóhann Klausen.
Neskaupstaður: Bjami Þórðarson.
Reyðarfjörður: Biöm Jónsson, kaupfélagi.
Fáskrúðsfjörður: Baldur Bjömsson.
Diúpivogur: Ásgeir Björgvinsson.
Stöðvarfjörður: Björgúlfur Sveinsson.
Homafjörður: Benedikt Þorsteinsson, Höfn
SUÐURL ANDSK JÖRDÆMI:
Vestmannaeyjar: Gunnar Sigurmundsson. Brimhnlabrm.t 9.1
Selfoss: Þórmundur Guðmundsson, Miðtún 17.
Hveragerði: Björgvin Ámason, Hverahlíð 12.
Stokkseyri: Frimann Sigurðsson, Jaðri.
—™~™1 llll I ■Illll III IIHIIITT
Þióðviljans er
á Skólavörðustíg 19 -
SÍMI17500
OPIÐ KLUKKAN 9-6