Þjóðviljinn - 11.11.1965, Blaðsíða 8
g SIÐ& — ÞJÓBVTBJINN — Fimmturiasar H: nri'wember Í9fi5.
• 1 níunda sinn
• „KrLstmann Guðmundsson
rithöfundur. gekk að erga ní-
undu konuna sl. laugardag.
Hún heitir Hólmfríður Hulda
Maríasdóttir, frá Hafnarfirði.
Brúðhjónin gaf saman bæjar-
fógetinn í Hafnarfirði, Bjöm
Sveinb jömsson. “
(Mbl. 9. nóv.).
• Sýslurnar
keppa
• Ort í tilefni útvarpsþáttarins
jfiýslumar keppa“ 7. nóv. sl.
Sýslumar saman keppa
sjá um það garpar tveir.
Enginn vill af því sleppa
eitthvað þó ruglist þeir.
Kvæði í kross þó vendi
kumpánar þessir tveir.
jfírær undan hollri hendi‘‘
Hagalín aldrei meir.
Eitthvað þó af mér brjóti
ósk mína vil ég tjá,
auðnustundar þeir njóti
indælli jómfrú hjá.
S.B.
© Æ-en eða Jan?
• Eftirfarandi bréf barzt 8.
síðunni £ gasr:
Á 8. síðu Þjóðviljans 10. nóv.
birtist bréf frá Bassa um fram-
burð útvarpsþuls eins á útlend-
um nöfnum. Nefnir hann sem
dæmi höfuðborg Suður-Viet-
nam, Saigon. en flestir aðrir
Sægon. Ekki þori ég um það
að dæma, hvort réttara sé sam-
kvæmt framburði fólks í Viet-
nam.
Hins vegar er annað dæmi
Bassa um fomafn forsætisráð-
herra Ródesíu, Ian Smiths.
sem hann telur réttara að bera
• Á laugardaginn verður leikrit Arthur Millers, Eftir syndafallið,
sýnt í 15. sinn í Þjóðleikhúsinu. Aðsókn að leiknum hefur verið
góð. Rúrik Haraldsson og Herdís Þorvaldsdóttir leika sem kunn-
ugt er aðalhlutverkin, og hafa hlotið lof fyrir frábæra túlkun í
þessum erfiðu hlutverkum. Sést Herdís hér að ofan í hlutverki
sínu. Fyrir nokkru var frumsýnt nýtt leikrit eftir Miller i New
York, er nefnist INCIDENT AT VICHY. Vakti frumsýningin
mikla athygli eins og jafnan þegar leikrit er frumsýnt eftir Art-
hur Miller.
fram Jan. en þulurinn Æ-en. Ég
á kunningja einn, skozkan. sem
ber sama nafn. og vill hann
hvorki láta kalla sig Æ-en né
.Tan heldur eitthvað í átt við
I-an. Hins vegar mun fram-
burðurinn Æen ávallt. notaður
í Bandaríkjunum og einnig vera
til í Englandi.
La.
• Botnar
• S.B. hefur sent okkur eftir-
farandi botna við fyrripartinn:
Veður getur vegum spillt,
vetrarfrost og snjórinn.
Ek ég skörðin óuppfyllt
ef ég þamba bjórinn.
• Eftir syndafallið í 15. sinn
Gengið hef ég götuvillt
gerist krappur skórinn.
Hefur sína strengi stillt
stormsins villti kórinn.
Konan strýkur kúnni milt,
karlinn mokar flórrnn.
• Norðmenn
og Noregur
• Það er verið að lesa úr
minningabók sem mörgum þyk-
ir sjálfsagt forvitnileg með því
að við þykjumst jafnan eiga í
Norðmönnum hvert bein. Þar
segir Bergljót, dóttir Bjöm-
stjema Bjömsons og tengda-
dóttir Henriks Ibsens frá tengda-
dóttur sínum og þeirri fjöl-
skyldu og afskiptum af ýms-
um málum og þóttu merk í
Noregi á sínum tíma. Bók þessi
verður á sínum tírna. Bók þessi
verður flutt í styttri þýðingu á
þriðjudögum og fimmfudögum
nú um hríð.
Sinfónían er ekki sérlega
djörf í efnisvali í kvöld: þar
er aftur kominn Noregur:
norskur píanóleikari leikur
Grieg. Og flutt er eitt af þess-
um verkum sem við nefnum
þegar við segjumst ekki hafa
vit á tónlist en hlusta ,.á létt
klassísk verk“: Capriccio eftir
Tsjækovskí.
★
13.00 Eydís Eyþórsdóttir stjóm-
ar óskalagaþætti sjómanna.
15.00 Miðdegisútvarp. Eiljukór-
inn syngur. Kammerhljóm-
sveit Berlínar leikur. Haffner-
erhljómkviðuna. e. Mozart;
M. Lange stj. P. Fournier og
W. Backhaus leika sónötu
fyrir selló og píanó op. 38
eftir Brahms. Roger Wagner
kórinn syngur negrasálma.
16.00 Síðdegisútvarp. Jo Basile
og hljómsveit hans leika
Vínarvalsa. Þýzkir listamenn
syngja og leika Iög ársins
1953. Hljómsveit Perscy
Faiths leikur syrpu af amer-
ískum lögum. Keely Smith
syngur. Tommy Garrett og
gítarhljómsveit hans leika.
Gordon McRae, Lucille Nor-
man os kór syngja lög úr
Konungi flakkaranna, eftir
Friml.
17.40 Þingfréttir. Tónleikar.
18.00 Segðu mér sögu. Sigríður
Gunnlaugsdóttir stj. þættifyr-
ir yngstu hlustenduma. 1
timanum les Stefán Sigurðs-
son framhaldssöguna Litli
bróðir og Stúfur.
20.00 Daglegt mál.
20.05 Gérard Souzay syngur
frönsk lög. Við píanóið: Dal-
ton Baldwin.
20.30 Sagan um fyrsta hjarta-
uppskurðinn. Jónas Sveinsson
læknir flytur erindi.
21.00 Sinfóníuhljómsveit Islands
leikur í Háskólabíói. Stjórn-
andi: B. Wodiczko. Einleik-
ari á píanó: Kjell Bækkelund
frá Noregi. Á fyrri hluta efn-
isskrárinnar: a) Capriccio I-
talien eftir Tjaikovský. b)
Píanókonsert op. 16 eftir Ed-
vard Grieg.
22.10 Minningar um Henrik Tb-
sen eftir Bergljótu Ibsen,
Gylfi Gröndal ritstjóri les
eigin þýðingu (2).
22.30 Djassþáttur í umsjá Ól-
afs Stephensens.
23.00 Bridgeþáttur.
• Myndir sem lifa hugsanalífi
• Rétt þykir að minna á sýningu Harðar Ágústssonar í Bogasal
Þjóðminjasafnsins, en um myndir hans segir Geir Kristjánsson
rithöfundur í sýningarskrá:
• Einhver spekingur hefur sagt, að til að vera maður þurfi
maðurinn að vera meira en maður. Eins mætti segja um mynd,
til að vera mynd þurfi hún að vera meiri mynd en mynd. 1
myndum Harðar er ýmislegt sem er meira en mynd til dæmis
ljóðræna sem ýmist er í ætt við það sem menn þekkja af kfn-
verskum kvæðum (þetta mega menn ekki misskilja svo. að ég
haldi því fram að myndir hans dragi dám af kínverskri mynd-
list, hér á ég við vissan fínleik og næmleika í skynjuninnij sem
menn þekkja bezt af kínverskum kvæðum) eða minnir í eldri
myndum á ástarsöng trúbadúra. Kannski eru pislarvottamynd-
imar núna bakblið á þeirri rómantík. Og þó er í myjidum Harð-
ar ekkert sem ekki er mynd. Þessar myndir flytja ekki ræðurí
lýsa engu á ytra borði, en maður sér þær hugsa. Þeirra 10 eir
hugsanalíf, og kannski er það þetta sem gerir Hörð að þeim goða
portrettmálara sem hann er. Svona myndir verða alltaf skemmti-
legar og spennandi félagsskapur. Með þeim er óhætt að stofna
til langra kynna. •— Mynd Harðar hér að ofan heitir FLUG.
í FAVELUNNI -
þar sem ólíft er
Dagbók Carolinu Mariu de Jesus
— Nei, hann er í úthverfinu
Pirituba.
Þá sagði hann og varp önd-
inni mæðilega:
— Æ, ég duga til einskis.
Þetta hefur þá verið hálfverk
hjá mér. Þessi morð og meið-
ingar gera ekki annað en að
afla mér óvina. Ég þekki ekki
þennan mann, sem ég stakk, en
ég vil ekki fara bangað aftur
þvf hann vill ugglaust drepa
mig og lögreglan handsama mig.
— En bú kemst ekki hiá þvf
að gefa lögreglunni skýrslu. Ef
þú hefðir verið tekinn fastur og
ég verið viðstödd. bá hefði ég
getað borið vitni bér í hag.
29. apríl. T dag er ég ekki
með hýrri há. Það sem ég er að
setja fyrir mig. það er siálfs-
morð Senhors Tomas. Vesalings
maðurinn. Hann fyrirfór sér
vegna þessarar ofboðslegu dýr-
tíðar.
Þegar ég finn eitthvað ætilegt
f sorpinu. þá ét ég það. Ég hef
ekki hugrekki til að fyrirfara
mér. Og ég vil ekki deyja úr
hungri!
Ég hætti að skrifa vegna
þess að mér varð orðið svo
leitt í skapi. Auk þess hafði ég
ekki tíma til þess að vera að
skrifa.
1. maí. Ég fór á fætur klukk-
an 4. Ég þvoði upp og fór að
sækja vatn. Engin þiðröð. Nú
hef ég ekkert útvarp og get
því ekki hlustað á lúðrasveitina
1 dag £T dagur verkalýðsins.
2. maí. I gær keypti ég sykur
og banana. Börnin mín átu
banana og sykur með. því' ég
á enga feiti til að steikja í.
Ég var enn að hugsa um Sen-
hor Tomas sem fyrirfór sér. Ef
allir fátæklingar í Brasilfu
sem soltnir eru, fyrirfæru sér
yrði enginn fátækur maður eft
ir.
3. maí. I dag er sunnudagur
Ég ætla að vera heima. Ég hef
engan mat. Ég er óróleg, hryge
og reið. Hér er portúgalskur
maður sem vill taka saman við
mig. En ég vil engan mann. Ée
bað hann að vera ekki að þessu
en láta mig í friði.
1 dag kom presturinn og söng
messu. Hann gaf favelunni
nafnið ,,Talnabandshverfi“.
Margir voru viðstaddir þessa
messu. Presturinn bað okkur að
stela ekki né ræna.
Senhor Manuel kom og við
fórum að tala saman. Ég sagði
honum frá stúlkubarni sem er
þriggja missera og spyr i hvert
sinn sem það sér einhvern
vera að hreyfa varimar:
— Hvað ertu að éta?
Hún er yngsta barn Tiger
Benny. Mér sýnist hún vera
skýrleiksbam.
4. maf. Ég fór á fætur klukk-
an 6, því þegar Senhor Manuel
sefur hérna leyfir hann mér
ekki að fara á fætur mjög
snemma.
Ég var aldrei neitt ágjöm né
metnaðargjöm. Ég minntist
orða biblíunnar svohl jóðandi:
.Safnið ekki fjársjóðum á
jörðu‘‘.
Mér hefur verið sagt að ríkir
menn hafi ekki ró í beinum
sínum. En fátækir hafa það
ekki heldur, því aldrei linnir
baráttu þeirra fyrir daglegu
brauði.
5. maí. Ég hélt áfram að
skrifa þangað til klukkan var
orðin 2 að nóttu. Svo fór ég að
sækja vatn. Ég fyllti bala og
fötur. Ég setti vatn yfir eld til
hess að kalóna grísinn. Ég fór
að hugsa um hvað ég ætlaði að
hafa til matar: reykt bjúgu-
steikt svínslæri og húð af grís
og svartar baunir. Mér leið vel
Nú hafði ég kjöt á borðum. Þa^
var enginn draumur! Ég fór að
syngja. Ég söng og söng.
Þá fór ég að reyna að muna
hve langt væri síðan ég hefði
haft reykt flesk á borðum. Ég
fór að gæta að hvort Senhor
Manuel væri heima, því ég ætl-
aði að biðja hann að slátra
grísnum. Hann var ekki heima
svo ég vissi ekki hvað til bragðs
skyldi taka. Bróðir Manuels,
sem átti grísinn, kom að sækja
sinn hlut. Ég fór til Orlando
Lopes og spurði hann hvort
hann vildi slátra fyrir mig
grísnum. Þegar grísinn sá hann
fór hann að hrína. Ég varð óró-
leg. Ég reyndi að hugga grísinn,
en hann var orðinn hræddur.
Orlando batt fætur hans saman
og dró hann út. Orlando stakk
hann. Þegar ég sá blóðið renna,
þreif ég hyttu og setti undir
bununa til þess að gera úr því
blóðmör.
Ég beið í ofvæni eftir þvi að
grfsinn gæfi upp öndina. Or-
lando stakk hann aftur. Svo
var hann brátt dauður. En ekki
fyrr en nokkrar mínútur voru
liðnar.
Við fláðum hann, og þegar
farið var inn f hann þá likaði
mér. Fullt var þama af bömum
að horfa á. Konumar komu í
hópum og vildu fá slátur. Chic-
lé vildi fá gamimar.
— Ég geri hvorki að selja
þær né gefa. Ég ól þennan grís
handa bömunum mínum.
Þær andmæltu. Maria, móðir
Analía, kom og spurði mig
hvort hún gæti fengið nokkuð
af feitinni.
— Ég sel hana engum. Þegar
þú slátraðir grísnum þínum,
sem þú fitaðir sjálf undir slátr-
un, þá kom ég ekki til að biðja
þig um neitt.
Hún sagði að sig vantaði ekk-
ert nema svínafeiti. Ég sá að
augnaráð hennar var eins og
augnaráð í úlfi sem horfir á
kjúklinga. Ég hugsaði: skyldu
bser ráðast inn f kofan minn?
Ég ákvað að fara sem allra
fyrst með mörinn inn í kofann.
Ég athugaði líka veggfjalimar í
kofanum, þær eru fúnar. Ef
þær ráðast inn, þá er kofinn
búinn að vera.
Ég sver það, að ég var hrædd
við þær.
Vera hætti að leika sér til
þess að horfa á þegar við
slátruðum grísnum. Drengirnir
mínir spurðu þegar þeir komu
úr skólanum: lyiamma, er búið
að slátra grísnum?
— Já, ég gerði það.
— Ninho sagði að það hefði
þurft að stinga hann þrisvar og
berja hann tvisvar með kylfu.
Þeir brostu. Það gerði ég
líka. Ég gaf Orlando nokkur
stykki og Senhor Antonio Sap-
ateiro líka. Ég bjó til kjötbúð-
ing handa börnunum. Matur-
icn stóð á borðinu. Ég huldi
hann með klút. Joao sagði:
— Það er eins og þarna liggi
lík.
Ég sagði:
— Nú fer ég að þvo innan
úr. en verið þið héma, svo kött-
■írinn fari ekki í matinn.
Vera fór með mér. Ég þvoðí
betta í lóninu. José Carlos kom
og ég kenndi honum að snúa
við vömbinni. Veru þótti gam-
an að sjá vatnið renna gegnum
hana. José Carlos spurði hvort
innyfii í manni væru þessu Iík.
Ég sagði honum að gris hefði
öll hin sömu innyfli sem við
höfum.
— Þá er gris maður!
— Það veit ég ekki! Elónið
þitt!
Ég fór heim því ég var þreytt.
Ég vissi að María mundi ðf-
unda mig af því að hafa slátrað
grís. Vera vildi fara að borða.
Ég sauð hrísgrjón, og hún át
þau með kjötinu. Joao skar mð-
ur flesk og ég fór að steifcja
það.
Joao sofnaði. Ég horiði á ó-
hreinar fætuma sem stóðu út
undan. Ég þvoði á mér henður
og handleggi og andlitið atað f
feiti. Ég burstaði tennur og
lagðist út af. Klukkan var 2 að
nóttu.
6. maí. Klukkan 9.30 feom
fréttaritari. Ég sagði:
— Þú sagðist mundu fcoma
klukkan 9.30 og ekki errvni mín-
útu síðar!
Hann sagði að margir mundu
vilja sjá sig því fólki lífcuðu
greinarnar sínar. Við fórum f
leigubíl. Vera var ánægð að
keyra í híl. Við fórum til Ár-
ouchetorgs og fréttaritarinn tófc
af mér mynd. Hann fór með
mér til bókmenntaakademfunn-
ar í Sao Poulo. Þar sat ég á
tröppunum og hafði poftann
minn við hliðina á mér. Dyra-
vörðurinn kom út og sagði mér
að fara frá dyrunum. Harm
þreif pokann minn. Sá poki er
mér dýrmætur, því í hann set
ég ailt það sem ég hef til að
lifa á. Fréttaritarinn sagði að
það væri hann, sem hefði sagt
I
I
i