Þjóðviljinn - 11.11.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.11.1965, Blaðsíða 7
T Fimmtudagur 11. nóvember 1965 — ÞJÓÐVILJINN —- SÍÐA J STOÐNUN OGNAR HASKOLANUM Sfórauka þarf fjárveitingar fil eflingar œSri mennfunar, aukinna visinda- starfa og hœftrar sfarfsaSstöSu islenzkra sfúdenta Ingi R. Helgason Ræða Inga R. Helgasonar á umræðu- fundl Sfúdentaráðs E>að er vel til fundið af stúdérrtaráðí að efna til um- ræðna um Háskólann. mál- efni hans og þróun þeirra og er-það' mér sönn ánægja að vera í ykkar hópi þessa kvöldstund og fá tækifæri til að láta upp skoðanir minar á Háskólanum. stöðu hans í dag og framtíðarhorfum. Þeir ræðumenn, sem hér hafa talað á undan mér eru allir háskólakennarar og því tengdir þessari virðulegu stofn- un og starfi hennar á annan veg en ég — eru raunar allir kennarar mínir — og er því ekkj óeðlilegt að viðhorf okk- ar , séu nokkuð frábrugðin. Ég bendi ykkur á, þeim ekki til hnjóðs en Háskólanum til vafasamra meðmæla. að allir þessir menn hafa sótt út fyr- ir Háskólann verkefni til að svala starfslöngun sinni, og þjóna framfaravilja sínum i stað þess að helga þessari virðulegu stofnun allt starfs- þrek sitt við kennslustörf og vísindaiðkanir undir því merki sem reist va(r með stofnun Háskóláns i öndverðu. Év er þessum ræðumönnum mjög sammála um hina brýnu nauðsyn þess að efla Háskól- ann í öllum greinum og tel mig geta lofað stuðningj Al- þýðubandalagsins og Sósíal- istaflokksins við hverja heil- brigða ráðstöfun í þá átt en tek fram að hér duga engin vettlingatök þvj að hér ekki siður en á öðrum sviðum þjóð- lífsins, verðum við að hlýða tímans kalli. Aðdragandi Hér yfir ■ dyrum er gulli letrað. að visindin efli alla dáð og er það sizt ofmælt. Þekkingin er dýrmætasta eign mannsins og velmegun og framfarir eru að miklu leyti undir hennj komnar. Fáir neita nú hinu algilda þróunarlögmáli, að hin efna- lega þróun þjóðfélagsins þ.e. þróun framleiðsluháttanna sé ákvarðandi um alla gerð og yfirbyggingu þjóðfélagsins og skapi þjóðmenningunni á hverjum tima skiiyrði vaxtar og þróunar. Jafnframt þessu •r mönnum ljóst. að hraði hinna efnalegu framfara þjóð- arinnar næstu áratugi er und- ir þvi kominn að hún eigi jafnan á að skipa nægu vel menntuðu og þjálfuðu starfs- liði við þau skilyrði sem natv- úra landsiiis og auðlindir búa henni. Jón Sigurðsson flutti á Al- þingi nýendurreistu 1845 á lyktun um „þjóðskóla á ís- landi sem veitt gæti svo mikla menntun sérhverri stétt, sem nægðj þörfum þjóðarinnar". Þetta var vísir háskólahug- myhdarinnar á íslandi. Mál þetta náði ekkj fram en í þess stað beindust hugmyndir manna að því að koma upp hinum nauðsynlegustu undir- búningsskólum fyrir embættis- menn landsins. Prestaskóli var stofnsettur 1847. læk íaskóji 1876 og lagaskóli 1908. Háskólahugmynd Jóns lifði þó með þjóðinni. Á Albingi 1881 bar Benedikt Sve'.nsso.i fram frumvarp um stofnun Háskóla en málið varð ekki útrætt. Benedikt var samt ekkj af baki dottinn og flutti á næsta þingi frumvarpið aftur, og var það samþyk'kt sem lög frá Alþingi 1883 með þeirri brc-ytingu þó. að orðíð lar.ds- slróli var sett inn j lögin i stað háskóla. en konungir synjaðj um staðfestingu þess- ara laga. Að lokum eru ný lög um Háskólann samþykkt og stað- fest 30. júli 1909. Þetta voru þó einvörðungu heimildarlög, því að í þeim stóð: Háskól- inn tekur til starfa þegar fé er veitt til hans á fjárlögum. Það var ekki gert fyrr en tveimur árum seinna, árið 1911. Háskólinn orkkar er því orð- Munu aðeins 40% þeirra ljúka námi í Há skólanum, eins og vcrið hefur hingað til? ingi forráðamanna þjóðarinnar, einkanlega ríkisstjómum hvers tíma, sem stýra raunverulega fjárveitingavaldinu. Ég er ekki með þessum orðum að gera lít- ið úr staríj þeirra háskóla- manna, sem stofnað hafa til sjálfstæðrar tekjuöflunar fyrir Háskólann síður en svo. en augljóst ér.miðað við þarfirn- ar, að hún hrekkur s'kammt. Eigin gæfu smiður En hér kemur fleira til. Há- skólinn sjálfúr, sem lifandi stofnun er smiður sinnar gæfu og gengis. Forustumenn háskólans verða að vera sívak- andj yfir þörfuná hans og stýra með fyrri hlutann vegna skorts á kennara. Hér er eitthvað að. Hér hef- ur fyrirhyggjan orðið úti. Hógværðin er góðra gjalda verð en hún hentar ekki ein í skiptum við íslenzkt fjárveit- ingavald. a.m k. ekkj fyrir Há- skólann Forustumenn Háskól- ans verða að vera framsýnir og raunsæir. Þeirra ér ábyrgð- in á því, hvernig Hás'kólinn rækir sitt miki.lvæga hlutverk, a.m.k. þangað til fjárveitinga- valdið neitar þeim opinberlega um hina nauðsynlegustu hluti. Forustumenn Háskólans verða sífellt að standa vörð um kjör Háskólans og þróun hans, gæta þess að staðna ekkj sjálf- ir í þjónustu sinni við skól- ann Qg berjast ósleitilega gegn skilningsleysj valdamanna. hve- Og ekki hefur kandidötum fjölgað! KANDÍDATAR J955 til 1956 1956 til 1957 1957 til 1958 1958 til 1959 1959 til 1960 1960 til 1961 1961 til 1962 1962 til 1963 1963 til 1964 1964 til 1965 Guðfræði 6 2 5 5 3 3 •3 3 3 3 Læknisfræði 18 15 20 16 14 24 26 18 19 16 Tannlækningar 4 3 3 1 3 4 — 1 6 2 Lyfjafræði, 3. ár 2 — — — 3 — Lögfræði 10 10 11 13 10 8 10 14 9 17 Viðskiptafræðj 9 11 17 6 8 8 4 9 11 5 Heimspekideild 8 12 13 11 10 13 15 13 16 18 Verkfr.deild fhl. 10 ,8 7 9 11 6 5 12 11 12 Samtals 65 61 76 61 61 66 63 70 78 78 inn rúmlega hálfrar aldar gamall og á að bakj sér frum- býlisárin. í upphafi var Há- skólinn lítið annað en sam- steypa þriggja harla frum- stæðra embættismannaskóla. Þaðan fékk hann mest starfslið sitt, kennsluvenjur og náms- hætti. Af þessu markaðist gerð hans í fyrstu. Hin bjarta ,,Þjóð- skóla“-hugmynd Jóns Sigurðs- sonar átti erfitt uppdráttar sa'kir ytri aðstæðna. fátæktar oa manneklu, en hún hélt velli. Það var engin tilviljun að Háskólinn var stofnaður með heimildarlögum og framkvæmd- ir allar háðar fjárveitingavaldi Alþingis. Þanni,g er um öll fé- lagsleg stórvirkj okkar af eðli- legum ástæðum. Vöxtur og við- gangur Háskólans hefur verið í hálfa öld og verður í fram- tiðinni háður velvilja og skiln- kröfugerðinnj fyrir hans hönd þannig að þeir fái fullnægt hinum mikilvægu verkefnum skólans í samræmj við sívax- andi þarfir þjóðfélagsins. Þegar ég lít yfir þetta hálfr- ar aldar tímabil er sem mér finnist, að Háskólinn hafi fengið af rausn fjármuni til eflingar starfi sínu í fátækt frumbýlisáranna, en hafi orð- ið útundan í góðæri síðustu tveggja áratuga. Sú var tíðin 1912 að læknadeildin hafðj að- eins tvær litlar stofur til um- ráða útj í bæ. borðin verri en í nökkrum bamaskóla og lýs- ingin frá lítilfjörlegum stein- olíulampa. En nú 1965, er heilli háskóladeild, tannlækna- deildinni, lokað fyrir nýstúd- entum vegna skorts á húsnæði. og lögð niður kennsla í tekno- logiu fyrir þá sejn eru búnir nær sem á því bólar. Saga hálfrar aldar sannar þessi orð mín og er óþarfi að rekja hana. Þó vil ég — vegna þess er Ólafur Jóhannesson sagði; að enginn vissi hvenær næsta spamaðaralda risi, rétt benda á eitt atvik hennar. Þegar lögin um Háskólann voru 25 ára. flutti einn kunnasti stjórn- málamaður íslenzkur þings- ályktun um spamað við Há- skóía fslands og sagði í grein- argerð: „Alþingi er búið að stíga stór Ort giftusamleg spor til að gera Háskólann að nýti- legum starfsmannaskóla. að því er ytri aðbúð snertir. Næsta stigið er að fækka nemendum svo að tala þeirra miðist við þörf þjóðfélagsins en ekkj at- vinnuþörf nemenda. Þriðja skrefið er að fækka hinum fasflaunuðu kennurum til stórra muna, en fylla skörð þeirra með áhugamönnum, sem vinna að kennslunn; í hjáverk- um með öðrum störfum fyrir sómasamlegt tímakaup“. Svona raddir eru þagnaðar, en það þýðir ekki, að víkja eigi af verðinum gegn skiln- ingsleysinu, því að það kann að birtast í fleiri myndum. Það er ekk; hættuminna, þeg- ar það leiðir til fyrirhyggju- leysis og deyfðar um málefni skólans. Fræðslu- og rann- sóknarstofnun Samkvæmt reglugerð skal Háskóli íslands vera vísinda- og rannsóknastofnun og vís- indaleg fræðslustofnun, er veiti nemendum sínum menntun til þess að gegna ýmsum emb- ættum og störfum í. þjóðfélag- inu og til þess að sinna sjálf- stætt vísindalegum verkefnum. Þannig viljum við öll hafa Háskóla íslands. Hitt er okk- ur skylt að viðurkenna. að fram til þessa hefur Háskól- inn verið að mestu leyti kennslustofnun og hann hefur ekkj getað helgað sig vísinda- legum rannsóknarstörfum sem skyldi. Þetta þarf að breytast. Hvarvetna með öðrum menn- ingarþjóðum njóta höfuðat- vinnuvegir stuðnings frá öfl- ugum rannsóknarstofnunum og sérmenntuðum starfsmönnum og vísindamönnum undir stjórn og í sambandi við háskóla. Hér hefur alvarlega skort á í þessu efni. Atvinnudeild Há- skólans hefur raunar aldrei verið tengd háskólanum nema að nafninu til, og það er ekki ýkja langt síðan Háskólaráð lagði til að þar væri alveg skilið á milli. Hér er uppi röng stefna. Stórefling Há- skólans á næstu árum verður einmitt að gerast með þeim hætti, að Háskólinn geti orð- ið tvennt í senn eins og segir í reglugerðinni: vísindaleg rannsóknarstofnun og vísinda- leg fræðslustofnun. Ég vil í þessu sambandi taka fram, að rétt er að greina á milli hagnýtra rannsókna og teoretiskra rannsókna eða und- irstöðurannsókna í þágu at- vinnuveganna, os að eðlilegt geti talizt að stofnanir sem sinna hagnýtum rannsóknum séu í lauslegri tengslum við Háskólann heldur en stofnan- ir sem einvörðungu sinna und- irstöðurannsóknunum. Þær síð- amefndu eiga hvergj heima nema innan vébanda Háskól- ans í lífrænum tengslum við hina vísindalegu fræðslustarf- semi í hverri grein fyrir sig. Þess vegna er lagasetningin um rannsóknarstofnun atvinnu- veganna og rannsóknarráð rík- isins eðlileg þar eð þessum að- ilum er falið sérstaklega að sinna hagnýtum rannsóknum, og ef þær fari út í undirstöðu- rannsóknir verð; það að ger- ast í samráði við Háskóla ís- lands. En hvað þá um náttú-- rannsóknir og Náttúrufr- stofnún íslands. Um hana ný lög frá 10. maí 1965. þeim lögum er fjallað um und- irstöðurannsóknir ; dýrafræði, grasafræði, jarðfræði Qg landa- fræði. sem ekki eru unnar beinlínis í þágu atvinnuveg- anna, eins og segir í 1. gr. laganna. Náttúrufræðistofriún- 1 in á samkvæmt lögum þessum að vera miðstöð almennra vís- indalegra rannsókna á nátt- úru íslands. vinna að slíkum rannsóknum, samræma þær og ' efla. Hvergi í lögunum er minnzt á Háskóla Islands. Hvað boðar Þessi lagasetn- ing og hvert stefnir hún? Þar sem ég tel að með laga- setningunni um Náttúrufræði- stofnun fslands án tengsla við Háskólann sé verið að hverfa frá öðru meginhlutverki Há- skólans skv. lögum um hann og reglugerð, vil ég fá upplýst á þessum fundi. ef það er hægt, hvort Háskólaráð - er samþykkt þessar; stefnu eða ekki? Menntamálaráðherra sagði, að stækkunin ætti að verða deild í Háskólanum! — Þá þarf að breyta þessum nýju lögum strax. Starfsaðstaða Þegar ég tala um að stórefla þurfi Háskóla íslands þá á ég við að bæta þurfi til muna að- stöðu kennara Qg nemenda í þeim deildum sem nú þegar eru við skólann en ekk; síður að stofna þurfi nýjar deildir við skólann, til dæmis ; raun- vísindum. Margir kennarar við Háskól- ann stunda sjálfstæð vísinda- og rannsóknarstörf í sinni grein með kennslunni, og er það mjög lofsvert. En aðstaða þeirra til slikra hluta hefur verið mjög bágborin. Lág laun og of mikil kennslustörf hafa íþyngt þeim. Þetta þarf að gerbreytast en það gerist ekki með öðrum hætti en þeim, að launin hækki og kennurunum fjölgi. Ég hef heyrt um áætlun Há- skólaráðs um fjölgun prófess- orsembætta á næstu 10 árum. Hún er góð svo langt sem hún nær og fagna ég samþykkt ríkisstjórnar á henni. Mér hefur alltaf fundizt. að Háskólabókasafnið væri oln- bogabarn þessarar virðulegu Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.